Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2014, Qupperneq 52

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2014, Qupperneq 52
Helgarblað 11.–14. júlí 201452 Menning Þ etta gekk vonum framar og við erum núna á fullu við að klára plötuna,“ segir Gunnar Már Jakobsson, gítarleikari Árstíða. Sveitin safnaði fyrir þriðju breiðskífu sinni í gegnum vef- síðuna kickstarter.com þar sem fólki gefst tækifæri til þess að kaupa eða styrkja allt frá kvikmyndum og tón- list yfir í matvælaframleiðslu og nýj- ustu tækni. Platan er væntanleg í haust en hljómsveitin ætlar í nokk- uð óhefðbundið tónleikaferðalag í vetur. Nefnilega til Síberíu, sem er ekki á dagskrá hjá mörgum íslensk- um sveitum. Verðlauna stuðninginn „Við lofuðum alls kyns verðlaun- um í kringum þetta og erum á fullu í að græja það,“ segir Gunnar en fólk getur samið um hitt og þetta gegn greiðslu. „Við fáum til dæm- is útlendinga í heimsókn hingað heim til Íslands og erum að semja jafnvel einkalög,“ segir Gunnar þótt hefðbundnara sé að senda þeim sem styrktu plötuna. „Við gerðum þó einnig ljósmyndabók og síð- an fá einhverjir viðhafnarútgáfu eð vínyl.“ Gunnar segir það hafa ver- ið gríðarlega jákvætt fyrir með- limi sveitarinnar að hafa getað fjár- magnað plötuna með þessum hætti. „Þá þurfum við ekki að steypa okk- ur í skuldir. Taka yfirdrátt fyrir öllu klabbinu og vera svo nokkur ár að borga það upp. Núna getum við bara keyrt á þetta og klárað plötuna.“ Vef- síðan virkar á þann veg að fólk set- ur inn myndband eða kynningu þar sem er útskýrt hverju er safn- að fyrir og hvað kaupandinn fær fyrir greiðsluna. Síðan er hægt að leggja meira til málanna og semja um hvað kaupandinn fær í staðinn. Svo sem einkalag frá íslensku hljóm- sveitinni Árstíðum. Það tók Árstíðir ekki nema fjóra daga að safna upp í þá upphæð sem til stóð. Plata í haust „Við náum vonandi að klára upp- tökur núna í lok mánaðarins,“ seg- ir Gunnar en sem fyrr sagði vinn- ur sveitin að sinni þriðju breiðskífu. Áður hafði sveitin sent frá sér plöturnar Árstíðir árið 2009 og Svefns og vöku skil árið 2011. Þá hefur sveitin einnig gefið út EP- plöturnar Live at Fríkirkjan og Tví- eind. „Styrmir Hauksson pródúser- ar plötuna. Hann var með okkur á síðustu plötu líka en nú sá hann al- veg um þetta.“ Gunnar segir það ávallt stefnuna að gera eitthvað nýtt á hverri plötu. „Við reynum að þróa hljóminn áfram á hverri plötu í stað þess að endurtaka þá síðustu. Það hafa orðið breytingar á sveitinni. Við erum bara fjórir núna en vorum sex,“ en ásamt Gunnari skipa þeir Dan- íel Auðunsson, Ragnar Ólafsson og Karl James Pestka sveitina. Þeir Hall- grímur Jónas Jensson og Jón Elísson eru hættir og sinna öðrum verkefn- um. „Þeir eru bara í öðru en hafa verið að spila með okkur á tónleik- um.“ Beðinn um að lýsa tónlistinni á nýju plötunni segir Gunnar alltaf hafa verið nokkuð erfitt að skilgreina Árstíðir. „Platan verður kannski raf- magnaðri að einhverju leyti. Aðeins öðruvísi hljóðheimur. En tónlistin okkar er svo síbreytileg að það getur verið erfitt að skilgreina hana. Þetta er blanda af klassík, þjóðlagatón- list og jafnvel poppi. Við leggjum áherslu á söng og miklar melódíur.“ Nýtt myndband og Síbería Gunnar og félagar undirbúa nú tón- listarmyndband fyrir lag af plöt- unni en það er listakonan Kitty von Sometime sem gerir myndbandið. „Við ráðumst vonandi í tökur núna í júlí. Við erum búnir að vera að leggja á ráðin með Kitty en hún kom með mjög flotta hugmynd sem við erum að vinna eftir. Í fréttatilkynn- ingu frá Kitty segir að myndbandið verði listræn yfirlýsing á sambandi Kitty við Ísland. Myndbandið verð- ur tekið upp á Langjökli en nú er leitað leiða til að koma stærðarinn- ar ísskúlptúr upp á jökulinn. Með- limir Árstíða ætla út fyrir landstein- ana þegar platan er komin út og er stefnan sett á meginlandið. „Við ætl- um að byrja á því að túra um Þýska- land og Holland,“ en myndband af sveitinni að syngja Heyr himna smiður á lestarstöð í Þýskalandi hefur vakið mikla athygli. Frá því að myndbandið var sett inn í septem- ber á síðasta ári hefur verið horft á það 3,3 milljón sinnum. „Við ætl- um síðan að fara í heljarinnar Rúss- landstúr í nóvember. Við förum til Síberíu og spilum á nokkrum stöð- um þar. Væntanlega með einhverj- ar stórar strengjasveitir með okkur,“ segir Gunnar spenntur. n Semja fyrir og taka á móti aðdáendum n Árstíðir fjármagnaði plötu í gegnum Kickstarter n Tónleikaferð um Síberíu Ásgeir Jónsson asgeir@dv.is Árstíðir Daníel, Karl James, Ragnar og Gunnar. MyNd CoPyright © Matthew eiSMaN Myndband í vinnslu Strákarnir vinna að myndbandi ásamt Kitty von Sometime. MyNd CoPyright © Matthew eiSMaN Tökur að hefjast Fjórða Sveppa-myndin á leiðinni T ökur á fjórðu myndinni um ævintýri Sveppa hefjast hinn 21. júlí næstkomandi. Það eru þeir Sverrir Þór Sverr- isson, Vilhelm Anton Jónsson og Guðjón Davíð Karlsson, eða Sveppi, Villi og Gói, sem fara með aðalhlutverkin líkt og í fyrri mynd- unum þremur. Myndin mun heita Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum. Sagan segir frá því þegar illmennið sem áhorfendur kynntust í fyrstu mynd þeirra stefnir á landsyfirráð að nýju og þurfa félagarnir að leggja sitt af mörkum svo ekki fari illa. Myndin verður frumsýnd í lok október en ritaður var samningur í vikunni þess efnis að sýningar yrðu í Sam- bíóunum. Leikstjórn verður sem fyrr í höndum Braga Þórs Hinriks- sonar sem ásamt Sverri Þór Sverris- syni skrifar handritið. Fyrsta myndin, Algjör Sveppi og leitin að Villa, kom út árið 2009. Í henni var Villa rænt af óprúttn- um aðilum en Sveppi og Gói sneru saman bökum til að finna besta vin sinn. Árið 2010 kom svo út myndin Algjör Sveppi og dularfulla hót- elherbergið. Þar lentu þremenn- ingarnir í vandræðum þegar þeir fóru í sumarfrí á gömlu sveitahót- eli. Árið 2011 kom svo út myndin Algjör Sveppi og töfraskápurinn. Sagan segir frá því þegar Ilmur, vin- kona Sveppa, týnist í töfraskáp þess síðarnefnda. Í ofanálag er skápnum rænt og hefst þá leit. n asgeir@dv.is Sveppi Fer með aðalhlut- verkið í myndinni Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum. Nýtt Gus Gus- myndband Hljómsveitin Gus Gus sendi á miðvikudag frá sér myndband við lagið Obnoxiously Sexual. Lagið er að finna á nýútkominni plötu sveitarinnar, Mexico. Það er Högni Egilsson, sem jafn- an er kenndur við hljómsveitina Hjaltalín, sem syngur og leikur í myndbandinu. Högni er um- vafinn fallegu kvenfólki í mynd- bandinu þar sem hann syngur um kynþokka á meðan hann er varalitaður. Högni kom til liðs við sveitina á plötunni Arabian Horse sem kom út árið 2011 og vakti gríðarlega lukku. Mexico var níunda breiðskífa Gus Gus en sú fyrsta kom út árið 1995. Nútímalist og kræsingar Á sunnudaginn var vígður Roth Bar & Grill á menningar- og lista- setrinu Hauser & Wirth Somerset í Englandi. Líkt og DV greindi frá fyrir skemmstu eru það feðgarnir Björn, Oddur og Einar Roth sem að hönnuðu og smíðuðu bar og veitingastað fyrir þetta heims- þekkta gallerí sem var að opna nýjar starfsstöðvar i Somerset. Á vefsíðu setursins hauserand- wirthsomerset.com er að finna lýsingu á staðnum og matseðil en þar verður boðið upp á blöndu af nútímalist og mat sem er unninn úr hráefni úr nágrenninu. Naut, svín, kanínur, ostar, epli og hnet- ur er á meðal þess sem er fram- leitt steinsnar frá menningarmið- stöðinni. Kalli kaldi í Eymundsson Föstudaginn 11.júlí milli klukk- an 18 til 19 verður útgáfuteiti í versluninni Eymundsson á Skólavörðustíg. Þá verður fagnað útkomu barnabókanna um Kalla kalda. Filippus Gunnar Árnason er höfundur bókanna og Anna Þorkelsdóttir teiknar myndir. Það er Vefbox sem gefur bókina út í samstarfi við leikhópinn Vestur- port og Mystery. Gefnar eru út þrjár bækur í einu en í fréttatil- kynningu segir að höfundur hafi ekki getað gert upp á milli bók- anna en einnig kemur út litabók. Þá telur hann einnig að skortur sé á nýju lesefni fyrir börn yfir sum- artímann. Bækurnar eru ætlaðar börnum á aldrinum 2–6 ára.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.