Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.12.2014, Qupperneq 126

Fréttablaðið - 06.12.2014, Qupperneq 126
6. desember 2014 LAUGARDAGUR| MENNING | 86 BÆKUR ★★★★ ★ Vonarlandið Kristín Steinsdóttir VAKA-HELGAFELL Líf alþýðukvenna á Íslandi fyrr á öldum virðist vera Kristínu Steins- dóttur hugleikið. Síðustu bækur hennar hafa allar fjallað um að- stæður og örlög kvenna í heimi sem er þeim í flestu andsnúinn. Í nýj- ustu bók sinni, Vonarlandinu, bein- ir Kristín athyglinni frá aðstæð- um kvenna í sveit yfir í líf þeirra í hinum ört stækkandi þéttbýlis- kjarna sem Reykjavík var á seinni hluta nítjándu aldar. Vonarlandið er saga um vonina um betra líf en líka um vonbrigðin þegar raunveruleikinn stendur ekki undir væntingum eða vonir bresta. Vinkonurnar Guðfinna og Stefanía taka sig upp, yfirgefa sveitina og flytjast til Reykjavíkur í von um betra líf. Möguleikar þeirra reyn- ast takmarkaðir en þó veitir lífið í bænum þeim meira frelsi og sjálf- stæði en það sem þær flúðu. Bók Kristínar dregur upp raunsæja mynd af stritinu, órétt- lætinu og hjartasár- unum sem fátækar konur þurftu að takast á við í lífinu en líka fallega mynd af vináttu og sam- takamætti, gleði og frelsisþrá. Sagan bygg- ir augljóslega á mikilli rannsóknarvinnu um líf og aðstæður almúgafólks í Reykjavík um 1870-80. Heimildavinnan ber sög- una ofurliði á köflum, en það er að vissu leyti skiljanlegt þar sem þær sögulegu upplýsingar sem Kristín hefur safnað að sér eru oft og tíðum einstaklega áhugaverðar. Þetta er samt fyrst og fremst saga um fólk. Það er augljóst að mark- mið Kristínar er að beina sjónum að fólki sem hefur yfirleitt ekki verið í sviðsljósinu í sögulegum skáld- sögum. Samúð hennar með persónunum skín alltaf í gegn og litar söguna og framsetningu hennar á þeim. Kristín bregður upp myndum af íslenskum alþýðukonum sem verða í meðförum hennar meira heldur en hlutverk þeirra. Vinnu- konurnar sem flýja úr striti sveitanna eru líka ekki bara týpur heldur einstaklingar sem hafa ólík pers- ónueinkenni og örlög. Vatnsberarnir í Reykja- vík eru dæmi um skrítnar auka- persónur sem oft koma fyrir í frá- sögnum frá þessum tíma, og svo er einnig hér, en Kristín beinir athygli að einni þeirra og gerir hana að einstaklingi. Þessi samúð höfundar gerir persónurnar kannski aðeins of fullkomnar, en Kristín nær að skapa persónur sem manni er ekki sama um. Þrátt fyrir erfiðleika sýna þær viljastyrk, hugrekki, samtakamátt og húmor þannig að það er auðvelt fyrir lesendur að halda með þeim í lífsbaráttunni. Aðrar persónur, sérstaklega karl- mennirnir í sögunni, eru hins vegar upp til hópa afskaplega einhliða persónur. Illgjarna en hlægilega yfirvaldið, pasturslitla undir tyllan, drykkfelldi eiginmaðurinn og sjarmerandi útlendingurinn þjóna sögu kvennanna en verða eigin- lega aldrei að alvöru persónum. Að einhverju leyti stafar það kannski af því að lesandinn fær ekki að sjá atburði frá sjónarhorni þeirra, á meðan sjónarhornið færist á milli allra helstu kvenpersónanna. Í síð- ustu bók Kristínar, Bjarna-Dísu, þar sem hún beitti svipaðri aðferð, fengu aðrar persónur en titilpersón- an ekki nægilegt rými til að verða raunverulegar persónur í huga les- enda en hér nær Kristín að gera mun betur þegar kemur að konun- um fimm sem mest koma við sögu. Vonarlandið er sem sagt falleg lýsing á konum sem þurftu að tak- ast á við erfitt líf en gátu líka sýnt hver annarri vináttu og umhyggju og tendrað vonarneista í brjóstum hver annarrar. Ásdís Sigmundsdóttir NIÐURSTAÐA: Falleg saga um vináttu og von. Vonin um betra líf KRISTÍN STEINSDÓTTIR TÓNLIST ★★ ★★★ VAR Anna Jónsdóttir ÚTG. ANNA JÓNSDÓTTIR Anna Jónsdóttir sópran er glæsileg söngkona. Hún hefur þétta, kraft- mikla rödd og syngur af innlifun. Það er auðheyrt á nýjum geisla- diski hennar sem inni heldur íslensk þjóðlög. Diskurinn er djarfur, Anna syngur nánast öll lögin án undir- leiks. Það er rétt að glitti hér og þar í harmonium, þ.e. stofu orgel sem Svavar Knútur leikur á. Lögin eru tekin upp í Djúpavík og í Akranes- vita. Umhverfið, þ.e. mikið berg- mál, leikur stórt hlutverk. Á viss- an hátt má segja að endurómunin sé undirspilið, hún er hugsuð til að skapa stemninguna á diskinum. Lögin eru dauðhreinsuð af nútíma- legri umgjörð, þeim er ætlað að virka forneskjuleg og hrá. Þetta er góð hugmynd en hún heppnast þó ekki alveg. Ef þjóð- lög eiga að hljóma ekta verða þau líka að vera sungin þannig. Anna er skólaður sópran, hún er hreinlega of góð söngkona til að þjóðlög, sem langoftast eru illa sungin, komi út á sannfærandi hátt. Það er of mikill óperubragur á lögunum. Auðvitað er ekkert að því að syngja þjóðlög vel. En þá verður umgjörðin að vera í stíl. Söngur- inn þarfnast fallegs meðleiks og þægilegrar endurómunar. Það má ekki bara drekkja lögunum í berg- máli. Bergmálið hér verður mjög fljótt leiðigjarnt, söngurinn hljóm- ar eins og sírenuvæl. Heildaryfir- bragðið skortir smekkvísi. Anna hefði þurft að hugsa þetta dæmi aðeins betur. Jónas Sen NIÐURSTAÐA: Vel sungið en hljómburð- urinn fer lögunum illa. Draugalegur söngur VAR „Auðvitað er ekkert að því að syngja þjóðlög vel.“ Við erum með barokkverk á jólatónleikunum að vanda,“ segir Rut Ingólfsdóttir, fiðlu- leikari í Kammersveit Reykja- víkur, og nefnir konserta eftir Wassenaer, Wagenseil og Vivaldi. „Tónlist Wassenaer er bæði áferðarfalleg og ljúf og minnir um margt á ýmis verka Händels,“ segir hún og heldur áfram að lýsa dagskránni. „Konsertinn eftir Wagenseil er einungis í tveimur köflum en ekki í hefðbundnum þremur. Fyrri kaflinn er hægur og syngjandi en seinni kaflinn hraður og fjörugur. Svo eru þrír konsertar eftir Vivaldi. Einn þeirra er flautukonsertinn La tempesta di mare eða Sjóstorm- urinn.“ Kammersveitin er að hefja sitt 41. starfsár. „Við höfum alla tíð lagt áherslu á að bjóða ungu og framúrskarandi tónlistar- fólki, sem nýlega er komið heim frá námi, að leika einleik á tón- leikum sveitarinnar. Á því er engin breyting nú,“ segir Rut. Í þetta sinn eru það flautu- leikarinn Hafdís Vigfúsdóttir, básúnuleikarinn Carlos Caro Aguilera og fiðluleikararnir Joaquin Páll Palomares, Una Sveinbjarnardóttir, Helga Þóra Björgvinsdóttir og Gunnhildur Daðadóttir sem sjá um einleik- inn. Tónleikarnir eru í Norður- ljósasal Hörpu 7. desember og hefjast klukkan 17. - gun Háklassíkin við völd Jólatónleikar Kammersveitar Reykjavíkur hljóma í Hörpu á morgun. Sex einleikarar koma þar fram. Á ÆFINGU Kammersveit Reykjavíkur kemur fagurri músík til skila á faglegan hátt. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Tónlist Wassenaer er bæði áferðarfalleg og ljúf og minnir um margt á ýmis verka Händels.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.