Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2014, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2014, Blaðsíða 44
Helgarblað 12.–15. september 201444 Menning Hús og höggmyndir Sýningin A posteriori: Hús, höggmynd verður opnuð í Ás- mundarsafni laugardaginn 13. september klukkan 16.00. Á sýn- ingunni eru listaverk með ný- stárlegar tilvísanir í hinar ýmsu byggingar og hús. Verkin eru ýmist gerð út frá raunverulegri eða ímyndaðri byggingarlist og endurspegla oft liðna tíð, að því er fram kemur í tilkynningu frá Listasafni Reykjavíkur. Lista- mennirnir Birgir Snæbjörn Birg- isson, Guðjón Ketilsson, Hulda Hákon, Kathy Clark, Kristín Reynisdóttir, Stefán Jónsson og Þorbjörg Þorvaldsdóttir eiga verk á sýningunni en einnig verða þar verk Ásmundar Sveinssonar. Sýningarstjóri er Yean Fee Quay. Kláði, sviði og pirringur Á sýningunni Kláði, sviði, verk- ur, bólga og pirringur, sem opn- ar í Nesstofu á Seltjarnarnesi um helgina, sýna listakonurnar Krist- ín Gunnlaugsdóttir og Margrét Jónsdóttir veggteppi, eggtemperi og leirmuni úr steinleir. Verkin eru öll unnin með sögu og and- rúmsloft hússins í huga. Sýningin verður opnuð laugardaginn 13. september klukkan 14.00 en þá verður dansatriðið Share með Raven dance flutt. Sýningin verð- ur svo opin allar helgar fram til 12. október. Kristín opnar aðra sýningu á teikningum og vatns- litamyndum sem tengjast sýn- ingunni í Nesstofu sama dag, en sú sýning verður staðsett í innra rýminu í Stúdíó Stafni og verður opin í viku. Soffía Björg í Mengi Laugardagskvöldið 13. septem- ber kemur tónlistarkonan Soffía Björg fram í listarýminu Mengi við Óðinsgötu ásamt hljóm- sveit, sem er skipuð Erni Eldjárn, Ingibjörgu Elsu Turchi, Þorvaldi Ingveldarsyni og Tómasi Jóns- syni. Soffía Björg, sem lauk tón- smíðanámi við Listaháskóla Ís- lands í vor, hefur áður verið hluti af Trúbatrixuhópnum og leikið með blágrasa- og alþýðutónlist- arsveitinni Brother Grass. Tón- leikarnir hefjast klukkan 21.00 og kostar 2.000 krónur inn. Nafninn fær heiðurinn Trúðleikur Hallgríms Helga Helgasonar er sýndur í Tjarnarbíói F ólk heldur í unnvörpum að þetta leikrit sé eftir Hallgrím Helgason rithöfund. Það var til dæmis ein kona sem hafði mikil orð um sýninguna við hann og hann fattaði ekki fyrr en of seint að hún var að tala um þessa sýningu. Þá leyfði hann henni bara að klára rull- una og var ekkert að leiðrétta hana,“ segir Hallgrímur Helgi Helgason leikskáld, sem skrifaði Trúðleik sem nú er sýndur í Tjarnarbíói. Frumdrög leikritsins urðu til þegar Hallgrímur Helgi var fenginn til að skemmta á 17. júní-skemmtun í Stokkhólmi í Svíþjóð. Nokkru síðar kláraði hann að skrifa verkið og setti upp í Iðnó rétt eftir aldamótin. Verk- ið fjallar um tvo trúða sem takast á við tilvistarkrísu þegar annar þeirra fær á tilfinninguna að aðrir njóti ef til vill meiri virðingar í þjóðfélaginu og vill því leita sér að nýjum starfs- vettvangi. ,,Trúðurinn er það sem er satt í manneskjunni en við höfum kannski ekki orð á. Trúðurinn má segja hluti sem við tölum kannski ekki um eða segir þá á annan hátt. Hann er stækkuð mynd af alls konar komp- lexum okkar mannanna,“ segir Hall- grímur Helgi, en sýningin er jafnt fyr- ir börn sem fullorðna. Verkið var nýlega sett upp í Frysti- klefanum á Snæfellsnesi og hlaut gríðarlega góða dóma og var tekin ákvörðun um að færa það í Tjarnar- bíó. ,,Kári Viðarsson sá gömlu sýn- inguna þegar föðurbróðir hans, Hall- dór Gylfason, lék annan trúðinn. Þá ákvað hann að verða ekki læknir eða lögfræðingur heldur leikari. Síðan blundaði þessi sýning alltaf í honum. Eftir að hafa sett upp nokkrar sýn- ingar hafði hann svo samband við mig og vildi setja upp þetta leikrit.“ Hallór Gylfason sér um leikstjórn, Kári Viðarsson og Benedikt Karl Gröndal leika, en báðir hafa þeir lært sérstaklega að leika trúða. n Góðir dómar Trúðleikur Hallgríms Helga Helgasonar hefur hlotið mikið lof bæði gagn- rýnenda og leikhúsgesta. Mynd ÞorMar ViGnir Gunnarsson Á miðvikudag kynnti ríkisstjórn Íslands frumvarp sitt til fjár- laga fyrir árið 2015. Umræða um frumvarpið hófst svo í kjölfarið á Alþingi. Þegar fjár- lagafrumvarpið er lagt fram er tekist á um hversu mikil samneysla íbúa sam- félagsins skuli vera, hvar fjármunum sé best varið og af hverju. Menningar- mál hafa í gegnum tíðina verið einn þeirra málaflokka sem auðveldast er að skera niður vegna þess að hagræn áhrif auðugs lista- og menningarlífs sjást ekki í hagtölum næsta árs. Margir telja að hlutverk ríkisins sé ekki að niðurgreiða menningarneyslu íbúanna heldur eigi lögmál markaðar- ins að ráða. Aðrir álíta það vera frum- forsendu samfélags að hafa lifandi tungumál og auðugt menningarlíf, en því verði einungis haldið blómlegu með styrkjum frá hinu opinbera. Menning fyrir ferðamenn Eftir mikinn niðurskurð í síðustu fjár- lögum voru menningarvitar uggandi vegna nýs fjárlagafrumvarps hægri stjórnarinnar, en stjórnin hefur engu að síður lagt áherslu á mikilvægi menningarinnar. Í stefnuræðu sinni á Alþingi í vikunni minntist Sigmundur Dav- íð Gunnlaugsson forsætisráðherra á menningu og listir, en fyrst og fremst í tengslum við ferðaþjónustuna. ,,Við eigum að vera stolt af menningararfi þjóðarinnar og nýta hann meðal annars í tengslum við uppbyggingu ferðaþjónustu hér á landi til frambúð- ar,” sagðir Sigmundur. ,,Nú þegar stöð- ugt fleiri ferðamenn sækja okkur heim er það okkur enn mikilvægara að styðja við og styrkja menningarlegar rætur okkar. Við viljum í samvinnu við heimamenn á hverjum stað horfa til menningartengdrar uppbyggingar og þróunar sérstakra verndarsvæða í byggð sem styrki heildaruppbyggingu á viðkomandi svæðum.“ Þetta er í takt við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, en þar segir: ,,Ís- lensk þjóðmenning verður í háveg- um höfð, að henni hlúð og hún efld. Áhersla verður lögð á málvernd, vernd sögulegra minja og skráningu Íslandssögunnar, auk rannsókna og fræðslu. Ríkisstjórnin mun vinna að því að auka virðingu fyrir merkri sögu landsins, menningu þess og tungu- málinu, innanlands sem utan.“ Þar segir enn fremur að standa þurfi vörð um íslenska tungu, efla rannsóknir á þróun tungumálsins og styrkja stöðu íslensks táknmáls. Í hlutanum um ferðamál segir: ,,Leitast verður við að nýta betur tækifæri á sviði menn- ingartengdrar ferðaþjónustu og efla heilsárs ferðaþjónustu.“ Meira en 10 milljarðar í listir Framlög til menningarmála aukast frá síðasta fjárlagafrumvarpi. 10.430 milljónir króna af fjárlögum ríkis- ins fara í rekstur safna og listastofn- ana samkvæmt fjárlagafrumvarpi rík- isstjórnarinnar fyrir árið 2015. Þetta eru rúmlega 14,5 prósent af þeim 71.829 milljónum sem eru eyrna- merkt mennta- og menningarmála- ráðuneytinu. ,,Það er verið auka við fjármagn næstum því alls staðar. Það er áhuga- vert út af fyrir sig,“ segir Kári Finnsson, listviðskiptafræðingur og blaðamað- ur á Viðskiptablaðinu. Hann seg- ir þó að peningaupphæðin segi ekki alla söguna, heldur sé mikilvægt að skoða hvernig fjármununum sé var- ið. Hann segir enn fremur að það sem hafi skort sé ekki endilega að pening- um sé veitt til menningarmála held- ur fyrst og fremst hafi skort langtím- áætlanagerð á menningarsviðinu. ,,Það skiptir litlu máli hvort það sé hægri eða vinstri stjórn, það er bara oft ekki hugsað til langs tíma í þessum efnum.“ Hann segir til dæmis skorta á umræðu um hvata í skattkerfinu sem hvetji til fjárfestinga í menningar- iðnaðinum. Hann segir að sá tónn sem Bjarni Benediktsson, viðskipta- og fjármálaráðherra, hafi slegið með fjárlagafrumvarpinu og umræðu um einföldun skattkerfisins gefi þó vís- bendingar um að slíkt sé ekki í pípun- um. Kvikmyndabransinn fær meira Stærstu einstöku breytingarnar innan listageirans eru þær að kvikmynda- iðnaðurinn fær um 100 milljón krón- um meira en í fyrra. Þessi aukning er samkvæmt samkomulagi frá árinu 2011 þegar mennta- og menningarmálaráð- herra samdi við kvikmyndagerðar- menn, -framleiðendur og -leikstjóra um stefnumörkun fyrir íslenska kvik- myndagerð og kvikmyndamenningu frá 2012 til 2015. Samkomulagið fól í sér að framlag í Kvikmyndasjóð vegna þessara verkefna yrði 640 milljónir árið 2014 og 740 milljónir króna árið 2015. Árið 2013 ákváðu stjórnvöld hins vegar að spýta enn frekar í lófana varðandi kvikmyndagerð og juku framlagið umtalsvert. Þessi aukning var skorin niður um leið og ný rík- isstjórn Framsóknar og Sjálfstæðis- flokks tók við störfum. Vegna hagræðingarkröfu nýju ríkisstjórnarinnar var þessari þró- un snúið við og framlag til sjóðsins 624,7 milljónir í fjárlögum 2014 en ekki 640 milljónir eins og upphaflega samkomulagið gerði ráð fyrir og þess vegna er framlag til sjóðsins nú 724,7 milljónir króna. Hilmar Sigurðsson, formaður Fé- lags kvikmyndaframleiðenda, segir frumvarpið vera vonbrigði, enda hafi orð Sigmundar Davíðs í síðasta ára- mótaávarpi gefið annað til kynna. Hann segir að vissulega sé ver- ið uppfylla loforðin sem voru gefin í verulega slæmu árferði árið 2011. Hann segir að það þurfi um 1.200 milljónir að lágmarki til að geta gert það sem við getum talið eðlilegt fram- boð á íslensku efni í öllum miðlum. En hefur þjóðin efni á því að vera að nota skattana sína í slíka lúxusvöru? Af hverju mega lögmál markaðarins ekki ráða í kvikmyndaiðnaðinum? ,,Við erum á málsvæði sem er 320 þúsund manna og þar af leið- andi fjöldi neytenda á bak við. Það er mjög dýrt að gera kvikmynd, það er risaverkefni sem tugir ef ekki hund- ruð manna koma að. Það er bara dýrt listform og ef að stóru Evrópulöndin, eins og Frakkland og Þýskaland, sem telja 60 til 90 milljónir manna, hafa komist að þeirri niðurstöðu að þau geta ekki gert kvikmyndir á eig- in tungumáli án opinberrar þátttöku, þá hlýtur það að segja sig sjálft að við getum ekki gert það hérna heima. Jú, jú, það er auðvelt að segja að við eig- um að láta markaðinn ráða en ef við viljum gera kvikmyndir á íslensku þá þarf að koma til opinbert framlag. Þá ertu komin í menninguna, tungu- málið, hvað kostar okkur að halda þessu tungumáli? Þá getur þú farið að ræða um það: viljum við halda þessu tungumáli, hvers virði er tungumál- ið? Þá erum við komin út í þessa um- ræðu.“ Hærri skattur á bækur Mikil umræða hefur kviknað vegna áætlana ríkisstjórnarinnar um að hækka virðisaukaskatt á bækur og tímarit. Þær eru í lægsta virðis- aukaskattsþrepinu, sem hefur verið 7 prósent en á að hækka í 12 prósent, á meðan hærra þrepið, sem hefur ver- ið 25,5 prósent, verður lækkað niður í 24 prósent. Breytingin er þáttur í viðleitni rík- isstjórnarinnar til að einfalda skatt- kerfið, en gagnrýnendur vilja margir hverjir sérstakar ívilnanir fyrir bókaút- gáfu og þar með að ríkið beiti sköttum til að stýra neyslu borgaranna í heil- næmari áttir. Gagnrýnendur hafa nýtt sér þá staðreynd að Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, talaði skorinort um alvarleika þess að PISA-könnunin sýndi að lesgetu og -skilningi íslenskra ungmenna væri verulega ábótavant. Aukin lesgeta barna er einmitt eitt meginmarkmið Hvítbókar ráðherrans um mennta- mál. Dýrar bækur, ólæs börn n Rýnt í fjárlagafrumvarpið 2015 n Aukin framlög til menningarmála Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.