Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2014, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2014, Blaðsíða 26
26 Fréttir Erlent Helgarblað 11.–14. júlí 2014 Konan sem er eKKi til n Fangi í Ástralíu án fæðingarvottorðs n Fær ekki vinnu eða vegabréf Þ egar þú ert í rauninni ekki til, þá ertu dæmd til þess að lifa í fátækt,“ seg­ ir Charmaine Webster, áströlsk kona sem hef­ ur barist fyrir því að tilvist hennar sem ástralskur ríkisborgari verði skráð. Fyrir mistök, að því er virð­ ist, á Webster ekkert fæðingarvott­ orð. Það veldur því að hún getur ekki sótt um vegabréf, ökuskírteini eða fasta vinnu, þar sem hún fær þar með ekki ígildi kennitölu. Sam­ kvæmt öllum opinberum gögnum er Charmaine Webster hreinlega ekki til. Veit hvenær hún fæddist, en ekki hvar Eflaust væru áströlskum yfirvöld­ um varla kunnugt um tilvist henn­ ar nema fyrir þær sakir að undan­ farin 20 ár hefur hún barist fyrir því að verða skráð sem ástralskur ríkisborgari og njóta þá þeirra réttinda sem aðrir gera. Webster er fertug. Hún telur sig vita hvaða dag hún fæddist, en veit ekki hvar hún fæddist, þótt hún telji það hafa verið í Ástralíu. Frá því að hún man eftir sér hefur hún búið í Queens­ land í Ástralíu. Hún fæddist, að því að hún heldur, 19. febrúar 1974. Foreldrar hennar voru ekki ástrík­ ir og voru óreglusamir. Webster á fjögur eldri systkini, en systkin­ in segjast ekki muna eftir fæðingu Websters og ein systir hennar man bara eftir henni sem telpu en ekki ungbarni. Systkinin fjögur eru þó öll skráð skilmerkilega í ástralska þjóðskrá og eiga fæðingarvottorð. Málið er því allt hið dularfyllsta. Sleit öllum tengslum Þegar Webster komst til vits og ára ákvað hún að slíta öllum tengslum við foreldra sína. Hún segir þá hafa verið ofbeldisfulla og taldi sig betur setta án þeirra. Það var í raun fyrst þá sem vandræði hennar hófust og hún gerði sér grein fyrir alvarleika málsins og hversu flókið það er að vera „óskráður ríkisborgari“. Til­ raunir hennar til að fá frekari upp­ lýsingar frá foreldrum sínum nú á seinni árum hafa engu skilað. Fær hvorki vinnu né vegabréf Segja má að Webster sé fangi að­ stæðna sinna. Hún hefur aldrei ferðast út fyrir Ástralíu, hún getur ekki fengið bílpróf eða ökuskírteini og þar sem reglugerðir um atvinnu eru strangar fær hún aldrei starf sem talist gæti verið full vinna. Ástæðan fyrir því síðarnefnda eru strangar reglur og lög um innflytj­ endur og atvinnuleyfi í Ástralíu, þeir atvinnurekendur sem leyfa „óskráðu“ fólki að starfa hjá sér gætu sætt þungum sektum. Þar sem hún getur hvorki framvísað vegabréfi né fæðingarvottorði geta þeir einfaldlega ekki ráðið hana. Gat gift sig Það var svo árið 2000 sem Webster ákvað að taka málin í sínar hendur enda ætlaði hún að gifta sig. Hún leitaði til opinberra stofnana sem vísuðu henni á næstu stofnun og þannig gekk það hring eftir hring. Hún hafði samband við stofnanir í öllum sex fylkjum Ástralíu en enginn kannaðist við að geyma fæðingarvottorð hennar, hvað þá að þeir gætu staðfest tilvist henn­ ar. Hver stofnun vísaði á þá næstu. Með smá krókaleið tókst henni að fá giftingarvottorð, en það var í gegnum kunningsskap sem það tókst. Webster hélt áfram að grúska í málinu án nokkurs árangurs. Enginn virtist geta aðstoðað hana, hvað þá að leysa málið. „Ég trúði því statt og stöðugt að næsta skref væri skrefið sem leysti málið. Það leiddi til einhvers. En vonbrigðin eru mikil. Maður brotnar saman og þetta leiddi til þess að ég varð mjög þunglynd,“ segir hún. Árið 2007 ákvað hún að kannski gæti hún fundið út úr þessu sjálf ef hún færi í nám í opinberri stjórn­ sýslu og lögfræði. Hún fékk að skrá sig í nám og er útskrifuð og nú sjö árum síðar er hún enn engu nær. Hringavitleysa Háskólanámið leiddi þó til þess að hún gat nýtt menntun sína til þess að kalla eftir hinum ýmsu gögnum. Þar kemur til dæmis fram að móð­ ir hennar skráði afmælisdaginn hennar, 19. febrúar 1974, á opin­ beru skjali. Þá hefur hún fengið að­ gang að skólaskýrslum sem snúa að barnæsku hennar, en þar virð­ ist enginn hafa gert sér grein fyrir fæðingarvottorðsleysinu. Þau skjöl sem hún hefur getað fengið hafa þó litlu skilað, enda var hluti gagn­ anna, sem snúa þó öll að henni, ritskoðaður og mikilvægar upplýs­ ingar teknar úr þeim. Þar á meðal úr sjúkraskrá hennar. Árið 2012 lagði dómsmálaráð­ herra í Queensland til að Web­ ster höfðaði mál og fengi þannig fæðingardag sinn skráðan með dómsúrskurði. Þjóðskrá hafnaði þó þeirri beiðni, ekki væri hægt að skrá Webster án þess að skrá upp­ lýsingar um það hvar hún væri fædd. „Börnin mín njóta allra réttinda sem fylgja því að vera ástr­ alskur ríkisborgari, en svo virðist sem ég muni aldrei gera það.“ „Þeir senda mig stöðugt í ein­ hverja hringavitleysu,“ segir Web­ ster sem þó hefur ekki gefist upp. Nú fer hún annan hring um ríkis­ stofnanir Ástralíu í leit að stað­ festingu á tilvist sinni og fæðingar­ stað. n Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is „Þeir senda mig stöð- ugt í einhverja hringavitleysu Ekki til Mál Webster er mikil ráðgáta, en hún segir það skerða lífsgæði sín mjög að hafa ekki sömu réttindi og aðrir ástralskir ríkisborgarar. Með þessu sé hún dæmd í fátækragildru. Mynd nEwS.coM.au Hundar þefa uppi barnaklám Bandarísku ríkin Rhode Island og Connecticut hafa þjálfað leit­ arhunda sérstaklega til að þefa uppi harða diska sem mögu­ lega gætu innihaldið barnaklám. Providence Journal greinir frá þessu. Mikill vöxtur er sagður hafa verið á barnaklámshringj­ um í þessum ríkjum og er þjálfun hundanna átak til að spyrna gegn því. Að sögn dagblaðsins gátu hundarnir fundið leynda harða diska eftir tuttugu og tveggja vikna þjálfun. Lögreglumenn vestan hafs segja að algengt sé að kynferðisbrotamenn feli harða diska og því sé mikil þörf á sér­ staklega þjálfuðum hundum. myrti fjögur börn Sex féllu í skotárás í Houston í Texas á miðvikudagskvöld þegar byssumaður hóf skothríð. Fjögur börn eru látin og tveir fullorðn­ ir. Einn liggur alvarlega særður á sjúkrahúsi. Maðurinn hóf skot­ hríðina inni í miðju úthverfi í Houston, Spring­hverfinu, á mið­ vikudagskvöld. Um var að ræða deilur milli fjölskyldumeðlima. Árásarmaðurinn komst undan í bifreið og eftir eltingarleik lög­ reglu í rúman hálftíma var mað­ urinn króaður af. Lögregla samdi við hann um uppgjöf í kjölfarið og var hann færður í varðhald. Houston­búar eru afar slegnir vegna málsins. Barnaperri ekki framseldur Dómstóll í Glostrup í Danmörku hefur hafnað beiðni yfirvalda í Litháen um að danskur rík­ isborgari verði framseldur til Litháens. Maðurinn sem um ræðir star­ frækti fyrirtæki í Litháen en hann var handtekinn síðasta sumar vegna gruns um nauðgun. Við húsleit á heimili hans í höfuð­ borginni Vilníus fannst efni sem sýndi börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. Maðurinn var í kjölfarið úr­ skurðaður í gæsluvarðhald en var sleppt úr haldi áður en tókst að dæma í málinu. Hann flúði til Danmerkur þar sem hann hefur haldið sig síðan. Í framsalsbeiðn­ inni kemur fram að maðurinn þurfi einungis að svara til saka fyrir vörsluna á níðefninu og því virðist sem nauðgunarmálið hafi verið látið niður falla. Búist er við því að málinu verði skotið til Hæstaréttar Dan­ merkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.