Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2014, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2014, Blaðsíða 33
Fólk Nærmynd 33Helgarblað 11.–14. júlí 2014 Nægjusami auðmaðuriNN tryggð við fjölskylduna sem hef- ur getað treyst á hjálp hans í göng- um á haustin. Þótt sjómennskan eigi í honum öll bein er hann einnig sveitamaður sem líður sjaldan jafn- vel og úti í náttúrunni á hestbaki að reka féð. Hann og Kolbrún hafa komið sér upp sælureit í sveitinni hjá Dagnýju Lindu. Um fallegt heils- árshús er að ræða en aðalheimili þeirra er þó inni á Akureyri. Kolbrún ræktar hænur og hannar úr gleri og saman njóta þau lífsins í sveitinni fjarri skarkala vinnu hans. Vinamargur fjölskyldumaður Valgerður segir Kristján mikinn fjölskyldumann. „Honum líður best þegar hann hefur sem flesta af fólkinu sínu í kringum sig – og svo er ekkert tiltökumál að bæta við fleirum. Hann er svo barngóð- ur og finnst gaman að hafa mikið af börnum í kringum sig. Ég bý ekki í sama landshluta í dag en hann kemur gjarnan við þegar hann á hér leið um og kíkir þá á okkur og fær- ir gjarnan dætrum mínum eitthvað til að gleðja þær. Hann er líka flottur afi. Það er svo mikill leikur í honum, hann er alltaf tilbúinn til að leika við krakkana og gera eitthvað með þeim sem þeim finnst skemmtilegt.” Val- gerður segir alltaf hafa verið líf og fjör í kringum Kristján og að hann hafi ávallt verið vinamargur. Að- spurð segir hún velgengni hans ekki hafa komið henni á óvart. „Fram- an af hafði hann ekkert sérstaklega mikinn áhuga á námi en seinna varð hann mjög góður námsmaður. Raungreinar lágu vel fyrir honum. Hann hafði alltaf áhuga á að vinna. Þeir bræður voru ekki gamlir þegar þeir voru ekki heima um jól þar sem þeir voru á sjónum. Þetta var á þeim árum þegar sjómenn fengu ekki frí um jólin.” Duglegur fyrir skíðahreyfinguna Kristján var mikill íþróttamaður á yngri árum, synti mikið og skíðaði á svigskíðum og keppti á göngu- skíðum. Hann hætti keppni eftir að hnén gáfu sig en hefur síðan fylgst með af hliðarlínunni af miklum krafti og þá sérstaklega skíðunum og handboltanum. Enda gallgarður KA-maður fram í fingurgóma. Egill Jóhannsson er fyrrverandi formað- ur Skíðasambands Íslands og hef- ur þekkt Kristján frá því að þeir voru litlir strákar. „Kristján hefur alltaf verið afskaplega léttur í lund. Það er alltaf jafn notalegt að vera nálægt honum,“ segir Egill sem tekur und- ir orð Valgerðar um stríðnina. „Já, hann á það til að vera stríðinn en það gerir hann bara enn skemmti- legri. Hann er léttur í stríðninni og tekur sem betur fer stríðni sjálfur. Það er allt látið vaða á hann til baka,“ segir Egill sem minnist þess þegar þeir voru staddir á heimsmeistara- móti í skíðaíþróttum: „Dóttir hans var að renna sér niður en fór úr brautinni og í netið. Eftir að sjokk- ið var yfirstaðið og ljóst var að hún var ómeidd sagði Kristján henni að hún yrði að hafa með sér vasahníf. Það væri ómögulegt að hún væri að festa sig svona í netinu. Þarna var hún að skíða á 130 km hraða. Þetta er svona góðlátlegt grín eins og Kristján notar.“ Egill segir Krist- ján hafa staðið þétt við íþróttafer- il barna sinna. „Og ekki bara barna sinna. Hann er afskaplega drjúgur með að hjálpa skíðamönnum al- mennt. Hans vinna við skíðamál- in á Íslandi er ótrúlega mikil og góð – bæði fjárhagslega og annað. Við vorum saman í Skíðasambandinu á sínum tíma og ef eitthvað vantaði var alltaf hægt að hringja í Stjána – hann bjargaði málunum. Ekkert endilega með því að leggja sjálfur út fyrir því heldur með því að hr- ingja í fólk sem hann þekkti og gat aðstoðað. Þau hjónin eru bæði al- veg einstök og hafa gert mikið fyr- ir skíðahreyfinguna og sérstaklega á Akureyri.“ „Stattu upp, Bubbi“ Adolf Guðmundsson, formaður LÍÚ, hefur þekkt til Kristjáns í 30 ár og unnið með honum í tólf ár. „Krist- ján er húmoristi og á auðvelt með að sjá kómísku hliðarnar á málun- um. Hann er skapstór sem er kostur. Það er kostur að vera með skap en hann fer líka vel með það. Það getur alveg fokið í hann,” segir Adolf sem segir Kristján eiga afar auðvelt með mannleg samskipti. „Hann getur verið stríðinn og tekur stríðni sjálfur – upp að vissu marki allavega,” segir hann hlæjandi en bætir svo við: „Er það ekki oft þannig; þeir sem eru stríðnir þola illa stríðni sjálfir?” Sem dæmi um stríðnina nefnir Adolf sögu af fundi LÍÚ. „Björgúlf- ur Guðmundsson var í púlti þegar Kristján grípur fram í fyrir honum í miðri ræðu og kallar: „Stattu upp, Bubbi”. Þessu fylgdi mikil kátína en Björgólfur, sem er frekar lágvaxinn, tók því sem betur fer vel. Hann er sjálfur stríðinn en tekur því misjafn- lega þegar honum er strítt. Þarna átti hann ekki kost á öðru en að taka því vel.” Sex ára á sjónum Kristján ákvað ungur að feta í fót- spor föður síns og fara á sjóinn og var ekki nema sex ára þegar hann fór í túr með honum á Grænlandsmið. Eins voru þeir bræður ekki gaml- ir þegar þeir stunduðu togveiðar á Eyjafirðinum á trillunni Eddunni sem faðir þeirra átti, með heimatil- búna míní-útgáfu af trolli. Valgerður segist óljóst muna eftir umræðum við eldhúsborðið þar sem Vilhelm faðir þeirra hafi reynt að opna augu þeirra bræðra fyrir einhverju öðru en sjómennsku. „Það féll ekki í góð- an farveg. Það varð snemma ljóst hvert hann ætlaði sér.“ Adolf segir Kristján duglegan og vinnusaman. „Hann er sívinnandi og kemur alltaf vel undirbúinn til allra verka. Hann er traustur og það er gott að vinna með honum. Hann er kurteis fundarmaður og það er aldrei neinn yfirgangur eða frekja í honum á fundum. Hann fer eft- ir settum reglum.” Aðspurður seg- ir hann Kristján geta orðið sérstak- lega heitt í hamsi þegar breytingar á kvótakerfinu séu ræddar. „Þá getur hann orðið æstur en það er aðallega vegna þess að okkur hefur fundist margt af því sem hefur verið gert varðandi breytingar á kvótakerfinu illa ígrundað og ekki til bóta.” Adolf segir Kristján hreinskilinn, fastan fyrir en umfram allt heiðar- legan í samskiptum. „Hann er einnig ráðagóður – það er alltaf gott að leita til hans ef þess þarf,” segir Adolf sem segir að þótt Kristján sé ákveðinn og fastur fyrir taki hann rökum. „Það er aldrei vandamál. Það er gott að rökræða við hann.” Deilur og vinaslit Þeir sem þekkja Kristján best segja að hann hafi alltaf verið metnað- arfullur og stórhuga. Kristján var ekki orðinn þrítugur þegar þeir Þorsteinn, bróðir hans, og frændi þeirra, Þorsteinn Már, fóru í Lands- bankann með ósk um lán. Þar á bæ var ákveðið að veðja á þessa stór- huga ungu menn – fjárfesting sem átti eftir að borga sig. Velgengni Samherja og þar með Kristjáns hef- ur farið fram úr öllum vonum en fyrirtækið hefur verið rekið með hagnaði frá upphafi. Árið 1986 var Samherji í 170. sæti yfir stærstu fyr- irtækin á Íslandi samkvæmt Frjálsri verslun. Ári seinna var fyrirtækið komið í 113. sæti en árið 1997 í það 17. Ævintýrið hófst árið 1983 þegar Þorsteinn Már og bræðurnir, Krist- ján og Þorsteinn Vilhelmssynir, Íþróttamaður Kristján keppti á göngu- skíðum á sínum yngri árum. MynD Úr einkaSafni Byrjaði snemma Kristján um borð í Harðbak árið 1960.MynD Úr einkaSafni Samherjafrændur Kristján Vilhelmsson, Þorsteinn Már Baldvinsson og Þorsteinn Vilhelmsson. „Ég man að stelpurnar lágu gjarnan á gluggan- um niðri í sjónvarpsher- berginu. Hann var rosa- lega flottur töffari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.