Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2008, Page 61

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2008, Page 61
föstudagur 17. OKtÓBEr 2008 61Sviðsljós Subban hún Cyrus Á leið á dansæfingu: Það hefur greinilega verið kom- ið að vaxtíma hjá söngkonunni Britney Spears þegar hún mætti í dansstúdíóið á miðvikudag. Söng- konan hélt íþróttatösku sinni upp til að fela sig fyrir ljósmyndurum en sýndi í staðinn loðna handar- krikana. Ávallt eru misjafnar skoð- anir um hárvöxt í handarkrikum en þar sem söngkonan er iðulega vel snyrt á því svæði má gera ráð fyrir því að vaxsérfræðingurinn hafi verið heima lasinn þessa vik- una. Á meðan Britney æfir sig fyrir myndbönd og tónleikaferðir berst lögfræðiteymi hennar fyrir góðum niðurstöðum fyrir rétti. Britney var handtekin fyrir að keyra próflaus fyrr á árinu og reynir nú að semja um sektir í því máli. Loðin Britney Eftir margra mánaða getspár um sambandsslit hafa Madonna og Guy Ritchie loks gefið út fjölmiðlatilkynn- ingu. „Aðaláhyggjuefni Madonnu og Guys eru börnin þeirra og öryggi barna þeirra,“ sagði talskona Mad- onnu í fyrradag. Madonna og Guy eiga saman tvö börn, Rocco, átta ára, og David Banda sem þau ættleiddu frá Malaví. Mad- onna á dótturina Lourdes úr fyrra sambandi. Madonna og Guy giftu sig fyrir átta árum við hátíðlega athöfn í Skotlandi. Sagan segir að Madonna og Guy hafi skilið fyrir meira en ári en ákveðið að halda því leyndu allan þennan tíma. Í sumar kom upp sú saga að Ma- donna ætti í ástarsambandi við hafna- boltaleikmanninn Alex Rodriguez. Fjölmiðlarnir létu hvorugt þeirra í friði og á endanum sótti eiginkona Alex um skilnað vegna framhjáhalds hans. Ónefndir heimildarmenn staðfesta að Madonna og Alex Rodriguez séu að deita. Það sást til þeirra að snæða kvöldmat saman á veitingastað í New York fyrir ekki svo löngu. Sagan um ástarsambandið fjar- aði út og sást oft til Madonnu og Guys ásamt börnunum síðastliðið sumar og héldu menn að allt væri í himna- lagi hjá þessu ofurpari – þangað til í fyrradag. Madonna og Guy eru bæði önn- um kafin þessa stundina. Madonna er á miðjum tónleikatúr að kynna nýjustu plötu sína og Guy Ritchie er að taka upp myndina Sherlock Holmes sem skartar Robert Downey Jr. og Jude Law í aðalhlutverkum. Madonna og Guy Ritchie skilin: úti er ævintýri Britney Spears Er ekki vön því að vera með ósnyrta handarkrika. Flott fjölskylda Madonna og guy ásamt börnum sínum Lourdes og rocco. Á myndina vantar david Banda sem hjónin ættleiddu fyrir nokkru. Alex Rodriguez Ástfangin Madonna og guy á meðan allt lék í lyndi. Exclusive Tantra Massage For men, women and couples. Phone: 698 83 01 www.tantra-temple.com

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.