Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2008, Síða 2
Bretar beittu Íslendinga hryðjuverkalögum á dögun-
um sem af hlaust ómældur skaði. Bretar eru hins vegar væntan-
legir til landsins með herþotur sínar til æfinga á næstunni til að
sinna loftrýmisgæslu á vegum NATO. Guðni Ágústsson segir ís-
lensku þjóðina hafa verið niðurlægða af Bretum og senda ætti
þau skilaboð að nærveru þeirra sé ekki óskað.
föstudagur 17. október 20082 Fréttir
Þetta helst
- þessar fréttir bar hæst í vikunni
DV sagði frá því síðasta
mánudag að leynireikn-
ingar Íslendinga séu nú
komnir undir forræði Fjár-
málaeftirlitsins í Lúxem-
borg. Talið er að ótaldir milljarðar
króna í eigu Íslendinga hafi verið
færðir í svokallaðar skattapara-
dísir á aflandseyjum í því skyni
að fela þá fyrir augum yfirvalda
og losna undan skattagreiðsl-
um. Umtalaðir leynireikningar
Íslendinga eru nú komnir und-
ir forræði Fjármálaeftirlitsins í
Lúxemborg. Íslensku bankarnir í
Lúxemborg eru komnir í þrot og
yfirvöld þannig með óheftan aðgang að leyniskjölum varðandi
skattaparadísir. Tiltölulega auðsótt ætti að vera fyrir Fjármálaeftirlitið
íslenska að sækja umrædd gögn með dómsúrskurði. Fjármálaeftirlit-
ið vildi ekki tjá sig um hvaða mál eru til rannsóknar.
Leynireikningar
mánudagur 13. október 20084
Fréttir
InnlendarFréttIr
ritstjorn@dv.is
Geir H. Haarde
Talið er að ótaldir milljarðar króna
í eigu Íslendinga hafi verið færðir
í svokallaðar skattaparadísir á afl-
andseyjum í því skyni að fela þá
fyrir augum yfirvalda og losna und-
an skattagreiðslum. Engin svör fást
við því hjá Geir H. Haarde forsæt-
isráðherra hvort til greina komi að
frysta eigur fyrrverandi eigenda
Landsbankans og nýta fjármunina
til þess að greiða ábyrgðir vegna
IceSave í Bretlandi. Steingrím-
ur J. Sigfússon, formaður vinstri-
grænna, segir nauðsynlegt að
tryggt verði að náist til þessara fjár-
muna. Gordon Brown, forsætisráð-
herra Bretlands, lýsti því yfir í sein-
ustu viku að miklar upphæðir hafi
verið færðar á milli Heritable Bank
og yfir til Landsbankans á Íslandi.
Landsbankinn þvertekur fyrir það
í yfirlýsingu sem hann hefur sent
út og segir engar slíkar færslur hafa
átt sér stað. Fjármálaeftirlitið tjáir
sig ekki um það hvaða mál eru til
rannsóknar.
Leynireikningar
Umtalaðir leynireikningar Ís-
lendinga eru nú komnir undir for-
ræði Fjármálaeftirlitsins í Lúxem-
borg. Talið er að ótaldir milljarðar
króna hafi verið
færðir í svo-
kallaðar
skattapar-
adísir á
aflands-
eyjum í
því skyni
að fela
þá fyr-
ir augum
yfirvalda
og losna
und-
an skatta-
greiðslum.
Hingað til
hafa menn tal-
ið sig vera
með
fyrirtæki sín örugglega falin í gegn-
um allt að þrjú lönd en nú er komið
á daginn að það ómögulega hefur
gerst. Íslensku bankarnir í Lúxem-
borg eru komnir í þrot og yfirvöld
þannig með óheftan aðgang að
leyniskjölum varðandi skattapar-
adísir. Tiltölulega auðsótt ætti að
vera fyrir Fjármálaeftirlitið íslenska
að sækja umrædd gögn með dóms-
úrskurði.
Frystir sem fyrst
„Það á náttúrlega bara að frysta
alla fjármuni sem geta komið til
mála í sambandi við uppgjör þess-
ara hluta. Það er bara eðlilegur
hluti af hagsmunagæslu þjóðar-
búsins, að tryggt verði að náist til
allra fjármuna sem með réttu eiga
að heyra til ríkisins eða almenn-
ings á Íslandi,“ segir Steingrímur J.
Sigfússon þegar hann er inntur eft-
ir því hvað hann telji réttast að gera
varðandi leynireikninga. Hann seg-
ir nauðsynlegt að farið verði í það
sem fyrst því annars gætu mögu-
lega einhver verðmæti tapast. Þeg-
ar Geir H. Haarde forsætisráðherra
var spurður hvort til greina kæmi
að frysta eigur fyrrverandi eigenda
Landsbankans sagðist hann ekki
eiga svar við þeirri spurningu. Úr-
súla Ingvarsdóttir, talsmaður Fjár-
málaeftirlitsins, sagðist í samtali við
DV ekki geta tjáð sig um það hvort
eftirlitið væri að rannsaka þessa til-
teknu reikninga.
Eignatilfærslur?
DV hafa borist heimildir þess
efnis innan úr röðum starfsmanna
bankanna að stjórnendur bank-
anna hafi flestir fengið vænar bón-
usgreiðslur um síðustu mánaðamót
og að vitað sé að bónusgreiðsl-
ur til þeirra á árinu nemi hátt í 10
milljörðum króna. Á milli starfs-
mannanna ganga einnig sögur þess
efnis að stjórnendur bankanna hafi
fært fjármagn á milli reikninga frá
peningamarkaðsreikningum yfir á
bundna og óbundna bankareikn-
inga. Velta margir því nú fyrir sér
hvort um sé að ræða hreinan og
kláran þjófnað og vonast fólk til
þess að viðskiptaráðnuneytið, Fjár-
málaeftirlitið og skiptanefndir fari
ofan í saumana á öllum færslum
fjármagns. Þá fylgir það sögunni
að mikill uggur sé í hinum al-
menna starfsmanni sem hef-
ur haft laun samkvæmt taxta
stéttarfélagsins.
Fátt um svör
Úrsúla Ingvarsdóttir, tals-
maður Fjármálaeftirlitsins, seg-
ir að eftirlitið sjái ekki ástæðu
til þess að svo stöddu að rann-
saka færslur æðstu stjórnenda
bankanna. Í kjölfarið tók hún
fram að starfsmenn Fjár-
málaeftirlitsins gætu ekki tjáð
sig um einstök mál og því gæti hún
ekki svarað því hvað væri til rann-
sóknar hjá eftirlitinu. Spurningarn-
ar sem DV lagði fyrir Fjármálaeft-
irlitið sneru að leynireikningum í
Lúxemborg, peningafærslum sem
Gordon Brown hefur talað um frá
Bretlandi og til Íslands og hvort
til greina komi að frysta eignir
fyrrverandi eigenda Lands-
bankans. Svarið sem
DV fékk í hendur var
svo hljóðandi: „Fjár-
málaeftirlitið tjáir
sig almennt ekki um
einstök mál og get-
ur ekki svarað hvort
ákveðin mál séu til
rannsóknar hjá Fjár-
máleftirlitinu eða
ekki. Telji Fjármála-
eftirlitið að þau lög
sem það hefur eftirlit
með séu brotin gríp-
ur eftirlitið til viðeig-
andi úrræða.“
Jón bJarki maGnússon
blaðamaður skrifar: jonbjarki@dv.is
LEYNIREIKNINGAR Í
SKATTAPARADÍSUM
„Það á náttúrlega
bara að frysta alla
fjármuni sem geta
komið til mála í sam-
bandi við uppgjör
þessara hluta.“
Cayman-eyjar talið er að margir milljarðar króna í eigu íslenskra auðmanna leynist í fyrirtækjum sem eru skráð á aflandseyjum sem eru með bankaleynd.
Gefur ekkert upp geir H. Haarde
forsætisráðherra á ekki svar við því
hvort hugsanlegt sé að fjármunir á
leynireikningum verði frystir.
Verður að ná fjármunum Stein-
grímur J. Sigfússon, formaður vinstri-
grænna, segir nauðsynlegt að þeir
fjármunir sem eru á leynireikningum erlendis komist aftur til þjóðarinnar.
Ört vaxandi
Skaftárhlaup
Hlaupið í Skaftá náði há-
marki á laugardag en hlaupið
var býsna stórt. Mikil brenni-
steinsmengun er við upp-
tök hlaupsins þar sem vatnið
sprautast út undan jöklinum
með miklum þrýstingi. Fólki var
um helgina ráðið frá því að vera
á ferð þar efra vegna mengun-
arinnar. Búist var við allstóru
hlaupi þar sem um tvö og hálft
ár eru nú frá síðasta Skaftár-
hlaupi sem varð í apríl 2006.
Hlaupið kann að verða um-
fangsmeira nú þar sem vöxtur
var fyrir í Skaftá vegna rigninga
að undanförnu.
Sky segir
frá sláturtíð
Breskum fjölmiðlum, sem
margir hverjir fundu Ísland ný-
lega á korti, leiðist ekki að fjalla
um Íslendinga þessa dagana.
Sky-fréttastofan greindi frá ís-
lensku sláturtíðinni á vef sínum
um helgina. Þar sagði að slát-
ur sé ekki vanalega notað sem
mælikvarði á efnahagsástandið
en á Íslandi sé aukin eftirspurn
eftir kindaafgöngum birtingar-
mynd þess að hér séu menn að
herða sultarólina. Þá var þess
getið að í efnahagskrísunni væru
Íslendingar nú að endurlífga
aldagamla hefð slátursins.
Flokkurinn einn
getur bjargað
Björn Bjarnason dómsmála-
ráðherra lýsir á bloggi sínu
flokksráðsfundinum í Valhöll
um helgina þar sem hann segir
að mikill einhugur hafi kom-
ið fram. Flokkurinn hefur farið
með stjórn
efnahags-
mála og
peningamála
mörg und-
anfarin ár.
Niðurstaða
Björns er sú
að Sjálfstæð-
isflokknum
einum sé treystandi til að koma
þjóðinni út úr ógöngunum.
Björn segir þennan fund vera
með þeim mikilvægustu sem
hann man eftir,,Miklu skipti fyrir
framtíð lands og flokks, hve mik-
ill einhugur væri á fundinum
– aðeins með sterkum Sjálfstæð-
isflokki og undir öruggri forystu
hans gæti þjóðin komist heil
frá þessum hildarleik,“ bloggar
Björn.
Féll af þaki
Karlmaður slasaðist illa um
hádegisbilið í gær þegar hann
féll um tvo og hálfan metra
niður af þaki húss í Borgarnesi.
Lögreglan og sjúkrabíll fluttu
manninn í skyndi til móts við
þyrlu Landhelgisgæslunnar sem
lenti við norðurenda Hvalfjarð-
arganga og flutti manninn til
Reykjavíkur. Maðurinn, sem er
á miðjum aldri, hlaut töluverða
höfuð- og brjóstáverka.
Hvernig stofnuðu menn leynireikninga? til útskýringar á því hvernig hægt er að koma upp fyrirtæki í skattaparadís er sögð eftirfarandi dæmisaga. bör börsson eignast peninga sem hann vill ekki láta vita af eða lenda í skattgreiðslum. Hann hittir sína bankamenn, til dæmis í Lúxemborg, og ber upp vandræði sín. bankamenn taka erindinu vel. „ekkert mál. Við skulum fela þetta fyrir þig, kæri vinur.“
Það eina sem bör þarf að gera er að stofna fyrirtæki á aflandseyju sem er með bankaleynd. Cayman-eyjar, kýpur, malta eða gurnsey eru kjörnar. „Þetta verður eingöngu heimilisfang fyrirtækisins þíns. Peningarnir geta verið alls staðar í fjárfestingu í gegnum okkur í nafni þessa fyrirtækis sem þú stofnar. og þú þarft ekki að óttast að neinn komist að neinu. Þú vilt eflaust nota okkar póstfang hér í Lúxemborg þangað sem yfirlitin fara frá hinum ýmsu fjárfestingafyrirtækjum sem þú ert að nota og auðvitað frá okkur.“ bör er með efasemdir: „Já, þetta er skynsamlegt en get ég fengið betri vörn svo enginn komist að neinu?“„Já, auðvitað geturðu það. Við stofnum fjárfestingasjóð í Liechtenstein sem á fyrirtækið sem þú stofnar á aflandseyjunni. Þá þurfa stjórnvöld á Íslandi að fara í gegnum þrjú lönd, Lúxemborg, aflandseyjuna og Liechtenstein með dómsúr-skurði frá Íslandi til þess að fletta ofan af þér. og það er auðvitað mjög torsótt.“ bör er enn efins: „Þannig að ég er alveg öruggur?“
Já, já, nema að við förum á hausi n,“ segir bankamaðurinn og skellihlær.„Fjármálaeftirlitið hér í Lúxemborg tekur yfir bankann,“ segir bankamaðurinn á milli hláturrokanna.
„og færir íslenskum yfirvöldum aðgang að öllum yfirlitunum þínum. Fyrr mun frjósa í helvíti en að það gerist. Það getur aldrei gerst!!!“
Ólafur Ragnar Grímsson
forseti sagði í vikunni að
hömluleysi kapítalism-
ans hefði beðið endan-
legt skipbrot. Hann líkti
ástandinu nú við það sem
gerðist þegar Sovétríkin liðuðust
í sundur og sagði marga þurfa að
endurskoða hugmyndir sínar í
kjölfarið. Forsetinn sagði nauð-
synlegt að samræða ætti sér stað
í samfélaginu svo að sátt náist
um þá uppbyggingu sem þarf
að eiga sér stað á næstu árum
og áratugum. „Milton Friedman
var kannski svona meginhöf-
undur þessarar kenningar og
þessi þáttur í módelinu hefur líka beðið
skipbrot. Þeir sem trúðu á þetta módel standa kannski í svipuðum
sporum og þeir sem trúðu á kommúnismann hér áður fyrr og þurfa
að endurskoða grunnhugmyndir sínar.“
auðvaLdið beið skipbrot
Miðvikudagur 15. Október 20088
Fréttir
AUÐVALDIÐ BEIÐ
SKIPBROT
„Ég tel afar mikilvægt að það fari
fram heiðarleg og opinská og hrein-
skilin samræða í landinu og um-
ræða um þessa þróun og þessa at-
burði og þessa reynslu og það eigi
enginn að skorast undan þeirri
umræðu, sérstaklega ekki þeir sem
kjörnir eru af fólkinu í landinu,“
sagði Ólafur Ragnar Grímsson, for-
seti Íslands, í samtali við DV í gær.
Forsetinn mætti á vinnustaða-
fund í Mjólkursamsölunni í gær og
ávarpaði þar starfsmenn. Þar sagði
hann meðal annars að ljóst væri
að hugmyndafræði Miltons Fried-
man um hömluleysi markaðarins
væri komin í þrot og að nú þyrftu
margir að endurskoða hugmyndir
sínar. Forsetinn sagðist vilja opna
á samræðuna sem þyrfti að fara
fram í samfélaginu í kjölfar þeirra
atburða sem hafa átt sér stað. Ólaf-
ur Ragnar sagði við DV að Íslend-
ingar hefðu ríka samræðuhefð og
að fólkið hefði greiðan aðgang að
stjórnmálamönnum miðað við í
flestum öðrum löndum. Hann lagði
áherslu á að allir yrðu nú að líta í
eigin barm, ráðamenn þjóðarinnar,
forystumenn í atvinnulífinu og stór
hluti þjóðarinnar sem hafði sann-
fært sig um að útrásin væri glæsileg
sigling.
Í sömu sporum og
kommúnistar
Ólafur Ragnar talaði á fundin-
um um það hömluleysi sem hef-
ur átt sér stað undanfarið þar sem
markaðurinn hafi fengið frelsi til
alls. Hann sagði þetta módel af
kapítalismanum hafa beðið end-
anlegt skipbrot. „Milton Friedman
var kannski svona meginhöfundur
þessarar kenningar og þessi þáttur
í módelinu hefur líka beðið skip-
brot. Þeir sem trúðu á þetta módel
standa kannski í svipuðum sporum
og þeir sem trúðu á kommúnism-
ann hér áður fyrr og þurfa að end-
urskoða grunnhugmyndir sínar.“
Forsetinn telur þörf á að reglu-
kerfinu verði breytt og að markað-
inum verði sniðið meira samfélags-
legt aðhald.
Hannes Hólmsteinn Gissurar-
son er sá Íslendingur sem hefur að-
hyllst hugmyndir Miltons Friedman
hvað mest seinustu áratugi. Þegar
DV hafði samband við hann og bar
ummæli forsetans undir hann vildi
hann lítið tjá sig um þau. Hannes
sagðist vilja sjá ummælin á prenti
áður en hann myndi segja eitthvað.
Brown mun seint gleymast
Ólafur Ragnar var mjög harð-
orður í garð Breta. „Þetta var dýr-
asta pólitíska sjónarspil sem bresk-
ir ráðamenn hafa lagt í. Ég fullyrði
það og veit að það eru stór orð að
það hafi engir erlendir einstaklingar
gert Íslendingum jafnmikinn skaða
á undanförnum áratugum eins
og Gordon Brown og Alistair Dar-
ling,“ sagði Ólafur á fundinum og
bætti því við að þeir myndu þurfa
að horfast í augu við þessar aðgerð-
ir sínar á næstu mánuðum og árum.
Ólafur tók fram að á sama tíma og
Gordon Brown talaði við leiðtoga í
Evrópu og sagði að nú þyrftu menn
að standa saman hafi hann beitt
hryðjuverkalögum, í fyrsta skipti
eftir 11. september, gegn Íslandi.
„Við erum nú þjóð sem seint
gleymir því sem erlendar þjóð-
ir gerðu okkur. Við munum ennþá
hvað Noregskonungur gerði okkur
fyrir 800 til 900 árum,“ sagði Ólafur
Ragnar og bætti þessu við: „Gord-
on Brown mun seint gleymast í ís-
lenskri sögu.“
Hér voru gerð mistök
Forsetinn sagðist hissa á því að
gömlu vinaþjóðir okkar hafi ekki
viljað aðstoða okkur með gjaldeyr-
isláni og sagðist ekki skilja hvers
vegna Seðlabanki Bandaríkjanna
hafi gert gjaldeyrissamninga við
öll Norðurlöndin nema Ísland.
Forsetinn viðurkenndi þó að
margt hefði misfarist á Íslandi
undanfarin ár. „Hér voru gerð
mistök, forystumenn þjóðar-
innar, forystumenn í atvinnu-
lífinu, bankastofnunum og
aðrir vissulega, stór hluti þjóð-
arinnar sannfærði sig um að
þetta væri glæsileg sigling,“
sagði Ólafur Ragnar og sagði
að enginn ætti að draga úr
því. Þjóðin þyrfti að horfast í
augu við það og læra af því
sjálf. Forsetinn sagði þó að
fólkið í landinu gæti ver-
ið bjartsýnt á framhaldið.
Hann tók meðal annars
fram að Ísland væri ríkt af
orkuauðlindum, hér væri
stærsta forðabúr Evrópu
af hreinu neysluvatni og
landið væri sífellt eftir-
sóknarverðara í augum
erlendra ferðamanna.
Áhyggjur af flótta
Forsetinn hefur
þó áhyggjur af því að
unga fólkið flýi land
út af þeirri gerjun
sem nú muni eiga sér
stað. Hann sagði það
slá sig mikið að heyra
sögur af fólki erlendis sem
þyrði ekki lengur að segja
frá því að það væri Íslending-
ar. „Unga kynslóðin á Íslandi er
sú best menntaða og hæfileika-
ríkasta sem Ísland hefur alið,“ sagði
forsetinn og bætti því við að þetta
fólk gæti fengið vinnu hvar sem er í
heiminum og því væri nauðsynlegt
að það sæi möguleika hér á landi.
Ólafur Ragnar sagði það ekki rétt
að bankakerfið á Íslandi væri hrun-
ið, hér væru sparisjóðirnir ennþá
starfandi um land allt. „Fjórða eik-
in í bankakerfi Íslands var spari-
sjóðirnir og er sparisjóðirnir og hún
stendur enn,“ sagði hann.
Boðinn velkominn heim
Einn starfsmaður Mjólkursam-
sölunnar stóð upp og bauð forset-
ann velkominn aftur heim. Hann
sagði gott að Ólafur Ragnar væri
kominn aftur til fólksins í landinu
og sagði að forsetinn hefði und-
anfarin ár fjarlægst alþýðu lands-
ins vegna þess hversu mikið hann
hefði verið erlendis. Ólafur Ragn-
ar svaraði því til að rætur hans
væru ennþá fastar og erfitt væri að
hreyfa við þeim. Hann tók fram að
fjölmiðlar hefðu lagt mun meiri
áherslu á ferðir hans erlendis en
þær sem hann hefði farið í innan-
lands og sagði að kannski hefðu
menn sem ekki væru honum hlið-
hollir lagt áherslu á þennan hluta
starfs hans.
Eftir fundinn sagði Ólafur Ragn-
ar við DV að Íslendingar ættu ríka
samræðuhefð og að boðleiðirn-
ar á milli almennings og stjórn-
valda væru færri en í öðrum lönd-
um og þá kosti ættum við að nýta
okkur. Ólafur Ragnar sagði einnig
að í kjölfar samræðunnar gætum
við dregið lærdóm. „Ég tel rétt að
hvorki ég né aðrir séu að gefa for-
skrift að því hver sú niðurstaða eigi
að vera,“ sagði hann.
Ólafur Ragnar Grímsson
„Þeir sem trúðu á þetta
módel standa kannski
í svipuðum sporum
og þeir sem trúðu á
kommúnismann hér
áður fyrr og þurfa að
endurskoða grunnhug-
myndir sínar.“
JÓn BJaRki maGnússon
blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is
skipbrot kapítalismans ólafur
ragnar grímsson sagði á fundinum
í gær að margir þurfi að endurskil-
greina grunnhugmyndir sínar eftir
atburði seinustu vikna.
mYnD siGTRYGGUR aRi
Forsetafrúin hitti starfsmenn
dorrit Moussaieff heilsaði upp á
starfsmenn Mjólkursamsölunnar
sem komu saman í matsal fyrirtækis-
ins til þess að hlýða á forsetann.
mYnD siGTRYGGUR aRi
Upphaf samræðu Forsetinn sagði
nauðsynlegt að samræða myndi hefjast í
samfélaginu vegna þeirra miklu breytinga
sem munu verða á íslensku samfélagi.
mYnD siGTRYGGUR aRi
2
Öryggisgæsla í kringum
Davíð Oddsson seðla-
bankastjóra hefur verið
efld til muna. Vopnað-
ir lífverðir frá ríkislög-
reglustjóra fylgja nú Davíð
hvert sem hann fer og lögregla
fylgist náið með heimili hans. DV
greindi frá þessu síðasta mánu-
dag. Vikunni áður hafði DV greint
frá því fyrst fjölmiðla að Geir H.
Haarde forsætisráðherra væri
kominn með lífverði úr röðum
sérsveitar lögreglunnar og að
Björgvin G. Sigurðsson viðskipta-
ráðherra hefði líka haft lífverði
um skeið. Toyota Landcruiser-
jeppi fylgdi BMW-bifreið seðlabankastjóra þegar hann mætti heim til
sín seinnipartinn á föstudaginn en í jeppanum voru tveir lífverðir frá
ríkislögreglustjóra. Þegar blaðamaður hugðist taka myndir af seðla-
bankastjóranum var jeppanum ekið í veg fyrir linsuna og þannig
reynt að skýla Davíð.
mánudagur 13. október 20088
Fréttir
Davíð Oddsson
Björn Bjarnason
Vopnaðir lífVerðir
fylgja DaVíð
Davíð Oddsson seðlabankastjóri fer
nú allra sinna ferða í fylgd lífvarða
frá ríkislögreglustjóra. Samkvæmt
heimildum DV hafa ráðamenn orð-
ið fyrir aðkasti undanfarna daga og
því var sú ákvörðun tekin að efla ör-
yggisgæsluna til muna. Lögreglan
á höfuðborgarsvæðinu fylgist náið
með heimili Davíðs og til marks
um það keyrði lögreglubíll framhjá
blaðamanni DV sem beið eftir seðla-
bankastjóranum í Skerjafirði á föstu-
daginn. Óánægja með embættisverk
og orð Davíðs í þeirri orrahríð sem
geisað hefur í viðskiptalífinu hefur
stigmagnast og þrýstingur á að hann
verði látinn fara úr Seðlabankanum
hefur vaxið dag frá degi.
Lífverðir á jeppa
Toyota Landcruiser-jeppi fylgdi
BMW-bifreið seðlabankastjóra þeg-
ar hann mætti heim til sín seinni-
partinn á föstudaginn en í jeppanum
voru tveir lífverðir frá ríkislögreglu-
stjóra. Þegar blaðamaður hugðist
taka myndir af seðlabankastjóran-
um ók jeppinn í veg fyrir linsuna og
reyndi þannig að skýla Davíð.
Ástríður Thorarensen, eiginkona
Davíðs, tók á móti manni sínum fyr-
ir utan húsið og fylgdust lífverðirnir
náið með öllu í kring þar til seðla-
bankanstjórinn var öruggur innan
veggja heimilis síns. Blaðamaður DV
fékk stutt og laggott svar frá lífvörð-
unum þegar hann spurði fyrir hvern
þeir störfuðu: „Ríkislögreglustjóra.“
Þrír með lífverði
Davíð Oddsson er þriðji ráðamað-
urinn sem nýtur verndar ríkislög-
reglustjóra en DV greindi frá því fyrir
helgi að bæði Geir H. Haarde forsæt-
isráðherra og Björgvin G. Sigurðsson
viðskiptaráðherra nytu verndar rík-
islögreglustjóra. Björgvin G. afþakk-
aði þó gæsluna eftir aðeins tvo daga
en svo virðist sem hann sé kominn
með lífverði á nýjan leik en jakka-
fataklæddir lífverðir fylgdu honum
af fundi helstu ráðamanna landsins
sem var haldinn í ráðherrabústaðn-
um við Tjarnargötu í gær.
Björn Bjarnason, dómsmálaráð-
herra og æðsti yfirmaður sérsveitar
ríkislögreglustjóra, vildi ekkert tjá sig
um málið þegar eftir því var leitað í
gær.
„Ég vísa til fyrra svars míns til þín
um þetta mál,“ sagði Björn í tölvu-
pósti sem barst DV í gær. „Sam-
kvæmt öryggisreglum skýrir embætti
ríkislögreglustjóra ekki frá því hvern-
ig staðið er að öryggisgæslu, hvort
heldur einstaklingar eða stofnanir
eiga í hlut.“
Forseti Íslands ekki í hættu
„Það hafa engar breytingar verið
gerðar á öryggisgæslu,“ segir Örnólf-
ur Thorsson, ritari forseta Íslands,
spurður um öryggi forsetans á þess-
um miklu óvissutímum. Óánægja
almennings virðist ekki beinast að
forsetanum og því er hann ekki tal-
inn í jafnmikilli hættu og þeir ráða-
menn sem nú ganga erinda sinna í
fylgd sérsveitarmanna.
„Eitthvað hafði maður heyrt um
að einhverjir hafi orðið fyrir aðkasti
og þess vegna hefðu menn talið að
það væri betra að hafa öryggisverði
með þeim eða nálægt þeim,“ segir
Steingrímur J. Sigfússon, formaður
vinstri-grænna.
„Mér finnst það ekki góð skila-
boð ef þessir menn eru vopnaðir.
Annars hefur verið mikill áhugi hjá
ónefndum aðilum að við vígbúum
okkur frekar en hitt. Það er þróun
sem ég er ákaflega andvígur,“ seg-
ir Steingrímur og bætir við Íslend-
ingar ættu að forðast það að menn
fari að bera byssur við almenn lög-
gæslustörf.
AtLi Már GyLFAsOn
blaðamaður skrifar: atli@dv.is
Vopnaður Líf geirs H.
Haarde er í öruggum
höndum. Lífvörður hans
ber vopn undir klæðum.
Konan á bak við bankastjórann
ástríður thorarensen tók á móti
eiginmanni sínum þegar hann sneri heim úr vinnu í fylgd lífvarða á föstudaginn.
á jeppa
Lífverðir davíðs óku um á
toyota Landcruiser-jeppa
og reyndu meðal annars að
koma í veg fyrir myndatök-
ur með því að keyra í veg
fyrir ljósmyndara dV.
tveir á einn Lífverðir frá sérsveit
ríkislögreglustjóra fylgdu björgvin g.
Sigurðssyni af fundi í ráðherrabústaðnum við tjarnargötu.
3
Íslenska landsliðið í
knattspyrnu lagði það
makedónska, 1–0, á Laug-
ardalsvellinum á mið-
vikudagskvöld með marki
Veigars Páls Gunnarssonar.
Þjálfarinn, Ólafur Jóhannesson,
sagði fyrir leikinn að hann ætlaði
að taka áhættu í leiknum og færa
liðið framar á völlinn. Það mátti
litlu muna en Ísland er komið
í þriðja sæti riðilsins með fjög-
ur stig þegar leiðin er hálfnuð.
Fyrsti sigurinn er því í höfn. Nú
er stangarskotið hjá Veigari Páli
í Ósló á lokamínútunum grátið
enn meira. Hvað þá tapið gegn
Skotlandi á heimavelli þar sem
Ísland var betri aðilinn. Það
hefði verið flott ef liðið væri komið með sjö stig eftir fjóra leiki þegar
riðillinn er hálfnaður.
Loksins ísLenskur sigur
Fimmtudagur 16. október 2008 17
Sport
„Gamblið“
borGaði siG
„Ég get alveg viðurkennt að við
vorum pínulítið heppnir,“ sagði Ól-
afur Jóhannesson landsliðsþjálfari
á blaðamannafundi eftir 1-0 sigur-
inn á Makedóníu í gærkvöldi. „Verð
ég ekki að segja að þetta hafi verið
sanngjarnt?“ gantaðist Ólafur sem
var gríðarlega ánægður með sigur-
inn.
Ísland hefur nú fjögur stig í riðl-
inum eftir fjóra leiki. „Auðvitað
hefði ég viljað vera með tólf,“ sagði
Ólafur léttur. „Aðalatriðið er samt
að við séum sáttir með okkar leik.
Ég er sáttur með þessa fjóra leiki
sem búnir eru. Mér finnst við hafa
spilað vel í þeim. Menn eru farnir að
þekkja betur inn á hver annan, þróa
sinn leik og hafa trú á að við getum
gert þessa hluti sem við erum nú
alltaf að tala um,“ sagði Ólafur.
Í seinni hálfleik lá mikið á ís-
lenska liðinu eftir góðan fyrri hálf-
leik. „Menn bökkuðu of mikið niður
í seinni hálfleik. Ég var samt ánægð-
ur með varnarleikinn þó Makedón-
ar fengju fín færi í leiknum. Heppn-
in var aðeins með okkur í þessum
leik en ég hef sagt það að ef við
vinnum vinnuna okkar almenni-
lega fara hlutir að falla fyrir okk-
ur. Það getur ekki allt fallið okkur í
móti endalaust,“ sagði Ólafur sem
fannst leikurinn í gærkvöldi sá erf-
iðasti hingað til.
„Þessi leikur var miklu erfið-
ari en leikurinn gegn Hollandi til
dæmis. Sérstaklega seinni hálfleik-
urinn sem ég held að hafi verið það
versta sem við höfum sýnt hingað
til. Ég vissi að Holland væri besta
liðið í riðlinum en það er ekkert
langt bil á milli okkar og hinna lið-
anna þriggja í getu,“ sagði Ólafur
Jóhannesson.
tomas@dv.is
Ólafur Jóhannesson
„Heppnin var með okkur“
MAÐUR LEIKSINS
svona stóðu
stRÁKaRnIR sIg
GUNNLEIFUR V.
GUNNLEIFSSON
Var traustur eins og
klettur í leiknum. Hélt
öllum skotum sem
komu á hann og varði
tvö dauðafæri.
GRÉTAR RAFN
STEINSSON
byrjaði vel en dró af
honum þegar á leið
leikinn. gat litlu sinnt
sóknarlega en var
traustur í vörninni.
KRISTJÁN ÖRN
SIGURÐSSON
bestur
varnarmannanna
enn eitt skiptið.
Yfirvegaður í sínum
aðgerðum, sterkur
og einbeittur.
HERMANN
HREIÐARSSON
Var oft eins og naut í
flagi. Skildi stöðuna
eftir auða með
hlaupum fram en
öflugur í teignum
þegar á reyndi.
INDRIÐI
SIGURÐSSON
kom gjörsamlega út
á pari. Sinnti
varnarvinnunni vel
en eins og í Hollandi
steingeldur
sóknarlega.
STEFÁN
GÍSLASON
Nær vel saman með
aroni inni á miðjunni.
Losar bolta einfalt en
dregst út úr leiknum
þegar mest á reynir
undir lokin.
BRYNJAR BJÖRN
GUNNARSSON
Fór út af meiddur
eftir 25 mínútur.
Þokkalegur í þann
tíma.
EIÐUR SMÁRI
GUÐJOHNSEN
gerði hlutina einfalt
og var kóngurinn á
vellinum í fyrri
hálfleik. týndist uppi
á toppi í seinni
hálfleik.
BIRKIR MÁR
SÆVARSSON
ekki verður deilt um
varnarvinnu birkis né
hlaupagetu.
Sóknarlega er hann
þó enginn kant-
maður.
EMIL
HALLFREÐSSON
Slakur leikur hjá emil.
Áskrift hans að
byrjunarliðssæti
verður erfiðara að
skilja með hverjum
leiknum.
5 6 7 8 9 10
3 4 5 6 7 8 9
4 5 6 78 9 10
3 4 5 6 7 8 9
3 4 5 6 7 8 9
3 4 5 6 7 8 9
2 3 4 5 6 7 8
4 5 6 78 9 10
1 2 3 4 5 6 7
1 2 3 4 5 6 7
VEIGAR PÁLL
GUNNARSSON
Skoraði eina markið
og var frískur í
leiknum. má gefa
boltann fyrr en fín
innkoma í síðustu
tveimur leikjum.
4 5 6 78 9 10
ARON EINAR GUNNARSSON (26. míN)
6
PÁLMI RAFN PÁLMASON (65. míN)
5
Sport
VALUR NIÐURLÆGÐI ÍSLANDSMEISTARAN
A Valsmenn
gerðu sér lítið fyrir og völtuðu yfir íslandsme
istara Hauka,
35–23, í N1-deildinni í handbolta í gærkvöld
i. Valsmenn
leiddu í hálfleik, 21–8, hvorki meira né minna
. elvar Frið-
riksson var markahæstur Vals með átta mörk
en arnór
gunnarsson og baldvin Þorsteinsson skoruð
u sex hvor.
Þá varði ólafur gíslason 22 skot. Hjá Haukum
var andri
Stefan markahæstur með fimm mörk. Valsm
enn eru
efstir í deildinni með átta stig eftir fimm leiki
.
Nú er stangarskotið hjá Veigari Páli
í Ósló á lokamínútunum grátið enn
meira. Hvað þá tapið gegn Skotlandi
á heimavelli þar sem Ísland var betri
aðilinn. Það hefði verið flott ef liðið
væri komið með sjö stig eftir fjóra
leiki þegar riðillinn er hálfnaður.
Fjögur stig eru uppskeran eftir fyrsta
sigur Íslands í riðlinum, 1-0, á Make-
dóníu í gær. Veigar Páll Gunnarsson
skoraði eina markið á 16. mínútu.
„Gamblið“ borgaði sig
Hugmyndafræðin í síðustu leikj-
um liðsins hefur verið að halda hreinu
fyrstu tuttugu mínúturnar og sjá svo
til eftir það. Í leiknum í gær var lagt
upp með að skora á fyrsta korterinu
og það tókst þegar Veigar Páll skor-
aði af miklu harðfylgi eftir korters leik.
„Ég held að klukkan hafi akkúrat sleg-
ið 15 mínútur þegar hann skoraði,“
sagði Ólafur Jóhannesson sigurreifur
á blaðamannafundi eftir leikinn.
Fínir í fyrri
Fyrstu mínútur leiksins átti ís-
lenska liðið erfitt með að fóta sig og
mikill losarabragur var á því. Smátt
og smátt náðu íslensku leikmenn-
irnir svo að koma sér betur inn í leik-
inn og tóku hreinlega völdin. Eið-
ur Smári var mikið í boltanum og
skapaði mikið pláss með nettum og
einföldum sendingum. Færin létu
þó á sér standa en sóknarleikurinn
brást oft á síðasta þriðjungi vallarins.
Kantmennirnir, Emil Hallfreðsson og
Birkir Már Sævarsson, áttu mjög erfitt
uppdráttar og skiluðu afar litlu fram
á við. Þáttur Birkis í varnarleiknum
verður alltaf að vera metinn en Emil
þarf að fara að skila mun meiru af sér
í leikjum landsliðsins.
Allt of aftarlega
Fyrstu fimm mínúturnar í seinni
hálfleik lofuðu góðu enda beint
framhald af fyrri hálfleiknum þar
sem Ísland var einfaldlega betri að-
ilinn. En þá gerðist eitthvað. Mik-
ið stress virtist koma í leikmenn ís-
lenska liðsins sem réttu Makedónum
leikinn á silfurfati. Íslensku strákarn-
ir settust aftur í vörn og hófst mikið
áhlaup Makedóna. Goran Pandev,
þeirra helsta stjarna, fór oft létt með
íslensku varnarmennina og fékk
langbesta færi leiksins þegar Ind-
riði Sigurðsson varði nánast óvart frá
honum á línu.
Stress en það hófst
Síðustu tuttugu og fimm mínút-
urnar einkenndust af nauðvörn Ís-
lendinga. Íslandi tókst ómögulega
að haldast á boltanum og nýta sér
fjölmörg tækifæri á skyndisókn-
um. Pálmi Rafn Pálmason var sett-
ur inn á miðjuna og Veigar tekinn
út af til að þétta varnarleikinn. Mik-
ið stress myndaðist undir lokin þar
sem Ísland gerði hvað það gat til að
tefja leikinn og ætlaði allt um koll að
keyra þegar tyrkneskur dómari leiks-
ins flautaði loks til leiksloka.
Hálfnað verk þá hafið er
Ísland hefur nú leikið fjóra leiki af
átta í riðlinum og er í þriðja sæti með
fjögur stig. Mikill uppgangur hefur
verið í leik liðsins og er það klárlega
á réttri braut. Það verður að fyrirgefa
strákunum fyrir að hafa dottið of aft-
arlega en kappið á að landa fyrsta
sigrinum var augljóslega mikið. Vilj-
inn var til staðar allan tímann og er
alltaf hægt að byggja á því.
Ísland á í seinni umferðinni tvo
erfiða útileiki, gegn Skotlandi og
Makedónum, en tekur á móti Noregi
og Hollandi hér heima. Það var ljóst
fyrir undankeppnina að riðillinn
væri ekki sá besti sem Ísland hefði
getað lent í en spilamennskan hef-
ur verið fín og oft á tíðum góð. Það
er aftur orðið skemmtilegt og spenn-
andi að fylgjast með íslenska lands-
liðinu í fótbolta.
1–0 Veigar Páll
fagnar sigurmarkinu
og fyrirliðinn,
Hermann Hreiðars-
son, passar að
línuvörðurinn flaggi
ekki rangstöðu.
MYND SIGTRYGGUR
TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON
blaðamaður skrifar: tomas@dv.is
Veigars Páls Gunnarssonar Ó
lafur Jóhannesson
Dauðafæri Lukkudís-
irnar voru á bandi
íslands í gærkvöldi.
MYND SIGTRYGGUR
4
hitt málið
Bretar vernda
„terroristana“
„Ég tel það vel koma til greina við
þessar aðstæður að við sendum
þeim þá kveðju að nærveru þeirra
sé ekki óskað fyrr en mál okkar hafa
verið leyst,“ segir Guðni Ágústsson,
formaður Framsóknarflokksins,
spurður um álit sitt á því að Bretar
séu væntanlegir hingað til lands að
sinna loftrýmisgæslu á vegum NATO
í desember næstkomandi. Er gæslan
liður í svokölluðum gistiríkisstuðn-
ingi á sviði öryggis- og varnarmála.
Bretar beittu Íslendinga hryðju-
verkalögum á dögunum sem setti
stærsta banka landsins í þrot, og eru
nú væntanlegir til landsins á herþot-
um.
Niðurlægðu okkur á heimsvísu
„Ég tel að breska þjóðin sé í raun
vinir okkar, en breski forsætisráð-
herrann hefur farið svo hörmulega
með okkur að við verðum að grípa til
allra varna. Þótt það sé í raun hættu-
laust að fá þessa menn hingað í þess-
um tilgangi verðum við að bera virð-
ingu fyrir sjálfum okkur þegar við
höfum verið niðurlægðir og mann-
orð okkar hefur verið svert á heims-
vísu. Því ber að skoða að senda þessi
skilaboð til þeirra,“ segir Guðni Ág-
ústsson.
Engin afstöðubreyting
„Þetta er samkomulag sem gert
var fyrir allnokkru,“ segir Urður
Gunnarsdóttir, fjölmiðlafulltrúi ut-
anríkisráðuneytisins. Hún viður-
kennir að það sé kaldhæðnislegt að
röðin sé komin að Bretum í ljósi nú-
verandi ástands í samskiptum þjóð-
anna. „Ég hef ekki upplýsingar um
annað en að samkomulagið
standi og að afstaða stjórn-
valda hér gagnvart því sé
óbreytt. Hlutirnir hafa
gerst mjög hratt,“ segir
Urður.
Borgað fyrir
skömmina
„Það er eiginlega
til að bíta höfuðið af
skömminni að við
borgum með þessum
æfingum þeirra og
ætti kannski að liggja
beint við að þetta væri
fyrsta niðurskurðar-
málið á erfiðum tím-
um,“ segir Stefán Pálsson,
sagnfræðingur og einn
helsti talsmaður friðar-
og afvopnunarmála
á Íslandi. „Þetta er
í sjálfu sér sama
kaldhæðn-
in og þegar
við vorum
í kalda
stríð-
inu í hernaðarbandalaginu með
Bretum á sama tíma og bresk herskip
voru að berjast við Landhelgisgæsl-
una í þorskastríðunum,“ segir Stefán
og bætir við að það sé kyndugt í ljósi
umræðunnar undanfarið að meg-
intilgangur veru Breta hér yrði til að
stugga burt einhverjum Rússum sem
kynnu að nálgast. „Og margir hafa
viljað snúa því þannig að þeir séu
einu vinir okkar í dag,“ segir Stefán.
Skorar á ríkið að afþakka pent
Stefán telur að nú sé lag fyrir ís-
lensk stjórnvöld að endurskoða þessi
mál. „Það sem kann að koma gott út
úr þessu er að menn noti þá tækifær-
ið og afþakki þetta pent og ég skora á
stjórnvöld að gera slíkt. Og það á við
þetta sem og aðrar æfingar. Nú eiga
menn bara að sinna einhverju sem
máli skiptir, verjast raunverulegum
ógnum,“ segir Stefán að lokum.
SiGurður MikaEl jóNSSoN
blaðamaður skrifar: mikael@dv.is
ráðamenn fá Lífverði
Brosað í gegnum stríðið Íslensk stjórnvöld hafa ráðið
breska lögmannastofu til að undirbúa málaferli gegn
breskum stjórnvöldum vegna hruns kaupþings. bretar
beittu hryðjuverkalögum gegn Íslandi og munu senda
herþotur til landsins í desember.
Þurfum að senda skilaboð
guðni Ágústsson segir að skoða
þurfi þann kost að senda
bretum þau skilaboð að
nærveru þeirra sé ekki óskað.
Ættum að afþakka stefán Pálsson skorar á
íslensk stjórnvöld að afþakka aðstoð breta og
fara að sinna einhverju sem máli skiptir.