Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2014, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2014, Blaðsíða 37
Helgarblað 11.–14. júlí 2014 Fólk Viðtal 37 Dreymir um húsbíl „Okkur finnst gott að leigja bara. Þegar við fluttum til Danmerkur þegar Bjartmar fór að læra þá seldum við allt og síðan höfum við bara ekk- ert viljað fjárfesta í neinu. Reyndar þá eigum við okkur samt einn draum,“ segir hún dreymin á svip. „Okk- ur langar að eignast húsbíl. Búa svo bara í honum á sumrin og ferðast á milli þar sem Bjartmar er að sýna og spila. Svo gætum við bara skroppið í Norrænu og dúllað okkur í Evrópu. En þetta er svona draumur fyrir okk- ur í ellinni.“ Selur ekki lög í auglýsingar Bjartmar hefur líka ákveðin mottó varðandi lögin sín og selur þau til dæmis aldrei í auglýsingar. „Ég er með ákveðin mottó. Ég hef þurft að verja lögin mín fyrir því að vera ekki notuð í auglýsingar, ég hef í þrígang þurft að kalla út lögfræðistéttina hjá STEF til að stoppa þannig bull því það kemur ekki til greina. Ég er sér- vitringur, ég veit það alveg,“ segir hann ákveðinn. „Ég hef einu sinni orðið fúl út í hann fyrir þetta. Þá var hann beðinn um að selja Súrmjólk í hádeginu í auglýsingu en harðneitaði. Þann daginn áttum við ekkert í ísskápn- um og ég varð dálítið pirruð. En það var fyrir tuttugu árum og það jafn- aði sig fljótt því ég áttaði mig á því að þetta væri honum hjartans mál,“ seg- ir María. „Mér myndi bara líða eins og ég væri að svíkja sjálfan mig,“ seg- ir hann. Alltaf unnið með listinni Bjartmar er fyrir löngu orðinn einn þekktasti tónlistarmaður landsins. Lög eins og Súrmjólk í hádeginu, Með vottorð í leikfimi og Fimmt- án ára á föstu skipa sess í hjörtum þjóðarinnar. Áður en hann byrj- aði sjálfur að syngja þá spilaði hann lengi á trommur og svo hefur hann líka samið texta fyrir fjölmarga lista- menn. En hann hefur alltaf skapað jafnt í takt; myndlist, tónlist og texta. Ungur byrjaði hann að teikna og það var í raun kennaranum hans, Páli Steingrímssyni, að þakka að hann ræktaði með sér þessa sköpunar- gáfu. Þrátt fyrir að hafa sinnt listinni frá blautu barnsbeini þá vann hann framan af alltaf önnur störf með list- sköpun sinni. „Ég hef aldrei stólað á listina sem slíka, ég hef alltaf unnið með henni. Það er ekki fyrr en bara núna sem hún stendur undir sér af því ég er bæði með málverkin, og að semja fyrir aðra og síðan hef ég ver- ið að spila rosalega mikið undanfar- ið,“ segir hann og býður okkur upp á kaffi. „Má, bjóða ykkur Agga? Kaffið kalla ég Agga eftir vini mínum, Agn- ari, sem var drepinn,“ segir hann og bendir á lítið olíumálverk af manni sem hann sjálfur málaði. „Hann flutti inn þetta skyndikaffi,“ segir hann og blandar í bolla fyrir okkur. „Vinir mín- ir kíkja oft við hjá mér í einn Agga.“ Samrýnd hjón Þau Bjartmar og María eru afar sam- rýnd hjón. Þau kynntust árið 1983 og eiga saman eina dóttur. Fyr- ir átti Bjartmar tvær dætur og sam- tals eiga þau sjö barnabörn. María er líka söngkona og var meðal annars í hljómsveitinni Íslensk kjötsúpa. „Ég söng áður en ég kynntist honum, hann var grúppía hjá mér,“ segir Mar- ía. Þau kynntust í gegnum sameigin- lega vini snemma á níunda áratugn- um og hafa haldist saman allar götur síðan. „Hann var búinn að rasa út þegar ég kynnist honum,“ segir María og viðurkennir að þau séu mjög sam- rýnd. „Við erum bara mjög góðir vin- ir og tölum mikið saman.“ Hún syng- ur oft bakraddir með Bjartmari þegar hann kemur fram. „Ég radda með honum stundum.“ María vinnur sem verkefnastjóri hjá Rauða krossinum með aðsetur á Eiðum og er því mest- megnis búsett fyrir austan. „Hann er mest hér í bænum en svo kem ég alltaf á fund í bæinn einu sinni í mánuði og núna er ég í sumarfríi og svo kemur hann austur,“ segir hún. Fékk flogakast Það var einmitt fyrir austan fyrir um ári síðan sem ákveðið áfall reið yfir þau. María kom að Bjartmari þar sem hann hafði dottið niður og vissi hvorki í þennan heim né annan. „Ég nenni ekkert að ræða þetta, þetta á ekkert heima í blöðunum. Ég þoli ekki svona sorgarfíkla,“ segir Bjart- mar gallharður spurður um hvað hafi gerst. „Nei, þetta er ekkert þannig,“ segir María og horfir á Bjartmar sem lætur undan en hefur augljóslega ekki miklar áhyggjur af veikindun- um. „Málið er það að ég þornaði bara upp. Ég var undir í öllum vítamín- um, drakk bara 40 kaffibolla á dag, var vatnslaus og allslaus. María var fyrir austan og enginn til þess að gefa mér að éta!“ segir hann og skellihlær. Dagana á undan hafði hann málað mikið, tíu verk á þremur dögum og gleymt að sinna sér. Sem betur fer var hann þó fyrir austan þegar hann veiktist því annars er óvíst hvernig hefði farið. Hrædd um að hann væri orðinn grænmeti „Ég vakna sex um morguninn og heyri einhvern hávaða frammi. Ég fór fram og þá lá hann bara í floga- kasti. Ég vissi ekki hvað væri að ger- ast með manninn. Ég hringi auðvit- að strax á sjúkrabíl því hann var bara út úr heiminum, lá bara í kasti. Þetta hafði aldrei gerst áður,“ segir hún. Sjúkrabíllinn kom og Bjartmar var fluttur á spítala. „Þetta gerðist klukk- an sex um morguninn og það var ekki fyrr en þrjú um daginn á spítalanum á Norðfirði sem hann vaknar. Það fyrsta sem ég spurði hann var: „Bjart- mar, hver er kennitalan þín? Ég var svo hrædd um að hann væri orðinn grænmeti,“ segir hún. Bjartmar þuldi upp kennitöluna og uppskar risa bros eiginkonunnar. Eftir rannsóknir kom í ljós að Bjart- mar er með flogaveiki sem líklega hefur að einhverju leyti fylgt hon- um alla ævi þó að fyrsta kastið hafi ekki komið fyrr en eftir sextugt. Hann mátti ekki vera einn á eftir þar sem læknarnir sögðu að hann myndi fá annað kast á næsta árinu. Ekki væri hægt að setja hann á lyf fyrr en seinna kastið kæmi. „Við þorðum ekki að láta hann vera einan. Svo kom seinna kastið hérna og þá var Berglind inni í herbergi. Hún vaknar við læti og fer fram og þá hafði hann dottið fram úr sófanum. Hún vissi um hvað þetta snerist og hringdi því strax á sjúkrabíl,“ segir María. Við tóku rann- sóknir og Bjartmar fékk lyf. Í dag finnur hann ekki fyrir þessu. Ofvirkur „Hægra heilahvelið hjá mér er svo kolofvirkt. Ég var á spítala þegar ég var 11 ára því ég var með svo mikl- ar martraðir, það vissi enginn hvað væri að mér. Alls konar svona hug- myndir, fóbíur, sýklahræðslu og ann- að. Það hefur tengst þessu. Þegar ég var tvítugur var ég líka í þrjá mánuði á spítala af því blóðþrýstingurinn var svo hár, alltaf verið að spyrja mig hvort ég hefði komið nálægt ein- hverjum örvandi efnum sem ég hef aldrei nokkurn tímann gert,“ segir hann og útskýrir að hann sé mjög of- virkur. Örvandi efni hafi róandi áhrif á hann. „Ég get drukkið endalaust af kaffi, ef ég er andvaka þá fer ég fram og fæ mér einn rótsterkan og þá dett ég út,“ segir hann hlæjandi. Þrátt fyrir að Bjartmar láti veik- indin ekki mikið á sig fá þá viður- kennir María að það hafi verið erfitt að upplifa þetta. „Ég upplifði líka alltaf aftur að sjá hann liggjandi þarna, það var óþægilegt því maður vissi ekkert hvað þetta var,“ segir hún. „Heilsan er svo mikilvæg, maður veit aldrei hvað gerist.“ Óttaðist að fá kast á sviðinu Þetta sló þó Bjartmar ekki út af laginu og hefur hann lítið viljað tala um þetta. „Hann var samt mjög stressað- ur að koma fram eftir fyrsta kastið því læknarnir sögðu að hann gæti feng- ið kast hvenær sem er,“ segir María. „Já, ég bannaði stelpunum að koma,“ segir hann og á við dætur sínar þrjár. „Ég vildi ekki að þær myndu sjá ef ég myndi detta niður á sviðinu,“ seg- ir hann. Það gerðist þó sem betur fer ekki en tónleikarnir voru löngu planaðir og fóru fram fyrir fullum sal áhorfenda í Salnum í Kópavogi. Núna vinnur Bjartmar hörðum höndum að því að mála upp í næstu sýningu en einnig er hann að taka upp næstu plötu Bjartmars og Berg- risanna sem er langt á veg komin. Ætlar að gera söngleik „Nú eru þrjátíu ár á þessi ári frá því ég hóf sólóferilinn. Sumarliði er þrítug- ur,“ segir hann og vísar í persónuna Sumarliða sem kemur gjarnan fyrir í lögum Bjartmars. „Þetta er eiginlega söngleikur. Þessar týpur; Sumarliði, hippinn og fúll á móti eru búnir að fylgja mér alla tíð. Þetta eru kommentasjúklingar sem kastast á. Sumarliði er ofsalega flott týpa sem er með allt á hreinu, hann er fagurkeri sem talar rétt mál. Ég held hann sé að vinna sig upp í ríkinu. Hann á þrjú börn, stelpan er fimmtán ára á föstu-stelpan, svona tengist þetta allt,“ segir hann hlæj- andi og syngur texta úr nokkrum lög- um. „Ég sé þetta fyrir mér og held að þetta geti orðið mjög skemmtilegt. Ég er búinn að sjá fyrir mér leikmyndina og vonast til þess að geta sett þetta upp,“ segir hann. Veit ekki hvaðan textarnir koma Bjartmar hefur verið þekktur fyr- ir skemmtilega texta sem oft eru lit- aðir samfélagsádeilu. Á hann auð- velt með að semja? „Ég hef alltaf farið ofsalega varlega með þetta. Ég veit ekkert hvaðan hugsunin kem- ur, hún er bara sjálfráð, mér finnst stundum eins og mér sé treyst fyrir þessu. Ég vil ekki fara illa með þetta og þess vegna myndi ég aldrei setja lögin mín í auglýsingar. En ég veit ekki hvaðan þetta kemur. Ég er bú- inn að gera þetta síðan ég var krakki. Ég ligg rosalega lengi yfir textun- um samt,“ segir hann. „Hann er með fullkomunaráráttu þegar kemur að þessu,“ segir María. Bæði tónlistinni og myndlistinni. Hann væri til í að bæta endalaust. Ef hann sér myndir sem hann hefur gert þá væri hann al- veg til í að vera með pensil og bæta aðeins við eða lagfæra,“ segir hún og uppsker bros Bjartmars í staðinn. Ekki feiminn við heiminn „Ég er oft enn að spá í lög 20 árum eftir að þau komu út, að það hefði kannski frekar átt að vera svona eða svona,“ segir hann brosandi. Bjart- mar lítur framtíðina björtum augum og er sérstaklega ánægður með æsku landsins. „Ég er rosalega ánægð- ur með íslensk ungmenni, hvort sem er í íþróttum, tónlist, listum eða hvað sem er. Þetta er æðisleg æska, ég er ofsalega ánægður með unga fólkið og segi bara; vertu ekki feim- inn við heiminn. Hann hlakkar líka til að gefa út plötuna með Bergris- unum enda er þar að finna í mörg- um textunum gamlar minningar. „Á nýju plötu Bergrisanna er ég í sum- um ljóðunum að framkalla myndir sem ég hef geymt í huga mínum frá bernsku, til dæmis eins og ljóðið Sól- stafir,“ segir hann og endar þetta með nokkrum ljóðlínum úr laginu: Sólstafir fylla fjörðinn fögur er hún blessuð jörðin sjórinn silfurtær og túnin koparrauð. Trillukarlinn oní fjöru ataður í slori og tjöru hann er að gera klárt fyrir sumarúthaldið. Máríuerlan undir bryggju býr sitt bú að fyrirhyggju hún er að gera klárt fyrir sumarúthaldið. n Amma og afi María Björt, barnabarn þeirra Bjartmars og Maríu, er eitt af sjö barnabörn- um þeirra hjóna. MynD Sigtryggur Ari Veröldin hans Bjartmars Hér er hann í sínum heimi, þar sem hann skapar list. MynD Sigtryggur Ari Söngleikur í smíðum Bjartmar undirbýr söngleik byggðan á persónum úr lögum hans. Fjölskyldan Hér er fjölskyldan öll saman komin síðastliðna páska.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.