Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2008, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2008, Blaðsíða 26
Helgarblað DVföstudagur 17. október 200826 HIN HLIÐIN Vill fá golfkennslu hjá Tiger Woods Nafn og aldur? „Pattra Sriyan- onge, 21 árs gömul snót.“ Atvinna? „Leikkona í vinnslu.“ Hjúskaparstaða? „Í sambúð.“ Fjöldi barna? „Tvö yndisleg fósturbörn.“ Áttu gæludýr? „Því miður ekki eins og er. Ég er mikill hunda- manneskja og stefni tvímæla- laust að því að ættleiða einn í framtíðinni. Að vísu þegar ég er búin að tala sambýlismanninn minn til.“ Hvaða tónleika fórst þú á síð- ast? „Útgáfutónleika Esju á NASA sem voru mjög góðir. Eitt það skemmtilegasta sem ég geri er að fara á tónleika.“ Hefur þú komist í kast við lög- in? „Nei.“ Hver er uppáhaldsflíkin þín og af hverju? „Þessi spurning er heldur betur erfið því það eru ansi margar flíkur sem koma til greina. Meðal annars Jimmy Choo-killer-hælarnir mínir. Ég held líka mikið upp á kjólana sem ég hannaði og saumaði sjálf. Ég verð einnig að nefna rauða Marjon Pejoski-kjólinn minn úr Kron Kron, hann er allt of fallegur til þess að fá ekki að vera með.“ Hefur þú farið í megrun? „Aldrei, ég hef ekki einu sinni íhugað slíkt. Ég er klárlega of mikil matmanneskja til þess að sleppa úr máltíð eða sérstökum matartegundum.“ Hefur þú tekið þátt í skipulögð- um mótmælum? „Nei, ekki enn sem komið er.“ Trúir þú á framhaldslíf? „Já, og hef alltaf gert.“ Hvaða lag skammast þú þín mest fyrir að hafa haldið upp á? „Lagið Barbie Girl með Aqua þegar ég var í sjöunda bekk. Að þetta hafi átt sér stað er nokkuð sem ég mun aldrei skilja og ég veit með vissu að það eru fleiri þarna úti!“ Til hvers hlakkar þú núna? „Ég hlakka til framtíðarinnar og það sem hún ber í skauti sér.“ Afrek vikunnar? „Frumraun mín á sviði Þjóðleikhússins sunnudaginn 5. október myndi ég segja að væri afrek ársins.“ Hefur þú látið spá fyrir þér? „Já.“ Spilar þú á hljóðfæri? „Ég spila örlítið á taílenskt hljóðfæri sem nefnist kim“. Styður þú ríkisstjórnina? „Mitt besta svar við þessari spurningu er að á erfiðum tímum sem þess- um verðum við öll íslenska þjóð- in virkilega að standa saman og styðja hvert annað.“ Hvað er mikilvægast í lífinu? „Að vera hamingjusamur. Enn mik- ilvægara er að allir sem manni þykir vænt um séu hamingju- samir.“ Hvaða fræga einstakling myndir þú helst vilja hitta og af hverju? „Akkúrat núna myndi ég vilja hitta Tiger Woods, helst á Miami, og biðja hann að taka mig í golf- kennslu. Við myndum ekki hætta fyrr en útkoman yrði framúrskar- andi. Auðvitað verð ég að hafa Arnar, kallinn minn, með. Ann- ars yrði hann ekki sáttur.“ Ertu með tattú? „Nei.“ Hefur þú ort ljóð? „Já, einhvern tímann í bernsku.“ Hverjum líkist þú mest? „Engum. Hvorki í útliti né skapgerð, alla- vega ekki svo ég viti.“ Ert þú með einhverja leynda hæfileika? „Það er ýmislegt sem kemur upp í hugann. Til að mynda er ég úrvals kokkur, ég hef fengið það staðfest. Svo er ég ansi góð með saumavélina.“ Af hverju stafar mannkyninu mest hætta? „Því miður af mann- kyninu sjálfu, eins og ljóst er orð- ið og það fyrir löngu.“ Á að leyfa önnur vímuefni en áfengi? „Fyrir mína parta er áfengið meira en nógu vímuvald- andi.“ Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn? „Mér leiðist aldrei í New York, þeirri snilldarborg þar sem nánast allt er mögulegt. Svo ferð- aðist ég til Taílands í fyrsta skipti í átta ár seinasta vor og það var hreint út sagt stórkostleg upp- lifun, í faðmi fjölskyldunnar og góðra vina hópi frá Íslandi.“ Pattra Sriyanonge þreytti frumraun Sína á Sviði atvinnuleikhúSS á dögunum í uPPfærSlu þjóðleikhúSSinS á macbeth.Við hjá Hraðlausnum sérhæfum okkur í öllum almennum þrifum gerum föst verðtilboð og langtímasamninga sé þess óskað. Þjónustum fyrirtæki,einstaklinga og húsfélög. S: 615-2350 hradlausnir@gmail.com Hraðlausnir ehf. Hreingerningarþjónusta S:615-2350 Vantar þig fjármálaráðgjöf? Þarftu að ná áttum í peningamálunum? lVið gerum heildar yfirlit yfir fjárhagsstöðuna lVið semjum við kröfuhafa um gjaldfallnar skuldir lVið aðstoðum þig við fasteignaviðskipti lVið gerum verðmat á fasteigninni þinni lVið bendum þér á hvar má spara og minnka útgjöld Hringdu núna! Það er auðveldara að taka á vandanum strax! GH Ráðgjöf Sóleyjargötu 17, 101 Reykjavík Sími 510-3500 og 615-1020 Guðrún Hulda Ólafsdóttir hdl Björgvin Guðjónsson löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali Geymdu þessa auglýsingu – Hún getur komið sér vel Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Sími 544 5151 • biljofur@biljofur.is SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA FYRIR BIFREIÐAVERKSTÆÐI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.