Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2014, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2014, Blaðsíða 20
Helgarblað 11.–14. júlí 201420 Fréttir „Hann var einn af þeim flottustu“ n Fjölskylda og vinir syrgja Andra Frey sem lést í slysi á Spáni n Lýsa honum sem góðum og metnaðarfullum dreng H ann var svo hlýr og ljúf- ur,“ segir Harpa Bryndís Brynjarsdóttir, móðir Andra Freys Sveinssonar, unga piltsins sem lést í skelfi- legu slysi í rússíbana í Terra Mítica- skemmtigarðinum á Benidorm á Spáni hinn 7. júlí síðastliðinn. Andri Freyr var staddur á Spáni með fjöl- skyldu sinni, föður, stjúpmóður og systkinum, og hugðist vera þar í rúmar þrjár vikur í viðbót. Þau höfðu öll farið í dagsferð í skemmtigarðinn og höfðu varið deginum þar þegar Andri Freyr, systir hans og vinur Andra fóru í vinsæla rússíbanann In- ferno. Við lok rússíbanaferðarinnar bilaði öryggisbúnaður með þeim af- leiðingum að Andri Freyr féll fimmt- án metra. Hann lést stuttu síðar. Fjölskylda Andra og vinir syrgja ljúfan dreng og góðan félaga sem vildi öllum vel, var metnaðarfullur og ábyrgur. Málið hefur tekið mjög á fjölskylduna alla, þá sérstaklega systkini Andra Freys og stjúpsystk- ini hans. „Við erum bara að reyna að halda utan um þetta allt,“ seg- ir Harpa sem gaf sér tíma til þess að ræða við blaðamann á fimmtudag. Síðustu dagar hafa verið afar anna- samir og flóknir enda að mörgu að huga. „Við viljum fara að fá drenginn okkar heim,“ segir Harpa. Metnaðarfullur tölvukarl Andri Freyr var átján ára gamall og stundaði nám við Tækniskólann í Reykjavík á tölvubraut. Hann bjó hjá móður sinni ásamt systkinum sín- um og stjúpföður í Seljahverfinu í Reykjavík. Hann var afar metnaðarfullur og stefndi á að ná góðum tökum á tölv- unarfræði. Andri Freyr hafði mik- inn áhuga á tölvum og reyndist fjöl- skyldu og vinum vel þegar eitthvað bjátaði á í tæknimálum. „Hann var svo ótrúlega flinkur. Hann ætlaði að verða eldklár tölvunarfræðingur í framtíðinni,“ segir Harpa. „Hann hafði svo mikinn metnað fyrir þessu. Hann vildi afla sér þekkingar svo hann gæti skarað fram úr. Þannig tók hann á öllum málum.“ Harpa seg- ir Andra Frey hafa verið mikið að grúska og var hann mjög staðfastur að ná markmiðum sínum. „Hann var svo mikill tölvukarl og var mikið í því. Hann var bæði að leika sér í tölvunni en líka að æfa sig. Maður leitaði til hans með öll vandamál. Hann var líka duglegur að kenna sjálfum sér,“ segir hún. Treystu honum hundrað prósent Andri Freyr var góður bróðir, hlý- legur og ábyrgðarfullur. „Maður veit eiginlega ekki hvar maður á að byrja að lýsa svona ofboðslega jákvæð- um og björtum dreng. Hann hef- ur alltaf verið svoleiðis, bara frá því að hann var ungbarn. Maður finn- ur aldrei neinn sem gæti sagt um hann eitt einasta styggðaryrði,“ segir Harpa um drenginn sinn. „Hann var einstaklega hlýr og góður við öll sín systkini. Maður gat alltaf treyst hon- um hundrað prósent fyrir öllu,“ seg- ir hún. „Það var svo margt gott að ég kem því varla í orð. Jákvæður, dug- legur, hjartahlýr – hann var með svo ofboðslega stórt og fallegt hjarta.“ Harpa segir það hafa sérstaklega sýnt sig í því hvað hann var góður við fjölskylduna sína og sótti í að vera með þeim. „Hann var mikið fyrir að vera hérna heima og vera með okkur. Hon- um fannst það svo gott. Hann vildi vera með fjölskyldunni sinni,“ segir hún. Þau fjölskyldan nota líka tím- ann mikið til þess að vera saman og leggja áherslu á góða samveru. „Okkur finnst gaman að fara í veiði- ferðir og útilegur. Andri kom eigin- lega alltaf með. Hann hafði mikinn metnað í öllu sem hann tók sér fyr- ir hendur og það var ekkert minna í veiðinni,“ segir hún. „Hann vildi veiða mest og best. Standa sig best og metnaðurinn var mikill. Hann var svo duglegur.“ Andri vildi alltaf vera með í öllum ferðum. „Við reynum að gera eins mikið af því og við getum.“ Einn af þeim flottustu „Ég á hérna einn lítinn tveggja og hálfs árs gamlan dreng. Þeir bræð- urnir voru alveg óaðskiljanleg- ir. Andri Freyr kenndi honum svo margt,“ segir hún. „Þeir brölluðu svo margt saman. Sá litli vildi alltaf vera með honum og hann var svo góður við litla bróður sinn,“ segir Harpa. „Hann sinnti honum vel og mikið. Hann var svo barngóður,“ segir hún. Þau foreldrarnir treystu Andra Frey vel og vissu að ef honum var treyst fyrir verkefnum leysti hann þau vel af hendi. „Við gátum alltaf treyst honum fyrir öllu svona. Hann passaði systkini sín oft og maður hafði aldrei áhyggjur. Hann hugsaði um allt,“ segir hún. „Hann var einn af þeim flottustu. Einstaklega vel heppnaður. Hann hafði mikla rétt- lætiskennd og mátti aldrei vita af neinum í vanda. Þá var hann boðinn og búinn að hlaupa til og aðstoða.“ Ljúfur félagi „Hann var einhver sá mesti ljúfling- ur sem ég hef kynnst,“ segir félagi og fyrrverandi samstarfsmaður Andra Freys. „Mér fannst hann skemmti- legur og frábær strákur. Það var gott að vinna með honum.“ Andri Freyr vann meðal annars í Bónus um tíma þar sem hann var vel liðinn og svo undanfarið í Krónunni. „Mér þótti hann alveg frábær. Það var svo óraunverulegt að heyra að hann væri látinn,“ segir annar félagi hans sem bendir á hversu mikinn áhuga hann hafði á tölvum. „Hann var mjög einbeittur og hafði áhuga á því að starfa í þess- um heimi, þessum tölvuheimi,“ seg- ir hann. Engin ákvörðun um skaðabætur Harpa, móðir Andra Freys, segir það rangt að fjölskyldan hafi tekið nokkra ákvörðun varðandi skaða- bætur eða hvort þau höfði einka- mál á hendur forsvarsmönnum skemmtigarðsins. „Eiginlega all- ar fréttirnar hafa verið rangar,“ seg- ir Harpa og segir að í spænskum fjölmiðlum sé sérstaklega mikið um rangan fréttaflutning. Hið rétta er að faðir Andra Freys hafði þurft að undirrita skjöl tengd flutningi á Andra heim. Ekkert annað var rætt. Íslenskir fjölmiðlar sem og spænskir greindu frá því að rann- sóknardómari hefði staðfest það við fjölmiðla að þau hefðu mætt fyrir rétt og staðfest að þau hygðust sækjast eftir skaðabótum. „Við höfum engar ákvarðanir tekið tengdar þessu. Þetta er ekki eitthvað sem við höfum einu sinni byrjað að ræða,“ segir Harpa og segir álagið af röngum fréttaflutningi vera þeim mjög þungbært. „Ég er hætt að lesa þetta,“ segir hún. Sat aftast Á miðvikudag sendi fjölskyld- an því frá sér yfirlýsingu og vildi árétta nokkur atriði. Þar kom fram að Andri Freyr ásamt föður hans, stjúpmóður og stjúpsystkinum, ætluðu að vera á Spáni í 28 daga. Stefnt var á skemmtilegt sumar- frí og stefndi fjölskyldan því á Spán eins og svo margir aðrir Íslendingar. Benidorm er einn vinsælasti sum- arleyfisstaður Íslendinga en sem kunnugt er hefur Spánn verið sér- staklega vinsæll áfangastaður nú í sumar. Fjölskyldan hafði ver- ið á Spáni í viku þegar ákveðið var að fara í vinsælan og fjölsóttan skemmtigarð, Terra Mítica, sem er ekki langt frá Benidorm. „Á sjöunda degi var farið í skemmtigarðinn Terra Mítica rétt hjá Benidorm og var öll fjölskyld- an búin að eyða deginum í garðin- um,“ segir í yfirlýsingunni. Slysið varð síðdegis þegar Andri Freyr fór í rússíbanann Inferno. Andri sat aft- ast í tækinu ásamt vini sínum og yngri systur sinni. „Í lok ferðar, í ca 15 metra hæð, gefa sig öll öryggis- Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is „Hann var einhver sá mesti ljúf- lingur sem ég hef kynnst Andri Freyr Sveinsson F. 02.04. 1996 D. 07.07. 2014 Bjartur og jákvæður Vinir hans og fjölskylda segja hann hafa verið bjartan og góðan ljúfling sem vildi allt fyrir alla gera. Mynd Úr EinkaSafni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.