Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2014, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2014, Blaðsíða 44
Helgarblað 11.–14. júlí 201444 Lífsstíll Bættu útlitið með 8 fæðutegundum Náttúrulegar leiðir til þess að líta betur út L angar þig að bæta útlitið án þess að fjárfesta í ógrynni af dýrum kremum? Matar- æðið hefur ekki einungis áhrif á heilsuna, heldur útlitið sömuleiðis. Þessar átta fæðutegund- ir hafa yngjandi og hreinsandi áhrif á húðina, góð áhrif á augnsvæði og verka á heilnæma upplyftingu lík- amans almennt. Lífgaðu upp á út- litið með því að bæta þessari ofur- fæðu við daglegt mataræði. 1 Spínat Allt er vænt sem vel er grænt. Spínat er mjög heilsu- samlegt og hefur áhrif á líkamlegt yfirbragð. Það inniheldur karotín andoxunarefni líkt og lúteín og zeaxantín sem verndar og hefur góð áhrif á augu og sjón. Spínat getur þannig verið upplyftandi fyrir augun með því að koma í veg fyrir bólgin augu og þreytulega ásýnd. Spínat inniheldur einnig mikið af járni sem er nauðsynlegt líkamanum. 2 Rauðkál Rauðkál inniheld-ur mörg mikilvæg steinefni. Þar má nefna súlfur og joð sem hefur hreinsandi áhrif á líkamann með því að losa hann við eiturefni. Einnig gefa þessi steinefni húðinni ákveðinn ljóma. Hægt er að sjóða rauðkál eða borða það ferskt. Einnig er tilvalið að setja það á hamborgara í stað káls. 3 Grænkál Grænkál inniheldur mikið magn af K-vítamíni sem getur hjálpað til við að koma í veg fyrir hjartasjúkdóma og beinþynn- ingu. Einnig hefur það góð upp- lyftandi áhrif á húðina sem gefur þér náttúrulegan ljóma. 4 Rauðrófa Rauðrófur geta minnkað roða í húð og viðhaldið raka í húðinni. Sömuleiðis inniheldur rauðrófa betínefni sem hefur áhrif á efnaskipti fitu og hefur þannig grennandi áhrif. Rauðrófa hefur því bæði góð áhrif á húðina sem og líkamsþyngd. Ef rauðrófa fellur ekki auðveldlega inn í þitt hefðbundna mataræði er tilvalið að kaupa rauðrófusafa og drekka á hverjum degi. 5 Eggaldin Eggaldin mýk-ir húðina og gefur henni geislandi áferð. Það inniheldur einnig andoxunarefnið nasúnin sem hægir á öldrun húðarinnar. Efnið hefur einnig verndandi áhrif gegn krabbameini á þann veg að það kemur í veg fyrir að krabbameins- frumur geti dreift sér. Sömuleiðis hefur nasúnin góð áhrif á heilastarf- semina og hefur fyrirbyggjandi áhrif varðandi Alzheimer-sjúkdóminn. 6 Basilika Basilikukrydd inni-heldur mikið af andoxunarefn- um, þá sérstaklega efninu eugenól. Þetta meginefni basiliku kemur í veg fyrir að leghálskrabbameinsfrumur fjölgi sér og hjálpar í raun til við niðurbrot þeirra. Einnig hefur efnið græðandi áhrif og er afar heilsusam- legt. Það hefur þannig góð áhrif á húðina og lætur hana líta betur út. 7 Rósakál Rósakál inniheldur mikið af súlfurblöndu sem kemur í veg fyrir vöxt æxla með því að stöðva ákveðin ensím sem geta örvað vöxt þeirra. Að borða rósakál daglega gefur þér viðeig- andi dagskammt af súlfur en það efni minnkar enn fremur líkurnar á myndun sýkinga, bólgu og liðagigt. 8 Rauð paprika Rauð paprika er ein besta uppspretta C- vítamíns. Það vítamín er mikilvægt fyrir vöxt hvítra blóðkorna sem dregur úr fjölda baktería og sýkla í líkamanum. Með hæfilegu magni af C-vítamíni er einnig hægt að bæta ónæmiskerfið umtalsvert. Enn frem- ur hefur rauð paprika verið sögð koma í veg fyrir hrukkumyndun vegna mikils magns af C-vítamíni. Grænkál Hefur góð upplyftandi áhrif á húðina og gefur þér náttúrulegan ljóma. H eimagerðir safar hafa notið aukinna vinsælda undanfar- in ár en það virðist sem að þessir hollu drykkir eigi sín- ar skuggahliðar samanborið við heila ávexti og grænmeti. Með því að pressa og hakka í safapressu eru þessar matartegundir ekki eins holl- ar og ella. Við safagerð flytjast trefjarnar úr ávöxtunum og grænmetinu ekki með, en trefjar eru afar góðar fyrir þig. Þær örva meltinguna og auka tilfinningu þess að vera saddur. Auk þess halda trefjar blóðsykursmagni í jafnvægi sem dregur úr líkum á aukinni mat- arlyst vegna lágs blóðsykurs. Trefjar draga einnig úr líkum á hjartasjúk- dómum, heilablóðfalli, sykursýki, offitu, háum blóðþrýsting og fleira. Trefjar eru þannig ein helsta heilsu- bót ávaxta og grænmetis. Trefjamissir er ekki eini ókostur pressaðra ávaxta og grænmet- is. Rannsóknir sýna að með því að setja mat í fljótandi form eykur það magnið sem við borðum um 30 pró- sent. Helstu sjúkdómavaldar nútím- ans eru einmitt til komnir vegna of- áts, en þar má efna offitu, sykursýki og háan blóðþrýsting. Þótt ávextir og grænmeti séu hollar fæðutegundir, er ekki sniðugt að ofneyta þeirra frekar en annarra fæðutegunda. Enda inni- halda til dæmis ávextir mikinn sykur. Náttúrulegar fæðutegundir líkt og grænmeti og ávextir verða því síður en svo hollari við umbreytingu líkt og safagerð. Best er að borða ávexti og grænmeti heilt og óunnið. n Safar draga úr hollustu Safapressan er ekki eins upplögð og þú hélst Ekki er allt sem sýnist Betra er að borða óunna ávexti en pressaða. Kuldi veldur ekki kvefi Fólk tengir oftast kvef við kulda og vetrartímann, enda er tíðni slíkra veikinda hærri þegar kalt er í veðri. Þegar betur er að gáð er það í raun ekki kuldinn sem veldur upptökum kvefsins, held- ur bakteríuveira. Hvers vegna smitumst við þá frekar yfir vetr- artímann? n Á veturna er fólk líklegra til eyða meiri tíma innandyra, og þar af leiðandi meiri tíma í nán- um samvistum við annað fólk. Slík návist eykur líkurnar á smiti til muna. n Þegar kalt er í veðri lækkar rakastig í loftinu. Það veldur því að slímhúðin í nösunum þorn- ar frekar og vernandi hlutverk hennar þannig minnkar. n Yfir vetrartímann er erfiðara fyrir líkamann að nálgast D- vítamín vegna minni veru sólar. Skortur á D-vítamíni veldur því að ónæmiskerfið er veikara sem gerir líkamann viðkvæmari fyrir smitum. Feitir en heilbrigðir Einn fjórði þeirra einstaklinga sem flokkast „of þungir“ eru í raun heilbrigðir, með tilliti til efnaskipta og eru því ekki líklegri en aðrir að þróa með sér sykur- sýki. Þetta kemur fram í rannsókn sem birtist í tímaritinu Cell. Þar kemur fram að þótt offita sé stór áhættuþáttur í sykursýki tengist þetta tvennt ekki alltaf. Hátt magn HO-1 sameinda tengist lé- legum efnaskiptum og auknum líkum á týpu 2 sykursýki. Með því að hindra sameind- irnar batnaði efnaskipti tilrauna- músa. Vísindamenn vonast til þess að niðurstöðurnar verði til þess að bæta meðferðir á efna- skiptasjúkdómum manna. Hættulegt að slamma Aðdáendur þungarokks ættu að íhuga að skipta um einkenn- ishreyfingu, vegna þess að það að slamma get- ur reynst stórhættu- legt. Lækn- ar hafa tengt heilablæðingu sem þeir fundu í aðdáanda hljóm- sveitarinnar Motorhead við það hversu mikið hann slammaði. Um er að ræða fimmtugan Þjóð- verja sem fékk heilablæðingu eftir að hafa slammað verulega mikið á tónleikum hljómsveitarinnar. Oft eru heilablæðingar orsök höfuðhöggs, en að hrista hausinn verulega og í langan tíma virðist geta haft sömu áhrif. Þetta er fjórða staðfesta tilvikið þar sem læknar tengja heilablæð- ingu eða blóðtappa við að hafa slammað of mikið. Eitt þessara tilvika endaði í dauðsfalli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.