Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2014, Side 53
Helgarblað 11.–14. júlí 2014
Slyngir sláttumenn
Laugavegi 29 · sími 552 4320 · www.brynja.is
Orf úr áli 22.840 kr.
Orf úr tré 17.200 kr.
Ljár 7.950 kr.
Heyhrífa 4.500 kr.
Opið vir
ka
daga frá
9-18
lau frá 1
0-16
Menning 53
Íslenski safnadagurinn
haldinn í þrettánda sinn
Fjölbreytt dagskrá um allt land
Í
slenski safnadagurinn er haldin
hátíðlegur í 13. sinn sunnu-
daginn 13. júlí. Hátíðardagskrá
er að finna víða um land en DV
tók saman lista yfir nokkra af
helstu viðburðunum. Þá verða ís-
lensku safnaverðlaunin einnig af-
hend en þrjú söfn eru tilnefnd.
Hafnarborg – menningar og lista-
miðstöð Hafnarfjarðar, Rekstrarfé-
lagið Sarpur og Þjóðminjasafn Ís-
lands.
Ókeypis aðgangur verður að
Listasafni Íslands, Listasafni Sig-
urjóns Ólafssonar og Safni Ás-
gríms Jónssonar. Boðið verð-
ur upp á leiðsögn um söfnin og
hefst leikurinn á Listasafni Íslands
klukkan 14.00 þar sem Halldór B.
Runólfsson safnstjóri leiðir gesti
um sýninguna Spor í sandi eftir
Sigurjón Ólafsson. Klukkan 14.30
verður Birgitta Spur með leið-
sögn um annan hluta sýningar-
innar Spor í sandi í Listasafni Sig-
urjóns Ólafssonar. Klukkan 15.00
hefst svo leiðsögn Eyrúnar Óskars-
dóttur um sýninguna Forynjur og
Húsafell Ásgríms í safni Ásgríms
Jónssonar.
Klukkan 13.00 hefst fjölskyldu-
leiðsögn í Hafnarborg – menn-
ingar- og listamiðstöð Hafnar-
fjarðar, um sýninguna Ummerki
sköpunar. Á sýningunni er að
finna verk eftir marga af þekktustu
listamönnum þjóðarinnar. Þá er
einnig opin listasmiðja frá 13–16
sem Sirra, Sigrún Sigurðardóttir,
stýrir. Þá er fjölmargt annað á dag-
skrá yfir daginn.
Aðgangur er ókeypis að
Byggðasafni Hafnarfjarðar. Í Pakk-
húsinu á Vesturgötu 8 eru uppi
þrjár sýningar en safnið á hús víða
um bæinn sem einnig er opinn að-
gangur að. Hægt er að finna nánari
upplýsingar um söfn landsins og
dagskrána á safnamenn.is. Ókeyp-
is aðgangur er að flestum söfnum
og af gríðarlega miklu að taka. n
asgeir@dv.is
tölvuleikjanördans
Vilja efla tölvuleikjamenningu á Íslandi
H
efja þarf tölvuleikja-
menningu á Íslandi til
vegs og virðingar. Þetta
er mat tveggja ungra
tölvuleikjanörda, Odds
Ævars Gunnarssonar og Geirs
Finnssonar, sem halda úti og rit-
stýra vefsíðunni Leikjafrettir.is.
Síðan hefur tilheyrt netinu í heilt
ár, en hún er fyrst núna að vekja
athygli spilara úti um allt land.
Sjálfboðavinna
Ritstjórarnir tveir njóta liðsinnis
vina sinna við skrif á síðuna en all-
ir eru þeir í sjálfboðavinnu, drifn-
ir áfram af áhuga og ástríðu fyrir
tölvuleikjum. En þar eð straum-
ur gesta þyngist dag frá degi bú-
ast þeir við að geta með tíð og tíma
fengið örlítið í aðra hönd með aug-
lýsingasölu. „Þetta er nánast orðin
full vinna. En við viljum auðvit-
að stækka enn þá meira,“ segir
Oddur og bætir við að þeir horfi
meðal annars til fótboltasíðunn-
ar fotbolti.net, sem byrjaði sem
áhugamál en varð svo að einni
vinsælustu vefsíðu landsins. „Hún
var stofnuð 2002 og er núna búin
að festa sig rækilega í sessi. Í henni
höfum við ákveðna fyrirmynd;
þetta er eitthvað sem við viljum
gera. En það er auðvitað langtíma-
verkefni.“
Heimavöllur
tölvuleikjanördans
Strákarnir skrifa um tölvuleiki
allra vinsælustu leikjatölvanna,
Playstation, Xbox og Nintento –
auk þess að fjalla um PC-leiki.
„Leikjasamfélagið á Íslandi hefur
tekið okkur fagnandi. Við erum að
skrifa frá þremur fréttum og upp
í átta fréttir á dag og fá hátt í tvö
þúsund heimsóknir,“ segir Odd-
ur og heldur áfram: „Þetta er eina
íslenska síðan á netinu sem fjall-
ar einungis um tölvuleiki, í því er
sérstaða okkar fólgin. Það vantaði
klárlega umfjöllun um tölvuleiki á
góðri íslensku. Þetta er nýr heima-
völlur tölvuleikjanördans.“ n
Heimavöllur
Oddur Ævar
Gunnarsson Oddur
vonast til þess að
síðan verði jafn vinsæl
og fotbolti.net.
Halldór B. Runólfsson
Safnstjóri leiðir gesti um sýn-
inguna Spor í sandi eftir Sigurjón
Ólafsson. Mynd SiGtRyGGuR ARi
Tilnefningar til íslensku
safnaverðlaunanna 2014
Íslenski safnadagurinn er sunnudaginn 13. júlí
Íslensku safnaverðlaunin er viðurkenning sem er veitt annað hvert ár íslensku safni
fyrir framúrskarandi starfsemi. Almenningur, stofnanir og félagasamtök geta sent inn
ábendingar um safn eða einstök verkefni á starfssviði. Í ár var söfnum í fyrsta skipti
heimilt að senda inn kynningar á eigin verkefnum.
Hafnarborg – menningar og
listamiðstöð Hafnarfjarðar
Fyrir metnaðarfulla sýningardagskrá og samfélagslega
virkni þar sem þátttaka almennings er lykilatriði.
Rekstrarfélag Sarps
Fyrir ytri vef menningarsögulega gagnasafnsins Sarps.
Þjóðminjasafn Íslands
Fyrir dagskrá í tilefni 150 ára afmælis safnsins.
Möller umhverfis Ísland
Raftónlistarmenn halda í tónleikaferð í sumar
Í
slenska raftónlistarforlagið Möll-
er Records ætlar að halda í tón-
leikaferð um landið í sumar. Þrír
til fjórir raftónlistarmenn munu
koma fram á hverjum stað. Þeir eru
Futuregrapher, Skurken, Bistro Boy,
Steve Sampling, Subminimal, Einar-
Indra, Tanya Pollock, Snooze Infini-
ty, Jafet Melge, Orang Volante og
Modesart en verkefnið er styrkt af
tónlistarsjóðnum Kraumi.
Ferðalagið hefst á tónleikum á
Þingvöllum 16. júlí en endar í Höfn-
um á Reykjanesi 3. ágúst. Aðrir
áfangastaðir eru meðal annars Ísa-
fjörður, Akureyri, Egilsstaðir og Höfn
í Hornafirði.
Möller Records var stofnað árið
2011 af tónlistarmönnunum Árna
Grétari sem er þekktur undir lista-
mannsnafninu Futuregrapher og
Jóhanni Ómarssyni sem er þekktur
sem Skurken. Með þeim starfa að út-
gáfumálum Frosti Jónsson eða Bi-
stro Boy og Stefán Ólafsson, einnig
þekktur sem Steve Sampling. Möller
Records hefur gefið út 24 plötur, þar
af 8 breiðskífur, 3 safnplötur, 2 stutt-
skífur og 11 smáskífur. Hægt er að
nálgast frekari upplýsingar á moller-
records.com. n
Futuregrapher Árni Grétar, einn af
stofnendum Möller Records.