Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2014, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2014, Blaðsíða 13
Fréttir 13Helgarblað 11.–14. júlí 2014 Fyrstu fisktæknarnir Svanhvít Másdóttir og Hafdís Helgadóttir luku fyrir skömmu námi frá Fisktækniskóla Íslands í Grindavík sem fisktæknar. Víkurfréttir greina frá því að þær höfðu innritast á brautina síð- astliðið haust á grundvelli raun- færnimats sem gengur út á það að meta reynslu starfsmanna í ákveðinni starfsgrein til áfanga og til eininga á framhaldsskóla- stigi. Í frétt Víkurfrétta kemur fram að reynsla þeirra úr fiskvinnslu hefði nýst þeim til mats á áföng- um fisktæknibrautar. Það sem út af stóð samkvæmt námskrá, tóku þær síðan nú á vorönn og luku því formlega námi sem fisk- tæknar. Afríkusól frá Rúanda. Dökkir Afríkuskuggar eru mjúkir og yndislegir í þessu kaffi. Hentar í allar gerðir uppáhellingar. Sumarkaffið 2014 Afríkusól valið besta kaffið* Afríkusól skarar fram úr í gæðum og fékk lang hæstu einkunn kaffitegunda á íslenskum matvörumarkaði. Ummæli úr smökkuninni: „Yes! Nammi namm.“ „Loksins komin góður kaffibolli. Það er karakter í kaffinu.“ „Karamellulitur, ekki bara svart. Það er mjúkt og gott.“ kaffitar.is *skv blindri bragðsmökkun í DV 8.7.2014 kaffitár ÁN KRÓKALEIÐA kaffitár ÁN KRÓKALEIÐA kaffitár ÁN KRÓKALEIÐA k aff itá R ÁN KR ÓK AL EIÐ A ka ff itá r ÁN KR ÓKA LEIÐA besta kaffið* kjölfar sálfræðiskýrslu n Háskólinn setur Hannes út í horn en Bjarni felur honum verkefni n Naut aðstoðar Jóns Steinars að Hannesi verði ekki bannað að mæta á deildarfundi og fundi um kennslumál og rannsóknir, enda sé hann æviráðinn prófessor. Að svipta hann stjórnunarskyldum sé að ein- hverju leyti formsatriði. Verið sé að senda ákveðin skilaboð og sýna viðleitni til að lágmarka skaðann af hegðuninni sem lýst er í ofangreindri sálfræðiskýrslu. Skellur fyrir prófessor Tveir starfsmenn háskólans sögð- ust hafa ákveðna samúð með Hann- esi, enda væri þetta skellur fyr- ir hann. Með því að fá 10 milljóna króna verkefni hjá fjármálaráðu- neytinu í beinu framhaldi af ósigrin- um í deilunni við háskólann gæti Hannes hins vegar vel við unað. Breytingarnar á starfstilhöguninni muni því koma út eins og vegtylla frekar en refsing. Einn þeirra sem DV ræddi við gerði lítið úr málinu og hvatti blaða- mann til að láta ekki skólastjórn- endur gabba sig. „Þetta eru engar drastískar breytingar sem eru gerð- ar hvað varðar stöðuna hans Hann- esar. Hann nýtur enn þá algjörrar verndar,“ sagði viðkomandi og bætti við: „Það hefur sáralitla þýðingu að missa stjórnunarskyldur. Þetta er meira eitthvað sem skólayfirvöld gera til að friða þá sem gagnrýna það að Hannes sé enn að kenna í háskól- anum.“ DV sendi Hannesi tölvupóst þar sem spurt er um málið. Engin svör höfðu borist þegar blaðið fór í prentun. n Ekki góð vinnubrögð Félag stjórnsýslufræðinga tel- ur að vinnubrögð stjórnvalda vegna fyrirhugaðra flutninga Fiskistofu frá Hafnarfirði til Ak- ureyrar séu ekki í anda vand- aðrar stjórnsýslu. Í ályktun kem- ur fram að félagið telji að skort hafi ítarlegan rökstuðning fyrir ákvörðuninni og að ekki hafi farið fram faglegt mat á áhrif- um flutninganna. Afar brýnt sé að kostnaðar- og ábatagreining liggi fyrir áður en ráðist er í jafn- viðamikla aðgerð og mikilvægt sé að hafa samráð við helstu hagsmunaaðila, þar á með- al starfsmenn. Koma þurfi í veg fyrir að sú fagþekking og reynsla sem byggst hefur upp í áratugi glatist og hafi þannig neikvæð áhrif á gæði og tilgang starfsem- innar. S íðast þegar fjármálaráðu- neytið fól Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni að annast rann- sókn um efnahagsmál var verkefninu ekki skilað á tilætluðum tíma. Árið 2007 gerði Árni Mathie- sen, þáverandi fjármálaráðherra, samning við Félagsvísindastofn- un Háskóla Íslands um að Hannes skyldi annast mat á áhrifum skatt- breytinga á Íslandi og til stóð að ver- kefninu lyki í nóvember árið 2008. Á tímabilinu 7. maí 2007 til 14. október 2008 fékk Félagsvís- indastofnun samtals 9,5 milljón- ir króna með virðisaukaskatti frá fjármálaráðuneytinu vegna verkefn- is Hannesar. Hins vegar barst síðasta greiðslan ekki á áætluðum tíma, enda höfðu fullnægjandi gögn um verklok ekki verið afhent. Þegar DV fjallaði um málið árið 2011 hafði fjármálaráðuneytið enn ekki innt af hendi lokagreiðsluna þótt Hannes hefði skilað 80 blað- síðna lokaskýrslu haustið 2009, ári eftir áætluð verklok. Í þeirri skýrslu var miklu púðri eytt í að gagnrýna umfjöllun Stefáns Ólafssonar félags- fræðiprófessors um ójöfnuð í valdatíð Davíðs Oddssonar. Samkvæmt upplýsingum DV frá Félagsvísindastofnun var ekki gengið frá greiðslunni fyrr en árið 2012, enda urðu tafir á skrifum. Miklar tafir á síðustu skýrslu Loksins greitt eftir langa bið Ætlar ekki að gæta hlutleysis Hannes ögrar yfirmanninum G uðbjörg Andrea Jóns- dóttir, forstöðukona Félagsvísindastofn- unar, segir að Hannes hafi sjálfur átt frumkvæði að verkefninu sem fjármálaráðu- neytið fól honum á dögunum. „Hann semur við fjármála- ráðuneytið um það. Hannes er með setur innan Félagsvís- indastofnunar, Rannsóknar- setur í stjórnmálum og efnahagsmálum, og þetta er unnið innan þess,“ segir hún. Hæstiréttur Íslands dæmdi Hannes fyrir höfundarréttarbrot hinn 13. mars árið 2008. Er engin hætta á að fólk erlendis, sem ræða þarf við vegna skýrslunnar um erlenda áhrifaþætti hrunsins, veigri sér við að tala við fræðimann sem staðinn hefur verið að því að misnota heimildir með þessum hætti? „Það er erfitt að dæma um það, en mér sýnist hann hingað til hafa verið í ágætistengslum við fólk erlendis,“ segir Guðbjörg. Aðspurð hvort til standi að Hannes Hólmsteinn rannsaki samskipti Davíðs Oddssonar við Mervyn King, fyrrverandi seðlabankastjóra Bretlands, svarar Guðbjörg: „Ég geri ekki ráð fyrir að verklýsingin sé alveg tæmandi og hún mun eflaust taka breytingum eftir því sem líð- ur á verkið. En við reynum að fylgjast með þessu og tryggja að þetta sé unnið í samræmi við vinnubrögð sem Félagsvísindastofnun getur sætt sig við.“ Í samtali við RÚV á þriðjudaginn sagði Guðbjörg að hún vænti þess að fyllsta hlutleysis yrði gætt við rannsókn Hannesar. Sjálfur hef- ur hann hins vegar gefið það út að hann ætli ekki að gæta fyllsta hlut- leysis. „Ég verð hlutdrægur að einu leyti. Ég mun draga fram hlut Ís- lendinga. Í deilu Breta og Íslendinga verð ég á bandi Íslendinga,“ sagði hann í viðtali við Útvarp Sögu á miðvikudag. Starfsskyldum breytt í Sérvalinn án auglýsingar DV sendi fjármálaráðuneytinu eftirfarandi spurningar á þriðjudag: 1. Hvenær var ákvörðun um það tekin að Hannesi Hólmsteini yrði falið að vinna að skýrslu fyrir fjármála- ráðuneytið um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins? 2. Hvers vegna var ekki fræðimönnum og háskólafólki gefinn kostur á að sækja um verkefnið? 3. Hvers vegna auglýsti fjármála- ráðuneytið ekki eftir því að rann- sóknarhópar sendu inn rannsókn- aráætlanir sem síðar yrðu metnar með faglegum hætti? Á fimmtudegi barst stutt svar: „Ráðuneytið samdi við Félagsvís- indastofnun Háskóla Íslands vegna verkefnisins sem um ræðir. Aðdrag- andi verkefna er með ólíkum hætti. Samningurinn var undirritaður 7. júlí.“ Haukur í horni Jón Steinar Gunnlaugsson að- stoðaði Hannes í samningaþrefi við háskólann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.