Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2014, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2014, Blaðsíða 43
Helgarblað 11.–14. júlí 2014 Skrýtið Sakamál 43 E kki er loku fyrir það skotið að K. D. Kempamma, sem einnig gekk undir nöfn- unum Mallika, Jayamma, Lakshmi og Savitramma, hafi verið fyrsta konan sem varð þess vafasama heiðurs aðnjótandi að verða raðmorðingi á Indlandi. Mallika, eins og hún verður nefnd hér, var handtekin skammt frá Bangalore, höfuðborg Karnataka- fylkis, í desember 2007 í kjölfar rannsóknar lögreglunnar á morði á barnlausri konu, Nagaveni, sem glímdi við ófrjósemi. Mallika hafði blekkt Nagaveni með loforðum um bót á ófrjóseminni og síðan drep- ið hana með blásýru og hirt allt fé- mætt af líkinu. Rannsókn leiddi enn fremur í ljós að Nagaveni var ekki fyrsta fórnarlamb Malliku. Mallika hafði gefið sig út fyrir að vera guðhrædd kona og vel kunnug hinum ýmsu trúarlegu athöfnum sem gætu komið vel konum sem glímdu við kvilla af öllum toga. Hirti skartið Mallika vingaðist við auðugar kon- ur sem oft og tíðum sóttu í bæna- hús. Með tíð og tíma öðlaðist hún traust þeirra, ekki síst með því að mæla með trúarlegum athöfn- um sem áttu að fleyta þeim yfir erfiða tíma og leysa vandamál þeirra. En Mallika sagði þeim að sumar athafnir væru þess eðlis að einungis hún gæti framkvæmt þær í ákveðnu musteri. Síðan hafði Mallika farið með fórnarlamb sitt á fyrirfram, vel val- ið bænahús á afskekktum stað, fjarri heimili þess. Þegar þangað var komið neyddi hún fórnarlamb- ið til að drekka blásýrubland- að vatn og þurfti ekki að spyrja að leikslokum. Að morði loknu hirti Mallika allt skart og öll verðmæti af fórn- arlambi sínu og skildi líkið eftir fyrir utan bænahúsið þar sem það síðar hlyti að finnast af vegfaranda. Fyrsta morðið Þessa ábatasömu iðju hafði Mallika hafið árið 1999, en fyrir þann tíma hafði hún stjórnað miðlunarsjóði (e. chit fund) af ónefndum toga, sem ku víst hafa verið lítið annað en svika- mylla. Árið 1998 steytti sjóðurinn á skeri og Mallika tapaði háum upphæð- um. Eiginmanni hennar og börnum hugnaðist lítt athæfi hennar og vísuðu henni á dyr. Þá sneri Mallika sér að morðum og fyrsta konan sem féll fyrir hendi henn- ar var Mamatha Rajan, 19. október 1999 í Hoskote. Síðasta fórnarlambið var Nagaveni, 18. desember 2007, og sem fyrr segir var hún handtekin í kjöl- farið, þegar hún reyndi að koma skart- gripum Nagaveni í verð. Reyndar virðist sem Mallika hafi haldið að sér höndum lengi vel því hún myrti allt í allt sjö konur og sex þeirra féllu í valinn í Bangalore á þriggja mánaða tímabili, frá október fram í desember 2007. Borgarbúar slegnir Eðli málsins voru íbúar í Bangalore slegnir enda deginum ljósara að Mall- ika hafði með köldu blóði og yfirvegun fyrirkomið grunlausum fórnarlömb- um sínum. Lögreglustjórinn N. Achuta Rao var ómyrkur í máli: „Ein og óstudd myrti hún [Mallika] sex konur með blásýru og rændi þær skarti og verð- mætum.“ Reyndar hafði Mallika komið við sögu lögreglunnar áður því hún hafði verið handtekin árið 2001 þegar hún fór ránshendi um hús þar sem hún fram- kvæmdi eina af sínum trúarathöfnum. Þá hafði hún fengið sex mánaða dóm, en það er önnur saga. Í aprílbyrjun 2012 var Mallika dæmd til dauða fyrir morðið á Naga- veni. n Morðkvendið Mallika „Ein og óstudd myrti hún sex konur með blásýru og rændi þær skarti og verðmætum. n Grunnt var á guðhræðslunni hjá Malliku n Trúarlegum athöfnum hennar fylgdi andlát Kaldlynt kvendi Mallika gekk skipulega til verks í ódæðum sínum. Lögfræðingur rændi banka Warren Gladders, 64 ára lög- fræðingur í Missouri í Bandaríkj- unum, hefur játað að hafa rænt fjóra banka og skotið lögregluþjón. Hann játaði þrjú bankarán í sept- ember síðastliðnum en í vikunni játaði hann það fjórða á sig og að hafa skotið lögregluþjón í brjóstið. Sem betur fer var lögregluþjónn- inn í skotheldu vesti og slapp hann að mestu ómeiddur. Saksóknarar hafa farið fram á að Gladders verði dæmdur í 25 ára fangelsi. Í um- fjöllun Huffington Post um málið kemur fram að óvíst sé hvað varð til þess að Gladders leiddist inn á brot alvarlegra afbrota, en hann er menntaður lögfræðingur frá há- skólanum í Washington. Fastur í fangelsi Karlmaður í Chicago upplifði talsverða skelfingu þegar hann festist inni í fangelsi í borginni í 31 klukkustund um helgina. Maðurinn hafði farið í fangels- ið til að hitta son sinn sem bíður dóms vegna fíkniefnamisferlis. Hann skráði sig hjá starfsmanni fangelsisins og fékk leiðbein- ingar um hvert hann ætti að fara. Einhver misskilningur varð til þess að maðurinn rambaði inn í rangan klefa á gangi sem ekki var í notkun vegna viðgerða. Hurðum, þar á meðal tveim- ur stálhurðum, var lokað eftir að maðurinn fór inn á ganginn og ekki var nokkur leið fyrir hann að láta vita af sér. Eftir um 30 klukku- stunda prísund kom maðurinn auga á brunaviðvörunarkerfi sem hann setti af stað. Slökkviliðið var kallað á staðinn og var mannin- um bjargað í kjölfarið. Forsvarsmenn fangelsisins segja að skoðað verði hvað fór úr- skeiðis. Fórnarlamb mannráns Stephan Small var rænt og hann grafinn lifandi, þar sem hann kafnaði. Nancy Rish sem dæmd var vegna málsins segist saklaus. Grafinn lifandi í Illinois Gerandi segist saklaus og biðst vægðar Á rið 1988 var Nancy Rish dæmd í lífstíðarfangelsis- vist í Illinois-ríki í Banda- ríkjunum fyrir að hafa tek- ið þátt í mannráni og morði á athafnamanninum Stephan Small ásamt þáverandi kærasta sín- um, Danny Edwards. Samkvæmt þeim dómi voru málsatvik þau að Edwards rændi Small og hugð- ist krefjast milljón dollara í lausn- argjald. Hann kom Small fyrir í viðarkassa, jarðsetti og kom fyr- ir loftpípu. Samkvæmt dómi brást loftpípan nærri samstundis sem varð til þess að Small lést, og það áður en Edwards gat krafist lausn- argjalds. Nancy Rish hefur nú setið inni í nærri tuttugu og sjö ár vegna að- komu sinnar að glæpnum. Hún hefur þó haldið því staðfast fram að hún hafi ekkert vitað um laun- ráð Edwards. „Ég bið ykkur um vægð, að þið finnið það í hjarta ykkar að veita mér annað tæki- færi. Í dag þekki ég varla þá óör- uggu og auðtrúa konu sem ég var árið 1987,“ skrifaði hún nýverið í bréfi til náðunarnefndar Illino- is-ríkis. Hún heldur því fram að hún hafi verið notuð af Edwards í ráðabruggi hans; að hún hafi keyrt hann um án þess að hafa nokkra vitneskju um áform hans. Edwards sjálfur hefur gefið út eiðsvarna yf- irlýsingu um að hún hafi ekki tekið þátt í mannráninu. Börn Small er þó ekki á þeirri skoðun að Rish eigi að fá reynslu- lausn. Sonur hans, Barett, hef- ur lýst því yfir að hann hafi þjáðst af alvarlegri innilokunarkennd allt frá því hann frétti fyrst af því hvernig faðir hans dó. „Mér hef- ur aldrei liðið sem ég væri ör- uggur frá því að föður mínum var rænt. Ég hef þurft að líta um öxl allt mitt líf,“ skrifaði hann í bréfi til náðunarnefndar. Ríkissaksóknari ríkisins hefur lagt áherslu á að dómurinn yfir henni hafi staðist áfrýjun. n hjalmar@dv.is Gervilögga handtók lögregluþjón Tvítugur karlmaður komst í bobba á dögunum þegar hann villti á sér heimildir og þóttist vera lögregluþjónn. Ekki vildi betur til en svo að hann handtók ósvikinn rannsóknarlögregluþjón að störfum. Maðurinn kveikti á bláum, blikkandi ljósum þar sem hann ók grunlaus á eftir ómerkt- um lögreglubíl í Flórída. Rannsóknarlögreglumaðurinn Chance Anderson lagði bílnum sínum úti í vegkanti en varð hissa þegar hann sá ókunnugt andlit við stýrið í hinum bílnum. And- erson sagðist oft hafa handtekið gervilöggur á sínum tíu ára ferli, en aldrei verið handtekinn sjálf- ur. Maðurinn hefur verið ákærður fyrir að villa á sér heimildir og fyr- ir ólöglega notkun lögregluljósa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.