Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2014, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2014, Blaðsíða 29
Umræða 29Helgarblað 11.–14. júlí 2014 Ég kannaðist við þessa brunalykt Þá feng um við öll hálf gert sjokk Hér er bara neyðarástand – Júlíus Bjarnason hefur tvisvar horft upp á fjölskyldufyrirtækið brenna í Skeifunni. – DV. – Guðmund ur Ómars son var í skemmtigarðinum Terra Mitica þegar banaslysið átti sér stað. – Mbl.is Þegar Facebook stal framtíðinni V ið og við berast fréttir af tilburðum Facebook til að njósna um kúnna sína í þeim erindum að selja þeim vörur eða jafnvel að mæla geðslund þeirra. Mörgum er nóg boðið, en það er ekki endilega þetta sem er mest ógnvekjandi við Facebook. Eða við hitt fyrirtækið sem hefur náð að sölsa undir sig þann nýja heim sem netið hefur skapað: Google. Internetið hefur að mörgu leyti virkað eins og anarkísk tilraun. Nýtt hagkerfi var til, að mörgu leyti ótengt hinu gamla. Hér gátu allir verið með og búið til sitt eigið lén og ekkert sem sagði endilega að stóru fyrirtækin hefðu forskot á þau litlu, enda urðu nýir risar fljótlega til sem gátu skákað þeim sem þangað til höfðu takmark- að sig við raunheima. En brátt fór þessi tilraun á sama hátt og í skáld- sögu þar sem nýtt samfélag er búið til að eyðieyju, ef einhver man enn eftir Lord of the Flies. Flestir hefðbundnir fjölmiðlar berjast nú í bökkum og hvert dag- blaðið á fætur öðru dregur saman seglin eða er lagt niður og er sama sagan um allan heim. Þetta er í sjálfu sér svosem ekki óeðlilegt, þar sem fólk sækir fréttir og upplýsingar æ meira á netið og síður til prent- miðla. Ef til vill eru þetta einungis fæðingarhríðir nýrrar fjölmiðlunar, því eftir því sem fréttaflutningur flyst yfir á netið hljóta auglýsingarnar að gera það líka og allir þeir blaðamenn sem hafa misst vinnuna verða brátt endurráðnir. Eða hvað? Ef þú skoðar heimasíður flestra fjölmiðla, eða ef til vill íslenskar túristasíður, svo dæmi sé nefnt, þá virðist ekki beint skortur á auglýs- ingum, eða hvað? Eins og búast mátti við færa auglýsendur sig yfir á netið, í takt við lesefni og lesend- ur. Gamla hagkerfið endurmótar sig í hinu nýja. En rétt eins og í gamla hagkerfinu eru það sumir sem hafa meiri tögl og hagldir heldur en aðr- ir. Gallinn er bara sá að hér eru þeir enn færri. Rétt í þessu fór ég inn á orðabók- arsíðuna dictionary.com og furðaði mig á því að ekki aðeins getur hún útskýrt fyrir mér flókin orð á ensku, heldur sýnir hún mér líka auglýs- ingar frá íslenskum veitingastöð- um. Hér er þó ekki fullkomnun þýð- ingarvélar að þakka, heldur það að auglýsendur leita í æ meira mæli til Google með auglýsingar sínar. Google sér síðan um að koma þeim til skila til þeirra neytenda sem sóst er eftir á mismunandi síðum. Síð- an sem auglýsingin birtist á fær á endanum aðeins brotabrot af aug- lýsingatekjum þessum, langstærsti hlutinn fer til Google. Enda er þetta mun þægilegra fyrir auglýsandann heldur en að leita til hverrar vefsíðu fyrir sig. Næst þegar þú ferð inn á íslenska vefsíðu eru það því ekki endilega starfsmenn hennar sem fá greitt fyrir störf sín, heldur er það Google, sem ásamt Facebook er farið að stjórna æ stærri skerf af auglýsingamark- aði heimsins. Erfitt er að sjá að þetta muni breytast, nema hugsanlega með tilkomu strangra (og alþjóð- legra) samkeppnislaga. Þangað til er framtíð fjölmiðlunar varla björt. n Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com Kjallari „ Internetið hefur að mörgu leyti virkað eins og anarkísk tilraun Mest lesið á DV.is 1 Nýrri myndbönd: Eldur-inn stjórnlaus! Skeifan 11 brann nærri til grunna í eldsvoða síðastliðinn sunnudag. 66.461 hafa lesið 2 Fjölskyldan „harmi slegin“ Fyrsta banaslys í sögu skemmtigarðsins Terra Mítica á Benidorm á Spáni varð þegar 18 ára íslenskur piltur lést eftir að hafa fallið meira en fimmtán metra úr rússíban- anum Inferno um hálf fimm-leytið á staðartíma á mánudag. 42.871 hafa lesið 3 Ungi maðurinn sem lést á Benidorm var Íslendingur Spænsku fréttamiðl- arnir El Mundo og El Pais greindu frá því á mánudag að 18 ára maður sem hefði látist eftir að hafa kastast úr rússíbana var Íslendingur 42.271 hafa lesið 4 „Hárið varð ógeðslegt“ Fjölmargar ungar konur segjast í samtali við DV vera verulega ósáttar við afgreiðslu Grand Hair Extension, hárlengingarsöluaðila á Facebook og hárlengingarstofu, sem er alfarið á vegum Bryndísar Báru Eyjólfsdóttur. 38.546 hafa lesið 5 „Sláandi staðreyndir“ komnar fram í dular- fulla morðmálinu í Ölpunum Rannsókn lögreglu á morðinu á breskri fjölskyldu af íröskum uppruna í frönsku Ölpunum árið 2012 hefur leitt ýmislegt dularfullt í ljós. 37.325 hafa lesið 6 Kærði vin- konu sína Leikkonan Taryn Manning sem leikur í þáttunum Orange is the New Black hefur kært fyrrverandi vinkonu sína fyrir að ofsækja sig. 28.918 hafa lesið T itill pistils míns er nánast sóttur í nafn stórkostlegrar bókar sem ég las fyrir margt löngu. En pistillinn hefur þó ekki neitt sérstakt að sækja í þá ágætu bók. Hann fjallar um mann sem ákvað að reyna að bjarga fjalli. Á fimmtugasta og áttunda aldursári, eftir að hafa ekið ótal sinnum fram hjá fjallinu og eftir að hafa leyft sjötíu ára áletrun að pirra sig lengur en hann gat mun- að, ákvað okkar maður að ráð- ast til atlögu við fjallið. Áletrunin sem raskað hafði ró okkar manns um langa hríð var þannig til kom- in að skátar eða hjálparsveit hafði einhverju sinni rifið mosa af fjall- inu með þeim hætti, að farið sem myndaðist geymdi – skýrum stöf- um – nafn skátafélags eða hjálp- arsveitar. Ritsmiðirnir höfðu gert heiminum þann greiða að láta ártal fylgja þegar þeir grófu nafn hópsins í fjallið, svona til þess að merkja það. Og á sjötíu árum hafði mosinn ekki náð að hylja farið sem skrifararnir skildu eftir. Vopnaður fullum innkaupa- poka af lúpínufræi fór okkar mað- ur að fjallinu, lagði bíl sínum og rölti af stað. Hann gekk á brattann og leit ekki um öxl. Hann reyndi í huganum að reikna út hversu mörg fræ pokinn geymdi og var sáttur við að þar myndu vera nokk- ur þúsund fræ. Á tindinum var kalt, eiginlega stormur; nokkuð sem okkar maður hafði ekki gert ráð fyrir þegar hann stóð í logni við bílinn og hugleiddi hvar best væri að halda á brattann. Og vindurinn gekk í lið með okk- ar manni þegar hann feykti fræ- inu yfir sárin sem höfðu dælt blóði heimskunnar yfir alþýðu í árarað- ir. Núna var það lúpínuplásturinn sem átti að lækna bágtið. Hann hugsaði um andstæðinga lúpínunnar; allt þetta fáfróða fólk sem leit á lúpínuna sem óvin ís- lenskrar þjóðar, fólkið sem trúði því að þessi máttuga og gefandi jurt eyddi lyngmóa og jafnvel kjarrlendi. Þetta fólk sem vissi ekki hvernig lúpínan gefur jarðvegin- um næringu, hvernig hún vex þar sem ekkert annað blóm nær rót- festu, hvernig hún bjargar deyj- andi lyngmóa og hvernig hún heft- ir fok og rof, með því einu að vera til. Þessi einstaka auðlind köfnun- arefnis, þessi drottning íslenskra blóma – bjargvætturinn í graslaus- um gráma hversdagsins. Hann hugsaði sem svo: -Kannski verður mér refsað grimmilega fyrir þessa björgun, þar eð ég nota ekki meðul fáfræðinnar. Kannski verð ég fyr- ir barðinu á heimskunni; ég sem reyni af hófsemi minni og nægju- semi að bjarga þeirri fegurð sem forðum var frá fjallinu stolið. n Í framtíð vonin virðist mest, ég verð að hlýða kalli, því lúpínan er blómið best sem bjargar þessu fjalli. Að bjarga fjalli ... Kristján Hreinsson Skáldið skrifar T veggja ára stúlka og sjö aðr- ir gestir á strandkaffihúsi á Gaza, sem voru, líkt og fjöldi Íslendinga, í fyrradag að fylgjast með fótbolta- útsendingu frá Brasilíu, urðu fórn- arlömb loftárása Ísraelshers. Þegar þetta er skrifað hefur herinn myrt á níunda tug Gazabúa, þar af á þriðja tug barna. Meirihluti fallinna eru óbreyttir borgarar. Á sjötta hund- rað eru særðir. Á sama tíma hafa palestínskir vígamenn skotið yfir 200 heimagerðum eldflaugum á Ísrael, sem margar hverjar hafa verið skotn- ar niður með háþróuðu loftvarnar- kerfi Ísraelshers. Hinar hafa valdið litlum usla, engu mannfalli en sært tvo. Hryðjuverk Réttlæting ísraelskra stjórnvalda á árásunum og ógnaraðgerðum á Vest- urbakkanum í aðdraganda þeirra er morð þriggja táninga úr landtöku- byggðum Ísraela. Þar var um að ræða hryðjuverk sem réttilega hefur verið fordæmt víða um heim, en hefur þó ekki verið rannsakað opinberlega. Engu að síður fullyrðir Ísraelsstjórn að Hamas standi að morðunum og því sé réttlætanlegt að hefna sín á samtökunum. Óréttlætanlegt með öllu Stjórnvöld í Ísrael hafa ekki lagt fram neinar sannanir fyrir ásökunum sín- um á hendur Hamas og samtök- in segjast enga vitneskju hafa um morðin á drengjunum þremur, en voðaverk sem þetta kemur samtök- unum jafn illa og það kemur stríðsæs- ingamönnum í Ísrael vel. Jafnvel þó að Hamas hefði fyrirskipað morðin eru árásir Ísraelshers óréttlætan- legar með öllu. Að herja á vígamenn er eitt en að sprengja skipulega upp íbúabyggð í einni þéttbýlustu byggð heimsins og myrða óbreytta borg- ara, fólk sem getur ekki flúið ósköpin vegna þess að Ísraelsríki hefur lokað það inni í stærsta fangelsi heimsins, er allt annað. Hræsni Benjamin Netanyahu notaði tæki- færið við jarðarför eins ísraelsku drengjanna til að votta aðstandend- um palestínska unglingsins sem var brenndur til bana samúð sína og heita því að einskis yrði látið ófreist- að að handsama morðingjana. Á sama tíma gaf Netanyahu hershöfð- ingjum sínum fyrirskipun um að nota háþróuð vopn til að drepa fólk, þar á meðal börn, sem voru jafn sak- laus og drengurinn. Með þessum og öðrum hroðaverkum setur Benjam- in Netanyahu sig á bekk með verstu stríðsglæpamönum sögunnar sem á eftir að sækja til saka. Þrýstum á ríkisstjórn Íslands Margendurteknar yfirlýsingar Sam- einuðu þjóðanna og fjölda ríkja gegn 50 ára hrottalegu hernámi Palest- ínu duga ekki einar og sér. Beita þarf róttækari ráðum til að stöðva her- námið. Verkfæri í þeirri baráttu er hunsun á Ísrael, viðskiptabann og bann við samskiptum á sviði íþrótta, menningar og stjórnmála. Að þessu geta Íslendingar stuðlað með því að þrýsta á stjórnvöld og hunsa Ísrael sjálfir, en verkefnið nú er að þrýsta á ríkisstjórn Íslands til að beita sér þegar í stað á alþjóðavettvangi til að stöðva blóðbaðið á Gaza. Höfundur er dúklagningameistari Stöðvum blóðbaðið á Gaza Þorleifur Gunnlaugsson borgarfulltrúi í Reykjavík Aðsent Mynd ReuteRs – Valdimar Lúðvík Gíslason keyrði niður friðað hús í Bolungarvík. – DV.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.