Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2014, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2014, Blaðsíða 21
Helgarblað 11.–14. júlí 2014 Fréttir 21 Vildi fjarlægja myndbandið Sindri Þór hraunaði yfir framkvæmdaráð í beinni Á dögunum fjallaði DV um skyndilega uppsögn fram- kvæmdastjóra Pírata, Sindra Þórs Hilmarssonar. Þá var sagt að samskipti milli hans og framkvæmdaráðs hafi ver- ið stirð, en nú hefur komið í ljós að þar var heldur vægt til orða tek- ið. Í tölvupósti til framkvæmdaráðs krafðist Sindri þess að átakafundur hinn 25. júní síðastliðinn væri rit- skoðaður og myndband af fundin- um „fjarlægt af internetinu“. Jason Scott Katz, stjórnarmaður í fram- kvæmdaráði, spyr Sindra í svari við tölvupósti hans hvort honum finn- ist viðeigandi að segja einhverjum, vitandi það að upptaka sé í gangi, að „sleikja á sér rassgatið“ svo lengi sem hann hafi réttlætingu fyrir því. Björn Leví Gunnarsson, formaður fram- kvæmdaráðs, segir í samtali við DV að úrslitakostir Sindra hafa verið til þess að honum hafi verið sagt upp. Úrslitakostur til framkvæmdaráðs Björn Leví segir að ein helsta ástæð- an fyrir því að Sindri hafi ver- ið rekinn séu kröfur hans gagn- vart framkvæmdaráði. Í tölvupósti til framkvæmdaráðs vísar Sindri til laga um persónuvernd og krefst þess að myndbandið af fundin- um verði fjarlægt samdægurs. „Ég fer hér með fram á að upptaka frá fundi framkvæmdaráðs í gærkvöldi, 25/06/2014, verði tafarlaust fjarlægð af internetinu og henni varanlega eytt, eigi síðar en á miðnætti í kvöld 26/06/2014,“ skrifaði Sindri. Björn Leví segir að þetta sé ekki eini úrslitakostur sem Sindri hefur krafist af framkvæmdaráði. Ekki í jafnvægi Sindri skýrir í tölvupóstinum til fram- kvæmdaráðs að hann hafi ekki verið í tilfinningalegu jafnvægi á fundin- um. Hann segist hafa verið sakað- ur um ýmislegt misjafnt sem gæti kastað rýrð á sig og orðið til miska. „Á fundinum var rætt um persónu- legar ásakanir á hendur mér, starfs- manns félagsins, um brot í starfi; ásakanir á borð við lygar og að upp- fylla ekki starfsskyldur. Þetta er mér gert að svara fyrir á myndbandsupp- töku sem streymt var á internetið og er nú öllum aðgengileg, mögulega um ókomna tíð,“ skrifar Sindri. Hann telur að þessum hluta fundarins hafi ekki átt að streyma. „Píratar í Reykjavík lýstu allsherjarstríði á hendur mér“ Í tölvupóstsamskiptum milli Sindra og framkvæmdaráðs eru úrslitakost- ir hans harðlega gagnrýndir. Sindri svarar þar ákveðið fyrir sig og sína afstöðu og neitar hann að afsaka sína hegðun nema framkvæmda- ráð biðji hann afsökunar. „Það að ég hafi misst stjórn á skapi mínu í gær varð að hápunkti í atburðarás sem er að miklu leyti framkvæmdaráði að kenna. Ef framkvæmdaráð hefði sýnt ákveðna viðleitni til að standa með mér þegar Píratar í Reykjavík lýstu allsherjarstríði á hendur mér þá hefði mér, mögulega, ekki þótt ástæða fyrir því að svara fyrir mig,“ skrifar Sindri á ensku. DV ræddi við tvo háttsetta meðlimi Pírata í Reykja- vík vegna þessarar orða Sindra. Hvorugur þeirra vildi tjá sig um mál- ið umfram það að umrædd orð vís- uðu ekki í ákveðinn atburð heldur almenna samstarfserfiðleika fram- boðsins í Reykjavík við fráfarandi framkvæmdastjóra. Brást ekki vel við gagnrýni „Já, hann segir okkur eiginlega að hoppa upp í rassgatið á okkur. Það voru einhverjir sem voru ekki alveg sáttir við ýmsa stjórnun varðandi styrki til aðildarfélaga fyrir kosningar. Einn úr framkvæmdaráði var að bera það ósætti áfram, með kannski að- eins hærri rödd en þurfti, og Sindri brást ekki vel við þeirri gagnrýni,“ segir Björn Leví í samtali við DV. Líkt og fram hefur komið áður voru það þó samskipti Sindra eftir fund- inn, fremur en fúkyrðin á fundin- um, sem urðu til þess að honum var sagt upp störfum. „Í framhaldi af því komu upp fleiri samskipti sem gerðu það að verkum að við treystum okk- ur ekki til að halda áfram í því sam- starfi og sannfærðumst um það að framkvæmdastjórastaða hentaði ekki Pírötum.“ Vilja forðast skaðabótaskyldu Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, jafnt á samskiptamiðlum sem og í síma, náðist ekki í Sindra við vinnslu frétt- ar. Bæði Björn Leví sem og Björn Þór Jóhannesson, stjórnarmaður í framkvæmdaráði og sá sem sér um streymi af fundum, voru reiðu- búnir að afhenda DV myndbandið. Það strandaði þó á því að Pírat- ar vildu ekki skapa sér skaðabóta- skyldu þar sem Sindri hafði sent formlega beiðni um að upptakan yrði tekin úr umferð. „Vandamálið er að þar sem ekki var leitast við að fá sérstakt samþykki fyrir strauminn þótt öllum hafi þó verið ljóst að ver- ið var að streyma fundinum er dá- lítið óljóst hver heimild okkar er til þess,“ skrifaði Björn Þór vegna fyr- irspurnar DV. Píratar segjast ætla að skoða verklagsreglur í kringum upptökurnar svo þessi staða komi ekki aftur upp. n hjalmar@dv.is Formaður framkvæmdaráðs Björn Leví segir að fúkyrði Sindra hafi ekki orðið honum að falli. Kröfur hans um að mynd- band yrði tekið úr umferð vógu þar þyngra. Var ekki í jafnvægi Sindri skrifar í tölvupósti að hann hafi ekki verið í jafnvægi á átakafundinum þar sem hann segist hafa verið að verjast röngum ásökunum. „Það að ég hafi misst stjórn á skapi mínu í gær varð að hápunkti í at- burðarás „Hann segir okkur eigin- lega að hoppa upp í rassgatið á okkur „Hann var einn af þeim flottustu“ n Fjölskylda og vinir syrgja Andra Frey sem lést í slysi á Spáni n Lýsa honum sem góðum og metnaðarfullum dreng tæki fyrir sætið og hann fellur úr tækinu,“ segir í yfirlýsingunni. Norskur læknir veitti fyrstu hjálp Það var norskur læknir sem var einnig farþegi í tækinu sem veitti Andra Frey fyrstu hjálp og naut aðstoðar starfsfólksins í garðin- um. Sjúkrabíll var ekki á svæðinu og því þurfti Andri að bíða í um 25 mínútur eftir því að hann kæmi í garðinn. „Þegar sjúkrabíllinn kom loks lést sonur okkar inni í honum, á meðan hann var enn inni á svæð- inu og var Andri Freyr því aldrei fluttur á sjúkrahús,“ segir í sameig- inlegri yfirlýsingu foreldra Andra Freys. Slys sem þessi eru ekki al- geng og hefur málið því vakið mikla athygli. Terra Mítica-skemmtigarðurinn er enn opinn þó ekki sé heimilt að fara í Inferno-rússíbanann sem hefur verið eitt vinsælasta tækið í garðinum. Sambærilegum rússí- bönum hefur verið lokað, til dæmis í Stokkhólmi og Helsinki. Inferno- rússíbaninn er 25 metra hár og nær 60 kílómetra hraða á klukkustund. Hann er framleiddur af þýska fyrir- tækinu Stengel Engineering. Rann- sókn er nú í gangi þar sem leitast er við að finna orsök slyssins. „Viljum bara fá hann heim“ Systkini Andra Freys hafa nú komið aftur til Íslands en eftir á Spáni urðu faðir Andra Freys og stjúpmóð- ir hans auk frænku Andra Freys. Þau hafa séð um allt sem viðkemur málinu á Spáni og bíða þess að geta komið til Íslands. „Það er erfitt fyrir þau að vera svona langt í burtu og sjá um þetta. Þetta er mjög mikið álag,“ segir hún. Fjölskyldan reynir að þjappa sér saman og hugsa vel um hvert annað. Systkini Andra eru mörg og það þarf að hlúa að þeim, segir Harpa. „Við viljum bara fá hann heim. Það eina sem við erum að hugsa um núna er að koma barninu okk- ar heim. Það er í forgangi núna,“ endurtekur Harpa sem bendir á að það sé erfitt að ganga í gegnum sorgarferli þegar það er svo margt sem þarf að huga að bæði hér á landi og á Spáni. Óvissan er enn mikil og erfitt er fyrir fjölskylduna að eiga við stjórnkerfi í öðru ríki þar sem þau þekkja ekki aðstæður, venjur og reglur. „Vonandi fer þessu að ljúka. Þau vilja fara að komast heim, þetta er mikið álag,“ segir Harpa en á fimmtudag ætluðu þau að taka daginn til þess að reyna að ná áttum eftir annasama daga. n Inferno Inferno-rússíbaninn er 25 metra hár og nær 60 km hraða á klukkustund. Hann er framleiddur af þýska fyrirtækinu Stengel Engineering. Andri sat aftast í tækinu þegar hann féll úr því. Voru á Spáni Andri Freyr Sveinsson var á Spáni með fjölskyldu sinni. Þau höfðu ætlað að vera á löngu ferðalagi þar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.