Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2014, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2014, Blaðsíða 64
Helgarblað 11.–14. júlí 2014 53. tölublað 104. árgangur Leiðbeinandi verð 659 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Þetta er bara bissness! „Selfie“ með hval n Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks og iðnaðar- og viðskiptaráðherra, er nú í sumarfrí líkt og allir al- þingismenn. Af Facebook-síðu hennar að dæma virðist hún vera stödd á nyrsta hlut Norður-Þing- eyjarsýslu, í nágrenni Kópaskers. Á fimmtudag deildi hún „selfie“ eða sjálfsmynd af sér í hvala- skoðun og mátti glögglega sjá hval í bakgrunn. Í kjölfar þess að griðasvæði hvala á Faxaflóa var minnkað sagð- ist hún vilja sætta sjónar- mið hvala- skoðunar- fyrirtækja og hvalveiði- manna. Hún hefur lagt áherslu á að meirihluti Ís- lendinga styddu veiðar. Gefðu fallegan lífsförunaut í brúðkaupsgjöf Notknot púðar - hönnun: Ragnheiður Ösp BRÚÐKAUPS- GJAFALISTAR OG GJAFAKORT Harpa / Skeifan 6 /Keflavíkurflugvöllur / 5687733 / epal@epal.is / epal.is Flutti inn tímaflakkara Arðvís-sakborningur segir hagkerfið þrífast á tilfinningum B jarni Þór Júlíusson, sakborn- ingur í Arðvís-málinu, á sér skrautlega sögu. Honum, ásamt Úlfari Guðmundssyni, er gefið að sök að hafa dregið sér fé úr sjóðum fyrirtækjanna Costa og Arð- vís til einkaneyslu. Í heildina er hann sakaður um að hafa tekið fjörutíu milljónir króna úr sjóðum fyrirtæk- isins. Hann neitaði sök er málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness á miðvikudag. Árið 2008 hélt hann úti vefsetr- inu human.is en markmið þess var sagt vera að veita ráðgjöf og fræðslu á sviði óhefðbundinna læknismeð- ferða. Stærsta verk- efni human.is hefur sennilega verið í mars árið 2008 þegar Bjarni Þór flutti til lands- ins Stewart Swerdlow; tímaflakkara, höfr- ungahvíslara og geim- veru, að eigin sögn. Í grein í 24 stundum um fyrirlesturinn segir Bjarni Þór: „Þú hefur aldrei komist í tæri við neitt svipað. Þú munt hvítna og svitna og blána.“ Swerdlow hefur í gegnum tíðina meðal annars haldið því fram að einhverfa stafi af því að viðkomandi sé andtek- inn af höfrungi. Á vefsíðu human.is varpar Bjarni Þór fram ýmsum kenningum sín- um um efnahagskerfið. „Ef grannt er skoðað þá er þetta umtal um ofurhagn- að yfirleitt ekki allur sann- leikurinn, heldur útblás- inn hálfur sannleikur til að selja betur auglýsingar, sem eru einnig af sama meiði. Við erum tilf- inningaverur. Á því þrífst hagkerfið. Oft er talað um að menn séu að tapa milljörðum eins og ekkert sé og menn grínast með að það skipti varla máli,“ skrifaði Bjarni Þór þá. Hann heldur áfram og segir að núverandi hagkerfi muni leiða mannkynið til glötunar. „En vandinn við þetta allt er falinn í egóinu, ranghugmyndum sem fjölda- framleiða spjátrunga sem tala um skilgreiningu orðsins „samkeppni“.“ n hjalmar@dv.is Ákærður fyrir fjárdrátt Bjarni Þór hefur komið víða við en hann flutti Steward Swerdlow til landsins árið 2008. Listaskáld með „Hannesarfóbíu“ n Gagnrýni á rannsóknarver- kefni Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar tröllreið umræðu vikunnar. Rithöfundurinn Andri Snær Magnússon spurði Hann- es í einni stöðuuppfærslu hans á Facebook á miðvikudag vegna málsins um hvort eðlilegt væri að stjórnmálamenn fjármögn- uðu rannsóknir innan háskól- ans. Gústaf Níelsson, bróð- ir Brynjars Níelssonar, var þá nýbúinn að gera athugasemd þar sem hann sagði að „Hann- esarfóbía“ hefði „gripið um sig á vinstri væng stjórnmálanna, einkum meðal „listaskálda“.“ Brást Gústaf hinn versti við spurn- ingu Andra Snæs og sagði honum að beina þessari spurningu frekar til Stefáns Ólafs- sonar félagsfræði- prófessors. Í leit að glötuðu brauði n Guðmundur Andri Thorsson og Egill Helgason, sem Hannes Hólm- steinn Gissurarson kallar bloggher- menn, skeggræddu brauðmenningu og eldri tegundir brauðs á Facebook á fimmtudaginn. Umræðan fór af stað þegar Egill spurði hvort ein- hver myndi eftir Safabrauði. „Er að reyna að rifja upp hvernig umbúð- irnar voru? Mikil nýjung, niður- sneitt fransbrauð í „neytendaum- búðum“,“ spurði Egill. Guðmundur Andri var einn þeirra sem mundi vissulega eftir Safabrauði. „Man að mamma vildi ekki kaupa það. Ég var hálf fúll því að ég var svo hrifinn af umbúðun- um,“ skrif- aði hann. Egill fór því næst að ræða um hnign- andi brauð- menningu á Íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.