Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2014, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2014, Blaðsíða 25
Helgarblað 11.–14. júlí 2014 Fréttir Erlent 25 Skógarhögg ógnar óþekktum ættbálki n Fengu föt og mat hjá indíánum n Ólöglegt skógarhögg ógnar framtíð þeirra B rasilísk yfirvöld hafa greint frá því að áður óþekktur ætt- bálkur, sem hefst við í frum- skógum Amazon í Perú, hafi nýlega neyðst til að flýja heimkynni sín. Ættbálkur, sem aldrei áður hafði gert vart við sig, flúði undan ólöglegu skógarhöggi og hafði samband við samfélag indíána í skóginum. Vitað hefur verið um til- vist ættbálksins frá árinu 2011, en þá náðist af þeim meðfylgjandi loft- mynd. Amazon-frumskógurinn í Suð- ur-Ameríku þekur landsvæði sem nemur 5,4 milljónum ferkílómetra. Í þessum ógnarstóra skógi, sem er að flatarmáli 52 sinnum stærri en Ísland, lifa ættbálkar fólks sem hafa engin samskipti við umheiminn. Þegar utanaðkomandi reyna að hafa samband við þessa ættbálka býður það hættunni heim. Stundum óttast ættbálkarnir óþekkt fólk og dæmi eru um að til átaka komi. Þá eru líka dæmi um að sjúkdómar, svo sem umgangspestir, smitist á milli en meðlimir ættbálkanna hafa engin lyf til að bregðast við pestum. Pest sem við hristum auðveldlega af okk- ur getur grandað heilum ættbálki, í versta falli. Því er um afar viðkvæm og brothætt samfélög að ræða. „Eitthvað mikið virðist hafa gengið á“ José Carlos Meirelles vann í 20 ár fyr- ir FUNAI-stofnunina á vegum yfir- valda í Brasilíu og hafði það hlutverk að verja og standa vörð um réttindi ættbálka. Hann segir í samtali við Survival International að ástandið virðist vera slæmt, þar sem þetta ku vera í fyrsta sinn í 30 ár sem vitað er til þess að einangraður ættbálkur hafi að fyrra bragði haft samband við umheiminn. „Eitthvað mikið virðist hafa gengið á. Það er mjög óvenju- legt að svona stór hópur innfæddra frumbyggja geri vart við sig með þessum hætti. Þetta er áhyggjuefni og við vitum ekki hvað veldur.“ Faraldur gæti grandað þeim Samkvæmt frétt á vef iflscience.com hefur þokkalega farið á með hóp- unum. Í fyrstu hafi þeir sem voru á flótta stolið mat og pottum frá As- háninka-indíánunum, en á endan- um hafi hóparnir hist og átt sam- skipti. Ekki hafi komið til átaka heldur hafi indíánarnir útvegað flóttamönnunum mat og klæði. Talið er þó að hópurinn sé í mikilli hættu þar sem hann hafi aldrei kom- ist í kynni við umgangspestir á borð við kvef eða inflúensu. Faraldur gæti grandað þeim. Það gerðist til dæm- is þegar kristnir trúboðar heimsóttu Zo‘e-ættbálkinn í Amazon á níunda áratugnum. Fjórðungur ættbálks- ins lést úr pestum á næstu sex árum. FUNAI setti upp litla læknastofu í nágrenni við ættbálkinn þegar ljóst var í hvað stefndi og tókst að koma í veg fyrir frekari dauðsföll. Perú og Brasilía vinni saman Landflæmið sem um ræðir er af slíkri stærðargráðu að ómögu- legt er að fylgjast með ólöglegu skógarhöggi. Þótt löggæslu sé haldið uppi eru fíkniefnasmyglar- ar og ólöglegir skógarhöggsmenn vandamál sem lögreglan hef- ur engan mannafla – og hvað þá vopn – til að sporna við. Tekkviður er eftirsóttur svo og mahoní-viður, sem notaður er til húsgagnafram- leiðslu. Fram kemur að vandamál- ið sé líka erfitt vegna þess að virða þurfi rétt frumbyggjanna til að fá að vera afskiptir. Vernda þurfi bú- svæði þeirra án þess að hafa sam- band við þá – að öðrum kosti deyi þeir út. Samskipti á milli yfirvalda í Brasilíu og Perú hafi ekki geng- ið smurt. Stephen Corry, stjórn- andi Survival International, hefur sagt að úr því verði að bæta. Fyrir þessum ættbálkum séu landamæri ekki til. Dæmi séu um að ættbálk- um sem þessum hafi verið útrýmt þegar landsvæði þeirra séu nýtt. „Ríkisstjórnir beggja landa verða að bregðast við þessu – ef ættbálkarnir eiga að geta þrifist áfram.“ n „Ríkisstjórnir beggja landa verða að bregðast við þessu – ef ættbálkarnir eiga að geta þrifist áfram.“ Baldur Guðmundsson baldur@dv.is Loftmyndin Þessi mynd náðist af fólkinu 2011. Annar ættbálkur Talið er að um 100 ættbálkar, sem aldrei hafa aðra hitt, hafist við í heiminum. Um helmingur þeirra er í Amazon. Mynd REutERs Leikskóla- kennari hafður fyrir rangri sök Tvítugur Dani, sem starfaði á leikskóla í New York-borg og handtekinn og færður í gæslu- varðhald vegna ásakana um barnaníð, hefur nú verið látinn laus. Í ljós hefur komið að mað- urinn var hafður fyrir rangri sök. Maðurinn var sakaður um gróft og ítrekað ofbeldi gegn 13 börn- um í hans umsjá. Það var fyrrverandi samstarfs- maður hans sem kom ásökunum á framfæri við lögreglu. Sagði sá að danski maðurinn hefði neytt börnin til þess að strjúka kynfæri hans. Maðurinn var í kjölfarið handtekinn og færður í varðhald. Hann bað um að fá að vera í ein- angrun í fangelsinu þar sem hann var dauðhræddur við aðra fanga. Lögregla hefur nú staðfest að ungi maðurinn var hafður fyrir rangri sök. Hann sat þó áfram í gæsluvarðhaldi í nokkurn tíma eftir að það kom í ljós. Hann mun nú vera á leið til Danmerkur aftur þar sem hann vonast til að geta hreinsað nafn sitt endanlega. Betra seint en aldrei Kona ein sem starfaði sem bar- þjónn á bar einum í Nebraska í Bandaríkjunum skilaði tvö hundruð dollurum sem hún stal við vinnu þar. Málið þykir hið einkennilegasta enda eru liðin fimmtán ár síðan hún starfaði á barnum. Í frétt ABC News kem- ur fram að eigendur barsins, hjónin Pamela Hedges og Gibbs Hedges, hefðu fengið handskrif- að bréf sent með pósti frá starfs- manninum fyrrverandi. „Ég vann fyrir ykkur árin 1999 og 2000. Ég var ekki bara slæmur starfskraft- ur því ég stal líka meðan ég vann fyrir ykkur,“ sagði í bréfinu. Með því fylgdu 200 dollarar sem hún sagðist hafa stolið. Stofnaði lífi sonar í hættu n Barnið skrópaði í kirkju n Gæti átt yfir höfði sér sex mánaða fangelsi J effrey K. Williamson, 31 árs karlmaður í bænum Blanche- ster í Ohio-ríki í Bandaríkjun- um, fór fyrir dóm á fimmtudag, ákærður fyrir að hafa stofnað lífi sonar síns í hættu en sá skrópaði í kirkju á dögunum. Williamson hélt að Justin, átta ára sonur hans, hefði farið ásamt fjórum systkinum sínum með rútu til Woodville-baptistakirkj- unnar. Drengurinn ákvað hins vegar að sleppa messu að þessu sinni og fór þess í stað að leika sér. Afgreiðslumaður í verslun nálægt heimili fjölskyldunnar kom auga á drenginn og tilkynnti til lögreglu þar sem hann var augljóslega ekki í fylgd fullorðinna. Lögreglan kom á vett- vang og keyrði Justin heim, en hann býr fjórum götum neðar. „Williamson sagði rútuna frá Woodville-baptistakirkjunni hafa numið staðar við heimilið um klukk- an 6.15 og gerði hann ráð fyrir að drengurinn hefði farið ásamt systk- inum sínum um borð í rútuna,“ sagði Scott Reinbolt, lögreglustjóri í Blanchester, í samtali við Wilm- ington News Journal. „Aðspurður hvort hann hefði horft á eftir börn- unum fara um borð í rútuna, sagði Williamson að hann hafði ekki gert það.“ Í viðtali við fréttastöðina WCPO í síðustu viku sagði Jeffrey lögreglu hafa komið heim með Justin á sama tíma og fjögur systkini hans komu til baka úr kirkjunni – rétt í tæka tíð til að sjá föður þeirra handtek- inn. „Börnin mín fóru að hágráta og veltu fyrir sér hvers vegna væri ver- ið að taka mig fastan,“ sagði Jeffrey enn fremur í viðtalinu. Jeffrey átti að mæta fyrir dóm í gær, fimmtudaginn 10. júlí, en honum var gefið að sök að hafa stofnað lífi barns í hættu. Verði hann fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér allt að sex mánaða fangelsisvist. n aslaug@dv.is Jeffrey ásamt syni sínum Talinn hafa stofnað lífi sonar síns í hættu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.