Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2014, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2014, Blaðsíða 24
Helgarblað 11.–14. júlí 201424 Fréttir Erlent Afhjúpaði níðinginn í ritgerð í skólanum n Sagðist hafa orðið fyrir grófu ofbeldi 8 ára gömul n Dæmdur í 18 ára fangelsi B andarískur karlmaður, Albert Tarrats, var í vikunni dæmd- ur í átján ára fangelsi fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni. Málið vakti talsverða athygli þegar það kom upp árið 2012 því ekki komst upp um gjörðir mannsins fyrr en fórnarlamb hans, stjúpdóttirin, skrifaði um þær í ritgerð í skólanum. Þá fóru hjólin að snúast og lauk mál- inu á mánudag þegar níðingurinn var dæmdur. Ítrekað nauðgað Albert, sem er 62 ára, verður að lík- indum áttræður þegar hann losn- ar úr grjótinu. Hann neitaði staðfast- lega sök fyrir dómi í New York þar sem málið var til meðferðar. „Það var aldrei nein misnotkun. Hann særði aldrei stjúpdóttur sína,“ sagði verj- andi mannsins í yfirlýsingu áður en dómur var kveðinn upp. Sem fyrr seg- ir komst málið upp árið 2012 þegar stjúpdóttir hans, sem nú er 18 ára, og samnemendur hennar fengu það verkefni í skólanum að skrifa ritgerð um einhverja erfiðleika á lífsleiðinni. Stúlkan, sem ekki er nafngreind í um- fjöllun Reuters til að vernda hags- muni hennar, skrifaði um það í rit- gerðinni að sér hefði ítrekað verið nauðgað árið 2003, þegar hún var átta ára gömul. Tarrats var sem fyrr segir stjúpfaðir stúlkunnar og lýsti hún því í ritgerðinni að allt hafi leikið í lyndi framan af í sambandi hans og móð- ur hans. Þegar brestir komu í sam- bandið hafi hann snúið sér að henni og beitt hana ofbeldi. Ákveðin lokun Ritgerðin komst aldrei í hendur kennara stúlkunnar því áður en hún skilaði ritgerðinni las móðir henn- ar hana yfir. Strax í kjölfarið hringdi hún í hjálparlínu fyrir fórnarlömb kynferðisbrota og leitaði ráða. Þaðan fór málið til lögreglu sem hóf rann- sókn málsins. Sjálf var stúlkan ekki viðstödd réttarhöldin en sagði í yfir- lýsingu til dómsins að hún færi fram á að Albert fengi hámarksrefsingu fyrir brot sín. Hámarksrefsing í mál- um sem þessum í New York er 25 ára fangelsi. Þá sagði hún í yfirlýs- ingunni að það að stíga fram, bæði í ritgerðinni og í yfirlýsingunni, hefði veitt henni ákveðna lokun á málinu. „Það er þungu fargi af mér létt, ég er hamingjusamari en áður. Ég mun aldrei gleyma hvað hann gerði mér en ég mun halda áfram með líf mitt,“ sagði hún og bætti við að Tarrats ætti það skilið að vera refsað fyrir brot sín. Beittur ofbeldi í fangelsi Verjandi Alberts sagði fyrir dómi að þær lýsingar sem komu fram í rit- gerðinni hafi verið skáldaðar og þær til þess fallnar að valda skjólstæðingi sínum miklum skaða. Síðan mál- ið kom upp hefur Albert setið í varð- haldi í fangelsinu á Rikers Island og sagði verjandi hans að þar hefði hann mátt þola miklar líkamlegar og and- legar misþyrmingar af hálfu samfanga sinna. Málið hefði haft mikil áhrif á hann og hann væri nú undir sérstakri vernd fangavarða í fangelsinu. n „Ég mun aldrei gleyma hvað hann gerði mér en ég mun halda áfram með líf mitt Dæmdur Albert Tarrats var dæmdur í 18 ára fangelsi. Stjúpdóttir hans afhjúpaði hann í skólaritgerð. Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is 60 milljónum króna ríkari Keypti vinningsmiðann 81 sekúndu áður en sölustöðum var lokað T uttugu og þriggja ára Norð- maður frá Tromsö datt í lukkupottinn í norska lottóinu á dögunum þegar hann hirti fyrsta vinning, 3,2 milljónir norskra króna, sem jafngildir tæpum sextíu milljónum íslenskum. Það mátti ekki tæpara standa að fyrsti vinningur rynni honum úr greipum því 81 sek- úndu áður en sölustöðum var lokað keypti hann miðann. Maðurinn sem um ræðir heit- ir Ronny Andersen og segir hann í samtali við dagblaðið iTromsö að hann hafi verið í grillveislu með fé- lögum sínum þegar dregið var í lottóinu. „Ég fór í stórmarkaðinn til að kaupa mat. Þegar ég kom að af- greiðslukassanum fékk ég þá hug- dettu að kaupa miða. Þetta var rétt fyrir klukkan 18,“ segir hann. Eftir að hafa borðað grillmatinn hringdi síminn. Starfsmaður Norsk Tipping kynnti sig og tjáði Ronny að hann hefði unnið fyrsta vinning, 3.221.550 krónur norskar. „Ég byrjaði bara að skjálfa. Þetta var símtal sem ég átti alls ekki von á,“ segir hann. Óhætt er að segja að vinningur- inn komi að góðum notum því Ronny er í hagfræðinámi í háskólan- um. Þá veiktist hann alvarlega fyrir nokkrum árum þegar hann greindist með krabbamein í öðrum fótleggn- um. Þrátt fyrir að hafa unnið þann stóra mætti Ronny til vinnu daginn eftir, en hann starfar í matvöruversl- un í hlutastarfi. Þegar hann er spurð- ur hvað hann ætli að gera við vinn- ingsféð, segir hann: „Norsk Tipping hefur ráðlagt mér að íhuga það vand- lega og ég held ég geri það. Ég er ekki með ökuréttindi þannig að líklega byrja ég á að ná mér í þau.“ Þá úti- lokar hann ekki að bjóða kærustunni í sumarfrí til útlanda. n einar@dv.is Milljónamæringur Ronny Andersen er 60 millj- ónum íslenskum krónum ríkari eftir lottóútdráttinn. Norður-Kórea kvartar vegna bíómyndar Ja Song Nam, sendiherra Norður-Kóreu hjá Sameinuðu þjóðunum, sendi í lok júní kvörtun til Ban Ki-moon, fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, vegna kvikmynd- ar sem bandarísku leikararn- ir Seth Rogen og James Franco leika í. Fjallar myndin, sem heitir the Interview, eða Við- talið, um bandarískan sjón- varpsþáttastjórnanda og fram- leiðanda þáttarins sem fá að taka viðtal við Kim Jong Un, leiðtoga Norður-Kóreu. Þeir eru síðan fengnir til liðs við bandaríska leyniþjónustu til þess að myrða Jong Un. „Að leyfa framleiðslu og dreifingu á slíkri mynd um morð á ein- valdi í embætti ætti að líta á sem hvatningu til hryðjuverka,“ sagði sendiherrann meðal annars í bréfinu, sem var gert opinbert í vikunni. Hátt í 80 drepnir á Gaza Hátt í 80 Palestínumenn hafa verið drepnir í árásum Ísraels- manna á Gazasvæðið í vikunni og voru flestir af þeim almenn- ir borgarar. Átta palestínsk- ir fjölskyldumeðlimir, þar á meðal fimm börn, voru drepn- ir í flugskeytaárás sem lagði í það minnsta tvö heimili í rúst í Khan Younis í suðurhluta Gaza, að sögn palestínska heilbrigð- isráðuneytisins. Fréttastofa Reuters greinir frá. Mikil átök hafa brotist út á milli Palestínu- og Ísraels- manna, sem hafa farið stigvax- andi, síðan þremur ísraelskum ungmennum var rænt og þau myrt á hrottafenginn hátt í júní og palestínskum pilti var rænt og hann einnig pyntaður og myrtur. Ban Ki-moon, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, hefur fordæmt loftárásir og hvatt Ísraelsmenn til þess að hafa hemil á sér. Haft er eftir Yolande Knell, blaðamanni fréttastofunn- ar BBC á Gaza, að á venjuleg- um degi séu göturnar fullar af fólki og bílum. Núna sé óvenju- lega mikil þögn á götunum. Hún segir flest fólk halda sig heima við til þess að reyna að tryggja öryggi sitt. Einhverjir séu að reyna að leggja sig yfir daginn til þess að bæta upp fyrir tapað- an svefn eftir hávaðasama nótt eftir að ísraelsk sjóherskip vörp- uðu sprengjum á landræmu við ströndina. Þá nái sjónvarpsfrétt- ir á staðnum varla að halda í við fréttir af þéttsetnum sjúkrahús- um og húsarústum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.