Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2014, Side 38

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2014, Side 38
Helgarblað 11.–14. júlí 201438 Neytendur Svona lítur maturinn út n Sjáðu muninn á glansmyndinni og raunveruleikanum n „Villandi viðskiptahættir“ Á netinu má finna skemmti- legar myndaseríur frá erlend- um fjölmiðlum þar sem aug- lýsingar skyndibitarisanna eru bornar saman við mynd- ir af því sem neytendur fá raunveru- lega í hendur. Það getur verið svekkj- andi að falla í freistni fyrir girnilegum auglýsingum og komast síðan að því að maturinn sem er pantaður er ekki í líkingu við það sem auglýsingin lofaði. DV ákvað að gera sambæri- lega myndakönnun á skyndibita hér á landi og komast að því hvort aug- lýsingar á Íslandi séu jafn svikular og þær erlendu. Dæmi nú hver fyrir sig. Framkvæmd Fimm skyndibitastaðir á höfuð- borgarsvæðinu urðu fyrir valinu en þeir eiga það allir sameigin- legt að matarmyndirnar í auglýs- ingum þeirra og á heimasíðum eru einstaklega girnilegar. Þetta eru BK Kjúklingur á Grensásvegi, Ham- borgarafabrikkan, KFC, Metro og Saffran. Könnunin var framkvæmd með þeim hætti að blaðamaður sótti skyndibitana á veitingahúsin, bað um að láta pakka þeim varfærnis- lega inn og fór með þá í myndatöku við bestu mögulegu aðstæður. Út- koman var afar forvitnileg en eins og sjá má á meðfylgjandi myndum eru líkindin á milli auglýsinga og raun- veruleika mismikil eftir stöðum. Fordæmi hjá Neytendastofu „Myndir sem eru mjög ólíkar aug- lýsingunni gætu talist sem villandi viðskiptahættir,“ segir Þórunn Anna Árnadóttir hjá Neytendastofu, í sam- tali við DV. Í málum sem þessum sé hins vegar ekki talað um vöru- svik. Fordæmi eru fyrir því að Neyt- endastofa aðhafist í málum sem þessum en fyrir tveimur árum óskaði Neytendastofa eftir skýringum skyndibitakeðjunnar KFC á auglýs- ingum á svokölluðum Duo Buckets. „Við fengum fullt af ábendingum vegna þess að í auglýsingunni virk- aði þetta full fata af kjúklingabitum en svo þegar þú fékkst fötuna þá var hún bara hálf. Skýringin var að KFC hefði fengið of stórar fötur en magn- ið væri það sama og á myndinni. Eft- ir ábendingu frá okkur hættu þeir með þessar auglýsingar og auglýstu ekki aftur fyrr en þeir voru komn- ir með réttu föturnar,“ rifjar Þórunn upp. Ef mikill munur er á mynd í aug- lýsingu og raunverulegri vöru er talað um villandi auglýsingar, seg- ir Þórunn. „Við metum það í hverju tilviki fyrir sig hvort við teljum líklegt að munurinn hafi þau áhrif á neyt- endur að þeir kaupi sér vöru sem þeir hefðu annars ekki keypt. Þá tök- um við á því gagnvart fyrirtækinu og bönnum auglýsingarnar ef við teljum þær vera villandi viðskipta- hætti.“ n Áslaug Karen Jóhannsdóttir aslaug@dv.is BK Kjúklingur n Hjá BK Kjúklingi varð kjúklingatilboð (tveir bitar) með frönskum fyrir valinu. Auglýs- ingin er fengin á heimasíðu aha.is þar sem hægt var að kaupa kjúklingatilboð á afslætti fyrir skemmstu. Metro n Margir hafa eflaust fallið í freistni fyrir Heimsborgara- tilboði Metro sem verið hefur í tengslum við Heimsmeist- aramótið í knattspyrnu undanfarnar vikur. Saffran n Myndirnar á heimasíðu Saffran eru einstaklega girnilegar. Hér má sjá tvær myndir af Kebab-borgara Saffran en hann inniheldur nauta- og lambakjöt, frisee-salat, tómata, parmesanost, jógúrtsósu og chili sambal. KFC n Svokallaður Doritos Twister varð fyrir valinu á KFC en um er að ræða nýjan rétt sem talsvert hefur verið aug- lýstur að undan- förnu. Rétturinn inniheldur salsasósu, jöklasalat, majónes, rifinn ost, muldar Doritos-flögur og Zinger-lundir. Hamborgarafabrikkan n Fabrikkuborgarinn varð fyrir valinu á Hamborgarafabrikkunni. Um er að ræða 120 g af hágæðaungnautakjöti, ost, kál, tómata, rauðlauk og Fabrikkusósu. Myndin er fengin á heimasíðu Hamborgarafabrikkunnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.