Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2014, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2014, Blaðsíða 14
14 Fréttir Helgarblað 11.–14. júlí 2014 Opinber afskipti af nafngiftum „fáránleg“ Guðmundur Steingrímsson segir löggjöf um mannanöfn ekki nauðsynlega til að tryggja velferð barna J ón Gnarr, fyrrverandi borg- arstjóri Reykjavíkur, hefur á undanförnum árum verið ötull talsmaður þess að gefa fólki frelsi til þess að heita það sem það vill heita. Hefur hann ítrekað vakið athygli á því að hann megi ekki, lögum samkvæmt, bera nafnið Gnarr, sem ættarnafn. Þá hefur hann bent á að ef hann hefði fæðst erlendis og flyttist til Íslands myndi hann mega bera nafnið Gnarr sem ættarnafn. Til þess að breytingar geti orðið á kerfinu þarf að breyta lögum um mannanöfn, en frumvarp þess efnis var lagt fyrir á þingi í nóvember af þing- mönnum Bjartrar framtíðar. Í frumvarpinu er lögð áhersla á að nafn manns hafi verið talið einn mikilvægasti þáttur sjálfs- myndar hans og að það varði fyrst og fremst einkahagi fólks og persónurétt þess en síður hags- muni alls almennings. Réttur for- eldra til að ráða nafni barns síns sé mikill og óumdeildur en réttur löggjafans til afskipta af nafngjöf- um sé að sama skapi takmarkað- ur. Með frumvarpinu er lagt til að mannanafnanefnd verði lögð nið- ur og öll ákvæði um hana felld brott úr lögum um mannanöfn. Þá er einnig lagt til að þær kvaðir sem lög um mannanöfn feli í sér varðandi ættarnöfn verði felldar brott, en óheimilt er fyrir þá sem kenna sig við föður og/eða móð- ur að taka upp ættarnafn. Jafn- framt verði mannanafnaskrá sem mannanafnanefnd hefur samið og gefið út lögð niður. Miðstýring ofan í hörgul „Þetta er komið út í á margan hátt svo miklar ógöngur. Þetta er dæmi um það þegar á að reyna að mið- stýra einhverju ofan í hörgul, sem er bara ekki hægt að miðstýra. Þarna þarf að hefjast frjálslyndis- bylting,“ segir Guðmundur Stein- grímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, í samtali við DV. Frumvarpið var ekki tekið til umræðu síðastliðinn vetur en Guðmundur segir Bjarta framtíð ætla að leggja það fram að nýju þegar þinghald hefst eftir sumar- frí. Spurður hvort hann telji það í anda hægrisinnaðrar ríkisstjórnar að vera hlynnt frumvarpinu, segir hann ríkisstjórnina ekki svo hægri- sinnaða. „Hún er líka afskaplega íhaldssöm, þessi ríkisstjórn. Meira íhaldssöm en hægrisinnuð,“ seg- ir hann. Barnaverndarlög tryggi rétt barna „Okkar grundvallarhugsun geng- ur út á að fólk fái frelsi til þess að velja börnum sínum nöfn án af- skipta hins opinbera og síðan eru aðrir lagabálkar eins og barna- verndarlög og fleira svoleiðis sem eiga á margan hátt að koma í veg fyrir misnotkun barna og ofbeldi á þeim, hvort sem það lýtur að ein- hverjum ógeðfelldum nafngiftum eða einhverju öðru. En við teljum það í grundvallaratriðum fárán- legt að það séu svona rík opinber afskipti af nafngiftum,“ segir Guð- mundur. Hann vísar því á bug að það þurfi sérstök lög til þess að tryggja hefðir. „Svo líka það að vernda ís- lenska mannanafnahefð. Ég held að það sé bara svo rík löngun í þjóðerni, að vilja gera það, og halda í fallegar hefðir og falleg ís- lensk nöfn að það þarf heldur ekki löggjöf til þess að tryggja það,“ seg- ir Guðmundur. n Erla Karlsdóttir erlak@dv.is Þingmaðurinn Guðmundur segir að frjálslyndisbylting þurfi að hefjast hvað varðar mannanafnalög á Íslandi. „Þarf að hefjast frjálslyndis- bylting Alex ekki fyrir konur Í úrskurði mannanafnanefndar frá 19. desember í fyrra var nafninu Alex hafnað sem eiginnafni konu. Var það niðurstaða nefndarinnar að nafnið geti einvörðungu talist karlmannsnafn í ís- lensku máli. „Ef fallist væri á nafnið sem eiginnafn konu væri í reynd um leið fall- ist á það af hálfu mannanafnanefndar að heimilt væri að gefa stúlku karl- mannsnafn,“ segir í úrskurðinum. Fékk ekki vegabréf vegna nafns Harriet Cardew var neitað um vegabréf á dögunum af íslenskum stjórnvöldum vegna þess að mannanafnanefnd hafnaði nafninu. Þar sem Harriet er fædd á Íslandi er henni óheimilt að bera nafn að erlendum uppruna en hefði Harriet fæðst erlendis væri henni heimilt að bera nafnið á Íslandi. Nafn bróður Harrietar, Duncans, hefur heldur ekki verið samþykkt af mannanafnanefnd og hafa systkinin fram til þessa verið skráð stúlka og drengur Cardew hjá Þjóðskrá. Þrjú nöfn sem allir mega heita Mannanafnanefnd hefur þrisvar sinnum fallist á að viðurkenna beri tiltekið nafn bæði sem kvenmannsnafn og karlmanns- nafn. Með úrskurði héraðsdóms hinn 31. janúar 2013 var viðurkenndur réttur stúlku til að bera eiginnafnið Blær, sem áður var aðeins leyft sem eiginnafn karla. Annað dæmi er eiginnafnið Elía, en hinn 29. júlí í fyrra féllst mannanafnanefnd á nafnið sem eiginnafn karlmanns, þrátt fyrir að það hefði áður verið fært á mannanafna- skrá sem eiginnafn konu. Þriðja dæmið er svo eiginnafnið Auður. Hinn 29. nóvember síðastliðinn féllst nefndin á að viður- kenna nafnið sem eiginnafn karlmanns, þrátt fyrir að það hefði áður verið á mannanafnaskrá sem eiginnafn konu. Í úrskurðum kemur fram að öll þessi þrjú nöfn eigi það sammerkt að skýr dæmi finnist um það í íslenskum heimildum að nöfnin hafi verið notuð hér á landi í almennt þekktum bókmenntatexta og/ eða nafngjöfum á karla og konur. Þórhallur Auður Helgason sem fékk nafnið Auður samþykkt hjá nefndinni í nóvember. Ættarnafnið Gnarr Fékk nafnið Gnarr samþykkt sem millinafn árið 2005 en Jón vill bera nafnið sem ættarnafn. Óheimilt er að taka upp nýtt ættarnafn samkvæmt reglum um mannanöfn frá árinu 1925. Jón hefur gagnrýnt það fyrirkomulag harðlega á undanförnum árum. Mynd SiGtryGGur Ari Nýr samningur við Sviss Undirritaður hefur verið nýr samningur milli Íslands og Sviss til að komast hjá tvísköttun á tekjur og söluhagnað. Af hálfu Ís- lands undirritaði Einar Gunnars- son, ráðuneytisstjóri utanríkis- ráðuneytisins, samninginn en Fabrice Filliez fyrir hönd sviss- neska fjármálaráðuneytisins. Í tilkynningu frá utanríkis- ráðuneytinu segir að í nýjum samningi felist fyrst og fremst að- lögun að gildandi stefnu ríkjanna í tvísköttunarmálum og þeim breytingum sem orðið hafa á tvísköttunarfyrirmynd OECD frá því að núgildandi samningur var undirritaður 1988. Frisbígolfvöllur endurbættur Nýjar körfur og betra skipulag vallarins er meðal endurbóta á 18 brauta frisbígolfvellinum við Gufunesbæinn í Grafarvogi. Í til- kynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að endurbæturn- ar séu meðal verkefna sem íbúar völdu í íbúakosningunum Betri hverfi. Búið er að koma nýju körfunum fyrir og merkja teiga sem hæfa mismunandi styrk þátttakenda. Rauðir teigar eru léttastir, hvítir miðlungs og blá- ir erfiðastir fyrir þá sem lengst eru komnir í þessari íþrótt. Frítt er að spila á öllum frisbígolfvöll- um og er íþróttin öllum aðgengi- leg. Hægt er að fá leigða sérs- taka diska í frístundamiðstöðinni Gufunesi. Á næstu vikum verða opnaðir þrír nýir vellir í Reykja- vík. Þeir verða í Laugardal, Foss- vogsdal og efst í Elliðaárdal. Tillögur um vellina hlutu braut- argengi í íbúakosningunum Betri hverfi í byrjun ársins. Kynna réttindi á útihátíðum Snarrótin, samtök um borgara- leg réttindi, ætla í sumar að dreifa miðum þar sem fram koma upp- lýsingar um borgaraleg réttindi. Spjöldin eru unnin í samstarfi við Gísla Tryggvason lögfræðing en þeim verður meðal annars dreift á tónlistar- og útihátíðum. Snarrótin gangrýndi harðlega á dögunum þeim aðferðum sem lögreglan beitti við leit á fólki á tónlistarhátíðinni Secret Sol- stice. Á miðunum kemur meðal annars fram að fólk eigi alltaf rétt á lögmanni sé það handtekið og að ekki megi leita á fólki nema með dómsúrskurði eða sérstakri lagaheimild. Huglægt mat lög- reglumanna eða hugsanleg fyrri afbrot flokkist ekki sem rökstudd- ur grunur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.