Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2013, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2013, Side 16
16 Fréttir 15.–17. nóvember 2013 Helgarblað U pplýsingar úr leyniskjölum Wikileaks benda til þess að greiningardeild ríkislögreglu- stjóra eigi í nánu samstarfi við hulið leyniþjónustuapparat á vegum bandarískra stjórnvalda. Í greinargerð sem sendiherra Banda- ríkjanna, Carol van Voorst, vann um öryggismál á Íslandi þann 26. febrúar 2009, kemur fram að greiningardeildin eigi í nánu samstarfi við aðila á veg- um GRPO eða Global Re search Plann- ing Office, sem hugsanlega mætti kalla „Skrifstofa hnattrænna rannsókna og áætlana“ á íslensku. Í skriflegu svari ríkislögreglustjóra við fyrirspurn DV, þar sem spurt var út í samstarf GRPO og greiningardeildar, var vísað á sendi- ráð Bandaríkjanna: „Þú verður að leita til bandaríska sendiráðsins um þetta efni.“ Engar upplýsingar um þetta „hulduapparat“ er að finna á veraldar- vefnum og þá kannast sendiráðið sjálft ekki við að það sé til: „Því miður höf- um við engar upplýsingar um tilvist bandarískrar einingar sem kallast GRPO. Sorrí.“ GRPO kemur hins vegar fyrir í 220 sendiráðsskjölum Wikileaks, og er iðulega vísað til skammstöf- unarinnar „GRPO“ frekar en nafns apparatsins sjálfs, sem einungis er nefnt á nafn í einu skjali frá árinu 2007. Af lestri fyrrgreindra skjala má ráða að aðilar á vegum GRPO sjái um gagna- og upplýsingaöflun fyrir bandarísk sendiráð víðs vegar um heiminn, þar á meðal í Búlgaríu, Ekvador, Sómalíu, Kasakstan og Sádi-Arabíu svo einhver lönd séu nefnd. Fyrrverandi embættis- maður á vegum heimavarnaráðuneyt- is Bandaríkjanna leiðir að því líkur, í skriflegu svari sem hann sendi DV, að GRPO standi fyrir aðila á vegum leyni- þjónustustofnana Bandaríkjanna. Þingnefnd krefst svara Spænska dagblaðið El Mundo greindi frá því í lok síðasta mánaðar að Ísland væri á lista yfir þær þjóðir sem hefðu unnið náið með Þjóðaröryggisstofn- un Bandaríkjanna, NSA, að gagnaöfl- un. Íslensk yfirvöld kannast ekki við þetta samstarf en stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hyggst grafast fyrir um njósnamálið á næstunni. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, situr í nefndinni. Hún hefur reynt að komast til botns í því hvað GRPO stendur fyrir en ekki haft árangur sem erfiði: „Það er svolítið sérstakt með GRPO að þrátt fyrir ítarlega leit, með fjöld- ann allan af sérfræðingum í svona skammstöfunum, þá er mjög erfitt að fá einhverjar upplýsingar um hvaða fyrirbæri þetta er. Það kemur auðvit- að fram í skeytinu að þetta séu þeir aðilar sem greiningardeildin á í hvað nánustu samstarfi við og því er full- komlega eðlilegt að þeir greini frá því hverjir þeir eru. Því eitt er alþjóðleg samvinna, og annað hvers eðlis hún er, og það er það sem ég held við hljótum bara að krefjast þess að fá svör við.“ Persónuupplýsingar til CIA Njósnahneykslið svokallaða hefur síð- ustu mánuði skekið heimsbyggðina. Edward Snowden, fyrrverandi starfs- maður leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, og verktaki NSA, ljóstraði fyrr á árinu upp um eftirlit NSA með tölvu- notkun almennings. Um er að ræða þúsundir skjala sem birt voru á upp- ljóstrarasíðunni Wikileaks. Í þeim kemur fram að NSA hafi stundað njósnir í fjölmörgum ríkjum heims, til að mynda í Noregi, Frakklandi og Þýskalandi, en þar fóru njósnirnar meðal annars fram í samstarfi við þýsku leyniþjónustuna. Þá hafi NSA njósnað um þjóðarleiðtoga ýmissa vinveittra ríkja, þeirra á meðal Ang- elu Merkel, Þýskalandskanslara, en þýski fjölmiðillinn Der Spiegel greindi frá því að sími hennar hefði verið hler- aður frá árinu 2002. Þýskir fjölmiðlar hafa einnig greint frá því að bandarísk einkafyrirtæki hafi leikið stórt hlut- verk í njósnum Bandaríkjamanna á er- lendri grundu. Þá hefur komið fram að Ísland er á lista yfir þær þjóðir sem hafa unnið náið með NSA að gagnaöflun. Í skrif- legu svari greiningardeildarinnar við fyrirspurn DV segir að greiningar- deildin eigi „ekki í sérstöku samstarfi við NSA“ og hafi ekki átt í slíku sam- starfi. Í skýrslu greiningardeildarinnar sem unnin var að beiðni Ögmundar Jónassonar, fyrrverandi innanríkis- ráðherra, kemur fram að greiningar- deildin eigi meðal annars í samstarfi við alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, sem og CIA. Þá kemur fram að samstarfið felist í „miðlun trúnaðar- upplýsinga.“ Greiningardeildin hefur víðtækar heimildir í lögum til þess að safna saman persónuupplýsingum og deila þeim með erlendum leyniþjón- ustum. „Gagnnjósnir“ greiningardeildar Greinargerð van Voorst um öryggis- Ríkislögreglustjóri í samstarfi við dularfullt hulduapparat Úttekt Jón Bjarki Magnússon jonbjarki@dv.is Sameiginleg Wikileaks-rannsókn FBI og greiningardeildin unnu sameiginlega að rannsókn á Wikileaks. E ins og fram hefur komið á íslenska lögreglan meðal annars í samstarfi við banda- rísku alríkislögregluna, FBI. Fulltrúar FBI komu hingað til lands árið 2011 ásamt tveimur sak- sóknurum í tengslum við sameigin- lega rannsókn íslensku lögreglunn- ar og FBI vegna „yfir vofandi tölvuárásar“ á gagnagrunna ís- lensku ríkisstjórnarinnar. Ögmund- ur Jónasson, þáverandi innanríkis- ráðherra, sagði síðar í samtali við New York Times, að þegar „átta eða níu“ FBI-fulltrúar hafi komið til landsins hafi hann talið að þeir væru ekki að rannsaka yfirvofandi árás heldur að safna efni um Wikileaks sem eigi marga sam- starfsmenn á Íslandi. Ögmundur bað fulltrúana um að fara þar sem þeir hefðu komið hingað til lands á röngum forsendum. Málið vakti mikla athygli og ríkissaksóknari og ríkislögreglu- stjóri gerðu sérstaka samantekt til þess að útskýra sína hlið: „Vegna fjölmiðlaumfjöllunar undanfarið um komu starfsmanna banda- rísku alríkislögreglunnar, FBI, til Íslands í ágúst 2011 skal upplýst að koma þeirra grundvallaðist á fyrirliggjandi réttarbeiðni og var liður í rannsókn þeirra og rann- sókn íslensku lögreglunnar vegna mögulegrar tölvuárásar á tölvu- kerfi Stjórnarráðsins.“ Í New York Times var fullyrt að aðgerðin á Ís- landi hefði verið hluti af víðtækri rannsókn á Wikileaks og stofn- anda þess Julian Assange vegna birtingar þeirra á bandarískum hernaðar skjölum og gögnum ut- anríkisráðuneytisins árið 2010. Þá hefur ekkert komið fram sem bendir til þess að téð tölvuárás hafi verið yfir vofandi. n Julian Assange New York Times fullyrti að aðgerðin væri hluti af víðtækri rann- sókn á Wikileaks. mál á Íslandi er flokkuð sem „SECRET//NOFORN“ en það þýðir að hún sé leynileg og að ekki megi deila upplýsingunum þaðan með er- lendum ríkisborgurum. Sérstaklega er fjallað um íslensku lögregluna og tek- ið fram að á Íslandi sé engin eiginleg leyniþjónusta. Hins vegar sinni grein- ingardeild ríkislögreglustjóra að hluta til slíku hlutverki, með því að safna saman upplýsingum um aðsteðj- andi ógnir og greina þær (e. threat information analysis). Á meðal þess sem greiningardeildin er sögð fylgjast sérstaklega með eru hvers kyns mót- mæli, sem og „öfgahópar“. Ekki er skil- greint frekar hvaða hópar geti talist til slíkra öfgahópa. Van Voorst tekur sérstaklega fram í greinargerð sinni að engin dæmi séu um að greiningardeild ríkislög- reglustjóra hafi tekist á við rannsókn- ir á sviði hryðjuverkaógnar. Hins vegar hafi greiningardeildin sannað hæfileika sína í aðgerðum á sviði hvers kyns rannsókna og greininga þegar kemur að gagnnjósnum (e. counterintelligence), skipulögðum glæpasamtökum (e. organized crime) sem og á fleiri sviðum. Þá er lögreglan, þar á meðal greiningardeildin, sögð hafa verið „einstaklega samvinnuþýð“ þegar kemur að stuðningi og því að láta sendiráðinu í té upplýsingar: „All- ar tilbúnar beiðnir um stuðning voru afgreiddar tímanlega og á fullnægj- andi hátt. Öllum óvæntum fyrirspurn- um um stuðning var svarað innan fá- einna mínútna.“ Náið samstarf Í greinargerðinni er sérstaklega til- greint að aðilar með skammstöfunina GRPO um allan heim GRPO í 220 sendiráðsskjölum Wikileaks. E ins og fram hefur komið á greiningardeild ríkislög- reglustjóta í nánu samstarfi við GRPO, eða Global Res- earch Planning Office, sem hugs- anlega mætti kalla „Skrifstofu hnattrænna rannsókna og áætl- ana“ á íslensku. Heimildarmenn DV, þar á meðal fyrrverandi embættismaður hjá heimavarna- ráðuneyti Bandaríkjanna, hafa leitt líkur að því að hér sé um aðila á vegum leyniþjónustu- stofnana Bandaríkjanna að ræða. Fjallað er um þetta „huldu- apparat“ í yfir 200 sendiráðs- skjölum Wikileaks. Grófleg yfir- ferð nokkurra þeirra skjala leiðir ýmislegt áhugavert í ljós. Í leynilegri skýrslu frá sendi- ráði Bandaríkjanna í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku fursta- dæmunum frá 3. september 2009 er sagt frá því að leyniþjón- usta Sameinuðu arabísku fursta- dæmanna muni eiga fund með leyniþjónustumönnum GRPO (GRPO intelligence officials) þar sem þeir muni deila upplýsing- um um fjármögnun talibana. Í skýrslu sendiráðs Bandaríkj- anna í Riyadh í Sádi-Arabíu frá 10. febrúar 2009 sem ber heitið „Saudi Arabia´s Most Wanted“ er fjallað um 85 uppreisnarmenn sem eru eftirlýstir í Sádi-Arabíu. Þar kemur fram að upplýsingar um þessa eftirlýstu menn hefðu þegar verið sendar í gegnum rásir GRPO. Í annarri skýrslu frá sendi- ráðinu í Riyadh sem skrifuð var þann 9. september 2009 er fjallað um fund sem John Brennan hjá heimavarnaráðuneyti Bandaríkj- anna og ónefndur yfirmaður hjá GRPO áttu með aðstoðarforsætis- ráðherra Sádi-Arabíu, Nayif bin Abdulaziz. Í skýrslu sem innanríkisráðu- neyti Bandaríkjanna vann þann 16. júní 2009 og send var á sendi- ráð Bandaríkjanna í Búlgaríu, kom fram að bandarískar leyni- þjónustustofnanir væru að vinna að því að safna upplýsing- um um Búlgaríu. Í sama skjali er minnst á GRPO og það sagt geta aflað frekari upplýsinga um NIPF (The National Intelligence Priorities Framework). Á vefsíðu FBI kemur fram að NIPF standi fyrir forgangsröðun á aðgerðum, skipulagningu og utanumhald um greiningar og söfnun banda- rískra leyniþjónustustofnana. Í fjölmörgum sendiráðsskjölum Wikileaks er GRPO sagt geta veitt frekari upplýsingar um NIPF. n Vill svör Birgitta Jónsdóttir vill fá að vita hvaða aðilar það séu sem standi á bak við GRPO og í hverju samstarf þeirra og greiningardeildarinnar felst. MyNd SIGtryGGur ArI„ Vegna þess hve þessi tengsl eru einstaklega viðkvæm, er einungis hægt að ræða um þau í leynilegum skjöl- um undir skammstöfun, jafnvel dulkóðun. n Virðist vera á vegum njósnastofnana n Kannast ekki við aðila sem eru sagðir í samstarfi við greiningardeildina í leyniskjölum Wikileaks

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.