Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2014, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2014, Blaðsíða 38
Helgarblað 11.–14. júlí 201438 Neytendur Svona lítur maturinn út n Sjáðu muninn á glansmyndinni og raunveruleikanum n „Villandi viðskiptahættir“ Á netinu má finna skemmti- legar myndaseríur frá erlend- um fjölmiðlum þar sem aug- lýsingar skyndibitarisanna eru bornar saman við mynd- ir af því sem neytendur fá raunveru- lega í hendur. Það getur verið svekkj- andi að falla í freistni fyrir girnilegum auglýsingum og komast síðan að því að maturinn sem er pantaður er ekki í líkingu við það sem auglýsingin lofaði. DV ákvað að gera sambæri- lega myndakönnun á skyndibita hér á landi og komast að því hvort aug- lýsingar á Íslandi séu jafn svikular og þær erlendu. Dæmi nú hver fyrir sig. Framkvæmd Fimm skyndibitastaðir á höfuð- borgarsvæðinu urðu fyrir valinu en þeir eiga það allir sameigin- legt að matarmyndirnar í auglýs- ingum þeirra og á heimasíðum eru einstaklega girnilegar. Þetta eru BK Kjúklingur á Grensásvegi, Ham- borgarafabrikkan, KFC, Metro og Saffran. Könnunin var framkvæmd með þeim hætti að blaðamaður sótti skyndibitana á veitingahúsin, bað um að láta pakka þeim varfærnis- lega inn og fór með þá í myndatöku við bestu mögulegu aðstæður. Út- koman var afar forvitnileg en eins og sjá má á meðfylgjandi myndum eru líkindin á milli auglýsinga og raun- veruleika mismikil eftir stöðum. Fordæmi hjá Neytendastofu „Myndir sem eru mjög ólíkar aug- lýsingunni gætu talist sem villandi viðskiptahættir,“ segir Þórunn Anna Árnadóttir hjá Neytendastofu, í sam- tali við DV. Í málum sem þessum sé hins vegar ekki talað um vöru- svik. Fordæmi eru fyrir því að Neyt- endastofa aðhafist í málum sem þessum en fyrir tveimur árum óskaði Neytendastofa eftir skýringum skyndibitakeðjunnar KFC á auglýs- ingum á svokölluðum Duo Buckets. „Við fengum fullt af ábendingum vegna þess að í auglýsingunni virk- aði þetta full fata af kjúklingabitum en svo þegar þú fékkst fötuna þá var hún bara hálf. Skýringin var að KFC hefði fengið of stórar fötur en magn- ið væri það sama og á myndinni. Eft- ir ábendingu frá okkur hættu þeir með þessar auglýsingar og auglýstu ekki aftur fyrr en þeir voru komn- ir með réttu föturnar,“ rifjar Þórunn upp. Ef mikill munur er á mynd í aug- lýsingu og raunverulegri vöru er talað um villandi auglýsingar, seg- ir Þórunn. „Við metum það í hverju tilviki fyrir sig hvort við teljum líklegt að munurinn hafi þau áhrif á neyt- endur að þeir kaupi sér vöru sem þeir hefðu annars ekki keypt. Þá tök- um við á því gagnvart fyrirtækinu og bönnum auglýsingarnar ef við teljum þær vera villandi viðskipta- hætti.“ n Áslaug Karen Jóhannsdóttir aslaug@dv.is BK Kjúklingur n Hjá BK Kjúklingi varð kjúklingatilboð (tveir bitar) með frönskum fyrir valinu. Auglýs- ingin er fengin á heimasíðu aha.is þar sem hægt var að kaupa kjúklingatilboð á afslætti fyrir skemmstu. Metro n Margir hafa eflaust fallið í freistni fyrir Heimsborgara- tilboði Metro sem verið hefur í tengslum við Heimsmeist- aramótið í knattspyrnu undanfarnar vikur. Saffran n Myndirnar á heimasíðu Saffran eru einstaklega girnilegar. Hér má sjá tvær myndir af Kebab-borgara Saffran en hann inniheldur nauta- og lambakjöt, frisee-salat, tómata, parmesanost, jógúrtsósu og chili sambal. KFC n Svokallaður Doritos Twister varð fyrir valinu á KFC en um er að ræða nýjan rétt sem talsvert hefur verið aug- lýstur að undan- förnu. Rétturinn inniheldur salsasósu, jöklasalat, majónes, rifinn ost, muldar Doritos-flögur og Zinger-lundir. Hamborgarafabrikkan n Fabrikkuborgarinn varð fyrir valinu á Hamborgarafabrikkunni. Um er að ræða 120 g af hágæðaungnautakjöti, ost, kál, tómata, rauðlauk og Fabrikkusósu. Myndin er fengin á heimasíðu Hamborgarafabrikkunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.