Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2013, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2013, Side 22
22 Fréttir 15.–17. nóvember 2013 Helgarblað Sendur heim með skipi n Franskur ríkisborgari þykir of þungur fyrir flugvél T uttugu og tveggja ára Frakki verður sendur heim frá Bandaríkjunum með skipi. Ástæðan er sú að hann er of þungur til að stíga um borð í flugvél. Maðurinn sem um ræðir heitir Kevin Chenais, en hann fór til Bandaríkj­ anna ásamt fjölskyldu sinni í fyrra til að gangast undir meðferð vegna of­ þyngdar sinnar. Meðferðin bar ekki tilætlaðan árangur og vegur Chenais í dag 230 kíló. Upphaflega stóð til að hann færi aftur til Frakklands í október síðast­ liðnum og átti hann pantað flug með British Arways. Flugfélagið neitaði að leyfa honum að stíga um borð og báru forsvarsmenn þess því við að hann væri of þungur. Ekki tókst að finna lausn á vandamálinu og því er það eina í stöðunni fyrir Chenais, sem fer allra sinna ferða í rafmagns­ hjólastól, að fara aftur til Frakklands með skipi. „Það voru aðallega foreldrar mín­ ir sem voru reiðir yfir þessari niður­ stöðu,“ sagði Chenais við fréttamenn í New York á dögunum. Í frétt AFP kemur fram að Air France og Swissa­ ir hafi verið tilbúin að leyfa Chenais að fljúga en þá þegar hefði fjölskyld­ an verið búin að kaupa ferð með skipi frá New York til Frakklands og ekki haft fjármagn til að breyta áætl­ unum sínum. Gagnrýnir faðir Chenais, Rene, það að British Airways hafi ekki sýnt aðstæðum sonar hans skilning og ekki einu sinni endurgreitt flug­ miðana sem fjölskyldan hafði keypt. Segist vera að íhuga málsókn gegn British Airways vegna málsins.n Of þungur Kevin Chenais segir að foreldrar hans hafi aðallega verið ósáttir við ákvörðunina. Þénuðu milljónir Þrír Spánverjar eiga yfir höfði sér allt að átta ára fangelsi fyrir brot gegn höfundarréttarlögum. Mennirnir ráku vefsíðu, You­ kioske, sem gaf fólki kost á að ná í bækur, tímarit og dagblöð á ólög­ legan hátt. Mennirnir eru tald­ ir hafa þénað allt að 200 þúsund evrum, rúmar 30 milljónir króna, í auglýsingatekjur af vefsíðunni. Löggjöf vegna höfundarréttar­ brota á netinu var hert til muna í september síðastliðnum til að stemma stigu við ólöglegu niður­ hali á netinu. Svíar loka fangelsum Yfirvöld í Svíþjóð hafa ákveðið að loka fjórum fangelsum í landinu og einu gæsluvarðhaldsfangelsi. Ástæðan er einföld: það eru ekki nógu margir fangar. Breska blaðið Guardian greinir frá því að föng­ um hafi fækkað um eitt prósent á ári hverju frá árinu 2004. Búist er við því að þessi þróun haldi áfram á næstu árum og því var gripið til þessara aðgerða. Nils Öberg, fangelsismálastjóri Svíþjóðar, seg­ ist ekki vita með vissu hvað skýri þessa fækkun fanga á undanförn­ um árum. Lausir úr haldi sjóræningja Tveimur bandarískum sjóliðum sem mannræningjar rændu í október síðastliðnum hefur verið sleppt úr haldi. Mennirnir voru starfsmenn bandaríska olíuflutn­ ingaskipsins C­Retriever þegar þeir voru hnepptir í hald undan ströndum Nígeríu. Ekki liggur fyrir hvort lausnargjald hafi verið greitt til að fá mennina lausa. Sjórán á þessum slóðum hafa færst í vöxt á þessu ári og hafa 132 sjóliðar verið teknir í gíslingu í 40 ránum. Oftar en ekki eru olíuflutningaskip skot­ spónn sjóræningja enda er hægt að hafa talsvert upp úr krafsinu í slíkum ránum. Með kjarnorku- sprengjur á lager n Sádi-Arabía á kröfu á fimm til sex kjarnorkusprengjum frá Pakistan S ádi­Arabía hefur styrkt kjarnorkuvopnaáætlun Pakistan til fjölda ára og telja valdamenn þar að þeir séu nú þegar búnir að borga fyrir sín eigin kjarnorkuvopn. Þessu halda heimildarmenn BBC fram. Samkvæmt þeim myndi ekki líða mánuður frá því að Íran framleiddi sína fyrstu kjarnorkusprengju þang­ að til Sádi­Arabía hefði sína eigin sprengju. Raunar bíða sprengjurnar í Pakistan tilbúnar til afhendingar og er það ekki sérstaklega vel var­ ið leyndarmál. Abdullah, kóngur Sádi­Arabíu, hefur sjálfur sagt að ef Íran færi yfir strikið og kæmi sér upp kjarnorkuvopnum myndu þeir gera slíkt hið sama. Með kjarnorkuskotpalla Kjarnorkuvopnaáætlun Sádi­Ar­ abíu á sér áratugalanga sögu en segja má að hún hafi byrjað seint á níunda áratugnum er þeir keyptu umtalsverðan fjölda CSS­2 flug­ skeyta af Kínverjum. Slík flugskeyti geta rúmað kjarnorkusprengjur og eru almennt ekki talin gagnleg sem hefðbundin flugskeyti, því má segja víst að ráðamenn í Sádi­Arabíu líti á þau sem kjarnorkuflugskeyti. Síð­ astliðið sumar fjallaði tímaritið Jane‘s, sem sérhæfir sig í hernaðar­ málefni, um nýuppsetta flug­ skeytaskotpalla í Sádi­Arabíu. Sam­ kvæmt tímaritinu bendir allt til að flugskeytunum sé miðað á Ísrael og Íran, helstu fjandmenn Sádi­Araba. Skotpallarnir eru augljóslega ætlað­ ir fyrrnefndum CSS­2 flugskeytum og er því um að ræða kjarnorku­ skotpalla þar það eina sem vantar eru sjálfar sprengjurnar. Eiga heimtu á hlut kjarnorkubúrs Pakistana Gary Samore, fyrrverandi ráðgjafi Baracks Obama, segir í viðtali við BBC að Sádi­Arabar telji að á milli þeirra og ráðamanna í Pakistan ríki ákveðinn skilningur og að þeir eigi ákveðna kröfu til hluta af kjarn­ orkubúri Pakistana. Ástæða þess er að þegar kjarnorkuvopnaáætlun Pakistans hófst á áttunda áratugn­ um styrktu Sádi­Arabar hana með umtalsverðu magni fjár; þeir voru helstu styrktaraðilar áætlunarinnar. Styrkur Sádi­Araba er talinn nema um sextíu prósentum af kostnaði áætlunarinnar. Talið er að í stað­ inn fyrir þennan gífurlega mikla styrk eigi Sádi­Arabar rétt á fimm til sex kjarnorkuoddum. Auk þess að styrkja kjarnorkuvopnaáætlunina hafa Sádi­Arabar styrkt Pakistana í þróun loftskeyta. Heimsóknir Sultan bin Abdulaziz al Saud, þá­ verandi varnarmálaráðherra Sádi­Arabíu, til pakistanskra kjarn­ orkurannsóknastöðva árin 1999 og 2002 undirstrika hve náið samband landanna er í þessum málum. Vilja þrjátíu kjarnorkuver fyrir 2030 Samstarfsmenn Sádi­Araba í kjarn­ orkumálum einskorðast þó ekki eingöngu við Pakistana því Kín­ verjar hafa haft náið samstarf við bæði lönd hvað þau mál varðar. Er Pakistan var að þróa sín kjarnorku­ vopn keyptu þeir hönnun Kínverja á kjarnorkuoddum. Helsta ástæða þess að Kínverjar voru reiðubún­ ir að selja þá tækni var að með því væri kominn ákveðinn hemill á Ind­ verja. Í upphafi seinasta árs gerðu Sádi­Arabar svo samstarfssamning við Kína sem er að sögn embættis­ manna í Sádi­Arabíu þess eðlis að Kína myndi aðstoða Sádi­Araba við að reisa sextán kjarnorkuver fyrir árið 2030. Að sögn eiga kjarnorku­ verin eingöngu að vera til orkufram­ leiðslu en eins og kjarnorkuáætlun Írana sýnir þá er ávallt ákveðin sam­ virkni á milli kjarnorkuvera með friðsamlegan tilgang og hins vegar kjarnorkuvopna. Raunar má rekja kjarnorku­ vopnakapphlaup allra þeirra þjóða sem nefndar hafa verið til sameig­ inlegrar kjarnorkuvopnáætlun­ ar Ísrael og Indlands; Indland og Ísrael koma sér upp kjarnavopn­ um sem gerir það að verkum að Pakistan, Íran og Sádi­Arabía telja sig knúin til að komast yfir slík vopn líka. n Hjálmar Friðriksson blaðamaður skrifar hjalmar@dv.is Sérstakt samband Mjög gott samband er á milli Sádi-Arabíu og Pakistan. Hér sést Yusuf Raza Gilani, þáverandi forsætisráð- herra Pakistan, taka á móti utanríkisráð- herra Sádi-Arabíu, Abdulaziz bin Abdullah bin Abdulaziz, í Íslamabad árið 2012. Slapp úr haldi Fyrrverandi herforingi í Argentínu, sem fangelsaður var fyrir glæpi gegn mannkyninu, slapp úr fang­ elsi í vikunni. Herforinginn, sem ber hið skemmtilega nafn Alejandro Lawless, var árið 2010 dæmdur fyrir morð, pyntingar og mannrán á árunum 1976 til 1983. Verið var að flytja Lawless, 66 ára, í dómsal þegar hann læddist burt án þess að fangaverðir tækju eftir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.