Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2014, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2014, Blaðsíða 54
Helgarblað 11.–14. júlí 201454 Menning Það eru dægraskipti í Palest- ínu. Ládautt húmið leggst yfir bæinn Qalqilia eins og ullar- voð af himni. Og enn leggur Mourid Avneri af stað út á akur sinn, einsamall og álútur í öxl- um, þess albúinn að leggjast hjá jörðinni sinni sem hann hef- ur yrkt á sama hátt og ættfeður hans allir um aldir. Framan af ævi gat hann látið sér nægja að ganga til þessarar vinnu sinnar í glannabítið, en síðustu misserin hefur múrinn umturnað öllu í lífi hans; múrinn sem núna um- lykur þorpið hans að fullu eins og soltið rándýr króar af sína föngnu bráð. Í fyrstu þótti múrinn aðeins fjar- læg hugarsmíð einhverra of- látunga af annarri tungu sem Avneri og allt hans fólk taldi sig ekki þurfa að hafa nokkrar áhyggjur af. En nú er allt breytt. Nágrannar fólksins í Palestínu hafa farið um lönd þess að vild og hægt og bítandi rænt þeim svæðum sem þeim hefur hugn- ast – og girt þau giska rækilega af; ókleifur múrinn er orðinn rösklega 700 kílómetra lang- ur, álíka og vegalengdin á milli Reykjavíkur og Eskifjarðar – og þarna hlykkjast hann harla ófrýnilegur um engi og ekrur eins og eitraður skröltormur. Það sér ekki lengur til sjávar í Qalqilia. Múrinn byrgir alla sýn. Þessi ysta byggð á Vestur- bakkanum, sem kúrir aðeins 12 kílómetra frá Miðjarðarhafs- ströndinni, stendur núna í skugganum af átta metra háu sementsskrímslinu sem skilur að íbúabyggðina og akurlendið allt í kring. Fyrir vikið eru sáð- menn akranna eins og Mourid Avneri komnir upp á náð og miskunn annarrar þjóðar hvort og hvenær þeim er fært að vitja ræktarlanda sinna. Og sakir þess að hliðið á múrnum er aðeins opnað þrisvar á dag neyðist okk- ar maður til að fara þar í gegn undir miðnætti; morgunopn- unin gengur ekki af því þá kæmi hann of seint á markaðinn með afurðirnar sínar. Og þannig er nú háttað lífi Mourids Avneri, tæplega sex- tugs bónda í Palestínu; hann fer frá heimili sínu fyrir svarta- myrkur, sefur í tjaldi á akrin- um sínum, kemst þaðan allra náðarsamlegast með ávexti sína á markaðinn undir miðjan morgun, en þaðan þó ekki heim á ný fyrr en hliðið er opnað síð- degis. Mourid Avneri er innmúr- aður í eigin landi. Allri heims- byggðinni virðist standa á sama. Þessi fjögurra kílómetra spölur sem liggur frá heimili hans yfir á akurinn hefur verið hogginn í sundur af ormi sem vex og dafn- ar af því enginn þorir að standa upp og andæva þessu freklega framferði bíræfnustu landræn- ingja heims. Um aldir alda í langfeðgatal röltu forfeður Mourids Avneri út á ekrur fjölskyldunnar án þess að nokkuð hindraði þeirra för. Sú hversdagslega iðja að ganga til daglegra verka var ávallt jafn sjálfsögð og hún var hvetjandi og uppörvandi. Þeim kafla í fjöl- skyldusögunni er lokið. Það er eins og litla þorpinu hafi verið kippt á burt úr sögulegu sam- hengi sínu. Og íbúar þess séu orðnir fangar í eigin föðurlandi, án dóms og laga, án svo lítils sem eftirtektar eða athugasemd- ar hins svokallaða umheims. Úr vegabréfi Sigmundar Ernis Innmúraður í eigin landi Krúttlegir munaðarleysingjar Þ egar tómatarnir tala ber manni að hlusta, enda er vefsíð- an rottentomateos.com veg- ið meðaltal allra helstu gagn- rýnenda Bandaríkjanna. Engin mynd sem sýnd hefur verið í bíó hérlend- is í ár hefur fengið jafn góða dóma vestra og Short Term 12, en hún fær 99 prósent gæðastimpil. Væntingar hljóta því að vera miklar. Sagan segir frá vist- heimili í Bandaríkjunum, þar sem kerfið geymir börn sem eiga ekki í önnur hús að venda. Eins og vera ber eru sálfræðingar og yfirmenn skilningssljóir, en starfsfólk- ið finnur til með börnunum. Enda kemur í ljós að þau hafa flest verið yfirgefin af foreldr- um sínum í æsku eða mis- þyrmt á einn eða annan hátt. Nokkrar álíka myndir hafa ver- ið gerðar undanfarið, svo sem hin franska The Class eftir Laurent Can- tet, þar sem raunsæið var allsráð- andi. Var sú mynd byggð á bók eft- ir kennara í fátækrahverfi og lék sá sjálfur í myndinni. Hér hefur leik- stjórinn Cretton sjálfur unnið á álíka heimili og fjallað er um, en einhvern veginn verður að sykurhúða allt fyrir bandaríska áhorfendur. Öll vandamál leysast, barnaníð- ingar eru dregnir fyrir dóm, gestir vistheimilisins finna hamingjuna á endanum. Þetta gerir það að verk- um að auðvelt er að skilja við hana því allt er á endanum í himnalagi, ólíkt til dæmis hinni frábæru fjórðu seríu af The Wire sem lýs- ir gegnumgangandi vanda í bandaríska skólakerfinu. Helstu persónur eru þó ekki krakkarnir, held- ur starfskrafturinn sem reynir að finna út úr eig- in vandamálum. Vanda- mál krakkanna lenda í bakgrunninum en eru mun áhugaverðari. Einnig er vannýtt persóna Rami Maleks, sem kemur inn sem menntamaðurinn sem vill bjarga heiminum en bregður þegar hann mætir raunveruleikan- um. Myndin lendir því algerlega á herðum Brie Larson, sem heldur henni uppi, og endar sem karakt- erstúdía fremur en þjóðfélagsrýni, og ágæt sem slík. En hún hefði getað verið svo miklu meira. n Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com Kvikmynd Short Term 12 IMDb 8,1 RottenTomatoes 99% Metacritic 82 Leikstjórn og handrit: Destin Daniel Cretton Aðalhlutverk: Brie Larson og John Gallagher 96 mínútur Short Term 12 Sagan segir frá vistheimili í Bandaríkjunum, þar sem kerfið geymir börn sem eiga ekki í önnur hús að venda. Gamlir Kanada- menn lengi lifi n Dómur um tónleika Neil Young n Stóð fyrir sínu og var hinn hressasti E kki er annað hægt að segja en að dánarafmæli Kurt Cobain hafi verið vel fagnað á Ís- landi. Fyrirmyndirnar, Pixies, komu fyrr í vor og í vikunni tróð hljómsveitin Crazy Horse upp í Höllinni. Neil Young hefur jú verið kallaður Guðfaðir gruggsins, og með hljómsveit þessari fann hann upp þann hljóm sem síðar einkenndi alla frá Sonic Youth, enda vitnaði Kurt í hann í lokabréfi sínu. Þetta eru fyrstu tónleikar ferða- lagsins og dagana á undan mátti heyra óminn af æfingum um Laugar- dalinn. Það að fá þá á undan öllum öðrum hefur bæði kosti og galla. Hörðustu aðdáendur voru spennt- ir að sjá hvaða lög yrðu flutt, því ekki var hægt að gúggla settlista fyrri tón- leika. En samt fannst manni stund- um eins og þeir væru að, tja, hita sig upp. Amerískt flöskuvatn „Ætli þeir spili Cortez the Killer?“ spurði einhver rétt áður en tónleik- arnir hófust. Safnarar fengu ýmis- legt fyrir sinn snúð, því hljómsveitin flutti nokkur lög sem hún hefur varla spilað í yfir 20 ár. Jafnframt var eitt glænýtt flutt hér í fyrsta sinn og nefnist „Who‘s Gonna Stand Up and Save the Earth.“ Young var tíð- rætt um umhverfisvernd. Hann tal- ar um hvað við séum heppin að geta drukkið vatn úr krananum á með- an hann sýpur amerískt flöskuvatn sem hann kom með, enda krana- vatn ódrekkandi þar í landi. Hann er klæddur í bol sem orðið „Earth“ er ritað á, og biðst velvirðingar á því að hafa ekki verið með slíka boli til sölu. Á hinn bóginn lofar hann því að koma aftur með nóg af bolum, og er það nokkuð góð bót á máli. Tónleikar hvorir sínum megin við kreppu Hljómsveitin Crazy Horse hefur undanfarin 45 ár meistrað þá list að láta öll lög hljóma eins og hefur nú fullkomnað list sína. Young, sem gæti valið hvaða meðspilara sem er, er stundum spurður hvers vegna hann kjósi helst að koma fram með hljómsveit sem varla kann að spila. En einmitt þetta gerði það að verk- um að hann hafði áhrif bæði á pönk og grugg. Þetta eru reyndar fyrstu tónleik- ar hrossins án hins upprunalega ba- ssaleikara Billy Talbot, sem fékk slag um daginn og varð að draga sig í hlé. Neil Young sjálfur, sem hefur átt við alls konar heilsufarserfiðleika að stríða, er þó hinn hressasti, röddin hefur lítið breyst og ekkert sést á spilamennskunni. Hápunktinum er þó náð þegar hrossið gengur af sviðinu og hann flytur Blowing in the Wind eftir annan Ólympusbúa, Bob nokkurn Dylan sem stóð á sama stað rétt fyrir hrun. Og líklega má segja að koma Young á þessu ágæta tónleikasumri marki um leið enda kreppunnar, eða hvað? Rokkað í frjálsa heiminum Beint á eftir spilar hann perluna He- art of Gold, eina lag sitt sem hef- ur náð fyrsta sætinu í Bandaríkjun- um. Og síðan er hrossið aftur dregið fram og haldið áfram þar sem frá var horfið, en helst hefði maður viljað fá meira af þessu. Ekki er öll von úti, því frammi stendur að tónleikarnir séu frá 9 til 12. Því bregður mér þegar splæst er í slagarann „Rocking in the Free World“ eftir einn og hálfan tíma. Þetta er eitt allra þekktasta lag hans og hentar vel til að enda á. Og síðan ganga þeir af sviðinu. Það segir þó sitt um feril Young að á meðan Stones og Dylan enda tónleika sína á lögum frá 7. eða 8. áratugnum, vilji þeir gleðja aðdá- endur sína, þá er helst rokkslagari Young frá endurkomuplötunni Freedom frá 1989, enda hafa áhrif hans heldur vaxið með tímanum. Hafinn yfir dóma Þegar hér er komið sögu von- ar maður að hann komi einn inn á með kassagítarinn og taki eitthvað af meistaraverkunum Harvest eða Harvest Moon. Í staðinn kemur org- el svífandi niður á sviðið eins og Matti í Pöpum í leðurblökubúning. Orgelið er skreytt friðardúfu með heldur Hitlerslega hárgreiðslu, hvað sem það á annars að tákna. Poncho Sampedro sest við það og spil- ar upphafið að „Like a Hurricane,“ gullfalleg útgáfa af gullfallegu lagi. Og síðan er þetta búið. „Ég vildi að hann hefði spilað „Cortez the Killer,“ er sagt fyrir utan. Og hvernig voru síðan tónleik- arnir? Tja, það er eiginlega erfitt að dæma, og varla fyrir dauðlega skríbenta að fella dóm yfir manni eins og Neil Young. Hafi það ein- hvern tímann verið við hæfi eru þeir dagar löngu liðnir. Maðurinn er jú lifandi goðsögn og hefur leyfi til að gera eins og hann vill. Og samt vildi maður að hann hefði spilað fleiri ballöður, og helst aðeins lengur. Það er eins og með kökuna sem var ekki nógu góð, það var ekki til nógu mik- ið af henni heldur. Neil Young og aðrir af hetjukyn- slóð rokksins eru nú um sjötugt, og það eru forréttindi að fá að sjá þá á sviði áður en það er orðið of seint. Vonandi kemur hann hingað einu sinni enn með bolina. Og spilar þá fleiri kassagítarlög. n Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com Neil Young Hélt tónleika í Laugar- dalshöll á mánudag. MYND ATP IceLAND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.