Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2014, Side 52
Helgarblað 11.–14. júlí 201452 Menning
Þ
etta gekk vonum framar og
við erum núna á fullu við að
klára plötuna,“ segir Gunnar
Már Jakobsson, gítarleikari
Árstíða. Sveitin safnaði fyrir
þriðju breiðskífu sinni í gegnum vef-
síðuna kickstarter.com þar sem fólki
gefst tækifæri til þess að kaupa eða
styrkja allt frá kvikmyndum og tón-
list yfir í matvælaframleiðslu og nýj-
ustu tækni. Platan er væntanleg í
haust en hljómsveitin ætlar í nokk-
uð óhefðbundið tónleikaferðalag í
vetur. Nefnilega til Síberíu, sem er
ekki á dagskrá hjá mörgum íslensk-
um sveitum.
Verðlauna stuðninginn
„Við lofuðum alls kyns verðlaun-
um í kringum þetta og erum á fullu
í að græja það,“ segir Gunnar en
fólk getur samið um hitt og þetta
gegn greiðslu. „Við fáum til dæm-
is útlendinga í heimsókn hingað
heim til Íslands og erum að semja
jafnvel einkalög,“ segir Gunnar þótt
hefðbundnara sé að senda þeim
sem styrktu plötuna. „Við gerðum
þó einnig ljósmyndabók og síð-
an fá einhverjir viðhafnarútgáfu eð
vínyl.“ Gunnar segir það hafa ver-
ið gríðarlega jákvætt fyrir með-
limi sveitarinnar að hafa getað fjár-
magnað plötuna með þessum hætti.
„Þá þurfum við ekki að steypa okk-
ur í skuldir. Taka yfirdrátt fyrir öllu
klabbinu og vera svo nokkur ár að
borga það upp. Núna getum við bara
keyrt á þetta og klárað plötuna.“ Vef-
síðan virkar á þann veg að fólk set-
ur inn myndband eða kynningu
þar sem er útskýrt hverju er safn-
að fyrir og hvað kaupandinn fær
fyrir greiðsluna. Síðan er hægt að
leggja meira til málanna og semja
um hvað kaupandinn fær í staðinn.
Svo sem einkalag frá íslensku hljóm-
sveitinni Árstíðum. Það tók Árstíðir
ekki nema fjóra daga að safna upp í
þá upphæð sem til stóð.
Plata í haust
„Við náum vonandi að klára upp-
tökur núna í lok mánaðarins,“ seg-
ir Gunnar en sem fyrr sagði vinn-
ur sveitin að sinni þriðju breiðskífu.
Áður hafði sveitin sent frá sér
plöturnar Árstíðir árið 2009 og
Svefns og vöku skil árið 2011. Þá
hefur sveitin einnig gefið út EP-
plöturnar Live at Fríkirkjan og Tví-
eind. „Styrmir Hauksson pródúser-
ar plötuna. Hann var með okkur á
síðustu plötu líka en nú sá hann al-
veg um þetta.“ Gunnar segir það
ávallt stefnuna að gera eitthvað nýtt
á hverri plötu. „Við reynum að þróa
hljóminn áfram á hverri plötu í stað
þess að endurtaka þá síðustu. Það
hafa orðið breytingar á sveitinni. Við
erum bara fjórir núna en vorum sex,“
en ásamt Gunnari skipa þeir Dan-
íel Auðunsson, Ragnar Ólafsson og
Karl James Pestka sveitina. Þeir Hall-
grímur Jónas Jensson og Jón Elísson
eru hættir og sinna öðrum verkefn-
um. „Þeir eru bara í öðru en hafa
verið að spila með okkur á tónleik-
um.“ Beðinn um að lýsa tónlistinni
á nýju plötunni segir Gunnar alltaf
hafa verið nokkuð erfitt að skilgreina
Árstíðir. „Platan verður kannski raf-
magnaðri að einhverju leyti. Aðeins
öðruvísi hljóðheimur. En tónlistin
okkar er svo síbreytileg að það getur
verið erfitt að skilgreina hana. Þetta
er blanda af klassík, þjóðlagatón-
list og jafnvel poppi. Við leggjum
áherslu á söng og miklar melódíur.“
Nýtt myndband og Síbería
Gunnar og félagar undirbúa nú tón-
listarmyndband fyrir lag af plöt-
unni en það er listakonan Kitty von
Sometime sem gerir myndbandið.
„Við ráðumst vonandi í tökur núna
í júlí. Við erum búnir að vera að
leggja á ráðin með Kitty en hún kom
með mjög flotta hugmynd sem við
erum að vinna eftir. Í fréttatilkynn-
ingu frá Kitty segir að myndbandið
verði listræn yfirlýsing á sambandi
Kitty við Ísland. Myndbandið verð-
ur tekið upp á Langjökli en nú er
leitað leiða til að koma stærðarinn-
ar ísskúlptúr upp á jökulinn. Með-
limir Árstíða ætla út fyrir landstein-
ana þegar platan er komin út og er
stefnan sett á meginlandið. „Við ætl-
um að byrja á því að túra um Þýska-
land og Holland,“ en myndband
af sveitinni að syngja Heyr himna
smiður á lestarstöð í Þýskalandi
hefur vakið mikla athygli. Frá því að
myndbandið var sett inn í septem-
ber á síðasta ári hefur verið horft á
það 3,3 milljón sinnum. „Við ætl-
um síðan að fara í heljarinnar Rúss-
landstúr í nóvember. Við förum til
Síberíu og spilum á nokkrum stöð-
um þar. Væntanlega með einhverj-
ar stórar strengjasveitir með okkur,“
segir Gunnar spenntur. n
Semja fyrir og taka
á móti aðdáendum
n Árstíðir fjármagnaði plötu í gegnum Kickstarter n Tónleikaferð um Síberíu
Ásgeir Jónsson
asgeir@dv.is
Árstíðir Daníel, Karl James,
Ragnar og Gunnar.
MyNd CoPyright © Matthew eiSMaN
Myndband í vinnslu
Strákarnir vinna að myndbandi
ásamt Kitty von Sometime.
MyNd CoPyright © Matthew eiSMaN
Tökur að hefjast
Fjórða Sveppa-myndin á leiðinni
T
ökur á fjórðu myndinni um
ævintýri Sveppa hefjast hinn
21. júlí næstkomandi. Það
eru þeir Sverrir Þór Sverr-
isson, Vilhelm Anton Jónsson
og Guðjón Davíð Karlsson, eða
Sveppi, Villi og Gói, sem fara með
aðalhlutverkin líkt og í fyrri mynd-
unum þremur.
Myndin mun heita Algjör Sveppi
og Gói bjargar málunum. Sagan
segir frá því þegar illmennið sem
áhorfendur kynntust í fyrstu mynd
þeirra stefnir á landsyfirráð að nýju
og þurfa félagarnir að leggja sitt af
mörkum svo ekki fari illa. Myndin
verður frumsýnd í lok október en
ritaður var samningur í vikunni
þess efnis að sýningar yrðu í Sam-
bíóunum. Leikstjórn verður sem
fyrr í höndum Braga Þórs Hinriks-
sonar sem ásamt Sverri Þór Sverris-
syni skrifar handritið.
Fyrsta myndin, Algjör Sveppi
og leitin að Villa, kom út árið 2009.
Í henni var Villa rænt af óprúttn-
um aðilum en Sveppi og Gói sneru
saman bökum til að finna besta vin
sinn. Árið 2010 kom svo út myndin
Algjör Sveppi og dularfulla hót-
elherbergið. Þar lentu þremenn-
ingarnir í vandræðum þegar þeir
fóru í sumarfrí á gömlu sveitahót-
eli. Árið 2011 kom svo út myndin
Algjör Sveppi og töfraskápurinn.
Sagan segir frá því þegar Ilmur, vin-
kona Sveppa, týnist í töfraskáp þess
síðarnefnda. Í ofanálag er skápnum
rænt og hefst þá leit. n
asgeir@dv.is
Sveppi Fer með aðalhlut-
verkið í myndinni Algjör Sveppi
og Gói bjargar málunum.
Nýtt Gus Gus-
myndband
Hljómsveitin Gus Gus sendi á
miðvikudag frá sér myndband
við lagið Obnoxiously Sexual.
Lagið er að finna á nýútkominni
plötu sveitarinnar, Mexico. Það
er Högni Egilsson, sem jafn-
an er kenndur við hljómsveitina
Hjaltalín, sem syngur og leikur
í myndbandinu. Högni er um-
vafinn fallegu kvenfólki í mynd-
bandinu þar sem hann syngur
um kynþokka á meðan hann er
varalitaður. Högni kom til liðs
við sveitina á plötunni Arabian
Horse sem kom út árið 2011 og
vakti gríðarlega lukku. Mexico var
níunda breiðskífa Gus Gus en sú
fyrsta kom út árið 1995.
Nútímalist og
kræsingar
Á sunnudaginn var vígður Roth
Bar & Grill á menningar- og lista-
setrinu Hauser & Wirth Somerset
í Englandi. Líkt og DV greindi frá
fyrir skemmstu eru það feðgarnir
Björn, Oddur og Einar Roth sem
að hönnuðu og smíðuðu bar og
veitingastað fyrir þetta heims-
þekkta gallerí sem var að opna
nýjar starfsstöðvar i Somerset.
Á vefsíðu setursins hauserand-
wirthsomerset.com er að finna
lýsingu á staðnum og matseðil en
þar verður boðið upp á blöndu af
nútímalist og mat sem er unninn
úr hráefni úr nágrenninu. Naut,
svín, kanínur, ostar, epli og hnet-
ur er á meðal þess sem er fram-
leitt steinsnar frá menningarmið-
stöðinni.
Kalli kaldi í
Eymundsson
Föstudaginn 11.júlí milli klukk-
an 18 til 19 verður útgáfuteiti
í versluninni Eymundsson á
Skólavörðustíg. Þá verður fagnað
útkomu barnabókanna um Kalla
kalda. Filippus Gunnar Árnason
er höfundur bókanna og Anna
Þorkelsdóttir teiknar myndir. Það
er Vefbox sem gefur bókina út í
samstarfi við leikhópinn Vestur-
port og Mystery. Gefnar eru út
þrjár bækur í einu en í fréttatil-
kynningu segir að höfundur hafi
ekki getað gert upp á milli bók-
anna en einnig kemur út litabók.
Þá telur hann einnig að skortur sé
á nýju lesefni fyrir börn yfir sum-
artímann. Bækurnar eru ætlaðar
börnum á aldrinum 2–6 ára.