Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2014, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2014, Blaðsíða 8
8 Fréttir Helgarblað 11.–14. júlí 2014 Eiginmaðurinn enn þá í felum n Fær engin svör frá yfirvöldum n Íslensk kona veit ekki hvert hún á að snúa sér É g er að vonast til þess að það komi einhverjar jákvæðar fréttir í þessari viku. Það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýn,“ seg- ir Dagný Albertsdóttir í samtali við DV. Eiginmaður hennar, Samu- el Eboigbe Unuko frá Nígeríu, fer nú huldu höfði í Malmö í Svíþjóð en þangað var hann sendur af íslenskum yfirvöldum síðastliðinn nóvember á grundvelli Dyflinnar-reglugerðarinn- ar. Þrátt fyrir að Dagný og Samuel hafi gift sig í Svíþjóð í janúar hefur hann ekki fengið leyfi til þess að snúa aftur til Íslands. Sænsk útlendingayfirvöld hafa gef- ið það út að Samuel verði sendur aftur til Nígeríu en þar óttast hann um ör- yggi sitt. Að sögn Dagnýjar fer andlegri og líkamlegri heilsu hans nú ört hrak- andi en óvissan um framtíðina hefur tekið mikið á hann. „Það er óskaplega slítandi að vera í þessari stöðu,“ segir Dagný sem hyggst heimsækja Samuel í fimmta skiptið á þessu ári um miðjan næsta mánuð. Frá því DV fjallaði fyrst um málið í lok júní hefur hún engin svör fengið, hvorki hjá Útlendinga- stofnun né innanríkisráðuneytinu. „Eina svarið sem ég fæ er á þá leið að við verðum að bíða eftir næsta bréfi.“ „Útlendingastofnun hefur til með- ferðar fyrstu umsókn mannsins um dvalarleyfi á grundvelli hjúskapar,“ segir Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar. „Hvað varðar niðurstöðu í því máli þá er hennar að vænta á næstu dögum.“ Fleiri í sömu stöðu Mál Dagnýjar og Samuels svipar til mála sem fjallað var um í fjölmiðl- um í maí síðastliðnum. Hinn 12. maí greindi DV frá því að lögreglumenn frá embætti lögreglustjórans á höf- uðborgarsvæðinu hefðu handtekið Izekor Osazee frá Nígeríu, eiginkonu Gísla Jóhanns Grétarssonar, þar sem vísa ætti henni úr landi á grundvelli Dyflinnar-reglugerðarinnar. Málið vakti mikla athygli og í kjölfar háværra mótmæla og fundarhalda í innan- ríkisráðuneytinu var henni sleppt úr haldi og ákvörðun um brottvísun dregin til baka. Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar, sagði að fara þyrfti yfir verkferla í málum þar sem hælisleitendur væru giftir íslenskum ríkisborgurum og því yrði ákvörðun í máli Izekor frestað. Þá sagði hún mál- ið fordæmalaust en svo var þó ekki. DV hafði til að mynda greint frá því nokkrum dögum fyrr, eða hinn 8. maí, að Hassan Al Haj, eiginmanni Mar- grétar Láru Jónasdóttur, hefði verið vísað úr landi á grundvelli Dyflinn- ar-reglugerðarinnar þrátt fyrir að þau væru gift. Hassan var enn þá úti í Sví- þjóð í lok júní og þá höfðu engin svör fengist frá ráðuneyti eða Útlendinga- stofnun varðandi það hvort honum verði gert kleift að snúa aftur. Vilja hærri framfærslu Dagný og Samuel kynntust í Hjarta- garðinum á fjölmenningardegi Reykjavíkur sumarið 2012 en Samu- el var handtekinn í nóvember á síð- asta ári, færður í fangageymslur lög- reglunnar og fluttur til Svíþjóðar í fylgd tveggja lögreglumanna frá al- þjóðadeild lögreglunnar. Þá var honum gert að afhenda aleigu sína ellegar skrifa undir skuldaviðurkenn- ingu og skuldbinda sig þannig til þess að greiða 197 þúsund krónur fyrir flutning og fylgdarmenn. Hann valdi síðari kostinn og er því í skuld við rík- issjóð sem er ein af ástæðunum fyrir því að hann á ekki afturkvæmt. „Ég er svo ósátt við að þau ætli að rukka okkur fyrir flutninginn úr landi,“ segir Dagný og bendir á að það sé hendingum háð hvort hæl- isleitendur séu rukkaðir sérstak- lega fyrir brottvísanir. Dagný segist einnig hafa fengið þau skilaboð frá starfsmanni Útlendingastofnunar að hún þurfi að sýna fram á hærri fram- færslu ef Samuel eigi að fá dvalar- leyfi. Þetta þyki henni furðulegt enda hafi hún þegar sýnt fram á framfær- slu sem sé mun hærri en það lág- mark sem tiltekið sé. „Þeir vilja að ég sýni fram á hærri tekjur en það er varla hægt,“ segir Dagný og bætir við að hún sé búin að skila öllum þeim pappírum sem beðið hafi verið um og meira til. Magasár og þunglyndi Eins og fyrr segir fer andlegri og lík- amlegri heilsu Samuels hrakandi. „Hann er með risastóra exemflekki á bakinu,“ segir Dagný en veikindin gerðu fyrst vart um sig þegar Samuel dvaldi í húsnæði hælisleitenda í Sví- þjóð fyrir fjórum árum. „Það var svo mikill sveppur í húsinu og þeir voru að veikjast meira og minna. Þegar þeir kvörtuðu fengu þeir bara sótthreinsi- brúsa og áttu að sótthreinsa eitthvað sjálfir. En þetta bara ágerðist og núna segir læknirinn í Svíþjóð að veikindin séu komin til að vera.“ Ofan á þetta bætist síðan að svo virðist sem Samuel sé kominn með magasár sem rekja má til streitu síð- ustu mánaða. Dagný segist þó hafa meiri áhyggjur af andlegu hliðinni. „Hann er búinn að búa við mikla óvissu í langan tíma og er einfald- lega orðinn mjög þunglyndur.“ Dagný hitti tvær íslenskar konur sem eru í svipaðri stöðu og hún nýlega. „Það var mjög fróðlegt að heyra þeirra sögur. Manni heyrist að við séum all- ar að mæta þessu sama viðhorfi hjá Útlendingastofnun.“ n „Hann er búinn að búa við mikla óvissu í langan tíma og er einfaldlega orðinn mjög þunglyndur Jón Bjarki Magnússon jonbjarki@dv.is Aðskilin hjón Íslensk yfirvöld virðast ætla að taka sér dágóðan tíma í að skoða mál Samuels og Dagnýjar en þau hafa verið meira og minna aðskilin síðan í nóvember. Mótmælt við ráðuneyti Málefni hælisleitenda hafa verið mikið í umræðunni síðustu mánuði og oftar en ekki hafa mótmælendur safnast saman fyrir framan ráðuneytið. Mynd Sigtryggur Ari tekinn frá eiginkonu Hassan Al Haj, eiginmanni Margrétar Láru Jónasdóttur, var vísað úr landi þrátt fyrir að þau væru gift. Peningaþvottur færist í aukana Peningaþvættisskrifstofu ríkislög- reglustjóra barst 491 tilkynning frá tilkynningarskyldum aðilum á síðasta ári og er það töluverð fjölgun frá því árið 2012. Af þeim voru 254 sendar lögregluemb- ættum til þóknanlegrar með- ferðar. Þetta kemur fram í árs- skýrslu ríkislögreglustjóra fyrir árið 2013 sem kom út í síðustu viku. Í skýrslunni kemur fram að tilkynningum og fyrirspurnum til peningaþvættisskrifstofu frá lögregluembættum hefur fjölg- að talsvert og önnur þjónusta skrifstofunnar við embættin hafi jafnframt verið aukin. Samskipti við erlendar peningaþvættisskrif- stofur (Egmont Secure Web) hafi einnig verið þónokkur á árinu. Milljarða tap álversins Tap af rekstri álvers Rio Tinto Alc- an í Straumsvík nam 31,8 millj- ónum dollara, eða 3,6 milljörð- um króna í fyrra. Viðskiptablaðið greindi frá þessu á fimmtudag. Þar kemur fram að árið 2012 hafi tap álversins verið 15,4 milljónir dollara, eða 1,8 milljarðar króna. Samanlagt nemur tapið því 5,4 milljörðum á þessum tveim- ur árum. Ólafur Teitur Guðna- son, upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan á Íslandi, sagði þrennt vega þyngst þegar kæmi að afkomu fyrirtækisins; álverð, orkuverð og afskriftir. Hámarkshraði lækkaður Samkvæmt ákvörðun lögreglu- stjórans á Vestfjörðum, að fenginni tillögu Ísafjarðarbæj- ar, mun leyfður hámarkshraði á flestum götum þéttbýlis í Ísa- fjarðarbæ verða 30 kílómetrar á klukkustund í stað 35. Starfs- menn Ísafjarðarbæjar munu næstu daga skipta um umferð- arskilti sem gefa til kynna breytt- an hámarkshraða. Lögreglan vill hvetja ökumenn að virða hraðatakmarkanir. Vik- mörk eru 3 kílómetrar þannig að ökumenn sem aka yfir 33 kíló- metra hraða, þar sem hámarks- hraði er 30 kílómetrar, mega bú- ast við að sektum verði beitt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.