Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2014, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2014, Blaðsíða 46
Helgarblað 11.–14. júlí 201446 Lífsstíll Aðeins ein hvít fyrirsæta Balmain eykur fjölbreytileikann F ranska tískuhúsið Balmain hef- ur fengið mikið lof fyrir sína nýjustu auglýsingaherferð, en í herferðinni, sem skartar sex fyrirsætum, er aðeins ein fyrirsæta hvít á hörund. Helstu tískuhús heims hafa sætt mikilli gagnrýni undanfar- in ár fyrir skort á fjölbreytileika í fyr- irsætuvali – bæði í auglýsingum og á tískupöllunum – en til að mynda voru 78,69 prósent þeirra fyrirsætna sem gengu tískupallana á tískuvik- unni í New York í byrjun árs hvít- ar á hörund samkvæmt vefmiðlin- um Jezebel. Það er aðeins lækkun um 1,29 prósent síðan á sama tíma í fyrra, þegar hlutfall hvítra fyrirsætna var 79,98 prósent. Segja má því að nýjasta auglýsing Balmain sé nokk- uð tímabær viðbót í auglýsingaflór- una og binda margir vonir við að herferðin sé til marks um breytingar innan tískuheimsins hvað varðar val á fyrirsætum. Auglýsingar herferðarinnar voru ljósmyndaðar af Mario Sorrenti og skarta fyrirsætunum Jourdan Dunn, Cara Delevingne, Ysaunny Brito, Issa Lish, Binx Walton og Kayla Scott, íklæddum dýramynstruðum fatnaði. Hinn franski Olivier Rousteing, yfir- hönnuður Balmain, sagðist í viðtali við Women's Wear Daily á dögunum hafa viljað senda skýr skilaboð með herferðinni. Með henni hafi hann viljað sýna að „fegurðin í ólíkum kyn- þáttum endurspegli raunveruleika nútímaborga á borð við París“ auk þess að tengja herferðina við sína persónulegu reynslu af því að vera „svartur strákur í mjög mikilvægu frönsku tískuhúsi“. n horn@dv.is Aðeins ein hvít Auglýsingar herferðarinnar hafa vakið mikla athygli innan tískuheimsins. Einföld leið til að laga brotinn varalit Flestir sem nota varalit hafa lent í því óláni að bút- ur úr varalitnum brotnar af. Þetta má auðveldlega laga með nokkrum skrefum, en það eina sem þarf eru eldspýtur eða kveikjari. Berið logandi eldspýtu eða kveikjara upp að varalitn- um og bræðið efsta lagið varlega. Leggið brotna hlutann ofan á hið brædda lag. Berið einnig eld að sam- skeytunum til að bútur- inn festist betur og áferðin verði sléttari. Kælið varalitinn með því að setja hann í ísskáp í 15 til 30 mínútur. Takið varalitinn úr ísskápn- um og sléttið misfellur með fingrunum. Hann ætti að vera orðinn eins og nýr! 1 2 3 4 5 Náðu silki- mjúku hári eftir þvott Þeir sem vilja hugsa vel um hár- ið ættu aldrei að bursta það eða greiða strax eftir þvott. Að greiða blautt hár get- ur valdið því að það slitnar auðveldlega og það ættu flestir að reyna að forðast. Hins vegar eru margir sem kjósa að greiða hárið að lokn- um þvotti því það á gjarnan til að verða flókið í sturtunni. Hér eru þrjú góð ráð til að ná sem mýkstu hári eftir þvott. Ekki þurrka hárið með handklæði, heldur bómullarbol. Bolurinn hef- ur mun sléttari áferð og veldur því síður að hárið verði úfið eftir þurrkun. Notaðu „leave in“-hárnær- ingu eða góða hárolíu eftir sturtu til að gera það sem mýkst. Þegar hárið hefur fengið nægan raka með slíkri vöru er hægðar- leikur að greiða í gegnum það án þess að valda skaða. Byrjaðu neðst og færðu þig upp að hársverði með stuttum burstastrokum. Þannig myndast síður flókar og hárið skemmist síður. 1 2 3 Ragna finnur inn- blástur á Google n Hrifin af stílhreinni hönnun n Tekur þátt í keppni á vegum Vogue É g heillast mjög af skandinav- ískri hönnun, hún er svo ein- föld, falleg og praktísk. Það er líka svo mikill uppgangur í henni í dag og gaman að fylgj- ast með því sem er að gerast,“ seg- ir Ragna Sigríður Bjarnadóttir fata- hönnuður, í samtali við DV. Ragna hefur alla tíð haft áhuga á hönnun og tísku og segist eyða heilu dögun- um á Google í leit að innblæstri, en hún útskrifaðist nýverið úr fata- hönnunardeild Listaháskóla Íslands og tók í sumar þátt í hönnunar- keppni á vegum Vogue og Muuse.dk. Heiður að taka þátt Í sumar hefur Ragna tekið þátt í hönnunarkeppni á vegum Vogue og dönsku vefsíðunnar Muuse. „Muuse finnur nýútskrifaða hönnuði og býður þeim að framleiða útskriftarlínuna sína í samstarfi við þau. Línan er þá löguð að almennum markaði og síðan framleidd og seld á netinu hjá þeim,“ útskýrir Ragna. „Hönnuðurinn fær að vera með í öllu og fær prósentu af hverri seldri flík. Ég mundi eftir þessari keppni síðan í fyrra svo ég var tilbúin fyrir frestinn og sendi inn myndir af loka- línunni minni.“ Rúmlega 400 manns sóttu um að taka þátt í keppninni og voru 150 hönnuðir valdir til að taka þátt í netkosningunni sem lýkur í dag. „Markmiðið er að vera í topp 50 því úr þeim hópi er valinn sigurvegari og þeir vinsælustu fá líka verðlaun. Það er auðvitað heið- ur að fá að taka þátt í svona keppni og gaman að vera með og sjá allt sem aðrir eru að gera líka.“ Á erfitt með að klæða sig „Ég hef alltaf haft mjög mikinn áhuga á fötum og tísku og öllum pælingunum þar á bak við: Hvað fær fólk til að klæðast einhverju sér- stöku, af hverju er eitthvað flott og í tísku, hvað er það sem ákveður hvað fer hverjum og einum vel, hvað er fólk að hugsa þegar það klæðir sig fyrir daginn eða fyrir ákveðið tilefni? Ég pæli stundum svo mikið í þessu sjálf að ég á erfitt með að klæða sjálfa mig,“ segir Ragna, sem er enginn nýgræðingur þegar kemur að sauma- skap. „Ég var alltaf að föndra þegar ég var yngri, missti mig í dúkkulísugerð og tók fjórfaldan saumatíma í grunnskóla,“ segir hún. Ragna var á eðlis- fræðibraut í Menntaskólanum í Reykjavík en segist hafa fengið útrás fyrir hönnun og saumaskap með því að vera í búningadeild Herranætur, leikfélags skólans, öll sín ár. „Á þessum tíma byrjaði ég að sauma meira á sjálfa mig. Mér finnst að sjálfsögðu allt sem ég bjó til á þeim tíma vera agalega vand- ræðalegt í dag,“ segir hún. Framtíðarleg hönnun „Ég sæki innblástur aðallega í myndefni, ég á það til að eyða heilu dögunum á Google – sem býður upp á alls konar auka útúrdúra – og ég skoða mikið af bókum og blöð- um. Ég heillast mikið af beinum lín- um, sterkri grafík og óvenjulegum formum. Ég get ekki nefnt neinn sérstakan áratug sem heillar mig meira en annar, nema að ég elska samfélagslega þáttinn við tískuna á þriðja og svo sjöunda áratugnum, þegar konur gáfu skít í lífstykkin og fóru að dansa uppi á borðum.“ En hvernig myndi Ragna lýsi sinni eigin hönnun? „Í takt við innblásturinn verður hönnunin mín oft grafísk, stílhrein og framtíðarleg og ég elska að búa til fallegar litapallettur. Í augna- blikinu er ég heilluð af bleikum og elska að nota hann þannig að hann verði alls ekki kvenlegur,“ segir hún. Vill prófa allt Ragna starfar í sumar sem flug- freyja hjá Icelandair en segist klæja í puttana að fara að sauma, teikna og hanna á ný í haust. En hver er draumurinn? „Ég stefni á mastersnám eftir ár, og eftir það hef ég bæði áhuga á því að vinna fyrir stærri hönnunar- fyrirtæki, líklega á Norðurlöndun- um, og líka að vinna við mitt eigið merki. Svo er ég búin að prófa að- eins búningahönnun sem er allt öðruvísi en mjög skemmtileg líka. Mig langar einfaldlega að prófa allt!“ n Hörn Heiðarsdóttir horn@dv.is „Moodboard“ Ragna segist eyða heilu dögunum á Google í leit að innblæstri. Útskriftarlína Rögnu Ragna segist hrifin af beinum línum, sterkri grafík og óvenjulegum formum. Wurst lokaði hjá Gaultier Austurríska söngkonan Conchita Wurst lokaði tískusýningu franska fatahönnuðarins Jean Paul Gaulti- er á dögun- um, en Wurst stóð uppi sem sigurvegari í Söngkeppni evrópskra sjónvarps- stöðva í maí síðastliðn- um. „Ég segi alltaf að fegurð sé að vera öðruvísi og Conchita hefur sýnt okkur öll- um að hún er óstöðvandi,“ sagði hönnuðurinn í samtali við The Independent eftir sýninguna. „Og hún lítur frábærlega út í hátísku, hún er alvöru hátískukona,“ bætti Gaultier við. Fyrirsætuval Gaultier vakti mikla athygli á sýningunni, en fatnaðurinn einnig. Fyrirsæt- urnar klæddust dökkum kjólum úr glansefni og báru rauðan varalit við fölhvíta húð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.