Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2014, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2014, Blaðsíða 62
62 Fólk Helgarblað 11.–14. júlí 2014 Þ að þarf ekkert að vera leiðin- legt í kirkju. Það er alveg óþarfi að fólk gangi að því sem vísu, það er bara vitleysa. Það er sjálfsagt að brjóta upp helgihaldið bæði með tónlist og ýms- um máta,“ segir Oddur Bjarni Þorkels- son, meðlimur í hljómsveitinni Ljótu hálfvitarnir. Oddur var í vikunni ráð- inn prestur í Möðruvallakirkju en hann útskrifaðist úr guðfræði fyrir ári síðan. Oddur segir að margt hafi spil- að inn í þann áhuga að vilja verða prestur. „Þetta hefur alltaf blundað í mér. Ég er trúaður og ég hef verulega sterka köllun til þess að vinna með fólki. Ég er búin að vera leikstjóri í tæp tuttugu ár, hef því verið að leikstýra og vera hálfviti og guð má vita hvað. Ég held að allt sem ég hef gert, að skrifa, geta komið fram, talað við fólk og miðlað sé ákaflega notadrjúgt í prests- starfinu,“ segir Oddur. Mikil músík í kirkjunni Oddur vonar að hann geti fært kirkju- starfseminni ferskan blæ en tekur starfinu á sama tíma alvarlega. „Ég held að lífið sé of stutt til að hafa ekki gaman af því. Svo er það bara spurn- ing um hvenær hlutir eiga við og hvenær ekki. Maður verður líka að vanda sig. Það verður að vera þannig, í hverju sem þú gerir. Stundum á við að vera í stuði en stundum á það bara ekki við,“ segir Oddur sem telur kirkju- starfið þó bjóða upp á mikla tónlistar- menningu, sem er einmitt eitt af hans sérsviðum. „Það er mikil músík í kirkjunni, eins og messum, þar má brjóta upp á ýmsan hátt. Þegar þú ert kominn í barnastarfið er líka mjög mikil tón- list,“ segir Oddur sem segir sóknar- menn hafa gaman af því þegar kirkju- starfið er brotið upp með tónlist. „Til dæmis flutti ég míní-söngleik í fjöl- skyldumessu í Langholtskirkju í vetur. Það var ævintýralega gaman að horfa framan í fólkið þegar upphafstónarnir í laginu Don't Stop Believing með Jo- urney byrjuðu. Það var mjög gaman.“ Kirkjan sykki við Ljótu hálfvitana Aðspurður hvort hann ætli að reyna að fá Ljótu hálfvitana til að flytja tón- list í kirkjunni segir hann kíminn að ólíkar lífsskoðanir gætu komið í veg fyrir það. „Þá hugsa ég að hún sykki,“ segir Oddur um hugsanlega heim- sókn hljómsveitarinnar. „Ég er ekki viss um að það færi vel,“ segir hann og hlær. „Þeir eru ekki sérstaklega kirkju- ræknir menn svona í það heila, myndi ég segja. En við skulum aldrei segja aldrei. Það er alveg markmið út af fyr- ir sig að koma hálfvitunum saman í kirkju og láta þá spila,“ segir Oddur vonglaður. Fjölskyldan með „Já, við förum öll, setjumst að á Möðruvöllum, það verður gaman,“ segir Oddur en eiginkona hans, Mar- grét, flytur með honum norður þegar hann tekur við ásamt Sunnevu, átta vikna gamalli dóttur þeirra. Raunar var Oddur fyrir norðan þegar blaða- maður náði tali á honum, enda er fjöl- skyldan þaðan og þau hjónin vinna þar á sumrin. „Ég vinn alltaf fyrir norðan á sumr- in. Ég er grjóthleðslumaður. Er núna að hlaða kirkjugarð í Aðaldal. Venju- legast væri Margrét mín með mér að hlaða, en hún er að sinna átta vikna gamalli dóttur okkar og er því lög- lega afsökuð. Hún hefur mikilvægari hnöppum að hneppa,“ segir Oddur en þau Margrét eru alsæl með frum- burð sinn. Vill gera gagn „Ég lít á þetta sem ákaflega skemmti- legt verkefni. Ég hef ekki verið prestur áður þannig ég hlakka gríðarlega til að takast á við þetta. En auðvitað er þetta rosalega erfitt starf. Mjög margir þætt- ir þarna sem eru gríðarlega krefjandi og slítandi. Ég hugsa ekki með mér að ég hlakki til að þurfa að færa ein- hverjum slæm tíðindi, en auðvitað er það partur af starfinu. Ég held að þetta snúist fyrst og fremst um það að ég geti komið guði og góðu fólki að gagni, vonandi get ég orðið að gagni á þenn- an hátt,“ segir Oddur að lokum. n Hálfviti og svo sóknarprestur n Hljómsveitin myndi sökkva kirkjunni n „Vonandi get ég orðið að gagni …“ Salka Margrét Sigurðardóttir salka@dv.is „Stundum á við að vera í stuði en stundum á það bara ekki við. Flytja með norður Átta vikna gömul dóttir Odds og Margrét, kona hans, flytja með honum. Mynd Úr einKaSaFni Vinsælir Ljótu hálf- vitarnir eru skemmtilegir á sviði Mynd Úr einKaSaFni Leitar að heitum potti Siggi Hlö svalar fortíðarþrá Ís- lendinga á hverjum laugardegi á Bylgjunni í þættinum sínum Veistu hver ég var? Þeir sem hafa hlustað á þáttinn vita að mjög margir hringja í Sigga úr sumar- bústöðum og þá gjarnan úr heita pottinum við bústaðinn. Nú leit- ar Siggi sjálfur að heitum potti og biðlaði til Facebook-vina sinna um hjálp. „Þjóðin hringir í mig úr heitum pottum allar helgar. Nú leita ég ráða hjá ykkur. Langar að kaupa mér heitan pott í garðinn. Hverju er mælt með og hvert á ég að leita eftir gæðum og góðri þjónustu?“ skrifaði hann á Face- book-síðu sína. Alþingis- bóndakona Yngsti þingmaður Íslands- sögunnar, Jóhanna María Sig- mundsdóttir, lætur sér ekki nægja að setja lög á Alþingi og búa til betra samfélag fyrir okk- ur hin. Það er bara vetrarvinnan hennar. Í sumar tekur hún fullan þátt í bústörfum á bóndabæ for- eldra hennar á Látrum. „Byrjaði daginn í gær á mjöltum,“ skrifar þingkonan á Facebook, en hún hefur greinilega sveigjanlegan vinnutíma á bænum. „Renndi svo suður og undirbjó mig fyrir næstu daga.“ Jóhanna ætti að þekkja hand- tökin á bænum ágætlega enda með háskólagráðu í búfræði. Balti á nýjum Porsche Baltasar Kormákur er upptek- inn þessa dagana við það að lepja smjör af stráum Los Angeles. Leikstjórinn hefur sem kunn- ugt er slegið í gegn þar í borg með myndunum Two Guns og Contraband, auk þess sem hann er með ýmis verkefni í pípunum. Balti virðist hins vegar hafa flutt inn eina klípu eða tvær því nú ekur hann um götur Reykjavíkur á spánnýjum Porsche Panamera. Slík bifreið kostar skildinginn en hægt er að fá hana beint úr kass- anum hjá Bílabúð Benna á tæp- lega sautján milljónir. Losnaðu við ofsóknir Sveins Andra Stjörnulögmaður hleypur fyrir langveika hetju Þ essa dagana keppist fólk um að tilkynna þátttöku sína í Reykja- víkurmaraþoninu sem fram fer 23. ágúst næstkomandi. DV sagði frá því fyrir skemmstu að krafta- karlinn Hafþór Júlíus Björnsson hygð- ist hlaupa fyrir Duchenne-samtökin, en duchenne er ólæknandi vöðva- rýrnunarsjúkdómur. Nú hefur ann- ar kraftakarl – ívið minni – ákveðið að hlaupa úr sér lungun, Sveinn Andri Sveinsson. Hafþór ætlar að hlaupa þrjá kíló- metra en Sveinn segir ekkert annað en heilt maraþon koma til greina. „Er til hálft maraþon?“ spyr stjörnulögmað- urinn blaðamann kíminn og heldur áfram: „Það er „all or nothing“.“ Sveinn er ekki einungis að hlaupa fyrir eigin línur og hégóma. „Ég hleyp fyrir lítinn langveikan strák sem heit- ir Jóhann Seifur,“ segir Sveinn en fjöl- skyldu Jóhanns kynntist hann í gegn- um sameiginlegan vin og ákvað í kjölfarið að hjálpa til. Jóhann Seifur Marteinsson er eins árs og þjáist af sjúkdómi af Dravet-rófi hvers einkenni eru illvíg flog, svefnleysi og ójafnvægi á líkamshita. „Söfnunin byrjaði bara í gær en síðast þegar ég kíkti voru 45 þúsund krón- ur komnar inn.“ Og á hvaða upphæð er stefnan sett? „Því meira því betra.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sveinn tekur þátt í maraþoninu en hann hljóp einnig maraþon í fyrra. Spurður um undirbúninginn segist Sveinn hafa lagst í hlaupadvala í vetur, enda sé ómögulegt að hlaupa í óveðri, og aftur í HM-dvala í júní og byrjun júlí. Núna er hann hins vegar að skríða úr híðinu. „Ég hleyp bara 11 kílómetra nokkrum sinnum, og síðan nokkur lengri hlaup. Þá verð ég góður.“ Á Facebook-síðu sinni er Sveinn strax farinn að hvetja vini sína til að leggja sér lið. Þar skrifar hann: „Ég mun ásækja vini mína á facebook út yfir mörk alheimsins þar til þeir hafa látið eitthvað af hendi rakna.“ Hægt er að losna við ofsóknir lög- mannsins með því að fara inn á vef- síðuna hlaupastyrkur.is og leggja inn á styrktarreikning Jóhanns. n baldure@dv.is Tveir góðir Sveinn hvet- ur alla til að leggja Jóhanni og fjölskyldu hans lið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.