Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2014, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2014, Blaðsíða 10
Helgarblað 11.–14. júlí 201410 Fréttir Flestir vilja rögnu á Bessastaði n Þessa vildu álitsgjafar DV sjá í forsetaframboði árið 2016 Í kjölfar frétta þess efnis að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, muni ekki sækjast eftir endurkjöri í forsetakosningunum árið 2016 hafa ýmsir velt fyrir sér hver verði eftirmaður hans á Bessastöðum. DV leitaði til málsmetandi álitsgjafa og spurði hverja þeir vildu sjá sem forsetaframbjóðendur 2016. Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar og fyrrverandi dóms- málaráðherra, fékk langflest atkvæði og ljóst að flest- ir myndu vilja sjá hana í framboði. Jón Gnarr, skemmti- kraftur og fyrrverandi borgarstjóri, fékk næstflest atkvæði. Aðrir sem skoruðu hátt voru Þóra Arnórsdóttir fjölmiðla- kona, Bogi Ágústsson fréttamaður og Katrín Jakobsdóttir, þingmaður og formaður Vinstri grænna. aslaug@dv.is Elliði Vignisson bæjarstjóri í Vestmannaeyjum „Hann nær fólki með sér, kemur vel fram í viðtölum og virðist vera óvitlaus. Þá er hann einnig frambærilegur og með mikla útgeislun. Hann er rökfastur og er ekki ragur við að taka slaginn þegar tilefni er til.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fyrrverandi ráðherra og þingmaður „Þorgerður er klár, falleg, skemmtileg og þjóðleg. Þorgerður kemur einstaklega vel fyrir, heillar flesta og er vel að sér á öllum sviðum, menningu, listum, íþróttum og pólitík. Þorgerður væri flottur forseti.“ Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri og fyrrverandi þingmaður „Kvennalistakanóna, leik- húsmógúll og magnaður brautryðjandi sem myndi sóma sér vel sem forseti lýðveldisins. Þórhildur hefur munninn fyrir neðan nefið, er mikil réttinda- manneskja og gæti hrist duglega upp í staðal- myndum embættisins. Arnar Jónsson myndi líka vera svo frambærilegur forsetaherra.“ Kristín Jóhannesdóttir kvikmyndagerðarkona og brautryðjandi „Kristín er mikil kvenréttindakona og myndi sóma sér vel sem þjóðarleiðtogi. Sjónarhorn Kristínar á veröldina er einstakt og mér er sérstak- lega minnisstæð þakkar- ræða Kristínar þegar hún tók á móti heiðursverðlaunum akademíunnar 2013 fyrir starf sitt í þágu kvikmynda. „Þjóðfélag verður aldrei heilt með karlagildi ein í öndvegi,“ sagði Kristín meðal annars. Flott kona!“ Árni Sigfússon fyrrv. bæjarstjóri Reykjanesbæjar „Árni og Bryndís væru flott á Bessastöðum. Þau koma einstaklega vel fyrir, eru bæði klár og kunna sig bæði afskaplega vel, sem hentar jú þessu embætti vel.“ Herdís Þorgeirsdóttir lögmaður á sviði mannréttinda „Hún var í framboði síðast, en mörg atkvæði sem hún hefði annars fengið lentu hjá Þóru þegar ljóst var að baráttan yrði á milli Þóru og Ólafs. Persónulega fannst mér hún langframbærilegasti kosturinn í þeim kosningum þótt hún hafi fengið fá atkvæði í það sinn.“ 2. Jón Gnarr n „Jón Gnarr væri auðvitað draumurinn eftir ævintýralega gott kjörtímabil í borgarstjórastólnum.“ n „Hann nýtur lýðhylli og er með skemmtilegri stjórnmálamönnum. Hann hefur með róttækum hætti breytt orðræðu, menningu og siðferði stjórnmál- anna á Íslandi. Það yrði samfélaginu hollt að fá slíkan mann í embætti sem er á tíðum svo þjakað af eigin hátíðleika og tilgerð að það hálfa væri nóg.“ n „Þeir sem þekkja hann og hafa unnið með honum bera honum óvenjulega góða sögu og dá hann fyrir einstaklega heiðarlega og hreinskilna, blátt áfram og mannlega framkomu auk þess sem hann smitar alla í kringum sig með glettni sinni og hlýju og því að taka sjálfan sig ekki of alvarlega heldur koma til dyranna eins og hann er klæddur, viðurkenna veikleika sína og reyna að gera sitt besta. Mjög mörgu fólki þykir einfaldlega afar vænt um Jón og eigin- leikar og kostir hans eru fágætir meðal stjórnmálamanna og leiðtoga og má færa fyrir því rök að full þörf sé á mönnum eins og honum til að sinna slíkum störfum.“ n „Jón Gnarr væri fínn forseti. Jafnvel þótt ég hafi ekki kosið hann sem borg- arstjóra þá held ég að forsetaembættið myndi henta honum vel. Jón og Jóga yrðu vinsæl, friðelskandi og fyndin forsetahjón. Hitt er svo annað mál að ég er viss um að hann hefur ekki nokkurn áhuga á að verða forseti.“ 1. Ragna Árnadóttir n „Ragna var traustur embættismaður í ráðuneyti Björns Bjarnasonar. Sömuleiðis var hún góður ópóli- tískur ráðherra í vinstri stjórninni sem tók við eftir hrun. Ólíkt mörgum sem stíga inn á hið pólitíska svið hefur hún fótað sig vel eftir að hafa yfirgefið það, bæði með starfi í frjálsum félagasamtökum og í einkageiran- um. Hún er heillandi í mannlegum samskiptum, örugg í fasi og vön að koma fram. Hún yrði góður forseti fyrir þjóðina og góður fulltrúi hennar á alþjóðavettvangi.“ n „Ótrúlega flott kona, klár og veit sínu viti. Svo er hún algjör töffari. Það þarf einhverja alvöru konu á Bessa- staði sem verður landi og þjóð til sóma. Ég held að Ragna sé alveg tilvalin í þetta verkefni.“ n „Eldklár, skemmtileg og kemur vel fyrir. Hún er húmoristi mikill, fáguð og flott. Hún myndi verða landi og þjóð til sóma.“ n „Sá hana einu sinni spóka sig í sólinni á Skólavörðu- stígnum með hipstertannlækninum, manninum sín- um, og þau litu út eins og þau væru í indíhljómsveit. Væru flott í Álftaneslauginni.“ Þessi voru einnig nefnd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.