Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2014, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2014, Blaðsíða 10
Helgarblað 12.–15. september 201410 Fréttir Í fjárlagafrumvarpinu, sem kynnt var núna í vikunni, koma fram tillögur um að fella niður tímabundin fjárframlög innan­ ríkisráðuneytisins til að tryggja skilvirk úrræði þolenda kynferðis­ brota og markvissar forvarnarað­ gerðir. Það var síðasta ríkisstjórn sem jók framlag til þessa málaflokks vegna mikillar aukningar á tilkynn­ ingum um kynferðisbrot í kjölfar umfjöllunar Kastljóss um kynferð­ isbrotamál í byrjun árs 2013. Um er að ræða framlög til lögreglustjór­ ans á höfuðborgarsvæðinu upp á 30 milljónir króna, ríkissaksóknara, lögreglustjórans á Suðurnesjum og Fangelsismálastofnunar upp á 10 milljónir, sem og 3 milljónir til rík­ islögreglustjóra. Samtals er um að ræða 60 milljónir króna eyrnamerkt­ ar þessum málaflokki sem stendur til að fella niður. Sprenging í tilkynningum brota „Þetta er mjög dapurleg forgangs­ röðun,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson sem fór fyrir nefnd fjögurra ráðu­ neyta um samhæfða framkvæmd stjórnvalda til þess að sporna við kynferðislegu ofbeldi, eflingu lög­ reglu og ákæruvalds og bætt úr­ ræði fyrir þolendur kynferðis­ brota, einkum barna. Nefndin skilaði tillögum sínum að að­ gerðum í byrjun apríl 2013 og í kjölfarið ákvað þáver­ andi ríkisstjórn að verja tæp­ lega 80 milljónum króna til að fjármagna forgangsaðgerðir til að bregðast við ástandinu. En á fyrstu þremur mánuðum ársins höfðu næstum jafn mörg kynferðisbrot verið tilkynnt til lög­ reglu og allt árið á undan. Þjónustan mun versna „Ég held að þetta sé mikil aftur­ för. Þeir aðilar sem hittu okkur í nefndinni á sín­ um tíma lýstu því yfir að það ríkti neyðarástand sem þyrfti að bregðast við. Þess vegna ákvað síðasta ríkisstjórn að verja fjármunum í þessar forgangstillög­ ur. Það er því mjög dapurlegt að sjá að þetta er ekki að rata inn í fjárlög næsta árs.“ Ágúst Ólaf­ ur segir að gangi þetta eftir muni það að þýða að þjónusta við þolend­ ur kynferð­ isbrota, einkum börn, muni versna. Málin komi til með að taka lengri tíma og svo framvegis. „Við sáum að það var algjör sprenging í tilkynntum málum og lögreglustjóraembættin, ríkissak­ sóknari og Fangelsismálastofnun voru ekki í stakk búin til að mæta þessum mikla fjölda.“ Þá bendir Ágúst Ólafur á að hluti af tillögunum hafi snúist um að nálg­ ast málaflokkinn frá hinum endan­ um með því að tryggja gerendum rétta meðferð. Vonar að þingið sjái að sér Hann segir boltann nú vera hjá stjórnarmeirihlutanum, vonar að þingið sjái að sér og sé tilbú­ ið að forgangsraða í þágu þessa málaflokks. „Að mínu viti verða málin ekki mik­ ilvægari heldur en barátta gegn kynferðisbrotum gegn börnum og þjón­ usta gagnvart þeim sem brotið hefur verið á.“ Hann bendir á að í stóra samhenginu sé ekki um mikla fjármuni að ræða, en þeir skipti hins vegar miklu máli. Hann segir að enn hafi ekki tekist að vinda ofan af þeim gífurlega fjölda mála sem komu inn á borð umræddra stofnana í byrjun árs 2013 og þeirra sem bæst hafa við. „Maður er því mjög hissa yfir því að innanríkisráðherrann hafi ekki náð að verja þessa fjármuni,“ seg­ ir Ágúst Ólafur og bendir í því sam­ hengi á að Barnaverndarstofa, sem heyrir undir velferðarráðuneytið, haldi sínu 20 milljóna króna framlagi vegna úrræða fyrir þolendur kyn­ ferðisofbeldis. En í frumvarpinu er gert ráð fyrir að sú fjárheimild verði varanleg. n „Þeir aðilar sem hittu okkur í nefndinni á sínum tíma lýstu því yfir að það ríkti neyðarástand sem þyrfti að bregðast við Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@dv.is „Mjög dapurleg forgangsröðun“ n Fjárframlög ætluð þolendum kynferðisbrota felld niður Fellt niður Verði fjárframlögin felld niður má búast við því að þjónusta við þolendur kynferðis- brota versni. Mynd ShutteRStock Vonar að þingið sjái að sér Ágúst Ólafur segir ekki um mikla fjármuni að ræða, en þeir skipti hins vegar miklu máli. Ráðið tekið til starfa Fyrsti fundur fjármálastöðug­ leikaráðs fór fram í fjármála­ og efnahagsráðuneytinu á miðviku­ dag. Á vef fjármálaráðuneytisins kemur fram að ráðið sé formlegur samstarfsvettvangur stjórnvalda um fjármálastöðugleika. Ráðið er vettvangur samráðs, upplýsinga­ skipta og stefnumótunar vegna fjármálastöðugleika og samhæf­ ir viðbúnað opinberra aðila við fjármálakreppu. Í fjármálastöð­ ugleikaráði sitja Bjarni Benedikts­ son, fjármála­ og efnahagsráð­ herra, sem er formaður ráðsins, Már Guðmundsson seðla­ bankastjóri og Unnur Gunnars­ dóttir, forstjóri Fjármálaeftirlits­ ins. Meðal helstu verkefna ráðsins er að móta opinbera stefnu um fjármálastöðugleika, meta efna­ hagslegt ójafnvægi, áhættu í fjár­ málakerfinu, óæskilega hvata og aðrar aðstæður sem eru líklegar til að ógna fjármálastöðugleika. Þá er hlutverk ráðsins að skil­ greina þær aðgerðir, aðrar en beitingu stjórntækja Seðlabanka Íslands í peningamálum, sem eru taldar nauðsynlegar á hverjum tíma til að hafa áhrif á fjármála­ kerfið í þeim tilgangi að efla og varðveita fjármálastöðugleika. Fyrir utan reglulega fundi kemur ráðið saman sem formlegur sam­ ráðsvettvangur stjórnvalda þegar fjármálakreppa telst yfirvofandi eða skollin á eða hætta er á at­ burðum sem geta valdið umtals­ verðum smitáhrifum. Mótmæla „aðför“ að atvinnulausum „Stjórn VR mótmælir harðlega aðför stjórnvalda að atvinnulaus­ um, sérstaklega þeim einstakling­ um sem hafa verið hvað lengst án atvinnu. Skerðing á bótarétti er þungur skellur og kippir fótun­ um undan fjölda fólks. Atvinnu­ leysi minnkar ekki við það að velta vandanum yfir á sveitarfélögin.“ Þetta kemur fram í ályktun stjórn­ ar VR, sem samþykkt var á fundi stjórnarinnar á miðvikudagskvöld. Fullgildir félagsmenn VR eru hátt í 30 þúsund talsins og starfa við meira en 100 starfsgreinar. Stjórnin mótmælir auknum álögum á þorra launafólks, sem fjárlagafrumvarp ríkisstjórn­ arinnar felur í sér, og harmar framkomu stjórnvalda í garð at­ vinnulausra sem þurfa að þola skerðingu á bótarétti sínum. Í ályktunni segir að hækkun á lægra þrepi virðisaukaskatts úr sjö prósentum í tólf prósent komi verst niður á tekjulægri heimilum sem þegar séu komin að þolmörkum. Launafólk með lægstu tekjurnar verji í dag 17,6 prósent ráðstöfunartekna sinna í mat­ og drykkjarvörur á móti 10,7 prósentum hjá þeim sem hafa hæstu tekjurnar. „Breytingarn­ ar á virðisaukaskattskerfinu, sem ríkisstjórnin leggur nú til, leggst með næstum tvöfalt meiri þunga á lægsta tekjuhópinn en þann hæsta. Það er óásættanlegt,“ segir í ályktuninni. Starfshópur um framtíðarskipan fæðingarorlofs skipaður E ygló Harðardóttir, félags­ og húsnæðismálaráðherra, hefur ákveðið að skipa starfshóp um framtíðarskipan fæðingaror­ lofs. Eitt af umfjöllunarefnum hóps­ ins verður hvort mikilvægara sé að lengja fæðingarorlofið eða hækka hámarksgreiðslur til foreldra þannig að markmiðum laga verði best náð. Þetta kemur fram á vef velferðarráðu­ neytisins. Þar segir að markmið laga um fæðingar­ og foreldraorlof sé að tryggja barni samvistir við báða for­ eldra sína og auðvelda jafnframt barnafólki að samræma fjölskyldu­ og atvinnulíf. Eftir að karlar fengu sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs fjölgaði þeim ár frá ári sem nýttu sér hann þar til orlofstaka þeirra náði hámarki árið 2007 og var að með­ altali 102 dagar. Í kjölfar efnahags­ hrunsins voru hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi lækkaðar. Nú nemur hámarksgreiðslan 370.000 krónum á mánuði og skal aldrei vera hærri en nemur 80 prósent af heildarlaunum. Taka mæðra á fæðingarorlofi hefur lítið breyst á liðnum árum en veru­ lega hefur dregið úr þátttöku karla í fæðingarorlofi sem árið 2013 nam að meðaltali um 74 dögum. Eygló Harðardóttir velferðar­ ráðherra segir mikilvægt að taka ákvörðun um framtíðarskipan fæðingarorlofsmála. Fæðingarorlof á Íslandi sé styttra en annars stað­ ar á Norðurlöndunum og jafnframt sé hér lengsta bilið sem foreldr­ ar þurfa að brúa frá þeim tíma sem fæðingarorlofi lýkur þar til leikskóla­ ganga hefst. „Mikilvæg forsenda breytinga á fæðingarorlofinu á sín­ um tíma var aðkoma aðila vinnu­ markaðarins og sátt þeirra um leið­ ir. Þessi sátt virðist ekki fyrir hendi núna. Þar sem ýmist heyrist að lækka þurfi tryggingagjaldið sem takmark­ ar svigrúm til breytinga, eða að lengja beri fæðingarorlofið eða að hækka greiðslur áður en orlofið er lengt,“ er haft eftir Eygló á vef ráðuneytis­ ins. Mun hún á næstu dögum óska eftir tilnefningum frá aðilum vinnu­ markaðarins og Sambandi íslenskra sveitarfélaga í formlegan starfshóp um framtíðarskipan fæðingarorlofs hér á landi. n Dregur úr þátttöku karla Fæðingarorlof Fæðingarlof á Íslandi er styttra en annars staðar á Norðurlöndunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.