Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2014, Page 22
Helgarblað 11.–14. júlí 201422 Fréttir
Hugmyndir Jakobs
Frímanns fáránlegar
Bjarni Bernharður talar um hreinsistefnu sem ekki eigi rétt á sér
H
ugmyndir Jakobs Frí-
manns um hreina götu-
mynd eru fáranlegar –
jafnvel fasískar,“ segir
Bjarni Bernharður Bjarna-
son, ljóðskáld og myndlistarmað-
ur. Jakob Frímann Magnússon,
framkvæmdastjóri Miðborgar-
innar okkar, hagsmunasamtaka
rekstraraðila í miðborginni, hef-
ur ítrekað talað fyrir því að færa
götusölu frá verslunaræðum borg-
arinnar og inn á afmörkuð svæði.
Í samtali við blaðamann DV fyrr
í vikunni sagði hann ákveðinn
„draslarablæ“ og „bílskúrsbrag“
yfir götusölunni í Austurstræti
og að grundvallarkrafan væri að
götusölumenn gættu ákveðinnar
smekkvísi. Árið 2010 sagði hann
götusölu valda samkeppnishalla á
kostnað stærri rekstraraðila.
DV greindi frá því í upphafi vik-
unnar að samkvæmt nýlegri sam-
þykkt Reykjavíkurborgar um götu-
og torgsölu mættu götusalar ekki
lengur selja vörur sínar í Austur-
stræti og á Lækjartorgi. Þeir götu-
salar sem DV ræddi við voru afar
óánægðir með þetta nýja fyrir-
komulag og sögðu lítið sem ekk-
ert samráð hafa verið haft við þá.
Þá sökuðu þeir borgaryfirvöld um
að ganga erinda verslunareigenda.
Málið var tekið fyrir í borgarráði
Reykjavíkur í gær, fimmtudag.
Þar var ákveðið að endurskoða
ákvörðunina og veita tímabundið
leyfi til götu- og torgsölu í Austur-
stræti eins og verið hefur undan-
farin ár.
„Hreinsistefna“
Bjarni Bernharður fer hörðum
orðum um þá sem vilja koma götu-
sölum fyrir á fyrirfram skilgreind-
um blettum í borginni. Hann hef-
ur staðið í götusölu í Austurstræti
allt frá árinu 2003 og boðið ljóða-
bækur sínar til sölu á horni Aust-
urstrætis og Pósthússtrætis. Sam-
kvæmt samþykktinni átti götusala
einungis að vera heimiluð á svo-
kallaðri Bernhöftstorfu, Ing-
ólfstorgi sem og á bílastæði á landi
Faxaflóahafna. „Ég lít svo á að að-
gerðir Jakobs Frímanns sem miða
að því að banna sölu í Austurstræti
séu hreinsistefna sem eigi ekki rétt
á sér,“ segir Bjarni sem er afar óá-
nægður með að þessar hugmyndir
skjóti síendurtekið upp kollinum.
Lögreglan á höfuðborgarsvæð-
inu hefur ítrekað haft afskipti af
götusölum í Austurstræti í sum-
ar en Bjarni segir að með þessu sé
verið að ráðast „með lögregluvaldi
gegn fátækum einyrkjum sem eru
að reyna að bjarga sér í hrunsam-
félaginu“. Hann segir fráleitt að
reyna að stýra mannlífi borgarinn-
ar með þessum hætti: „Fyrir áratug
síðan var kvartað undan því hvað
Kvosin væri dautt svæði – að það
vantaði líf í Kvosina. Það var eftir
að markaðirnir á Lækjartorgi voru
gerðir burtrækir – að kröfu kaup-
manna. Ég er þeirrar skoðunar að
þar sem mannlíf er á annað borð
– eins og í Austurstræti – þá sé
fráleitt að draga upp mynd af því
hvernig það eigi að vera, eins og
Jakob Frímann virðist gera. Mann-
líf hlýtur alltaf að kalla á nánd, og
götusala er einmitt nánd.“
Bað um vinnufrið
Svipaðar hugmyndir voru uppi
sumarið 2010 en þá ákváðu borg-
aryfirvöld að heimila einungis
götu- og torgsölu í Hjartagarðin-
um. DV fjallaði um málið en þá
sagði Jakob Frímann ákvörðun-
ina spegla vilja borgaryfirvalda til
þess að hafa alla götusala á einum
tilteknum stað. Hann viðurkenndi
jafnframt að þrýstingur frá versl-
unareigendum vegna þessa máls
hefði verið til staðar.
Þá sagði Jakob að Bjarni Bern-
harður þyrfti að selja bækur sínar á
Hjartareitnum eins og aðrir götu-
salar. Sagði hann að ef einn bók-
sali borgaði milljón á mánuði fyr-
ir aðstöðu sína „...en annar kemur
bara með bækurnar og riggar upp
á góðviðrisdögum og ryður þeim
út á helmingi lægra verði“ mætti
segja að í því fælist ákveðinn
samkeppnishalli. Málið allt vakti
nokkra athygli og borgaryfirvöld
drógu ákvörðun sína að lokum til
baka.
Bjarni Bernharður segir að
þarna hafi Jakob Frímann í raun
gert aðsúg að sér. „Ég sneri mér
þá einfaldlega til borgarfulltrúa
og bað þá um að sjá svo til þess
að ég fengi vinnufrið fyrir Jakobi
Frímanni á horninu.“ Segist hann
hafa rætt við fjóra borgarfulltrúa
sem allir lýstu yfir stuðningi við að
hann fengi að halda stöðu sinni. n
Jón Bjarki Magnússon
jonbjarki@dv.is
„Ég lít svo á að að-
gerðir Jakobs Frí-
manns sem miða að því
að banna sölu í Austur-
stræti séu hreinsistefna
sem eigi ekki rétt á sér
Ósáttir götusalar Götusalar sem DV hefur rætt við eru afar ósáttir við götusölubannið en
fjórtán þeirra hafa sent sérstakt erindi á forsvarsmenn borgaryfirvalda.
„Draslarablær“ Jakob Frímann
Magnússon talaði fyrir hönd rekstraraðila í
miðborginni fyrr í vikunni þegar hann sagði
ákveðinn „draslarablæ“ og „bílskúrsbrag“
yfir götusölunni í Austurstræti.
Ellefu ár á horninu Bjarni Bernharð-
ur Bjarnason, ljóðskáld og myndlist-
armaður, hefur selt ljóðabækur sínar á
horni Pósthússtrætis og Austurstrætis
allt frá árinu 2003. MynD Sigtryggur Ari
Bankar ræða
sameiningu
MP banki og fjárfestingabankinn
Straumur standa nú í viðræð-
um um að sameinast. Viðræð-
urnar hafa staðið yfir í þrjár vik-
ur og hófust þær að frumkvæði
Straums, að því er segir í frétt
Morgunblaðsins um málið.
Þar er rætt við Sigurð Atla
Jónsson, forstjóra MP banka,
sem segir ánægjulegt að ýmsir
hafi sýnt bankanum áhuga, en
segir þó ekkert öruggt í þessum
efnum.
Fyrsta útibú MP banka var
opnað árið 2009 en bankinn hef-
ur starfað sem fjárfestingabanki
frá árinu 2003. Þar vinna í dag
um 90 starfsmenn, en mun fleiri
starfa hjá Straumi.
MP banki hefur gengið
í gegnum þrengingar á síð-
ustu misserum. DV greindi til
að mynda frá því í maí að sjö
starfsmönnum var sagt upp í
kjölfar þess að svið voru sam-
einuð og skipulag einfaldað.
Bankinn hefur einnig minnk-
að við sig með því að selja Lykil,
sem var tryggingahluti bankans,
ásamt því að loka bankaútibúi í
Borgartúni.
Þurfa að koma
suður í skoðun
Konur á Akureyri og nágrenni
þsem leita þurfa læknis vegna
gruns um brjóstakrabbamein
þurfa að ferðast til Reykjavíkur
þar sem enginn læknir sinnir nú
klínískum brjóstaskoðunum á
Sjúkrahúsinu á Akureyri, sjúkra-
húsi sem sinnir þúsundum íbúa.
Frá 16. júní síðastliðnum hef-
ur enginn læknir getað sinnt
klínískum skoðunum á kon-
um sem finna einkenni í brjóst-
um eða þurfa að fara í ítarlegri
skoðun eftir hópskoðun Krabba-
meinsfélagsins á Akureyri. Viku-
dagur greindi frá þessu á fimmtu-
dag. Þar kemur fram að vísa þarf
öllum konum til Leitarstöðv-
ar Krabbameinsfélags Íslands í
Reykjavík. Þar er biðtíminn lang-
ur og getur verið allt upp undir
þrír mánuðir þegar álag er mikið.
Undanfarin ár hafa um 25
konur komið til nánari skoðunar
á hverjum mánuði á Sjúkrahús-
ið á Akureyri. Vikudagur segist
áætla að þar með þurfi um 300
konur á hverju ári að gera sér
ferð til Reykjavíkur vegna slíkrar
skoðunar með tilheyrandi kostn-
aði. Þurfa konurnar sem leita til
Reykjavíkur því að standa straum
af talsverðum kostnaði sem af
þessu hlýst sem fyrr segir, munar
þar væntanlega mestu um ferða-
kostnað sem er talsverður á milli
Reykjavíkur og Akureyrar.