Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1962, Side 15

Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1962, Side 15
Búnaðarskýrslur 1958—60 13* beitt svo, að þau höfðu ekki við að spretta. Veður fóru hlýnandi, er leið á júníraánuð, en úrkoma var of lítil til þess að gróðri færi vel fram, og var jörð lítið sprottin í lok mánaðarins. Fyrri hluti júlímánaðar var veðrátta hagstæð. En 23. júlí hófust norðaustan dumbungar um allt landið norðanvert frá Horni til Gerpis, veður ill á annesjum og kuldaþræsur og þurrkleysur í innsveitum og á afrétti. Um sunnanvert landið var bjartviðri og þurrkar svo miklir, að gróður skrælnaði viða á þurrlendi, jafnvel á túnum með hagstæðum jarðraka. Þetta veðurlag hélzt allan ágústmánuð. Á Suðurlandi hirtust hey viðast eftir hendinni, en á norðanverðu landinu hirtist hey ógreið- lega, og alls ekki á útnesjum. Spretta var víðast rýr á túnum, er þau voru slegin fyrra slætti, en háarspretta litil, og enn rýrari sunnan lands en norðan. September var hlýjasti mánuður ársins, meðalhiti í Reykjavík var 11,4° og á Akureyri 10,6°. Þá var ráðandi hæg sunnanátt, og hélzt sú átt til loka nóvembermánaðar. í septembermánuði var úrkoma næstum engin norðan lands, en nærri meðallagi (miðað við 1901—30) sunnan lands. í október og nóvember rigndi hins vegar mikið á Suðurlandi. Kýr voru víðast teknar á gjöf um miðjan október, en sauðfé leið vel í högum norðan lands til loka nóvembermánaðar, en á Suðurlandi var of votviðrasamt, einkum eftir að kom fram í nóvember, og hraktist sauð- fé sums staðar illa, þar sem votlent var og skjólafátt. Frá desember- mánuði til áramóta var vetrarveðrátta um allt land, en eigi hörð. Veðurfar árið 1959. Mikla snjóa gerði um mestan hluta landsins i ársbyrjun, og héldust þeir snjóar til loka janúarmánaðar, enda voru veður köld. Þessa snjóa tók að mestu í byggð í byrjun febrúar, en á Norðurlandi snjóaði aftur um miðjan mánuðinn. Hinn 8. marz brá til hlýinda, og héldust þau til mánaðarloka. í apríl voru veður misjöfn en hvergi stórill. Er vetri lauk, mætti telja, að hann hefði verið í góðu meðallagi að veðurfari. Maímánuður var óvenjulega hlýr. Á Suðurlandi var fremur votviðra- samt, en miklir þurrkar nyrðra, einkum austan Eyjafjarðar. Tún, sem voru varin fyrir beitarpeningi, voru víða sláandi um mánaðarmótin maí—júní, og var sláttur hafinn á einstaka bæ, einkum við Eyjafjörð, fyrstu daga júnímánaðar. 4. júní brá til norðanáttar og fór kólnandi og 7. júní gerði á Norðurlandi mikla krapahríð með hvassviðri, og varð úr fannkoma með frosti næstu dægur. Úr veðri þessu dró 9. júní, og tók snjó af láglendi næstu daga, þó að kalt væri. En aðfaranótt 17. júní gerði ofsaveður af norðri með mikilli snjókomu norðan lands. Fennti þá víða bæði lömb og fullorðið fé. Snjóinn tók að miklu leyti næstu daga, þó að ekki hlýnaði verulega fyrr en um Jónsmessu. Grasspretta stöðvaðist um allt land frá 4. til 24. júní, og ekki síður á Suðurlandi, þar sem voru þurrkar og harðviðri. Síðustu daga júnímánaðar var hlýtt um allt land. Eftir það hélzt hagstæð veðrátta allt sumarið norðan
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Hagskýrslur um landbúnað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagskýrslur um landbúnað
https://timarit.is/publication/1125

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.