Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2009, Qupperneq 10

Náttúrufræðingurinn - 2009, Qupperneq 10
Náttúrufræðingurinn 10 O’Reilly25 telur að það sé einkum tvennt sem áhrif hafi á þolmörk ferðamennsku, annars vegar ein- kenni ferðamanna og hins vegar einkenni hvers ferðamannastaðar. Einkenni ferðamanna eru t.d. hvatar, viðhorf og væntingar þeirra, hversu lengi þeir dvelja, hvaða afþreyingu þeir stunda og hversu ánægðir þeir eru. Þessi atriði skipta máli við mat á þolmörkum ferðamennsku vegna þess að þau marka þau áhrif sem ferðamenn hafa á dvalarstaðinn. Íbú- arnir og sú samfélagsgerð sem þeir búa við er meðal þess sem einkennir sérhvern ferðamannastað og stjórnar því hversu mikill ávinningur verður af komu ferðamanna og hefur þar með áhrif á hver þolmörk heima- manna gagnvart ferðamönnum eru. Hversu þróuð ferðamennskan er hefur einnig áhrif á þolmörk ferða- mennsku. Sama á við um náttúrlegt umhverfi staðarins og þá ferla sem eru að verki í náttúrunni. Hugtakið þolmörk ferðamennsku hefur sætt gagnrýni fyrir að vera huglægt og að umrædd mörk geti verið óljós.26,27,28 Sem dæmi um það má nefna að einstaklingar hafa mjög mismunandi skoðun á hvað sé óviðunandi skerðing á upplifun. Einnig eru skiptar skoðanir meðal ferðamanna, heimamanna, ferða- þjónustuaðila, stjórnenda svæðanna og jafnvel vísindamanna um það hversu mikil neikvæð áhrif ferða- mennsku mega vera áður en þol- mörkum er náð. Notkun hugtaksins þolmörk ferðamennsku verður jafn- framt enn erfiðari á skipulögðum ferðamannastöðum vegna þess að með frekari uppbyggingu innviða má oft draga úr neikvæðum áhrif- um ferðamennsku. Við það breytist hins vegar ásýnd landsins og það getur fallið ferðamönnum misvel. Því hefur verið bent á að til að nota megi hugtakið þolmörk um skipulag ferðamannastaða sé nauðsynlegt að fyrir liggi skýr markmið um það fyrir hvers konar ferðamennsku á að nýta viðkomandi svæði, hvaða upplifun því sé ætlað að veita, hver markhópurinn eigi að vera og hversu mikil breyting á umhverf- inu sé viðunandi.23,24,27,28,29 Þrátt fyrir þessar takmarkanir er hugtakið gagnlegt til að átta sig á áhrifum ferðamennsku og samspili ýmissa þátta hennar. Notagildi hugtaksins felst fyrst og fremst í því að veita sýn á stöðu mála og draga fram þá þætti sem hægt er að hafa áhrif á til að koma í veg fyrir að þolmörkum svæðisins verði náð. Afþreyingarrófið Í Bandaríkjunum og víðar í heimi- num þar sem þolmörk ferða- mennsku hafa verið rannsökuð hefur einnig verið stuðst við svokallað afþreyingarróf (e. recreation opportu- nity spectrum) við stefnumótunar- og skipulagsvinnu í þjóðgörðum og víðernum. Þá er umhverfið skoðað í heild og dregnir fram mismun- andi möguleikar til afþreyingar á því svæði sem til athugunar er og myndast þá eins konar róf afþrey- ingarmöguleika. Gert er ráð fyrir mismikilli uppbyggingu eftir því hvaða tegund ferðamennsku hentar náttúrlegu umhverfi hvers staðar og eftir þeirri upplifun sem skipulags- yfirvöld telja að bjóða eigi ferða- mönnum.30,31 Gengið er út frá þeirri forsendu að ferðamenn séu mismun- andi og sækist eftir fjölbreytilegri upplifun; þá þörf verði að uppfylla í mismunandi umhverfi því ekkert svæði geti né eigi að bjóða upp á allt fyrir alla. Við skipulag landnýtingar til útivistar eru þessi sjónarmið höfð að leiðarljósi og í samræmi við það er leitast við að viðhalda fjölbreyti- leika þeirra svæða sem ferðamenn hafa úr að velja. Búnir hafa verið til nokkrir flokkar útivistarsvæða eftir ROS- flokkun Víðerni Lítt snortið Engin vélknúin umferð Lítt snortið Vélknúin umferð leyfð Náttúrulegt Vegir Dreifbýli Lýsing á landslagi Stórt ósnortið svæði. Eingöngu mannvirki nauð- synleg vegna náttúruverndar. Engin þjónusta við almenning. Meðalstórt svæði, að mestu ósnortið. Aðstaða fyrir nátt- úruverndarstarf- semi og öryggi vegfarenda. Meðalstórt svæði, að mestu ósnortið. Aðstaða fyrir nátt- úruverndarstarf- semi og öryggi vegfarenda. Náttúrulegt umhverfi. Nýting náttúru- auðlinda í sátt við umhverfið. Lágmarksaðstaða fyrir vegfarendur. Náttúrulegu umhverfi breytt. Nýting náttúruauð- linda auðsjáanleg. Aðstaða og þjónusta á völdum svæðum fyrir mikinn fjölda notenda. Stjórnun land- svæðis Umferð vélknú- inna ökutækja bönnuð. Umferð vélknú- inna ökutækja er að öllu jöfnu ekki leyfð. Boð og bönn til staðar en eru lítils- háttar. Umferð vélknú- inna ökutækja leyfð. Eftirlit á svæði veitir fólki öryggis- tilfinningu. Mikil umferð vélknúinna öku- tækja. Mannvist Fáir gestir. Margir gestir. 2. tafla. Róf afþreyingarmöguleika.28 – The Recreation Opportunity Spectrum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.