Húnavaka - 01.05.2015, Page 114
H Ú N A V A K A 112
Lítið skal nú ljóðaþráður lengur spunninn,
enda til er ríman runnin.
Þegar seinna þörf ég hef og þolinmæði,
áfram sögu ólöt þræði.
Þriðja ríma - Ferskeytt
Ekki svikul af mér dreg,
ötul sinni vinnu,
sífellt nýjar sögur ég
segja þarf af Tinnu.
Skýrslu um þessa skörungsgná
skal ég ykkur færa,
áður þó ég mæra má
möginn ástakæra.
Mjúklega á margan veg
má ég við hann dúlla,
hugfangin í húmi ég
horfi á kappann lúlla.
Nærveru hans njóta kann,
náð er mér að hljóta.
Feikilega fi nnst mér hann
fagurlega hrjóta.
Undurblítt um höfuð hans
hef nú lófa strokið.
Mun hér gera á máli stans,
mannsöngnum er lokið.
---
Það af Tinnu þokkadís
þetta er helst að frétta;
áfram þurfti hin unga skvís
ögn úr klaufum skvetta.
Næst sitt hjarta Gústa gaf
Gerhardssyni Wiium,
þar til frétti hann svikull svaf
svo hjá öðrum píum.
Trúlofun við slánann sleit,
slökkt var ástarbálið,
dusilmennið barði og beit,
braut hans vinstri hnjálið.
Ekki síga lét hún larð,
lunta af sér hristi,
met- á -tíma mærin varð
mikill feministi.
Uns hún róleg ávallt svaf,
afvön brölti og knúsi
dag einn gerðist dáleidd af
dömu í næsta húsi.
Trautt fæ undrun Tinnu lýst,
talsvert varð hún hlessa;
„ó mæ god, nú er ég víst
orðin pjúra lessa“.
---
Óðum hjaðnar málsins magt,
minnkar bruni í skinni,
nærri af Tinnu nóg er sagt,
nú er mál að linni.