Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2014, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2014, Blaðsíða 32
32 Fólk Nærmynd Helgarblað 11.–14. júlí 2014 Þ ótt hann eigi þessa peninga lítur hann ekki á sig sem stóran karl. Hann er bara eins og við hinir. Það er það skemmtilega við hann,“ seg- ir viðmælandi DV um Kristján Vil- helmsson, annan eiganda útgerðar- félagsins Samherja og einn ríkasta mann Íslands. Auðugastur Íslendinga Á síðasta ári var Kristján, ásamt konu sinni, efstur á lista Viðskipta- blaðsins yfir auðuga Íslendinga. Þar kom fram að hrein eign þeirra hjóna nemi samtals ríflega 6,8 milljörð- um króna. Þrátt fyrir gífurleg auð- æfi hefur lítið borið á Kristjáni. Þeir sem þekkja hann best segja hann þó langt frá því að vera til baka. Frændi hans og viðskiptafélagi, Þorsteinn Már Baldvinsson, sé einfaldlega stórlátari og hafi því verið ásýnd fyrirtækisins. Einn viðmælenda blaðsins tók svo til orða að þótt Þor- steinn Már væri andlitið út á við væri Kristján andlitið inn á við. Hann sé afar vel liðinn yfirmaður, sem þekki flesta starfsmenn fyrirtækisins með nafni, hlýr og alþýðlegur, blátt áfram og ákaflega þægilegur í umgengni. Hann sé mun opnari en Þorsteinn Már sem erfiðara sé að nálgast. Sextugur í næsta mánuði Kristján fæddist árið 1954 og mun fagna sextugsafmæli sínu í næsta mánuði. Hann er sonur hjónanna Önnu Kristjánsdóttur og Vilhelms Þorsteinssonar, skipstjóra og fram- kvæmdastjóra, en þau eru bæði látin. Kristján ólst upp á Ránar- götu 23 á Akureyri og var því lengst af svokallaður Eyrarpúki. Foreldr- ar hans höfðu byggt sér heimili í Ránargötunni ásamt tengdaforeldr- um Önnu. Kristján á ættir að rekja til Flateyjar við Önundarfjörð þar sem móðir hans var alin upp og til Hrís- eyjar í Eyjafirði þar sem faðir hans ólst upp. Vilhelm lést aðeins 65 ára í desember 1993, tveimur árum og einum degi á eftir tvíburabróður sínum en báðir höfðu verið veikir fyrir hjarta. Anna lést í apríl í fyrra. Systkinin eru fimm talsins, Þor- steinn er elstur, fæddur árið 1952, Kristján kemur næstur, svo Mar- grét, fædd árið 1956, Sigurlaug 1960 og Valgerður 1964. Það var því nóg að gera á stóru heimili. „Mamma rak heimilið með miklum myndar- brag og oft var margt um manninn enda alltaf allir velkomnir. Á þess- um árum léku krakkar sér úti og þá fengum við gjarnan kaffið nið- ur í þvottahús þaðan sem var opið út í garð enda var enginn tími til að koma inn til að drekka,” segir Val- gerður, litla systir Kristjáns. Stríðnir bræður Aðeins tvö ár skilja Kristján og Þor- stein bróður hans í aldri en þeir bræðurnir hófu Samherja-ævintýr- ið ásamt Þorsteini Má, frænda sín- um. Þeir bræður voru bestu vinir í æsku og, samkvæmt viðmælend- um DV, áttu að mörgu leyti sama vinahópinn. Þeir hafi þó auðvitað slegist og rifist eins og gengur og gerist milli bræðra. Valgerður minn- ist þess að bræður hennar hafi verið mjög stríðnir og að þeir hafi staðið saman í stríðninni. „Þeir brölluðu ýmislegt á yngri árum. Margt af því var fyrir mína tíð en ég hef oft heyrt af þessum sög- um. Eins og þegar mamma hafði kallað á alla í kvöldmat. Margrét systir kom ekki og þeir bræður þótt- ust ekkert vita. Svo kom í ljós að þeir höfðu bundið hana í miðstöðv- arherberginu – hún komst hvorki lönd né strönd. Ég held að hún hafi oft fengið að finna fyrir þeim. Þeir voru miklir prakkarar og ótrúlega hugmyndaríkir,” segir hún og bætir við að enn sé stutt í stríðnispúkann hjá Kristjáni. „En sem betur fer þolir hann stríðni sjálfur enda tekur hann sig ekki hátíðlega.” Litla systir hans ber honum þó góða söguna þrátt fyrir stríðnina. „Ég horfði alltaf upp til hans og held að ég hafi alltaf not- ið þess að vera yngsta systir hans. Hann var alltaf góður við mig og tilbúinn til að aðstoða. Sama hvort maður bað hann að búa til skíða- brekku eða bera á skíðin, gera við leikföng, sérstaklega ef þau gengu fyrir batteríum. Hann var alltaf boð- inn og búinn. Það sem er mjög ein- kennandi fyrir Kristján er það að hann hugsar í lausnum og fram- kvæmir og það gildir bæði um vinnu og í lífinu almennt. Ég heyri gjarn- an: „Valgerður, þetta er ekkert vesen, við finnum út úr þessu“.“ Vinsæll meðal stelpna Kristján gekk í Oddeyrarskóla og Gagnfræðaskóla Akureyrar þar sem hann kynntist konunni í lífi sínu, Kolbrúnu Ingólfsdóttur, en af ókunnum ástæðum hafa þau ekki enn þann dag í dag látið pússa sig saman. Valgerður man eftir því þegar Kolbrún fór að venja komur sínar niður í Ránargötu. Hún seg- ir Kristján hafa verið vinsælan á meðal stelpna en að hann hafi fallið kylliflatur fyrir Kolbrúnu. „Ég man að stelpurnar lágu gjarnan á glugg- anum niðri í sjónvarpsherberginu. Hann var rosalega flottur töffari.“ Fyrsta barnið, Halldór Örn, kom í heiminn árið 1974 en Halldór býr á Akureyri ásamt sambýliskonu sinni og þremur dætrum. Anna fæddist svo árið 1979. Nokkrum mánuð- um eftir að hún kom í heiminn varð læknum ljóst að ekki var allt með felldu. Anna bjó heima fram á full- orðinsaldur en er nú flutt á sambýli fyrir fatlaða. Næst í röðinni er skíða- konan kunna, Dagný Linda, sem á glæsilegan skíðaferil að baki. Dag- ný Linda, sem fæddist árið 1980, er átjánfaldur Íslandsmeistari á skíð- um og hefur meðal annars tekið þátt í þremur Ólympíuleikum og þremur heimsmeistaramótum. Hún hefur nú lagt skíðin á hilluna og býr inni í Eyjafjarðarsveit með sínum manni og börnum. Yngsta dóttirin, Katrín, fæddist svo árið 1991 og yngsta barnið, Kristján Bjarni, árið 1993. Sveita- og sjómaður Æskuvinur Kristjáns, Jóhann G. Jó- hannsson, man vel eftir því þegar þau Kolbrún fóru að vera saman. „Það var hinn 9. janúar 1971. Ég man það svona vel af því að það var á 17 ára afmælisdaginn minn. Mig minnir að þau hafi kynnst á balli en þau byrjuðu saman á þessum degi,“ segir Jóhann sem segir parið strax hafa orðið afar samstiga. „Kolla fór út sem aupair til Bandaríkjanna í eitt ár en þegar hún kom til baka tóku þau upp sambandið líkt og hún hefði aldrei farið. Kristján var voða myndarlegur ungur maður og ör- ugglega þónokkur kvennamaður en hann valdi Kollu.“ Sem barn var Kristján í sveit í Fagrabæ og hefur síðan haldið Nægjusami auðmaðuriNN Samherjamaðurinn og Akureyringurinn Kristján Vilhelmsson er einn allra ríkasti maður lands- ins. Þrátt fyrir auðæfi berst Kristján ekki á og keyrir til að mynda um á gömlum bíl. Vinir og kunningjar Kristjáns bera honum vel söguna og segja að vel- gengnin í viðskiptum og gríðarlegar eignir hafi ekki breytt honum. Fólkið í kringum hann lýsir honum sem þægilegum, hlýjum en afar stríðnum dugnaðar- forki sem ákvað snemma að fara í útgerð. Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is Fer ekki í fýlu Viðmælendur DV eru sammála um að Kristján hafi mikið jafnaðargeð. Mynd BjArnI EIrÍkSSon „Það er kostur að vera með skap en hann fer líka vel með það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.