Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2014, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2014, Blaðsíða 34
34 Fólk Nærmynd Helgarblað 11.–14. júlí 2014 keyptu nær allt hlutafé í Samherja sem og togarann Guðstein sem þeir breyttu í frystitogarann Akureyrina. Þorsteinn Vilhelmsson var upphaf­ lega skipstjóri á togaranum, Kristján yfirvélstjóri en Þorsteinn Már sá um útgerðina á landi. Hlutirnir gerðust hratt – Samherji lagði undir sig önn­ ur minni útgerðarfyrirtæki og hóf útgerð í fleiri löndum – og árið 1989 voru þessir þrír ungu menn frá Ak­ ureyri kosnir menn ársins í íslensku atvinnulífi. Þrátt fyrir velgengni kraumuðu deilur undir niðri sem varð til þess að upp úr samstarfinu slitnaði árið 1999 þegar Þorsteinn Vilhelmsson seldi sinn hlut. Samkvæmt heimildum DV höfðu nafnarnir deilt og Krist­ ján lengi reynt að sætta báða aðila. Þegar allt sprakk að lokum ákvað hann að halda sig við Samherja – ákvörðun sem hafði mikil áhrif á samband bræðranna og eins hafði stjórfjölskyldan verið afar hrygg yfir ósættinu. Þrjóskur KA-maður Þótt allir þeir álitsgjafar sem blaðið ræddi við beri Kristjáni góða söguna er enginn fullkominn. Varðandi gallana segir Valgerður að Kristján geti verið afar þrjóskur. „Svo vinnur hann alveg brjálæðislega mikið. Og er svo bóngóður – hann vill í raun og veru gera allt fyrir alla. Stundum óttast ég að hann ætli sér um of. Svo gæti ég trúað því að vinnan gangi oft á fjölskyldulífið. Kolla er samt með honum í þessu 100 prósent og ég hef oft dáðst að henni, hvað hún er þol­ inmóð gagnvart vinnu hans. Þau eru svo samstiga. Þetta hefði líka aldrei gengið nema af því að hún stendur algjörlega á bak við hann og styður hann áfram,” segir systir hans. „Ég hef aldrei heyrt neinn segja eitthvað neikvætt um Kristján,“ seg­ ir Egill. „Hann er svo mikill friðar­ sinni og vill að öllum líði vel. Hann er ofsalega vel liðinn.“ Samkvæmt Agli er Kristján annálaður íþrótta­ áhugamaður. „Hann horfir á allt sem hægt er að horfa á, þegar hann hefur tíma. Enda alinn upp við slíkt. Það versta er að hann er KA­mað­ ur. Það er eini gallinn sem ég finn á honum.“ Þorsteinn Már hefur verið einn nánasti samstarfsmaður Kristj­ áns um árabil. Þorsteinn segir sam­ starf þeirra hafa gengið afskaplega vel enda hafi þeir unnið náið saman í þrjátíu ár. „Samstarf okkar byggist á trausti. Þegar við höfum sett stefn­ una þá er henni fylgt þótt á móti blási á köflum. Það er ekkert verið að hringla í hlutunum. Maður veit alltaf hvert maður er að fara með honum.“ Auðæfin opna dyr Þrátt fyrir geysileg auðæfi hefur Kristján aldrei haft þörf fyrir að ber­ ast á. Hann kemur eins fram við alla og gerir ekki mannamun eftir stöðu eða efnahag. „Velgengnin hefur ekk­ ert breytt honum. Þetta er alveg sami strákurinn. Mér finnst hann alltaf eins,“ segir álitsgjafi blaðsins. Egill tekur í sama streng. „Ég hef aldrei séð hann berast á. Við höfum ferðast mikið vegna skíðanna og hann hefur alltaf bara verið samferða okkur hin­ um, venjulega fólkinu. Bara á þriggja eða fjögurra stjörnu hótelum og ver­ ið ánægður með það.“ Guðmundur skipstjóri er sam­ mála: „Peningarnir hafa ekkert breytt honum. Þú getur ekki séð það að Kristján Vilhelmsson eigi pen­ inga. Þetta er bara svo indæll maður, jarðbundinn í alla staði. Þeir eru það báðir, frændurnir, en það á sérstak­ lega viðum hann.“ Jóhann, æskuvinur Kristjáns, segir ekki rétt að auðævin hafi ekkert breytt honum. „Menn eru misjafn­ lega nægjusamir og Kristján er mjög nægjusamur. Hann er bara eins og í gamla daga og keyrir ekkert endilega um á glænýjum bílum. Hann er van­ ur að eiga peninga síðan hann fór að vera á sjó en hefur alltaf farið mjög vel með þá. Margur hefði örugglega hlaupið meira út undan sér með allan þennan pening. En í gegnum auðæfin umgengst hann annað og öðruvísi fólk og getur leyft sér eitt og annað sem hann gerði ekki áður. Og hann ferðast mikið og veiðir lax – en það geta venjulegir menn ekki. Þótt ég segi að hann hafi breyst þá meina ég það alls ekki neikvætt. Auðæfin hafa einungis opnað dyr sem öðrum eru lokaðar.“ Varðandi nægjusemina kem­ ur einn samferðamaður Kristjáns með dæmi: „Sagan segir að þegar Landcruiser 100 bíllinn hans hafi náð 200 þúsund km í akstri þá hafi hann ekki skipt honum út fyrir nýj­ an heldur einungis látið sprauta hann upp á nýtt og haldið svo áfram að keyra hann. Ég veit ekki hvort þetta er satt en sagan er góð.“ Þýðir ekkert að grenja Viðmælendur DV eru sammála um að þótt Kristján sé ekki að trana sér fram sé hann hvorki feiminn né til baka. „Hann er ekki týpan sem kemur stökkvandi fram; hér er ég! Maður sér það á mannamótum. Þá byrjar hann á því að skanna svæð­ ið. Hann er ekki sá sem mætir með látum. Hins vegar er hann með gott sjálfstraust – annars væri hann ekki kominn þar sem hann er í dag,“ seg­ ir einn viðmælenda blaðsins. Syst­ ir hans tekur í svipaðan streng. „Hann getur alveg verið stuðbolti en hann kemur aldrei inn í partíið með galsagangi. Hann getur sung­ ið, dansað og sagt sögur en þarf alls ekki að vera aðalnúmerið í sam­ kvæminu.“ Egill segir Kristján ekki ein­ an af þeim sem hleypur í fangið á þeim sem hann ekki þekkir. „En hann er eldhress og fljótur að átta sig á hlutunum og umhverfinu og hvernig hægt er að tækla hlutina.“ Hann segir Kristján mikinn keppn­ ismann en þó hafi ekki örlað á tap­ særi þegar hann var að keppa á skíðunum. „Þeir bræður voru báð­ ir mjög grimmir en kepptu hvor í sínum flokknum. Ef Kristján tap­ aði var hann fljótur að hugsa: það þýðir ekkert að grenja. Menn verða bara að hysja upp um sig og gera betur næst,“ segir Egill og bætir við að Kristján sé góður félagi. „Það er aldrei lognmolla þar sem hann er og það er gaman að vera með honum úti í fríi. Hann hefur mikið jafnað­ argeð og í rauninni hef ég aldrei séð hann reiðan. Ég hef aldrei séð hann æsa sig einu sinni og þó hef ég ver­ ið með honum mörgum stundum.“ Guðmundur Jónsson skipstjóri hefur þekkt Kristján í yfir 25 ár og ber honum einnig góða söguna. „Kristján er frábær maður í alla staði. Hann er umburðarlyndur og með mikið jafnaðargerð. Þú kem­ ur aldrei að Kristjáni í fýlu. Það er gott að leita til hans því hann er ráðagóður og leysir úr vanda­ málum. Hann er fyrsti maðurinn sem maður leitar til ef það er eitt­ hvað,“ segir Guðmundur sem vill ekki taka svo djúpt í árinni að segja hann kröfuharðan yfirmann. „En hann vill hafa hlutina í lagi. Hann er meira hvetjandi en kröfuharður. Og hann er þrjóskur þótt hann hlusti á mótrök.“ Þarf að passa heilsuna Eins og fyrr segir mun Kristján fagna sextugsafmæli sínu í næsta mánuði. Vinir hans sem blaðið ræddi við vonast til þess að hann fari að hægja á sér og huga meira að heilsunni enda hafi hann feng­ ið gula spjaldið fyrir stuttu. „Hann slapp með skrekkinn en vitandi það að faðir hans og tvíburabróðir hans létust báðir úr hjartasjúkdómi setur hann sjálfan sig vonandi í forgang héðan í frá,“ segir heimildarmað­ ur blaðsins. „Ég er bara alls ekkert viss um að hann kunni að slaka á. En hann hefði rosalega gott af því. Hann er að eldast eins og við hin og er örugglega búinn að vinna meira en sinn skammt yfir ævina,“ segir einn viðmælandi blaðsins sem seg­ ir ólíklegt að Kristján fari að njóta auðævanna í meira mæli í ellinni. „Ég hugsa að hann verði bara eins og hann er vanur að vera. Ég sé hann allavega ekki fyrir mér byrja að spreða peningum. Hann mun seint tryllast með peninga.“ Slappar af úti í sveit Varðandi framtíðina segist Valgerð­ ur vonast til þess að Kristján fari að slappa meira af og njóta. „Og huga að eigin heilsu og velferð en hann vinnur alveg gífurlega mikið, fer í mörg ferðalög og atið er mikið. Þau Kolla eiga sælureit inni í Eyjafirði og þar held ég að honum líði best, þar hefur hann nóg við að vera og ef hann er ekki að smíða eitthvað þar þá setur hann niður trjáplöntur.“ Valgerður segir Kristján ekki týpuna sem slappi af uppi í sófa fyrir fram­ an sjónvarpið. „Ef eitthvað þarf að gera heima við þá gerir hann það gjarnan sjálfur. Sama hvort það er að slá upp fyrir steypu, smíða eða flísaleggja. Hann er handlaginn og er ekkert að kaupa iðnaðarmenn í verkin. Ég spurði hann einu sinni af hverju hann væri að þessu sjálf­ ur. Þá sagði hann mér að þetta væri hans besta afslöppun. Svona slapp­ ar hann mest af – þegar hann er að brasa eitthvað.” n „Ég sé hann alla- vega ekki fyrir mér byrja að spreða peningum. Einn ríkasti Íslendingurinn Þeir sem þekkja til Kristjáns segja að ekki sé hægt að sjá á honum að hann eigi mikla peninga. Mynd BjArni EirÍKSSon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.