Húnavaka


Húnavaka - 01.05.2015, Síða 52

Húnavaka - 01.05.2015, Síða 52
H Ú N A V A K A 50 Tilhlökkunarefni fyrir barnið að sjá vel búna höfðingja mæta til leiks, til þess að ræða landsins gagn og nauðsynjar og hvernig best skyldi borgið hrepps- félaginu þeirra. Vindlareykur barst um stofuna. Jón á Hnjúki sá um það. Kaffi og kökur voru að sjálfsögðu á boðstólum. Þetta voru langir fundir þótti mér og kliðurinn barst um allt hús. Þarna var sr. Þorsteinn í Steinnesi, Bjarni í Haga, Jón á Hnjúki, pabbi minn og svo Ólafur á Sveinsstöðum, sem var hrepps- nefndarmaður og hreppstjóri í Sveinsstaðahreppi. Ólafur var grannvaxinn, bjartur yfirlitum og mjög prúðmannlegur í allri framkomu. Það var mál manna að hann væri ráðagóður og vel til forystu fall- inn enda skynsamur í besta lagi. Hann var m.a. um árabil formaður sóknar- nefnd ar Þingeyrakirkju. Á þeim vettvangi áttum við samstarf, ég sem ráðgjafi um víðtækar endurbætur á kirkjunni, hann sem forsvarsmaður safnaðarins, sem guðshúsið á. Það var engan veginn auðvelt að gera sér grein fyrir hvernig staðið skyldi að verkinu og víða þurfti að leita fanga, því eins og margir vita er Þingeyrakirkja hlaðið steinhús. Slík hús krefjast sérstakrar meðferðar, sem engan veginn er einföld eða ódýr. Söfnuðurinn var og er hins vegar fremur fámennur og fé til viðhalds því ekki óþrjótandi. Skilningur Ólafs og sóknarnefndarinnar allrar á þessu verki og stórhugur var ómetanlegur fyrir mig. Tilfinning hans fyrir þessari sérstæðu byggingu bar vott um næmi. Þetta allt tryggði að verkinu var siglt heilu í höfn eftir því sem fjár- hagur leyfði. Það er sagt að hæverska og fáguð framkoma hafi einkennt Sveinsstaðafólkið ættlið eftir ættlið. Ólafur bar þau einkenni greinilega með sér.“ Sjálfur minnist ég þess þegar hann var kjörinn formaður stjórnar Kaupfélags Húnvetninga. Á þessum árum voru rekin tvö systurfélög í héraðinu. Annað var kaupfélagið en Sölufélag Austur-Húnvetninga sá um afurðarsölumál bænda og rak bæði sláturhús og mjólkursamlag. Árið áður hafði verið samþykkt sú breyting á lögum beggja félaganna að engan mætti endurkjósa oftar en tvisvar í stjórn þessara félaga en hvert kjörtímabil var 3 ár. Ég hafði í þetta sinn verið kjörinn fulltrúi minnar félagsdeildar á aðalfund Kaupfélags Húnvetninga. Daginn fyrir aðalfund kaupfélagsins var haldinn aðalfundur í Sölufélaginu og pabbi lét þar af stjórnarstörfum enda búinn að sitja lengi í stjórn og vilji félagsmanna skýr, að þeir vildu ekki að menn sætu nema ákveðinn tíma í slíkri stjórn. Á aðalfundi kaupfélagsins þurfti að kjósa nýjan mann sem stjórnar- formann. Einhverjir höfðu áhuga á stöðunni en ekki í sjónmáli mikil samstaða. Svo var það þegar kom fram á kvöld að hópur manna sammæltist um að kjósa pabba. Ég vissi ekki til að hann hefði á nokkurn hátt sóst eftir því starfi og forsprakkar hópsins, sem unnu að kosningu hans, sögðu mér að þeir hefðu ekki talað við hann. „En Ólafur sinnir öllu vel sem hann er kosinn til“, sögðu þeir og það varð niðurstaðan að pabbi var kosinn með yfirburðum. Fréttir af kjörinu færði ég honum morguninn eftir. Þessi fregn kom honum alveg á óvart og alveg ljóst að hann hafði ekki haft nokkra hugmynd um að einhver vildi hann í þetta starf, hvað þá að hann hefði eitthvað sóst eftir því. Taldi raunar sjálfur að ýmsir aðrir hefðu frekar átt að vera kosnir til að veita félaginu forustu en þetta kjör sýnir eins og margt annað trú samferðamanna á hæfileikum hans til forustu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226
Síða 227
Síða 228
Síða 229
Síða 230
Síða 231
Síða 232
Síða 233
Síða 234
Síða 235
Síða 236
Síða 237
Síða 238
Síða 239
Síða 240
Síða 241
Síða 242
Síða 243
Síða 244
Síða 245
Síða 246
Síða 247
Síða 248
Síða 249
Síða 250
Síða 251
Síða 252
Síða 253
Síða 254
Síða 255
Síða 256
Síða 257
Síða 258
Síða 259
Síða 260
Síða 261
Síða 262
Síða 263
Síða 264
Síða 265
Síða 266
Síða 267
Síða 268
Síða 269
Síða 270
Síða 271
Síða 272
Síða 273
Síða 274
Síða 275
Síða 276
Síða 277
Síða 278
Síða 279
Síða 280
Síða 281
Síða 282
Síða 283
Síða 284
Síða 285
Síða 286
Síða 287
Síða 288
Síða 289
Síða 290
Síða 291
Síða 292
Síða 293
Síða 294
Síða 295
Síða 296
Síða 297
Síða 298
Síða 299
Síða 300

x

Húnavaka

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.