Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2014, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2014, Page 22
Helgarblað 12.–15. september 201422 Fréttir Erlent L ögreglumenn í borginni Wagga Wagga í Ástralíu reyna nú að átta sig á því hvers vegna fjölskyldufaðir myrti eiginkonu sína og börn. Hann mun svo sjálfur hafa svipt sig lífi. Geoff Hunt er grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína og þrjú börn með skotvopni. Lögregla var kölluð að heimilinu og fann alla fjöl- skyldumeðlimi, nema Geoff sjálf- an. Lögreglumenn fundu þá einnig bréf sem Geoff Hunt lét eftir sig. Lög- regla hefur túlkað bréfið sem sjálfs- vígsbréf. Í kjölfarið hófst leit að hon- um. Talið er að lík hans hafi fundist á landareign fjölskyldunnar. Skelfileg aðkoma Börnin hans, Fletcher sem var tíu ára gamall, Mia, sem var átta ára og Pheo- be, sem var sex ára og eiginkona hans, Kim Hunt, 41 árs, voru öll úrskurðuð látin þegar lögreglu bar að garði. Lík Kim fannst á göngustíg sem liggur að heimili þeirra, en börnin inni á sjálfu heimilinu. Lögreglumenn hafa sagt aðkomuna að heimili Hunt-fjöl- skyldunar, hafa verið skelfilega og fengu sumir þeirra áfallahjálp. Vett- vangsrannsókn stóð enn yfir aðfara- nótt fimmtudags. Líkur eru á því að fólkið hafi látist snemma á mánudag eða snemma á þriðjudag. Var bóndi Geoff var bóndi og bjó með fólkinu sínu á landareign sem hafði verið í fjölskyldunni í fjóra ættliði. Hann var 44 ára gamall. Eiginkona hans glímdi við veikindi og erfiðleika eftir alvarlegt bílslys árið 2012. Hún hafði þó unnið ótrauð að því að ná bata, en hún háls- brotnaði í slysinu og hlaut mikla höf- uðáverka. Dóttir þeirra, Pheobe, var í bílnum með móður sinni en slapp án teljandi áverka. Kim átti erfitt með gang og nærðist illa eftir slysið. Hún starfaði sem hjúkrunarfræðingur, en þurfti að láta af störfum vegna veik- indanna. Hún hóf störf að nýju í vor. Geoff sinnti henni, auk þess að sinna störfum á bóndabænum. Fjölskyldan hafði því glímt við erfiðleika, en stóðu þétt saman að sögn vina og ættingja. Mikið áfall Vinir og fjölskylda Hunt segjast því eiga erfitt með að skilja þennan harmleik. Ekkert benti til þess að Hunt ætti við erfiðleika að stríða, hvað þá að hann þjáðist á þenn- an hátt. „Það var nákvæmlega ekki neitt sem benti til þess að hon- um liði illa eða eitthvað amaði að. Hann virtist vera kátur og glaður þegar ég hitti hann síðast. Hann var yndislegur maður og virtist vera bæði hamingjusamur og lifa fremur venjulegu lífi,“ segir sam- starfsmaður hans. Málið hefur einnig tekið mikið á borgarbúa í Wagga Wagga. Fjölskyldan öll er sögð hafa verið glaðlynd og þægi- leg í umgengni. Þau voru vel liðin í samfélaginu og fráfall þeirra er því mikið áfall. n Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is Myrti fjöl- skylduna n Hunt myrti börnin sín þrjú og eiginkonu sína n Framdi svo sjálfsvíg Fjölskyldufaðir Atvikið hefur reynt mjög á vini og ættingja sem skilja ekki hvernig slíkur harmleikur gat átt sér stað án,að því er virðist nokkurs aðdraganda. Hinn umdeildi borgarstjóri Toronto greindist með æxli í kviðarholi H ann fékk viðurnefnið „krakk- borgarstjórinn“ í fyrra en Rob Ford er nú kominn í fréttirnar vestanhafs fyrir aðrar sakir en ítrekuð hneykslismál. Fréttirnar eru þó ekki góðar. Borgarstjóri Toronto í Kanada hefur nefnilega verið lagður inn á spítala vegna æxlis í maga. Frek- ari rannsóknir eiga eftir að fara fram og eins og stendur er ekki vitað hvort æxlið sé illkynja eður ei. Talsmaður sjúkrahússins lætur þó hafa eftir sér í kanadískum fjölmiðlum að æxlið sé „ekki lítið“. Ford hefur fundið fyrir verkjum í kviðarholi í að minnsta kosti þrjá mánuði en leitaði á bráðamót- töku á miðvikudagsmorgun þar sem hann var afar þjáður. Ford, sem sækist eftir endurkjöri sem borgarstjóri Toronto þrátt fyr- ir allt sem á undan er gengið, er hins vegar jákvæður og hress eftir atvikum að því er Doug Ford, bróðir hans og kosningastjóri, segir. Doug er einnig borgarfulltrúi og hefur orðrómur þegar farið af stað þess efnis að hann muni hugsanlega hlaupa í skarðið fyr- ir bróður sinn. Gengið verður til kosn- inga hinn 27. október og hefur Doug frest þar til í dag, föstudagsmorgun, til að bjóða sig fram. Dagblaðið Toronto Sun greinir frá því að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem Rob Ford glímir við heilsufarsvanda- mál. Árið 2009 var illkynja æxli fjar- lægt úr botnlanga hans, hann fékk nýrnasteina árið 2011 og þá var hann lagður inn á sjúkrahús vegna háls- og magavandkvæða árið 2012. Faðir borgarstjórans lést árið 2006 eftir bar- áttu við krabbamein í ristli. n mikael@dv.is Rob Ford lagður inn á sjúkrahús Erfiðir tímar Kosningabaráttan um borgarstjórastólinn í Toronto stendur sem hæst og koma veikindin því á versta tíma fyrir hinn 45 ára gamla Rob Ford. Mynd REutERS Sýknaður af morði Dómari í máli hlauparans Oscars Pistorius sýknaði hann af því að hafa myrt kærustu sína, Reevu Steenkamp, að yfirlögðu ráði á fimmtudagsmorgun. Mazipa dómari las upp dóm- inn en hætti því skyndilega og ákvað að fresta réttarhöldunum til dagsins í dag, föstudag. Dóm- arinn á því eftir að greina frá því hvort hlauparinn verði dæmdur fyrir manndráp. Pistorius hefur alla tíð sagt að honum hafi orðið á mistök, hann hafi talið að innbrotsþjófur væri á salerni íbúðarinnar, þegar það var í raun kærastan. Dóm- arinn sagði að Pistorius hefði brugðist við af of miklum þunga – hann hefði átt að hringja held- ur á lögreglu. Fréttaskýrendur eru á því að líklega verði Pistori- us dæmdur fyrir manndráp. „Einstaklega góður maður“ Óþokkinn Jaws í kvikmyndun- um um James Bond er látinn. Richard Kiel var 74 ára þegar hann lést en hann er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Jaws auk þess sem hann lék eftirminni- legt hlutverk í Happy Gilmore. Roger Moore, sem lék á móti Kiel í Bond-myndunum The Spy Who Loved Me og Moonraker sagð- ist á Twitter vera í sjokki. „Ég er í áfalli eftir að hafa heyrt að vinur minn, Richard Kiel, er fallinn frá. Við vorum saman í útvarpsþætti í síðustu viku.“ Hann sagðist sjálf- ur vera slæmur maður sem hefði leikið góðmenni, þveröfugt við Kiel sem hefði verið góður mað- ur sem lék illmenni. „Hann var í raun einstaklega góður maður.“ Bankinn mun flytja Royal Bank of Scotland mun flytja höfuðstöðvar sínar til London ef sjálfstæði Skotlands verður samþykkt í kosningun- um í næstu viku. Óvissa hefur verið uppi um lagaleg atriði í rekstri bankans ef Skotar lýsa yfir sjálfstæði, eins og tvísýnt er um. Bankinn segir að flutningurinn muni ekki hafa áhrif á þjónustu við skoska viðskiptavini. Hann muni áfram sinna þeim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.