Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2014, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2014, Blaðsíða 6
6 Fréttir Helgarblað 11.–14. júlí 2014 „Aldrei kallað eftir sérstakri leynd“ n Stórfyrirtækin vilja að TiSA-viðræðum ljúki sem fyrst F ulltrúar Sviss, Noregs, Banda- ríkjanna og Evrópusam- bandsins buðu Íslandi að taka þátt í viðræðum um auk- ið frelsi í þjónustuviðskipt- um árið 2012 og ræddu málið við íslenska embættismenn. Þetta kem- ur fram í minnisblaði utanríkisráðu- neytisins frá 8. nóvember sama ár. „Í því skjali er ekki minnst á TISA. Hins vegar er þar tillaga til mín, sem ég samþykkti um að Íslendingar tækju þátt í hópi, óformlegum, inn- an WTO,“ skrifar Össur Skarphéð- insson, sem á þessum tíma gegndi embætti utanríkisráðherra, í tölvu- pósti til DV. „Það er væntanlega fyrsti spretturinn að því sem auðkennt er sem TiSA í skjölunum frá Wikileaks.“ Wikileaks-skjölin sem Össur vís- ar til fjalla um þá hlið samningsins er snýr að fjármálaþjónustu á alþjóða- mörkuðum. Líkt og DV hefur áður greint frá gefa þau vísbendingar um að stefnt sé að því að takmarka mjög möguleika ríkisstjórna og þjóðþinga til að setja lög og reglur um fjár- festingar og umhverfis- og öryggis- mál. Mjög góðir vinir Sá óformlegi hópur sem minnis- blað utanríkisráðuneytisins fjallar um var kallaður Really Good Friends of Services og samanstóð í fyrstu af 16 ríkjum. Ferlið var opið öllum að- ildarríkjum Alþjóðaviðskiptastofn- unarinnar og fljótlega bættust fleiri í hópinn, þar á meðal Ísland. Í minnisblaðinu er bent á að Doha-viðræðurnar um afnám við- skiptahafta hafi tafist mjög og skilað litlum árangri. Þess vegna vilji ríkin láta reyna á viðræður um að ganga lengra í losun viðskiptahafta en gert er í almenna þjónustuviðskipta- samningnum (GATS) frá 1995. Í ljósi þess að þjónustuviðskipti gegna æ mikilvægara hlutverki fyrir Ísland töldu embættismenn heppi- legt að stökkva á vagninn. Samstarf á þessu sviði gæti auðveldað íslensk- um stjórnvöldum að meta og tryggja framtíðarhagsmuni Íslendinga í öðrum viðræðum sem fram undan væru. Engin þörf á leynd „Aldrei var talað um neina sérstaka leynd, hvorki í minnisblaðinu, né af hálfu embættismanna,“ segir Össur og bætir við: „Í minni tíð var aldrei kallað eftir neinni sérstakri leynd af Íslands hálfu, né gagnvart Íslandi, enda engin þörf á henni miðað við þær upplýsingar sem voru um málið á mínu borði.“ Gunnar Bragi Sveinsson utan- ríkisráðherra hefur fullyrt í viðtöl- um að engin leynd hvíli yfir TiSA- viðræðunum og samningsafstöðu Íslands. Þrátt fyrir þetta hefur ekki verið fjallað um viðræðurnar í ut- anríkismálanefnd og skjalið sem Wikileaks birti átti, samkvæmt texta á forsíðu þess, ekki að koma fyr- ir sjónir almennings fyrr en fimm árum eftir gildistöku samningsins. DV óskaði eftir aðgangi að minn- isblaði utanríkisráðuneytisins, en beiðninni var synjað að öðru leyti en því að blaðamanni var sent skjá- skot af fyrstu blaðsíðu skjalsins þar sem sjá má undirskrift Össurar. Team TiSA! Ekki hefur komið fram hvaða ís- lensku fyrirtæki það eru sem haft hefur verið samráð við vegna TiSA-viðræðnanna. Hins vegar er ljóst að fjöldi alþjóðlegra stórfyr- irtækja sækir hart að viðræðunum ljúki sem allra fyrst. Til að mynda hafa tugir stórfyrirtækja gerst aðil- ar að bandalaginu Team TiSA sem styður viðræðurnar og berst fyr- ir afnámi viðskiptahafta. Þeirra á meðal eru AIG, Citigroup, Google, IBM, JPMorgan Case, Mastercard, Microsoft, Visa og Walmart. Úr öðrum áttum heyrast efa- semdaraddir. Í fyrra skrifuðu um 350 verkalýðsfélög, frjáls félaga- samtök og hreyfingar frá meira en 100 löndum undir harðorða yfir- lýsingu gegn viðræðunum þar sem fullyrt er að stefnan sé tekin á harða markaðshyggju á kostnað verka- fólks, neytenda, bænda og um- hverfisins. Fyrst og fremst sé samið í þágu fyrirtækja og fjárfesta. Í tilkynningu á vef utanríkis- ráðuneytisins kemur fram að við- ræðurnar miði að því að vernda hagsmuni fyrirtækja á þjónustu- markaði. Þar er hins vegar hvorki minnst á hagsmuni neytenda né launafólks. n Hvað er TiSA? TiSA-viðræðurnar eru samningaferli sem miðar að auknu frelsi í þjónustu- viðskiptum. Um 50 ríki eiga aðild að viðræðunum, meðal annars aðildarríki Evrópusambandsins, Bandaríkin, Ástr- alía, Kanada, Noregur, Sviss og Japan. Enn sem komið er falla viðræðurnar ekki undir kerfi Alþjóðaviðskiptastofnunar- innar og eru þær því leynilegri en venjan er. Á vef utanríkisráðuneytisins kemur fram að samningurinn muni þó byggjast á reglum GATS (General Agreement on Trade in Services) og fjalla sérstaklega um sjóflutninga, orkumál, fjármagns- þjónustu, fjarskipti, aðgang þjónustu- veitenda og rafræn viðskipti. Jóhann Páll Jóhannsson johannp@dv.is Skjöl í dagsljósið Wikileaks-samtökin birtu leyniskjöl úr TiSA-viðræðunum í lok júní. Mynd REuTERS Fyrrverandi og núverandi Þátttaka í TiSA-viðræðunum er talin auðvelda stjórnvöldum að meta og tryggja framtíðar- hagsmuni Íslands, enda taka öll helstu viðskiptaríki okkar þátt í viðræðunum. Ísland stökk á vagninn í ráðherratíð Össurar og Gunnar Bragi heldur áfram á sömu braut. Mynd PRESSPhoToS.biz Ökklabrotnaði í leikfimitíma Íslenska ríkið er skaðabóta- skylt vegna slyss sem nemandi Menntaskólans í Reykjavík varð fyrir í leikfimitíma í mars 2008. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem kvað upp dóm í málinu á fimmtudag. Slysið varð í leikfimitíma í Hljómskálagarðinum í Reykjavík. Var nemandinn þá ásamt fleiri nemendum við knattspyrnuiðkan á vegum skólans. Þegar skammt var liðið af tímanum rann nem- andinn sem um ræðir til í hálku eða misfellu, féll í jörðina og slas- aðist illa á hægri fæti. Við skoðun á slysadeild Landspítala kom í ljós að hægri ökklinn var illa af- myndaður og sýndi röntgen- rannsókn brot á sperrilegg og að nemandinn hefði slitið liðbönd í hægri ökkla við fallið. Stefnandi gekkst undir aðgerð og var brotið fest með tveimur skrúfum. Fyrir dómi kom fram að nem- andinn hefði misst átta vikur úr skóla og orðið af sumarvinnu árið 2008 vegna slyssins. Þá hefði hann þjáðst af stöðugum verkjum í ökkla eftir slysið og verkirnir far- ið versnandi við álag. Þá var bent á að íþróttakennarinn hafi sýnt af sér stófellt gáleysi með því að láta nemendur iðka knattspyrnu í Hljómskálagarðinum þenn- an dag – slysahætta hefði verið augljós. Héraðsdómur tók und- ir rök nemandans; slysið mætti rekja til mistaka íþróttakennar- ans og gáleysis hans. Var skaða- bótaskyldan því viðurkennd. Gjafsóknarkostnaður stefnanda, 1.393 þúsund krónur, greiðir ís- lenska ríkið. Hugo Boss söluaðilar: Reykjavík: Gilbert úrsmiður Laugavegi 62 s: 551-4100 Gullúrið–úra og skartgripaverslunv Mjódd s: 587-4100 Úra- og skartgripaverslun Heide Glæsibæ s: 581-3665 Meba Kringlunni s: 553-1199 Meba - Rhodium Smáralind s: 555-7711 Hafnarfjörður Úr & Gull Firði-Miðbæ Hafnarfjarðar s: 565-4666 Keflavík: Georg V. Hannah, úrsmiður Hafnargötu 49 s: 421-5757 Selfoss: Karl R. Guðmundsson, úrsmiður Austurvegi 11 s: 482-1433 Akureyri: Halldór Ólafsson úrsmiður Glerártorgi s: 462-2509 Akranes: Guðmundur B. Hannah, úrsmiður Suðurgötu 65 s: 431-1458 Egilsstaðir: Klassík Selási 1 s:471-1886 Úra- o skartgripaversl n Heide Glæsibæ - s: 581 36 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.