Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2014, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2014, Blaðsíða 36
Helgarblað 11.–14. júlí 201436 Fólk Viðtal Þ að er líf og fjör á Víðimeln- um hjá Bjartmari og eigin- konu hans, Maríu Helenu Haraldsdóttur, þegar blaða- mann og ljósmyndara DV ber að garði. Hundur þeirra hjóna, tekur geltandi á móti okkur og inni í eldhúsi í litlu íbúðinni er dótt- ir þeirra hjóna, Berglind, með sex mánaða gamla dóttur sína, Maríu Björt. Sú litla skríkir og hlær þegar hún sér okkur og kippir sér lítið upp við gestagang. „Hún var vanin strax á hávaða eins og mamma hennar, það þarf ekkert að tipla á tánum,“ seg- ir amman og horfir stolt á ömmu- barnið sem svo sannarlega sver sig í ættina; með dökkhærðan lubba. Býr til eigin veröld Litrík og glaðleg málverk eftir Bjart- mar sjálfan prýða veggi íbúðarinn- ar. Tónlistarmenn af öllum toga öðl- ast líf á strigunum og víða má sjá málningatúbur, pensla, blöð og allt það helsta sem fylgir málaralistinni. Enda er þessi íbúð ein helsta vinnu- stofa Bjartmars og annað af tveimur heimilum þeirra hjóna. Annað er fyr- ir austan, nánar tiltekið á Eiðum. Hér er hans heimur þar sem hann getur gleymt sér klukkustundum saman við sköpun. „Þú getur ekki trúað því hvað ég er ofboðslegur lúser. Ég fer aldrei á bar eða neitt nema bara ég sé tilneydd- ur til að fara að spila einhvers stað- ar. Ég bý mér til mína veröld þar sem ég er og þeir sem vilja koma og hitta mig koma bara. Ég er samt ekki ein- rænn, ég er rosalega félagslyndur og á ofboðslega góða vini þótt þeim sé reyndar farið að fækka með hækk- andi aldri,“ segir Bjartmar. Búa á tveimur stöðum Íbúðin er lítil en hér er þó allt til alls. „Þetta er eiginlega meira eins og sumarhúsið okkar,“ segir María hlæj- andi. Íbúðina hafa þau leigt í ellefu ár en hana tóku þau á leigu eftir að þau fluttust aftur heim frá Danmörku þar sem þau voru búsett í nokkur ár með- an Bjartmar nam málaralistina. „Við höfum alltaf verið á leiðinni að finna okkur stærri en okkur líður samt bara vel hér,“ segir hún. Bjartmar er hér mikið einn þar sem María vinn- ur hjá Rauða krossinum fyrir austan. Þau flakka þó milli landshluta og hann málar, skrifar, tekur upp og skapar á báðum stöðum. „Hér er ég með tölvuna og get tekið upp,“ seg- ir hann og sýnir okkur upptökubún- að á borðinu. „Hér handskrifa ég svo textana mína og svo mála ég hér,“ segir Bjartmar og þýtur um íbúð- ina og svart krullað faxið sveiflast með. „Þegar ég er hér einn þá er ég að frá morgni til kvölds. Ég gleymi að borða, drekk endalaust af kaffi og er bara á fullu,“ segir Bjartmar. „Þetta er mín veröld bara, ég þarf lítið annað.“ Sviptur sjálfræði í peningamálum Hann segir þau enda vera nokk- uð nægjusöm. „Okkur líður bara vel svona, við höfum aldrei verið mikið fyrir efnislega hluti,“ segir Bjartmar og heldur áfram. „Gítarinn er rúm- lega þrítugur, hjónabandið er rúm- lega þrítugt og ég er búinn að vera með sömu klippingu frá því um ferm- ingu,“ segir hann og skellir upp úr. Hann segir þau aldrei hafa verið rík og heldur aldrei sérstaklega fá- tæk. Þau pæli einfaldlega ekki mik- ið í efnislegum hlutum. „Eitt það fyrsta sem María gerði þegar hún kynntist mér var að svipta mig sjálf- ræði í peningamálum. Ef ég hefði tekið þátt í hruninu þá hefði það orðið helmingi verra. Ég kann ekk- ert á peninga,“ segir hann og skellir upp úr. „Ég er Þjóðverjinn í þessu, það væri fyrir löngu búið að senda mig á Klepp ef hann sæi um fjár- málin,“ segir María. „Okkur líður bara vel svona. Dauðir hlutir heilla okkur ekki, okkur langar bara að líða vel. Við eigum samt tvö heimili og tvennt af öllu. Eins og einn vinur okkar sagði: ef við myndum skilja þá þyrftum við ekkert að kaupa,“ segir María hlæjandi. Viktoría Hermannsdóttir viktoria@dv.is Þrjátíu ára sólóafmæli Nú eru liðin þrjátíu ár síðan Bjartmar hóf sólóferil sinn. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá og enn er hann að skapa. Mynd Sigtryggur Ari „Ég bý mér til mína veröld „Gítarinn er rúm­ lega þrítugur, hjón­ bandið er rúmlega þrítugt og ég er búinn að vera með sömu klippingu frá því um fermingu. Í ár eru þrjátíu ár síðan að Bjartmar Guðlaugsson hóf sólóferil sinn sem tónlistar­ maður. Hann unir sér best þegar hann hefur sem mest að gera í sínum eigin heimi og fær að skapa. Fyrir stuttu greindist hann með flogaveiki sem líklega hefur fylgt honum alla ævi þrátt fyrir að fyrsta kastið hafi komið eftir sextugt. Var hætt kominn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.