Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 3

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 3
3 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Þeir umgengust landið af virðingu og vistkerfin fengu að þroskast og dafna í samræmi við þær umhverfis- aðstæður sem ríktu á hverjum stað. Það er hins vegar með ólíkindum hve búskaparhættir framandi landa hafa haft mikil eyðileggjandi áhrif á viðkvæma náttúru landsins. Fram að tíma innflytjendanna hafði landið aldrei kynnst dýrum með hófa eða klaufir. Stórar hjarðir sauðfjár og nautgripa spruttu fljótt upp eftir að nýir íbúar höfðu rutt í burtu þeim sem fyrir voru og eigendur þessara innfluttu gripa urðu fljótt ríkir. Beitarbúskapur örfárra kynslóða gæti þó hafa kostað þjóðina margfalt meira en það sem hún á eftir að vinna sér inn á æviskeiðum enn fleiri kyn- slóða. Jarðvegseyðingin og glötun búsvæða vegna innflutnings sauð- fjár og nautgripa (að ekki sé talað um álag vegna milljóna geita, svína, kanína, asna, hesta og úlfalda sem reika um strjálbýl svæði) hefur orsakað hrun í stofnum innlendra tegunda. Saga Ástralíu er því dapur- leg þegar útrýming tegunda er annars vegar. Síðan Evrópumenn námu þar land hafa 27 tegundir horfið alveg og 1500 tegundir fugla, skriðdýra, froska og spendýra eru í hættu. Sama er að segja um menn- ingararfinn. Hann er nú rústir einar og af rúmlega 250 tungumálum sem frumbyggjarnir töluðu lifa aðeins fá eftir. Á þeim slóðum í Vestur-Ástralíu sem höfundur greinarinnar The Silent Land lýsir var einnig ofur viðkvæmt land brotið til ræktunar. Sums staðar þar sem nú ríkir auðn og þögn var fyrir aðeins 100 árum skóglendi með mikilli líffræðilegri fjölbreytni. Með stuðningi stjórn- valda voru þessir skógar ruddir og brenndir til að rýma fyrir akuryrkju Andrés Arnalds, fagmálastjóri Landgræðslu ríkisins Náttúruvernd á Íslandi er um margt brotakennd. Hún snýst oftast um „eyjur í hafi eyðileggingar“, svo notað sé einkar lýsandi orðalag Rogers Crofts, fyrrverandi framkvæmda- stjóra Scottish Natural Heritage, á Umhverfisþingi fyrir nokkrum árum. Eitt af þeim fjölmörgu verkefnum sem Íslendingar þurfa að leggja meiri áherslu á er að endurheimta frjósemi lands og virkni vistkerfa eftir þá gífurlegu landhnignun sem orðið hefur á liðnum öldum. Þetta verk er svo risavaxið að það verð- ur ekki unnið með fullnægjandi hætti nema samfélög á viðkomandi svæðum taki öflugan þátt í því. Sveitarfélög, landeigendur, bændur og aðrir hagsmunaaðilar, áhugafólk og ýmis samtök þurfa að vera hér í forystuhlutverki enda eru þessir aðilar næst þeim vanda sem leysa þarf og lausnirnar því einnig í þeirra höndum. Þetta lögmál gildir reynd- ar um alla náttúruvernd. Það getur einnig verið hollt að líta til annarra landa, því hliðstæður í vandamálum og lausnum eru oft miklar. Í ástralska tímaritinu The Monthly birtist nýverið áhrifamikil grein eftir Tim Winton um landhnignun og endurreisn búsvæða fyrir gróður og dýralíf (mynd bls. 4). Hann fjallar þar um hluta af því mikla endurreisnarstarfi sem unnið er á vegum samtaka og einstaklinga í Ástralíu til að bæta fyrir gífurlega eyðileggingu landkosta sem orðið hefur á þeim skamma tíma sem lið- inn er frá því landnám Evrópubúa hófst þar. Þeir fluttu með sér þá búskaparhætti sem þeir þekktu best og sömuleiðis margvíslegar jurtir, tré og dýr sem þeir voru vanir frá sínum heimkynnum. Í 60.000 ár höfðu frumbyggjar lands- ins búið í fullri sátt við náttúruna. og annarri ræktun. Viðkvæm mold- in varð þá berskjölduð og glataði fljótt frjósemi sinni. Þá hófst mikill austur tilbúins áburðar sem leiddi tvær kynslóðir bænda í gegnum þá tálsýn að búskapur þeirra væri stundaður með sjálfbærum hætti. Gott tíðarfar og hátt verð fyrir afurðir varð til þess að ræktunin teygði sig inn á æ viðkvæmara land. Svo gaf landið eftir og nú hjarir þar eftir aðeins stöku bóndi. Í Ástralíu er nú lögð gífurlega mikil áhersla á að vernda og endur- reisa þau vistkerfi sem höfðu lagað sig að landinu í aldanna rás. Varð- veisla og endurheimt mikilvægra búsvæða nýtur þar sívaxandi krafta frjálsra félagasamtaka og einstakl- inga sem vinna mikið sjálfboðastarf. Einnig færist í vöxt að áhugasamir aðilar kaupi land af bændum til að létta af beitaránauð og bæta skilyrði fyrir innlendar tegundir plantna og dýra. Sterkustu samtökin á þessu sviði eru Australian Wildlife Conserv- ancy. Þau ruddu brautina með því að kaupa sauðfjárbýlið Mt. Gibson árið 2001 en það er 130 þúsund hektarar. Þar nutu þau stuðnings breska milljarðamæringsins Martins Copley. Samtök og einstaklingar hafa nú keypt samtals sex milljónir hektara (jafngildir um 60% af stærð Íslands) gagngert til að endurreisa innlend vistkerfi. Þetta undirstrikar mikilvægi frjálsra félagasamtaka í umhverfisvernd, en Íslendingar hlúa því miður ekki nægilega vel að slíku. Ástralskir bændur eru einnig framarlega í þessu mikilvæga starfi og fá til þess m.a. öflugan stuðning frá ríkisvaldinu. Hið þögla land
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.