Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2014, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2014, Blaðsíða 16
16 Fréttir Helgarblað 11.–14. júlí 2014 Fimmta hvert barn tekið með keisara n Ljósmóðir segir sjúkdómsvæðingu barneigna áhyggjuefni Í apríl síðastliðnum voru tæp tutt- ugu prósent fæðinga hér á landi keisaraskurðir. Á síðasta ári var hlutfallið 17 prósent en hefur hald- ist nokkuð stöðugt, verið í kring- um 16 prósent, frá aldamótum. Sam- kvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) ætti hlutfall keisaraskurða hvergi að vera hærra en 10–15 prósent. Steina Þórey Ragnarsdóttir, varafor- maður Ljósmæðrafélags Íslands, hefur áhyggjur af þróuninni sem er í heim- inum vegna hækkunar á tíðni keisara- skurða. Hún segir sjúkdómsvæðingu hafa átt sér stað í barneignaferlinu en fæðing sé í flestum tilfellum eðli- legt ferli. „Hins vegar er erfitt að segja hvað veldur því að tíðni keisara hækki svo mikið einn mánuð í senn og ber að horfa á þróunina á ársgrundvelli,“ seg- ir Steina Þórey í samtali við DV. Fæðingastöðum fækkar Á árunum 1972 til 2009 fækkaði fæðingastöðum hér á landi úr 25 í átta, en fæðingum á Landspítala hef- ur aftur á móti fjölgað um rúmlega helming á sama tíma. Steina Þórey segir þetta ekki heillavænlega þróun. „Fæðingastöðum hefur fækkað víðs vegar og við höfum miklar áhyggjur af því. Þáttur ljósmæðra virðist einnig fara dvínandi. Við erum því farin að horfa á hvernig við getum aukið þátt ljósmæðra og tryggt að það verði áfram fæðingar á landsbyggðinni. Ef það á að færa allar fæðingar inn á hátæknisjúkrahús þá er það mik- ið áhyggjuefni, því fæðing er eðlilegt ferli nema þegar búið er að skima fyrir því að svo sé ekki. Maður hef- ur áhyggjur af því, sérstaklega núna eftir að Hreiðrinu var lokað, að það þurfi fleiri ljósmæðrareknar einingar á höfuðborgarsvæðið líka. Samfelld þjónusta ljósmæðra minnkar líkur á keisaraskurðum og öðrum inngrip- um,“ segir Steina Þórey. Atvinnulausar ljósmæður Áslaug Íris Valsdóttir, formaður Ljós- mæðrafélags Íslands, vakti athygli á því í grein 5. maí síðastliðinn, á al- þjóðadegi ljósmæðra, að útskrifað- ur fjöldi ljósmæðra hér á landi hefur haldist nokkuð stöðugur í hundrað ár. Árlega útskrifast á bilinu átta til þrettán ljósmæður hér á landi, sami fjöldi og fyrir hundrað árum, en samt hefur fæðingum fjölgað um helm- ing. Í greininni segir Áslaug merki- legt að þrátt fyrir lítinn fjölda útskrif- aðra ljósmæðra, veikari mæður og helmingi fleiri börn sem fæðast þá séu enn til atvinnulausar ljósmæður. „Í mínum huga þýðir þetta að ekki sé nægjanlega vel mannað ljósmæðr- um sums staðar í heilbrigðiskerfinu og að sú auðlind sem ljósmæður eru sé ekki nýtt að fullu við ýmis störf þar sem þekking þeirra gæti komið að notum,“ skrifar Áslaug. Fleiri ljósmæðrareknar einingar Steina Þórey segir einnig tölu- vert rætt um vinnuálag innan Ljós- mæðrafélags Íslands. „Það gefur auga leið að ef færri ljósmæður eru ráðnar en það eru svipað margar fæðingar, eða jafnvel aukning, að þá verður meira álag. Það er alveg á hreinu,“ segir Steina sem þorði þó ekki að fullyrða um að aukið álag á ljósmæðrum gæti orsakað aukningu í keisaraskurðum. „En þar sem konur eru í rólegu umhverfi og þeim líður vel, til dæmis í þessum ljósmæðra- reknu einingum, þá eru minni líkur á inngripum á borð við keisaraskurði. Öryggið er því ekki alltaf fólgið í há- tækninni heldur í því að konan finni sig örugga í því umhverfi sem hún er í, þar sem fæðingarferlið stýrist af hormónabúskap hennar,“ segir hún, en þetta er meðal þess sem kom fram í meistararitgerð Steinu Þóreyjar um útkomu og undirbúning eðlilegra fæðinga á ljósmæðrastýrðri einingu við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Steina Þórey sér fyrir sér að einungis veikar konur fæði á hátæknisjúkrahúsi en þær sem eru í eðlilegu fæðingarferli fari heldur á ljósmæðrarekna einingu. Til þess að svo megi verða þurfi þó að fjölga þessum einingum. Spurð um hvort markaður væri þá fyrir einka- reknum fæðingastöðum, á borð við þessar einingar sem hún nefnir, svar- ar Steina Þórey því að einkaaðilar geti séð um rekstur eininganna en mikil- vægt sé að tryggja öllum konum jafn- an aðgang. „Ég vil ekki hafa heilbrigð- isþjónustuna þannig að það verði bara ákveðinn hópur kvenna sem hefur efni á að fæða á þessum stöðum. Það verð- ur jafnt yfir alla að ganga,“ segir Steina Þórey, varaformaður Ljósmæðrafélags Íslands, að endingu. n Áslaug Karen Jóhannsdóttir aslaug@dv.is Hlutfall keisara við fæðingar á Íslandi 1982 10,2% 1983 11,4% 1984 11,1% 1985 11,5% 1986 11,9% 1987 13,4% 1988 12,3% 1989 11,8% 1990 12% 1991 11,8% 1992 13,6% 1993 13,3% 1994 14,1% 1995 14,4% 1996 15,7% 1997 15,4% 1998 15,2% 1999 16,7% 2000 17% 2001 16,1% 2002 16,7% 2003 17,2% 2004 15,6% 2005 15,1% 2006 17,5% 2007 17,1% 2008 16,4% 2009 16,5% 2010 14,6% 2011 15% 2012 15,4% 2013 17,2% 2014 17% Apríl 2014 19,2% Hnattrænt vandamál Hlutfall keisaraskurða hækkar um allan heim H lutfall keisaraskurða hefur hækkað um allan heim á undanförn- um árum og er mjög víða komið langt yfir viðmið Alþjóðaheilbrigðisstofnunar- innar (WHO), sem segir til um að hvergi sé réttlætanlegt að hafa hlutfallið hærra en 10–15 prósent. Þróunin hefur átt sér stað á afskaplega stuttum tíma en hlutfall keisaraskurða hefur til að mynda tvöfaldast á rúmum áratug í hátekjulöndum á borð við Ástralíu, Frakkland, Þýskaland, Ítalíu og Bretland. Þá er þriðjung- ur barna í Bandaríkjunum tekinn með keisaraskurði og nær helmingur barna í Kína. WHO segir fjölgun keisaraskurða vera stórt hnattrænt lýðheilsu- vandamál. Ekki er nóg með að keisaraskurðir stofni lífi bæði barns og móður í hættu, heldur eru þetta afar kostnaðarsamar aðgerðir. Þess má geta að samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) er jafnframt hvergi jafn kostnaðarsamt að framkvæma keisaraskurði og á Íslandi þar sem hver aðgerð kostar rúmar 18 þúsund Bandaríkjadali, eða rúm- ar tvær milljónir króna. Uggvænleg þróun Steina Þórey Ragnars- dóttir, varaformaður Ljósmæðrafélags Ís- lands, segir fjölgun keisaraskurða áhyggjuefni. m y n d s h U t te r s to cK Hjóla norður á landsmót Öflugur hópur skáta ætlar að hjóla góðan áfanga af leiðinni norður á Landsmót skáta sem í ár er haldið á Akureyri. Í hópn- um eru 6 skátar á aldrinum 16–18 ára úr skátafélögunum Árbú- um og Garðbúum. Nokkur þeirra hjóluðu á Landsmót 2012 og eru ákveðin í að endurtaka leikinn. Skátarnir eru vel undirbúnir og hafa þeir farið fjórar æfingaferð- ir, 20 til 25 kílómetra á torfær- um vegum í nágrenni Árbæjar. Hópurinn leggur af stað í ferðina á miðvikudag í næstu viku. Leiðin um Arnarvatnsheiði hefur verið könnuð og kortlögð með aðstoð GPS-tækja. Þannig er ljóst að hækkun er um 300 metrar fyrri daginn en lækkun seinni daginn um 530 metrar. Hópurinn verður ferjaður með trússbílum upp fyrir Húsafell. Þau hjóla af stað fyrstu 20 kíló- metrana að Norðlingafljóti sem þau vaða með hjól og farangur. Eftir tæplega 50 kílómetra dagleið verður gist í skála við Arnarvatn stóra. Daginn eftir verður hjólað að Laugarbakka í Miðfirði. Þátt- takendur munu millilenda á Akureyri eftir hjólaævintýrið og hjóla svo Grand finale – loka- sprettinn – frá Akureyri inn að Hömrum sama dag og Landsmót skáta hefst, sunnudaginn 20. júlí. Vinna hefst við los un hafta Fjármála- og efnahagsráðherra hefur ráðið fjóra sérfræðinga í sérstaka framkvæmdastjórn um los un fjár magns hafta. Þetta eru þeir Benedikt Gíslason, ráðgjafi fjármála- og efnahagsráðherra í haftamálum, Eiríkur Svavars- son hæstaréttarlögmaður, Freyr Hermannsson, forstöðumaður fjárstýringar Seðlabanka Íslands, og Glenn Victor Kim, fjármála- ráðgjafi hjá LJ Capital. Fram- kvæmdastjórnin mun starfa undir stýrinefnd sem hefur yf- irumsjón með áætlun um los- un hafta. Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, fer fyrir stýrinefndinni, en ásamt honum verða í henni seðla- bankastjóri, ráðneytisstjórar for- sætis- og fjármálaráðuneytis og Benedikt Árnason, efnahagsráð- gjafi forsætisráðherra. Samið hefur verið við lög- mannsstofuna Cleary Gottlieb Steen & Hamilton LLP og ráðgjaf- arfyrirtækið White Oak Advisory LLP um að vinna með íslenskum stjórnvöldum að losuninni. Lög- maðurinn Lee Buchheit, sem sat í samninganefnd Íslands í Ices- ave-deilunni, mun stýra vinnu lögmannsstofunnar í verkefn- inu. Fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu að verkefninu verði skipt í nokkra verkþætti. „Eitt fyrsta verkefnið er að setja fram þau þjóðhagslegu skilyrði sem nauðsynleg eru talin með hliðsjón af efnahagslegum stöð- ugleika. Að því verki munu meðal annars koma White Oak Advisory og Anne Krueger,“ segir meðal annars í tilkynningunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.