Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2014, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2014, Blaðsíða 22
Helgarblað 11.–14. júlí 201422 Fréttir Hugmyndir Jakobs Frímanns fáránlegar Bjarni Bernharður talar um hreinsistefnu sem ekki eigi rétt á sér H ugmyndir Jakobs Frí- manns um hreina götu- mynd eru fáranlegar – jafnvel fasískar,“ segir Bjarni Bernharður Bjarna- son, ljóðskáld og myndlistarmað- ur. Jakob Frímann Magnússon, framkvæmdastjóri Miðborgar- innar okkar, hagsmunasamtaka rekstraraðila í miðborginni, hef- ur ítrekað talað fyrir því að færa götusölu frá verslunaræðum borg- arinnar og inn á afmörkuð svæði. Í samtali við blaðamann DV fyrr í vikunni sagði hann ákveðinn „draslarablæ“ og „bílskúrsbrag“ yfir götusölunni í Austurstræti og að grundvallarkrafan væri að götusölumenn gættu ákveðinnar smekkvísi. Árið 2010 sagði hann götusölu valda samkeppnishalla á kostnað stærri rekstraraðila. DV greindi frá því í upphafi vik- unnar að samkvæmt nýlegri sam- þykkt Reykjavíkurborgar um götu- og torgsölu mættu götusalar ekki lengur selja vörur sínar í Austur- stræti og á Lækjartorgi. Þeir götu- salar sem DV ræddi við voru afar óánægðir með þetta nýja fyrir- komulag og sögðu lítið sem ekk- ert samráð hafa verið haft við þá. Þá sökuðu þeir borgaryfirvöld um að ganga erinda verslunareigenda. Málið var tekið fyrir í borgarráði Reykjavíkur í gær, fimmtudag. Þar var ákveðið að endurskoða ákvörðunina og veita tímabundið leyfi til götu- og torgsölu í Austur- stræti eins og verið hefur undan- farin ár. „Hreinsistefna“ Bjarni Bernharður fer hörðum orðum um þá sem vilja koma götu- sölum fyrir á fyrirfram skilgreind- um blettum í borginni. Hann hef- ur staðið í götusölu í Austurstræti allt frá árinu 2003 og boðið ljóða- bækur sínar til sölu á horni Aust- urstrætis og Pósthússtrætis. Sam- kvæmt samþykktinni átti götusala einungis að vera heimiluð á svo- kallaðri Bernhöftstorfu, Ing- ólfstorgi sem og á bílastæði á landi Faxaflóahafna. „Ég lít svo á að að- gerðir Jakobs Frímanns sem miða að því að banna sölu í Austurstræti séu hreinsistefna sem eigi ekki rétt á sér,“ segir Bjarni sem er afar óá- nægður með að þessar hugmyndir skjóti síendurtekið upp kollinum. Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu hefur ítrekað haft afskipti af götusölum í Austurstræti í sum- ar en Bjarni segir að með þessu sé verið að ráðast „með lögregluvaldi gegn fátækum einyrkjum sem eru að reyna að bjarga sér í hrunsam- félaginu“. Hann segir fráleitt að reyna að stýra mannlífi borgarinn- ar með þessum hætti: „Fyrir áratug síðan var kvartað undan því hvað Kvosin væri dautt svæði – að það vantaði líf í Kvosina. Það var eftir að markaðirnir á Lækjartorgi voru gerðir burtrækir – að kröfu kaup- manna. Ég er þeirrar skoðunar að þar sem mannlíf er á annað borð – eins og í Austurstræti – þá sé fráleitt að draga upp mynd af því hvernig það eigi að vera, eins og Jakob Frímann virðist gera. Mann- líf hlýtur alltaf að kalla á nánd, og götusala er einmitt nánd.“ Bað um vinnufrið Svipaðar hugmyndir voru uppi sumarið 2010 en þá ákváðu borg- aryfirvöld að heimila einungis götu- og torgsölu í Hjartagarðin- um. DV fjallaði um málið en þá sagði Jakob Frímann ákvörðun- ina spegla vilja borgaryfirvalda til þess að hafa alla götusala á einum tilteknum stað. Hann viðurkenndi jafnframt að þrýstingur frá versl- unareigendum vegna þessa máls hefði verið til staðar. Þá sagði Jakob að Bjarni Bern- harður þyrfti að selja bækur sínar á Hjartareitnum eins og aðrir götu- salar. Sagði hann að ef einn bók- sali borgaði milljón á mánuði fyr- ir aðstöðu sína „...en annar kemur bara með bækurnar og riggar upp á góðviðrisdögum og ryður þeim út á helmingi lægra verði“ mætti segja að í því fælist ákveðinn samkeppnishalli. Málið allt vakti nokkra athygli og borgaryfirvöld drógu ákvörðun sína að lokum til baka. Bjarni Bernharður segir að þarna hafi Jakob Frímann í raun gert aðsúg að sér. „Ég sneri mér þá einfaldlega til borgarfulltrúa og bað þá um að sjá svo til þess að ég fengi vinnufrið fyrir Jakobi Frímanni á horninu.“ Segist hann hafa rætt við fjóra borgarfulltrúa sem allir lýstu yfir stuðningi við að hann fengi að halda stöðu sinni. n Jón Bjarki Magnússon jonbjarki@dv.is „Ég lít svo á að að- gerðir Jakobs Frí- manns sem miða að því að banna sölu í Austur- stræti séu hreinsistefna sem eigi ekki rétt á sér Ósáttir götusalar Götusalar sem DV hefur rætt við eru afar ósáttir við götusölubannið en fjórtán þeirra hafa sent sérstakt erindi á forsvarsmenn borgaryfirvalda. „Draslarablær“ Jakob Frímann Magnússon talaði fyrir hönd rekstraraðila í miðborginni fyrr í vikunni þegar hann sagði ákveðinn „draslarablæ“ og „bílskúrsbrag“ yfir götusölunni í Austurstræti. Ellefu ár á horninu Bjarni Bernharð- ur Bjarnason, ljóðskáld og myndlist- armaður, hefur selt ljóðabækur sínar á horni Pósthússtrætis og Austurstrætis allt frá árinu 2003. MynD Sigtryggur Ari Bankar ræða sameiningu MP banki og fjárfestingabankinn Straumur standa nú í viðræð- um um að sameinast. Viðræð- urnar hafa staðið yfir í þrjár vik- ur og hófust þær að frumkvæði Straums, að því er segir í frétt Morgunblaðsins um málið. Þar er rætt við Sigurð Atla Jónsson, forstjóra MP banka, sem segir ánægjulegt að ýmsir hafi sýnt bankanum áhuga, en segir þó ekkert öruggt í þessum efnum. Fyrsta útibú MP banka var opnað árið 2009 en bankinn hef- ur starfað sem fjárfestingabanki frá árinu 2003. Þar vinna í dag um 90 starfsmenn, en mun fleiri starfa hjá Straumi. MP banki hefur gengið í gegnum þrengingar á síð- ustu misserum. DV greindi til að mynda frá því í maí að sjö starfsmönnum var sagt upp í kjölfar þess að svið voru sam- einuð og skipulag einfaldað. Bankinn hefur einnig minnk- að við sig með því að selja Lykil, sem var tryggingahluti bankans, ásamt því að loka bankaútibúi í Borgartúni. Þurfa að koma suður í skoðun Konur á Akureyri og nágrenni þsem leita þurfa læknis vegna gruns um brjóstakrabbamein þurfa að ferðast til Reykjavíkur þar sem enginn læknir sinnir nú klínískum brjóstaskoðunum á Sjúkrahúsinu á Akureyri, sjúkra- húsi sem sinnir þúsundum íbúa. Frá 16. júní síðastliðnum hef- ur enginn læknir getað sinnt klínískum skoðunum á kon- um sem finna einkenni í brjóst- um eða þurfa að fara í ítarlegri skoðun eftir hópskoðun Krabba- meinsfélagsins á Akureyri. Viku- dagur greindi frá þessu á fimmtu- dag. Þar kemur fram að vísa þarf öllum konum til Leitarstöðv- ar Krabbameinsfélags Íslands í Reykjavík. Þar er biðtíminn lang- ur og getur verið allt upp undir þrír mánuðir þegar álag er mikið. Undanfarin ár hafa um 25 konur komið til nánari skoðunar á hverjum mánuði á Sjúkrahús- ið á Akureyri. Vikudagur segist áætla að þar með þurfi um 300 konur á hverju ári að gera sér ferð til Reykjavíkur vegna slíkrar skoðunar með tilheyrandi kostn- aði. Þurfa konurnar sem leita til Reykjavíkur því að standa straum af talsverðum kostnaði sem af þessu hlýst sem fyrr segir, munar þar væntanlega mestu um ferða- kostnað sem er talsverður á milli Reykjavíkur og Akureyrar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.