Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2014, Blaðsíða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2014, Blaðsíða 60
Helgarblað 11.–14. júlí 201460 Fólk Pamela hyggst aftur skilja við Rick Fær helming pókervinnings í sinn hlut P am Anderson hefur ákveðið að sækja um skilnað frá eigin- manni sínum, Rick Salomon. Fréttaveitan TMZ greinir frá þessu en þetta er í annað skipti sem hún hyggst skilja við Rick. Þau giftu- st árið 2007 og lét hún ógilda hjóna- bandið árið 2008. Í janúar á þessu ári kom Pamela hins vegar opinberlega fram og sagði að þau hefðu gengið aftur í hjónaband. Sú endurupplífg- aða ást virðist ekki hafa enst lengi. Eiginmaðurinn, sem hún hyggst nú skilja við, er pókerspilari en hann vann nýlega 2,8 milljónir banda- rískra dollara á heimsmeistaramóti í póker. Mörgum finnst þetta því ein- kennileg tímasetning á skilnaðinum, því ef af honum verður mun Pamela fá helming þeirrar upphæðar í sinn hlut. Rick Salomon er ekki einung- is þekktur fyrir að vera pókerspilari, heldur er hann enn fremur þekktur sem meðleikari Paris Hilton í kyn- lífsmyndbandinu fræga, One Night in Paris. Pamela Anderson hefur áður ver- ið gift rokkaranum Tommy Lee. Vakti samband þeirra mikla athygli og var afar skrautlegt. Þau voru gift frá 1995–1998. Pamela giftist síðan Kid Rock árið 2006 en þau skildu árið 2007, sama ár og Pamela gekk fyrst í hjónaband með Rick Salomon. n Sækir um skilnað Samband hennar við Rick Salmon virðist aftur vera á enda. Zac og Michelle nýtt par Zac Efron og Michelle Rodrigu- ez eru nýtt par. Orðrómur um að þau væru að hittast var staðfestur eftir að nýlega náðust af þeim myndir að kyssast á snekkju í Sardiníu á Ítalíu. Nokkur aldurs- munur er á þeim tveimur, en leik- arinn Zac Efron er 26 ára en leik- konan Michelle er 35 ára. Michelle kom út úr skápn- um sem tvíkynhneigð í október- mánuði síðastliðnum. Hún er nýhætt með fyrirsætunni Cara Dalevingne og var því ekki lengi að finna sér nýjan maka. Gibson hefur áhyggjur af LaBeouf Bandaríski leikarinn Mel Gibson segist hafa áhyggjur af kollega sínum, Shia LaBeouf. „Þegar ég sé einhvern eins og Shia LaBeouf með pokann á hausnum og eitt- hvað, finn ég til með aumingja stráknum. Ég held að hann þjá- ist á einhvern hátt, eða af hverju myndi hann gera þetta?“ sagði Gibson í viðtali við tímaritið Indie Wire á dögunum og vísaði þar til þess er LaBeouf mætti með bréfpoka á hausnum á frumsýn- ingu myndarinnar Nymphom- aniac á kvikmyndahátíðinni í Berlín. Uppátæki hins síðar- nefnda hafa vakið mikla athygli undanfarin misseri en líkt og kunnugt er hefur Gibson sjálfur ekki alltaf átt sjö dagana sæla. Rihanna sprangar um í náttkjól Fólk leggur það ekki í vana sinn að ganga um almennings- götur í náttfötum. Rihanna lætur hins vegar engan segja sér hverju sé eðlilegt að klæðast og hverju ekki. Hún lét nýlega sjá sig í satín- náttkjól og í gallajakka yfir. Þá var hún einnig í converse strigaskóm. Ekki er vitað hvort að Rihanna hafi klæðst þessu vegna þess að hún var að flýta sér út. Slúður- miðlar vestan hafs telja að svo sé ekki, enda fari Rihanna sínar eigin leiðir í tísku. Skemmst er að minnast þess er hún mætti í gegnsæjum kjól á verðlaunaaf- hendingu á dögunum, sem vakti mikla athygli. Bumbufár í Hollywood Þær fréttir bárust í vikunni að stjörnuparið Ryan Gosling og Eva Mendes ættu von á sínu fyrsta barni, en þetta herma heimildir US Weekly. Þar með bætist parið í hóp þeirra fjöl- mörgu Hollywood-stjarna sem tilkynnt hafa um óléttu á þessu ári. DV tók saman nokkra verðandi foreldra sem einnig eru heimsfrægir. Robert Downey Jr. og Susan Downey Robert Downey Jr. tilkynnti á dögunum að hann og eigin- kona hans, Susan, eigi von á dóttur. Um verður að ræða annað barn þeirra hjóna, en fyrir eiga þau hinn tveggja ára gamla Exton Elias. „Susan. Ég. Barn. Stelpa. Nóvember. Sporð- dreki?“ ritaði leikarinn á Twitt- er-síðu sína síðastliðinn mið- vikudag og staðfesti tíðindin svo skömmu síðar á Facebook. Mila Kunis og Ashton Kutcher Fjölmargir glöddust þegar fréttir bár- ust af því að stjörnuparið Mila Kunis og Ashton Kutcher ættu von á barni. Kunis og Kutcher léku, eins og frægt er orðið, kærustupar í gamanþáttunum That 70‘s Show og árið 2012 hófu þau svo ástar- samband. Parið trúlofaði sig fyrr á árinu og fregnir af óléttunni bárust svo í lok mars síðastliðinn. Christian Bale og Sibi Blazic Christian Bale og eiginkona hans til fjórtán ára, Sibi Blazic, tilkynntu í byrjun árs að þau ættu von á barni en bumba Blazic vakti athygli margra er hún mætti ásamt eiginmanni sínum á Óskarsverðlaunahátíðina í mars. Þrátt fyrir að hvorki Bale né Blazic hafi minnst á hið væntanlega barn fékkst orðrómurinn staðfestur er Bale sást benda á bumbu eiginkonu sinnar er hann var á tali við vin sinn á rauða dreglinum. Rachel Bilson og Hayden Christensen Í maí síðastliðnum bárust fregnir af því að leikararnir Rachel Bilson og Hayden Christensen ættu von á barni. Um er að ræða fyrsta barn þeirra beggja, en Bilson og Christensen hófu ástarsamband árið 2007 eftir að þau léku saman í myndinni Jumper. Að- eins ári síðar hafði parið trúlofað sig en árið 2010 slitu þau sambandinu í þrjá mánuði. Að þeim loknum tóku hinir verðandi foreldrar saman á ný og hafa verið saman síðan. Christina Aguilera og Matthew Rutler Poppdívan Christina Aguilera og unnusti hennar, Matthew Rutler, eiga von á sínu fyrsta barni saman. Þetta til- kynnti parið í febrúar síðastliðnum og stuttu síðar, á sjálfan Valent- ínusardaginn, bárust fregnir af trúlofuninni. Í apríl spókaði parið sig í New York þar sem þau leyfðu papparözzum að ljósmynda hina sístækk- andi óléttubumbu í bak og fyrir. Scarlett Johansson og Romain Dauriac Leikkonan Scarlett Johansson og unnusti hennar, franski blaðamaðurinn Romain Dauriac, eiga von á sínu fyrsta barni. Þetta fékkst staðfest í byrjun mars, aðeins nokkrum mánuðum eftir að til- kynnt var að parið hefði trúlofað sig, en þau Johansson og Dauriac höfðu verið saman í um tíu mánuði þegar bónorð var borið upp í ágúst í fyrra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.