Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 7

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 7
7 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Anna Dóra Sæþórsdóttir, Rannveig Ólafsdóttir og Rögnvaldur Ólafsson Inngangur Ferðamönnum sem koma til Íslands hefur fjölgað ört síðustu áratug- ina, eða um að meðaltali 9% á ári á tímabilinu 1950–2007 (2. mynd). Árið 2007 var sett nýtt met en þá komu 485 þúsund erlendir gestir til landsins.1 Tekjur af erlendum gestum hafa að sama skapi farið vaxandi; þær voru árið 2005 um 40 milljarðar króna, eða 12,3% af gjald- eyristekjum þjóðarinnar það ár.2 Ferðalög Íslendinga njóta jafnframt vaxandi vinsælda og tugir þúsunda ferðast um eigið land á hverju ári. Ferðamennska er þannig án efa orðin ein af meginstoðum íslensks atvinnulífs. Atvinnugreinin er mjög mikilvæg fyrir landsbyggðina og ætti því að gegna mikilvægu hlut- verki í byggðastefnu stjórnvalda.3,4,5 Íslensk ferðaþjónusta hefur um langan aldur notað náttúruna í kynningu og sölu á landinu. Það er gert í þeirri trú að sérstaða landsins liggi í sérstæðri náttúru og að markaðurinn fyrir náttúru- ferðamennsku sé stór. Könnun Ferðamönnum á Íslandi hefur fjölgað mikið síðustu áratugina og margir þeirra fara inn á hálendið. Aðdráttarafl hálendisins felst í óspilltri náttúru, víðáttu og einveru. Fjölgun ferðamanna krefst þess að ýmiss konar aðstaða sé bætt, svo sem vegir og gistiaðstaða. Hins vegar er hætt við að fleiri mannvirki og gestir spilli þeirri upplifun sem ferðamenn sækjast eftir á hálendinu og jafnvel að árekstrar verði milli mismunandi hópa. Með góðu skipulagi og skýrri stefnumótun má koma í veg fyrir slíkt og í Norður- Ameríku hafa verið þróaðar aðferðir til þess. Í þessari grein er sagt frá rannsókn sem gerð var á Lakasvæðinu sumarið 2007 þar sem skoðað var hvernig þessi aðferðafræði nýtist hér á landi. Lagt var mat á fjölda ferðamanna á Lakasvæðinu með því að telja bifreiðar sem komu inn á svæðið. Jafnframt voru lagðir spurningalistar fyrir ferðafólk og tekin viðtöl við hluta þess, þannig að yfirlit fékkst yfir þjóðerni, aldur, ferðir og viðhorf til náttúru, þjónustu, vega, umgengni og fleira. Þá voru tekin viðtöl við aðila sem reka ferðaþjónustu og spurt um álit þeirra á því hvernig Lakasvæðið nýtist ferðaþjónustunni. Einnig var álag á landið kannað, en Lakasvæðið liggur í um 500 m hæð og er mjög viðkvæmt fyrir álagi vegna gerðar jarðvegs og gróðurs (1. mynd). Ferðamenn við Laka koma flestir frá Mið- og Vestur-Evrópu og eru mjög ánægðir með ferð sína til Laka. Þeir eru sáttir við vegina og fáir taka eftir skemmdum á landi vegna álags ferðamanna. Könnun á stígum og slóðum sýndi hins vegar að álag á landið er þegar orðið mikið og að innviði þarf að bæta til að afstýra frekari skemmdum. Nokkrar endurbætur voru gerðar á svæðinu sumarið 2007. Trépallur var smíðaður við Tjarnargíg, stígar voru bættir og vatnssalernum og áningarborðum komið upp. Þetta stýrir ferðum fólks og dregur úr traðki utan stíga þannig að minni skemmdir verða t.d. á mosanum utan í gígunum. Niðurstaða höfunda er að hugmyndafræðin og aðferðirnar sem kynntar eru í greininni gætu nýst vel til að skipuleggja ferðamennsku á hálendi Íslands. Hálendi Íslands – auðlind útivistar og ferðamennsku Náttúrufræðingurinn 78 (1–2), bls. 7–20, 2009 Ritrýnd grein 1. mynd. Gígur í eldborgaröðinni við Laka. – A crater in the Lakagígar row. Ljósm./Photo: Rögnvaldur Ólafsson, 2006.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.