Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2008, Qupperneq 52

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2008, Qupperneq 52
Leikurinn Saint´s Row 2 er kominn í verslanir hér heima. Sa- int´s hefur fengið fantagóða dóma og hafa nokkrir jafnvel gengið svo langt að segja að hann sé betri en GTA4 sem hefur fest sig í sessi meðal bestu leikja allra tíma. Með upprisu gengisins er ekki átt við upprisu krónunnar. Heldur upp- risu hins grjótharða gengis 3rd Street Saints. Hér er á ferðinni framhalds- leikur eins og tölustafurinn tveir gefur til kynna. Í spilun leiksins vaknar maður úr dái og kemst að því að borgin Stillwater hefur ver- ið yfirtekin af illmennum, klikk- uðum gengjum og hinu illskeytta Ultor-fyrirtæki. Sem meðlimur Sa- int´s-gengisins ber manni skylda til þess að endurheimta fyrri frægð klíkunnar með öllum tiltækum ráðum. Saint‘s Row 2 inniheldur mikla möguleika á að breyta hinum ýmsu hlutum og gera þá að sín- um. Hægt er að breyta persónum leiksins, fötum, íbúðum, gengjum og farartækjum. Mikið er af nýjum vopnum og nýjum farartækjum á borð við bíla, mótorhjól, báta, þyrlur og flugvélar. Hægt er að klára leikinn á marga mismunandi vegu og ræð- ur spilandinn þar ferðinni. Einn- ig geta fleiri en einn spilað sögu leiksins í gegnum netið og geta því vinir og félagar spilað leikinn saman hver í sínu lagi. asgeir@dv.is Hugsanlega á XboX Enn eru líkur á að Metal Gear Solid 4 komi út á Xbox 360. Snake hefur hingað til aðeins verið á PlayStation en fréttum þess efnis að leikurinn komi út á 360 hefur verið þvælt fram og aftur. Samkvæmt nýjustu fregnum frá leikjasýningunni í Tókýó sem nú stendur yfir mun tilkynnt um útgáfu leiksins á E3- eða TGS- ráðstefnunum á næsta ári Á þriðjudag höfðu bandarísk yfirvöld betur í baráttu sinni við stórt ruslpóstsfyrirtæki, eftir að alríkisdóm- stóll ákvað að frysta allar eignir þess og fyrirskipa tafarlausa lokun á netkerfi fyrirtækisins. Fyrirtækið, sem gekk undir ýmsum nöfnum en best þekkt undir nafninu HerbalKing, hafði sent milljarða auglýsinga- pósta á grandalausan almenning víðs vegar um heim síðustu tuttugu mánuðina, mestmegnis til að koma á framfæri ódýrum eftirlíkingum arm- bandsúra, megrunarpillum og kynlífsörvandi lyfjum fyrir karlmenn. Ruslsendingar fyrirtækisins voru orðnar það stórar í sniðum að talið er að á tímabili hafi um þriðjungur alls ruslpósts í heiminum komið þaðan að því er sérfræðingar greina frá. Rannsóknin á fyrirtækinu gefur yfirvöldum og sérfræðingum glögga mynd af nútímaaðferðum þeirra er stunda slíka leiðindaiðju en að mati sumra sérfræðinga er hluti ruslpósts allt að 90 prósent allrar rafpóstsum- ferðar á netinu. Meginkerfi HerbalKing var svokallað „botnet”, fjöldi venjulegra tölva víðs vegar um heiminn er sýktar hafa verið með vírusforritum án vitundar eigenda sinna. Talið er að „botnet”-kerfi HerbalKing hafi samanstaðið af 35 þúsund slíkum tölvum og í gegnum þær hafi fyrirtækinu tekist að senda allt að 10 milljarða ruslpósta á hverjum degi. Þetta er ein viðamesta aðgerð stjórnvalda gegn ruslpósti hingað til en angar rannsóknarinnar teygja sig til Ástralíu, Nýja-Sjálands, Indlands, Kína og Bandaríkjanna. Stjórnvöld vonast til að með lokun kerfisins finni almenningur áþeifanlegan mun á magni ruslpósts sem streymir daglega í pósthólf á netinu. palli@dv.is bandarísk Yfirvöld loka á ruslpóst FöSTudaguR 17. OKTÓBER 200852 Helgarblað DV Tækni uMSjÓN: PÁLL SVaNSSON palli@dv.is Hin Forboðna borG í Kína IBM hefur sett á markað forrit sem gerir kleift að heimsækja í sýndarveruleika hina Forboðnu borg í Kína eins og hún var á hátindi keisar- anna. Forritið sem byggist á svipuðum grunni og algeng leikjaforrit hefur verið þrjú ár í þróun en er nú sett á markað frítt. Hægt er að sækja á vefslóðinni beyondspaceandtime.org/ útgáfur fyrir Windows XP og Vista, Mac OSX frá 10.4.5 og Linux. android gerir það gott android-síminn sem við sögðum frá á dögunum ætlar aldeilis að gera það gott vestanhafs. Þrátt fyrir að síminn komi ekki á markað fyrr en 22. þessa mánaðar hefur T-mobile, fyrirtækið sem lætur framleiða símann, þegar tekið við einni og hálfri milljón pantana fyrir símann. Svona til viðmiðunar seldist ein milljón iPhone-síma frá apple þegar sá sími fór í sölu og því strax orðið ljóst að android-síminn verður megin- keppinautur iPhone. 20.000 miðnæt- uropnanir Microsoft reiknar með að hvorki meira né minna en 20.000 miðnæturopnanir verði um allan heim þegar Gears of War 2 kemur út. Leikurinn kemur út 7. nóvember en fyrirframpantanir á leiknum eru þegar orðnar fleiri en á þeim fyrri. Gears of War 1 seldist í meira en einni milljón eintaka á fyrstu tveimur vikunum í sölu. Það má því búast við að einhver met falli og hugsanlega metið yfir söluhæsta leik allra tíma á Xbox en það met á Halo 2. Saint´s row 2 Er kominn í verslanir. betri en GTa4 Sumir vilja ganga svo langt að segja það. Gengin berjast Þau eru hörð átökin um Stillwater. Upprisa gengisins Leiknum Saint´s row 2 hefur verið líkt við GTa4:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.