Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2013, Qupperneq 52

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2013, Qupperneq 52
52 Fólk 15.–17. nóvember 2013 Helgarblað Dularfull kona segist dóttir Andys Kaufman D ularfull kona sem segist vera dóttir Andys Kaufman blæs lífi í þann orðróm að uppi­ standarinn hafi mögulega sett á svið eigið andlát. Síðasta mánudag var haldin ár­ leg verðlaunahátið í nafni Andys Kaufman í Gotham Comedy Club. Dularfulla konan var kynnt á svið á hátíðinni af Michael Kaufman, bróður Andys, sem útskýrði að hann hefði fyrir mörgum árum síðan fund­ ið áætlun Andys þar sem hann setur á svið eigið andlát í smáatriðum og í kjölfarið hafi dóttir hans sett sig í samband við hann. Hvort sem þetta er síðasti ósvífni hrekkur Andys eða raunveruleiki, er atburðarásin hin lygilegasta. Sannfærður vinur Opinber gögn gefa til kynna að Andy hafi látist árið 1984, 35 ára, úr lungnakrabbameini. Ef hann væri á lífi í dag væri hann 64 ára. „Ég varð vitni að þessu öllu saman og get sagt án efa að þetta var ekki hrekkur,“ segir Al Parinello, góð­ vinur gamanleikarans sem hefur haft veg og vanda að verðlaunahátíðinni síðustu ár. Hann segir að Michael, bróðir Andys, hafi fylgt leiðbeiningum í áætlun hans um að hitta hann á veitingastað á jóladag árið 1999. Á veitingastaðnum gekk upp að honum maður sem hann þekkti ekki og rétti honum vélritað bréf. Það var þetta bréf sem Michael las upp úr fyr­ ir fjöldann sem var mættur í Gotham Comedy Club á mánudag og á að vera frá sprelllifandi Andy. Lesið úr bréfinu Í bréfinu segir hann að allt hafi verið með besta móti í lífinu en hann hafi viljað komast frá því að vera Andy Kaufman. Í því greinir hann einnig að hann sé ástfanginn af konu og þau eigi dóttur. Michael útskýrði fyrir gestum Gotham Comedy Club að dóttir Andys, nú 24 ára, hefði haft samband við hann fyrir stuttu og samþykkt að mæta með honum á verðlauna­ afhendinguna. Og vissulega mætti dularfull ung kona á verðlaunaafhendinga í svört­ um kjól alsettum litríkum slaufum. Enginn vissi deili á henni en Al Parinello segir hana kalla sig McCoy, nafni sem Andy sjálfur notaði þegar hann skráði sig inn á sjúkrahús og hótel og annað. Konan dularfulla sagði við gesti staðarins að faðir hennar væri ennþá á lífi og að fráfall föður hans, Stanleys Kaufman, í júlímánuði, hafi gert það að verkum að hann vilji tengjast fjöl­ skyldu sinni. Gat hægt á andardrættinum Al Parinello, sem hitti Kaufman í menntaskóla í Boston, segist sann­ færður, jafnvel þótt hann hafi sjálfur mætt í jarðarförina og séð lík vinar síns með eigin augum. Kistan var lokuð, rifjar hann upp. Aðeins ég og fjölskylda hans sáum líkið. „Hvað heldur hann þá að hafi gerst. Eitt af því sem Andy lærði var að hægja á andardrættinum þar til hver sem er trúir því að þú sért dauður, þótt þú sért sprelllifandi.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem orðrómur fer á kreik um að Andy sé á lífi en í sumar birti aðdáandi hans myndband af manni í Nýju­ Mexíkó sem hann trúði að væri Andy Kaufman. Myndbandið var í lélegum gæðum og þótti ekki trúverðugt. n n Segir föður sinn á lífi n Síðasti hrekkur Andys? n Agndofa áhorfendur Kristjana Guðbrandsdóttir blaðamaður skrifar kristjana@dv.is Meint dóttir Andy með Michael Hér standa þau á sviði saman, meint dóttir Andy Kaufman og Michael Kaufman. Hvort sem þetta var hrekkur eða ekki, fylgdust áhorfendur með agndofa. Sagður búa í Nýju Mexíkó Í sumar birti aðdáandi myndband sem hann taldi af Andy Kaufman sprelllifandi í Nýju-Mexíkó. Hér er stilla úr myndbandinu og gömul mynd af Andy. „Ég var vitni að þessu öllu saman og get sagt án efa að þetta var ekki hrekkur. Lúxusheimili stjarnanna 1 Oprah Winfrey Oprah Win-frey er risi í amerísku sjónvarpi og auður hennar er gríðarlegur. Hún keypti sér risahúseign í Kaliforníu á yfir 50 millj- ónir dollara. Síðan hún keypti húsið hefur hún gert á því töluverðar endurbætur. Í húsinu er til að mynda kvikmyndahús og fyrir utan það er stöðuvatn með fram- andi fiskum. 2 Brad og Angelina Ofurparið Brad Pitt og Angelina Jolie á risastóra fasteign á Long Island í New York sem er metin á 40 milljónir dollara. Í húsinu eru 18 glæsileg baðherbergi svo börnin þurfa aldrei að bíða eftir að komast á klóið. Á lóðinni er sundlaug og tennisvellir. 3 David og Victoria Beckham Endur- gerður lítill kastali sem kostaði hjónin 10 milljónir dollara. Stað- settur í fallegum skrautgarði. Þetta er að sjálfsögðu ekki eina heimili hjónanna sem eiga fasteignir víða í Bandaríkjun- um og Evrópu. Stærst er heimili þeirra í Beverly Hills. 4 JLo Hin dáða söngkona Hollywood Jennifer Lopez á fallega litla höll í úthverfi Los Angeles og innviðirnir minna fremur á safn en heimili. Fágað og í hvítum tónum. Í húsinu eru 14 baðherbergi og sjö rúmgóð svefnherbergi. 5 Sandra Bullock Sandra Bullock er afar vinsæl leikkona í Banda- ríkjunum. Heimili hennar í New Or- leans er afskaplega skemmtilegt, það lætur fremur lítið yfir sér en innréttingarnar eru glæstar. Húsið er allt í gömlum stíl og endurupp- gert. Á lóðareigninni er stór sundlaug og skemmtilegt grillsvæði til þess að skemmta gestum. topp 5 David Beckham með nýja fatalínu n Heldur áfram farsælu samstarfi við H&M N ýjasta fatalína knattspyrnu kappans fyrr­ verandi, Davids Beck­ ham, fyrir verslunar­ keðjuna H&M er komin í búðir. Í auglýsingaherferðinni situr Beckham fyrir í nærföt­ um einum klæða og fær húðflúr kappans því að njóta sín. H&M er ein stærsta verslunarkeðja heims, en tveir Svíar, Hennes og Mauritz, stofnuðu hana árið 1947. „Ég er mjög spenntur,“ segir Beckham í myndskeiði sem birt var á vef H&M. „Það liggur mik­ il vinna að baki og hugsað er út í hvert einasta smáatriði.“ Beckham segir í myndskeiðinu sem er hluti af auglýsinga­ herferðinni að hann fá innblástur þegar hann horfir á mannhafið á götum borga þar sem hver og ein manneskja hefur skapað sinn eig­ in stíl. „Ég elska gamaldags gallabux­ ur, vel sniðnar gallabuxur og stutt­ ermaboli. Ég á mjög marga stutt­ ermaboli. Mér finnst þægilegt að vera í gallabuxum,“ segir Beckham enn fremur. David Beckham hefur áður sent frá sér fatalínu með sænsku versl­ uninni sem lukkaðist vel. Í henni var megináherslan lögð á nærföt, en í nýrri línu kappans verða ýms­ ar aðrar flíkur í boði. n Hylur ekkert David Beckham sér enga ástæðu til að hylja líkama sinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.