Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2014, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2014, Blaðsíða 28
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason • Ritstjóri: Reynir Traustason • Aðstoðarritstjóri: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson • Umsjónarmaður innblaðs: Viktoría Hermannsdóttir • Umsjónarmaður helgarblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir • Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson • Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéttASkot 512 70 70FR jál S t, ó Háð DAg b l Að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AðAlnÚmeR RitStjóRn áSkRiFtARSími AUglýSingAR Sandkorn 28 Umræða Helgarblað 11.–14. júlí 2014 Gaman að geta hjálpað til Ég skilaði þessuMér finnst það beinlínis borgaraleg skylda mín Sótraftarnir þrír – Kolbrúnu Ýri Árnadóttur blöskraði verðið á íslenskum jarðarberjum. – DV.– Hannes Hólmsteinn mun rannsaka erlenda áhrifaþætti á bankahrunið. – Blogg/Pressan. H annes Hólmsteinn Gissurar- son prófessor hefur setið við kjötkatla ríkisins frá því hann hóf starfsferil sinn. Hann- es hefur alla tíð verið vopnabróð- ir og þægur þjónn þess einstak- lings sem hefur verið Íslandi hvað dýrastur. Davíð Oddsson er sá sem lagði grunn að því fjármálakerfi sem hrundi til grunna í einni sjón- hendingu árið 2008. Hann var for- sætisráðherrann sem einkavæddi Landsbankann og Búnaðarbankann í ótrúlegri fléttu á sínum tíma. Svo notuð sé skilgreining Davíðs sjálfs þá komust bankarnir í hendur óreiðu- manna. Flestir þekkja hvernig fram- ganga Landsbankans var í Bretlandi og Hollandi þar sem eigendur bank- ans náðu að svíða út sparifé sem síð- an brann upp á báli hrunsins. Davíð Oddsson hrökklaðist úr stjórnmál- um en náði á elleftu stundu að skáka sjálfum sér á stól seðlabankastjóra. Á embættisferli hans gekk Seðla- bankinn í gegnum tæknilegt gjald- þrot og hundruð milljarða tjón blasti við. Hannes Hólmsteinn hefur sína fullorðinstíð verið helsti talsmaður hömlulítillar frjálshyggju. Honum eru kenndir frasar á borð að græða á daginn og grilla á kvöldin. Sjálf- ur hefur hann þó sjaldnast grætt á öðru einkaframtaki en því að klóra sig á spena ríkisins. Hann hefur ver- ið talsmaður þess að peningar séu flestu öðru æðra. Það sorglega er að í skjóli þeirrar hugmyndafræði hafa Íslendingar gengið í gegnum ein- hverja mestu spillingartíma lýðveld- issögunnar. Pólitík og viðskipti hafa runnið saman. Spilltir stjórnmála- menn hafa verið á beit í gegnum styrki til stjórnmálabaráttu sinnar og flokkanna. Árið 2007 hefur þótt sér- lega táknrænt fyrir það hömluleysi sem ríkti þar sem óheftur og meng- aður kapítalisminn stjórnaði öllu. Allt var falt og til sölu fyrir rétt verð. Það snarkaði í grillinu á kvöldin þar sem Hannes og félagar slöfruðu í sig góðgerðir gróðans. En svo hrundi allt með þeim afleiðingum að venjulegu fólki blæddi. Sparnaður, sem krunk- að var saman af elju og fyrirhyggju, brann upp. Eigur Íslendinga stóðu í ljósum logum. Útrásarvíkingarn- ir flúðu til útlanda. Davíð var hand- langaður út úr Seðlabnakanum. Og það sljákkaði í Hannesi. Þjóðin var í sárum. En nú er runninn upp tími Hannesar að nýju. Hann á að gera upp þann hluta hrunsins sem snýr að útlendingum. Fjármálaráðherra hefur falið honum ásamt tveimur öðrum dáðadrengjum hrunsins að varpa ljósi á málin. Hjálparkokkarn- ir eru ekki af verri endanum. Annar fylgdi Kaupþing í gröfina og hinn var stórskuldugur stjórnarmaður innan sparisjóðanna í dauðastríði þeirra. Það er í raun ótrúleg óskammfeilni að draga þessa þrjá sótrafta á flot. Þetta er klár vísbending um að nú skal öllu gleymt og darraðardans- inum haldið áfram þar sem frá var horfið haustið 2008. Tími ljótu kall- anna er runninn upp að ný. Það er þarft verk og gott að varpa ljósi á það sem gerðist erlendis, frá því Lands- bankamenn rændu sparifé Breta og Hollendinga og fram yfir hryðju- verkalög. En það er jafnljóst að sú rannsókn er ekki trúverðug í hönd- um manna eins og Hannesar Hólm- steins. Það er Háskóla Íslands og fjármálaráðherra til skammar að bjóða fram þessa starfskrafta til upp- gjörsins. Ósvífnin er takmarkalaus. Hugmyndafræðin um að græða og grilla er greinilega hafin til vegs og virðingar að nýju. Og þá skiptir engu máli þótt síðasta grillveisla hafi leitt til stærsta eldsvoða íslenskrar fjár- málasögu. Við stefnum að nýju í að verða það sem kallað var svo eftir- minnilega „ógeðslegt samfélag“. Allt þetta vonda er að koma aftur. n Stormadrottningin Kleópatra Kristbjörg, fram- kvæmdastjóri og nú eig- andi Gunnars majones, er hin brattasta þrátt fyrir umræðu í fjölmiðlum um að hún hafi haft slæm áhrif á fjölskyldufyrirtæk- ið rótgróna. Gunnars majones fór nýverið í þrot og er nýja rekstr- arfélagið í eigu Kleópötru sem ekki hefur gefið kost á viðtölum enn sem komið er. Hún lætur þó engan bilbug á sér finna og rit- ar undir tölvupósta „Kleópatra (Stormadrottningin mikla)“ Enn ein sjónvarpsstöðin Sjónvarpsstöðvar rísa og hníga þessa dagana. Sjónvarpsstöðv- arnar Mikligarður og Bravó hófu útsendingar undir miklum lúðra- þyt. Þrátt fyrir einlægan vilja til að slá í gegn varð Sigmar Vilhjálms- son að lýsa sig sigraðan og slökkt hefur verið á Miklagarði. Nú er enn ein sjónvarpsstöðin. ÍSTV, að hefja útsendingar. Hugmynda- fræðingurinn að baki henni er Guðmundur Franklín Jónsson, for- maður Hægri grænna, sem stofn- aði stöðina en flutti svo til Dan- merkur og gerðist hótelstjóri. Tilraunaútsendingar stöðvarinn- ar þykja lofa góðu. Ekki fífl Leikarinn Bjarni Haukur Þórsson, sem þekktastur er fyrir einleiki sína, sendir Jónasi Kristjánssyni, fyrrverandi rit- stjóra, mæðulega kveðju þar sem hann vill vita af hverju Jónas sé svo reiður í skrif- um sínum. Tel- ur hann að Jónas leiki þjóð sína grátt með harka- legum yfirlýsingum um hjarðeðli og heimsku. „Vonandi finnst þér ég ekki vera fífl og fáviti með því að hripa niður nokkur orð í þína átt, þótt ég sé af íslensku bergi brotinn,“ skrifar Bjarni Haukur. Skrif leikarans bera keim af þeirri tilhneigingu sem nú er til þess að hverfa aftur til gagnrýnisleysis þess tíma sem gjarnan er kennd- ur við 2007. Skafti rumskar Sú ákvörðun Bjarna Benedikts- sonar fjármálaráðherra að skipa Hannes Hólmstein Gissurarson prófessor til að stýra greiningu á þeim erlendu áhrifum sem leiddu til hruns- ins mælist víða illa fyrir. Þó er einn maður sem fagnar þessu opinberlega. Sá heitir Skafti Harðarson og bloggar hann stöku sinnum á Eyjunni þegar mikið liggur við. Stíll hans og skoðanir þykja afar líkar því sem gerist hjá prófessor Hann- esi. Skafti er að sögn formaður Félags skattgreiðenda og starfar í Húsasmiðjunni. Reynir Traustason rt@dv.is Leiðari S eðlabankinn hefur að undanförnu leyft gengi krón- unnar að hækka nóg til að ná verðbólgumarkmiði sínu, sem er 2,5 prósent verðbólga. Þarna er hún lifandi komin, gamla gengisfölsunarstefnan. Hún er þó ævinlega skammgóður vermir eins og reynslan sýnir. Verðbólgan stefnir aftur upp fyrir sett mark bæði næsta ár og þar næsta eins og bankinn seg- ir sjálfur í nýrri þjóðhagsspá. Í þessu ljósi þarf að skoða til dæmis skyndi- lega aukningu bílainnflutnings og er- lendra ferðalaga á þessu ári. Hálm- strá eru til þess að grípa þau. Landsins forni fjandi Eins var þetta fyrir hrun. Þá var genginu haldið of háu langtím- um saman til að fjarlægjast ekki sett verðbólgumarkmið um of. Seðla- bankinn lét undir höfuð leggjast að hamla gegn innstreymi erlends lánsfjár, heldur kynti bankinn bein- línis undir ofþenslunni með því til dæmis að lækka bindiskyldu bank- anna. Seðlabankinn bætti gráu ofan á svart með því að þræta fyrir, að gengið væri of hátt skráð. Seðlabank- inn þrætti einnig fyrir óhagkvæmni í rekstri viðskiptabankanna, sem birt- ist þá sem nú í miklum vaxtamun, þ.e. miklum mun útlánsvaxta og inn- lánsvaxta, sem er alls staðar og ævin- lega fylgifiskur fákeppni á fjármála- markaði. Seðlabankinn átti að heita sjálfstæður skv. lögum, en hann skip- aði sér í lið með eigendum bankanna og stóð síðan með buxurnar á hæl- unum, þegar gengið féll um helming eins og hendi væri veifað. Þá loksins var gengi krónunnar nokkurn veginn rétt skráð á viðtekna kvarða. Þegar ég benti á fjármálakreppu Taílands 1997 sem víti til varnaðar, þekkti málið vel, þetta var á málstofu í seðlabank- anum skömmu fyrir hrun, sögðu séffarnir með sigurbros á vör: Ís- land er ekki Taíland, næsta spurning, takk. Þeir vissu ekki sitt rjúkandi ráð. Drottinn minn dýri, hugsaði ég, og var þó ýmsu vanur. Gengisfölsunar- stefnan á einkar illa við nú í ljósi þess, að þjóðarbúið aflar ekki og getur ekki eins og sakir standa aflað nægs gjaldeyris til að standa skil á erlend- um skuldbindingum. Það vekur því athygli í þjóðhagsspá seðlabankans, að bankinn spáir viðskiptahalla með gamla laginu bæði 2015 og 2016 og þá um leið enn minni burðum til að standa í skilum. Viðskiptahalli veikir gjaldeyrisstöðu þjóðarbúsins. Klukkan tifar Ekkert bólar enn á samningum við kröfuhafa í þrotabú gömlu bank- anna. Stóra Landsbankabréfið fell- ur í gjalddaga 2016, í erlendri mynt. Ríkisstjórnin og seðlabankinn tala áfram út og suður um gjaldeyris- höftin og afnám þeirra bráðum sex árum eftir hrun. Hver höndin virðist vera uppi á móti annarri, ef hægt er að nota slíkt orðalag um svo slapp- ar hendur. Einn daginn segja þau, að afnám haftanna sé á næsta leiti; löngu liðnar dagsetningar hafa meira að segja verið nefndar. Daginn eft- ir segja þau, að afnám haftanna geti dregizt á langinn. Seðlabankastjóri líkti afnámi haftanna við einvígi, þar sem eina skotið mætti ekki geiga. Hann tiltók ekki, hvað gerast myndi, skyldi skotið geiga. Seðlabankinn segist vilja slaka á höftunum, en ræðst samt til atlögu gegn lífeyris- sparnaði þrjátíu þúsund sparifjár- eigenda, sem hafa í góðri trú safnað lífeyri í erlendri mynt og standa nú skyndilega frammi fyrir því að verða heldur að spara í krónum, sem hægt er að gera upptækar þá og þegar með gengisfalli með gamla laginu. Enn ein málaferlin gegn seðlabankanum eru í uppsiglingu. Ísland í dag Seðlabankinn virðist líta á hrunið sem tæknilegt viðfangsefni. Hann sýnir engin merki um skilning á, að hrunið var afsprengi landlægrar óhagkvæmni og spillingar svo sem vænta mátti í landi, þar sem tve- ir þriðju hlutar kjósenda telja spill- ingu vera útbreidda í stjórnmálum skv. könnun Gallups 2012 (borið saman til dæmis við 14–15 prósent kjósenda í Danmörku og Svíþjóð). Seðlabankinn virðist ekki heldur hafa tekið til sín þá lykilniðurstöðu Rannsóknarnefndar Alþingis, að þrír af þeim sjö embættis- og stjórnmála- mönnum, sem sýndu vanrækslu í að- draganda hrunsins, voru bankastjór- ar seðlabankans. Bankinn hefur ekki gert neitt til að upplýsa, hvað varð um gjaldeyrinn, sem streymdi úr bank- anum á röngu gengi rétt fyrir hrun. Hann vildi ekki einu sinni afhenda Alþingi (þann stutta tíma, sem þing- ið hafði hug á því) hljóðrit af símtali seðlabankastjórans og forsætisráð- herrans í miðju hruni, símtali, sem kallað hefur verið dýrasta símtal Ís- landssögunnar. Á sama tíma hef- ur bankinn ásælzt fjármálaeftirlitið, þótt vitað sé, að bankaeftirlitið var vitamáttlaust – „designed to fail“ eins og kanninn myndi segja – þau ár, sem það var deild í seðlabankan- um. Margt fleira mætti nefna. Þannig er Ísland í dag. Ekkert af þessu gæti nokkurn tímann gerzt í nálægum löndum. Erlendir blaðamenn eru komnir á sporið, margir. Ekki bara Jyllandsposten. n Gengisfölsunarfélagið„Verðbólgan stefnir aftur upp fyrir sett mark bæði næsta ár og þarnæsta ... Þorvaldur Gylfason skrifar Kjallari Mynd STEFÁn KaRLSSon „Tími ljótu kallanna er runninn upp að nýju – Hafþór Júlíus hleypur í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir Duchenne-samtökin. – DV
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.