Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.12.2014, Qupperneq 100

Fréttablaðið - 06.12.2014, Qupperneq 100
6. desember 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN AÐVENTAN | 60 Það fer ekkert að gerast í jólaundirbúningi fyrr en ég og dóttir mín erum búin að baka hveitikök-urnar. Þetta er vest-firskt fyrirbæri og hafa þessar kökur fylgt jólunum frá því að ég man eftir mér. Þær eru bak- aðar á aðventunni og svo teknar upp á Þorláksmessu og borðaðar með hangikjötinu,“ segir Bald- ur Trausti. Hann er þessa dag- ana að æfa fyrir Sjálfstætt fólk sem frumsýnt verður um jólin í Þjóðleikhúsinu og leikur í Kon- unni við 1000 gráður. Það hefur þó engin áhrif á jólabaksturinn. „Ég gef mér tíma til að baka. Við dóttir mín stöndum í bakstrinum, svo kemur restin og borðar þetta. Hveitikökurnar passa með öllum mat, skötustöppu, hangikjöti, með afgöngum af hamborgarhryggn- um og eru æðislegar með rauð- beðusalati. Við kaupum ekkert brauð yfir hátíðirnar heldur borð- um allt með þessu.“ Baldur Trausti hefur síðastliðin sextán ár bakað Sörur á aðvent- unni eftir uppskrift sem hann fékk frá Guðrúnu Erlu Sigur- bjarnadóttur, starfsfélaga í Þjóð- leikhúsinu. „Ég hef aðeins þróað stærðina, því ég vil hafa þær svona þrjá munnbita, og svo hef ég möndlurnar grófar í botnun- um því ég vil hafa botninn gróf- an,“ segir Baldur og bætir við að fyrstu árin hafi hann verið svolít- ið nískur á Sörurnar. „Einhvern tímann sá ég síðan að frystikistan var full af Sörum um páska því ég hafði verið svo sparsamur. Eftir það er ég slakari og er á því að maður eigi að borða þær á aðvent- unni enda nóg annað að borða yfir jólin.“ Hveitikökur 7-8 kökur 3 bollar hveiti 3 tsk. lyftiduft 1 tsk. salt 1 msk. sykur 2,5 dl mjólk 2,5 dl rjómi Hnoðað saman í hrærivél. Búin til pylsa og skorið í 7-8 kökur. Flatt út með kökukefli. Stinga í hverja köku með gaffli. Steikt á pönnu, helst þykkbotna og eldgamalli. Bakað við meðalhita. Sörur Botn 5 eggjahvítur 6 dl flórsykur 400 g möndlur Eggjahvítur stífþeyttar í tíu mín- útur. Flórsykri og möndlum bætt við og hrært vel, en hægt og rólega. Möndlur ekki maukaðar heldur rétt brotnar í höndunum. Ríflega sett í teskeið og á plötu og bakað við 180 gráður í 10-15 mínútur. Krem ½ dl sykur ½ dl vatn 5 eggjarauður 300 g smjör 2 msk. kakó 2 ½ tsk. kaffiduft 1 msk. Swiss Miss Sykur og vatn soðið saman í 10-15 mínútur við vægan hita og svo látið kólna vel. Eggjarauður stífþeyttar og vatninu svo hellt varlega saman við í mjórri bunu. Smjöri, kakó, kaffidufti og Swiss Miss bætt við. Þeytt saman. Smurt á botninn á kökunum. Sett í frysti og látið bíða í einn dag. Súkkulaði 300 g Nói Siríus suðusúkkulaði 1 tsk. olía Gufubrætt saman og svo er kökunum dýft ofan í súkkulaðið. Raðað upp og sett í frysti. Vestfirskar hveitikökur steiktar á aðventunni Baldur Trausti Hreinsson leikari lætur ekki annatíma í leikhúsinu trufla jólabaksturinn. Jólaundirbúningurinn hefst á hveitikökubakstri og eru kökurnar geymdar fram að jólum. Ljúffengu Sörurnar má borða strax. TVÆR UPPÁHALDSSORTIRNAR Bald ur Trausti bakar alltaf hveitikökur og Sörur fyrir jólin. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HVEITIKÖKUR OG SÖRUR Hveitikökubakstur er vestfirsk hefð en uppskriftina að Sörunum fékk Baldur hjá starfsfélaga í leikhúsinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Vigdís Sigurðardóttir býr á Ítalíu og vinkonu hennar, sem rekur eigið fyrirtæki í bænum, langaði að gefa viðskiptavinum sínum íslenskar piparkökur fyrir jólin. Kökurnar áttu að vera ætar og fallegar. Vigdís tók að sér verkið en segir að við undir- búninginn hafi nánast allt farið úrskeiðis sem gat farið úrskeiðis. „Upphaflega ætlaði ég að hafa fjögur mismunandi form og kökurnar áttu að vera hvítar og rauðar. Eftir mikla leit að nógu stórum formum gafst ég upp og ákvað að gera bara hjörtu. Eftir að hafa prófað nokkra mismun- andi matarliti og endað með allavega fjórar skálar af bleikri leðju gafst ég upp.“ Baksturinn og skreytingarnar tóku tíu daga og á þeim tíma var heimilið gjörsamlega undirlagt. „Við borðuðum í stofunni því það var ekki pláss fyrir okkur í eld- húsinu, það voru box og bökunar- plötur úti um allt,“ segir Vigdís en segist vera ánægð með útkom- una þótt hún hafi verið langt frá upphaflegu hugmyndinni. „Þetta var frumraun og tókst vel. Þetta snerist aðallega um mikla þolin- mæði. Ég elska snjókorn og var með svoleiðis þema, en reyndi að hafa kökurnar ekki einhæfar. Mesta áskorunin fólst í að hafa engar tvær kökur eins en þær voru rúmlega 150 talsins.“ Skreytt hjörtu Sérstaklega þykkur glassúr úr flórsykri, eggjahvítu og pínulitlu vatni notaður til að gera útlínur á hjörtun. Leyft að þorna yfir nótt. Fyllt upp í eyðurnar með þynnri glassúr. Þegar kökurnar eru þornað- ar er notaður örmjór sprautupoka- stútur, númer eitt, til að skreyta kökurnar ásamt kökuglimmeri og sykurkúlum. Heimilið var undirlagt Vigdís Sigurðardóttir fékk það verkefni að gera fal- legar og ætar piparkökur fyrir ítalska vinkonu sína. SKREYTT HJÖRTU Kökurnar voru alls 150 talsins og reyndi Vigdís að hafa engar tvær eins. Heimilið var undirlagt meðan á bakstrinum stóð, eða í tíu daga. EKKI BAKARAMEISTARI Vigdís hefur gaman af því að skreyta kökur en seg- ist bara vera áhugamaður í faginu. PIPARKÖKUJÓLATRÉ Stjörnum er raðað upp, stærstu neðst og minnstu efst. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Þórdís Elva Þorvaldsdóttir skreytir piparkökur árlega ásamt fjölskyldu mannsins síns í Grindavík. „Mágkona mín, Fríða Egilsdóttir, vinnur grettistak á hverju ári, tekur á móti okkur og hýsir þennan piparkökubakstur. Undirbýr allt og svo komum við hin og vöðum beint í glassúrinn,“ segir Þórdís. Í stað þess að setja saman piparkökuhús býr fjöl- skyldan til piparkökujólatré. „Ég mæli eindregið með þessu fyrir litla fingur enda ekki eins vanda- samt og að láta veggi og þak tolla saman. Stjörnum er raðað upp og svo er rjómasprauta notuð til að skreyta og litlu krakkarnir ráða vel við föndrið.“ Piparkökujólatré Misstórar stjörnur búnar til með stjörnuformum. Stjörnum raðað á víxl, hverri ofan á aðra og minnsta stjarnan sett á rönd á toppinn. Smjörkrem með grænum matarlit sett í rjómasprautu og sett krem á hverja „grein“. Greinar skreyttar með glassúr, snjókorn eða jólaskraut. Lengja með rauðum jólakúlum vafin um tréð. Hentugt fyrir litla putta Piparkökujólatré þykja einfaldari en piparkökuhúsin. JÓLASTEMNING Jólasveinninn var í heimsókn hjá Þórdísi og vildi fá að vera með á mynd með jólatrénu fína. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.