Húnavaka - 01.05.2015, Síða 143
H Ú N A V A K A 141
Hún sagði að það væri svo merkilegt með sig að hún væri duglegri að slá en
raka, í Landeyjum hefði hún verið kaupakona og sló meira en kaupamaðurinn
og fékk hærra kaup enda sagði hún að múgarnir hefðu tekið sér í mitti.
Ég sagði svo sem Zaraþústra; þar sem kjarkurinn byggi í brjósti mannsins
þar væri atorkan oft yfirnáttúruleg. Já, hún hélt það, það myndu nú sumar
ungu stúlkurnar hafa misst móðinn þegar hún var ráðskona á Svalbarðseyri
hjá Birni Líndal og eldaði ein ofaní og þjónaði 40 manns, datt niður stiga og
fótbrotnaði og gat ekki legið nema tvo daga, síðan væri hún reyndar svolítið
hölt. Ég sagði það hafa verið skaði að hún lá ekki þrjá daga því þá hefði hún
ekki verið hölt um aldur og ævi.
Madama María fór svo með póstbílnum, kvaddi engan en ég vinkaði henni
eins og ungur maður fylgir konu sinni sem er að fara eitthvað út í buskann og
hrósar happi yfir að sjá aldrei meir á lífsleiðinni.
Annars er þetta alveg eyðilegging fyrir mann og jafnt á sál og líkama að vera
konulaus, ég held ég leiti nú ekki að því fleiri árin, ég fer bara eitthvað út í
buskann og bið mér konu formálalaust uppá gamla móðinn.
Þinn Pétur Ingjaldsson.
Í veðurofsanum fauk ræðan ofan í gröfina og er þar enn
Næsta bréf er ritað í upphafi lýðveldisársins, þar fer sr. Pétur yfir preststörfin en aðeins
stuttlega er minnst á ráðskonur.
Höskuldsstöðum 8/2 1944.
Kæra frændkona.
Ég hefi verið helst til pennalatur, ég óska þér gleðilegs nýs árs og þakka hið
liðna.
Ég hefi undanfarið setið í manntalinu, það er allnokkuð verk. Tíðarfar hefur
verið stirt undanfarið, það var ekki
bílfært milli Blönduóss og Skaga-
strandar allan janúar, nema einn
dag. Núna í fyrri viku var mokað,
þá var boðið út allri ströndinni því
það þurfti að flytja konu inneftir
frá Skagaströnd til að gjöra á henni
keisaraskurð. Margir fóru að
moka, þar á meðal ég. Konunni
líð ur vel enda er Páll læknir mesti
snillingur.
Nú hefur verið þíða undanfarið
og ætla ég að nota góða veðrið til
þess að fara út á Skaga til þess að spyrja og messa, geri ráð fyrir að vera fjóra
daga í ferðinni. Það er erfitt þetta veðurfar á Norðurlandi, svo var það um
jólin, ég ætlaði t.d. að messa jóladag á Höskuldsstöðum kl. 12, þar var hríð um
Páll Kolka læknir við bíl sinn HU-1.