Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2009, Síða 14

Náttúrufræðingurinn - 2009, Síða 14
Náttúrufræðingurinn 14 ástand lands þar sem álag er vart merkjanlegt, til fjórða flokks þar sem ástandið er mjög slæmt og einkennist af mikilli röskun jarðvegs, jarð- myndana og gróðurs. Þolmörk ferðamanna3. . Til þess að greina upplifun ferðamanna á Lakasvæðinu og meta hvað hefur mest áhrif á upplifun þeirra var lagður spurninga- listi fyrir þá ferðamenn sem þangað komu vikuna 23.–29. júlí 2007. Spurningalistanum var dreift við bílastæðið hjá Laka og var endanleg úrtaks- stærð 397 ferðamenn, sem er um 96% svörun. Spurningalist- inn var á ensku, þýsku og frönsku auk íslensku. Einnig voru tekin viðtöl við 19 ferða- menn á sama tímabili, 11 karla og 8 konur. Þar af voru 13 erlendir ferðamenn og 6 Íslend- ingar. Viðhorf ferðaþjónustunnar4. . Rætt var við níu ferðaþjónustuaðila búsetta í Skaftárhreppi og sex aðila sem starfa hjá ferðaþjón- ustufyrirtækjum í Reykjavík og skipuleggja ferðir um Laka- svæðið. Viðtölin voru hálfopin (e. semi-structured interviewing) en það þýðir að stuðst var við fyrirfram mótaðan efnislista en viðtalinu haldið opnu með því að gefa viðmælanda svigrúm til að tala opinskátt um það sem honum fannst skipta mestu máli í því málefni sem var til umræðu. Viðtölin voru 30–180 mínútna löng. Þau voru tekin upp, afrituð og að lokum greind eftir þeim umræðuefn- um sem fram komu. Stefna opinberra aðila5. . Rætt var við Bjarna Daníelsson, sveitar- stjóra Skaftárhrepps, og Rann- veigu Bjarnadóttur, formann umhverfis- og náttúrunefndar Skaftárhrepps. Einnig var rætt við þrjá starfsmenn Umhverfis- stofnunar, þá Ragnar Frank Kristjánsson, sem var þá þjóð- garðsvörður í Skaftafelli, Kára Kristjánsson, landvörð á Laka- svæðinu, og Hjalta Guðmunds- son, forstöðumann Náttúru- verndar- og útivistarsviðs Umhverfisstofnunar. Niðurstöður Lakasvæðið er lýsandi dæmi um einstaka náttúru sem dregur til sín ferðamenn. Miðað við ýmsa aðra ferðamannastaði á hálendinu er Lakasvæðið tiltölulega fásótt en áætlað er að um átta þúsund gest- ir heimsæki það á hverju sumri. Töluvert misjafnt er eftir dögum hve margir koma á Lakasvæðið, en að öllu jöfnu er umferðin mest á laug- ardögum (5. mynd). Ferðamönnum er sérstaklega beint á tvo staði á svæðinu, annars vegar á fjallið Laka og nokkra gjallgíga í nágrenni þess og hins vegar á svæðið umhverfis Tjarnargíg. Umferð um svæðið er takmörkuð eða bönnuð að öðru leyti. Innviðir á svæðinu eru ekki veigamiklir. Vegur liggur um svæð- ið sunnanvert, bílastæði eru við Laka og Tjarnargíg og fimm stikaðar gönguleiðir hafa verið lagðar um svæðið. Gamall kamar er við Laka, en sumarið 2007 var byggt salernis- hús við bílastæðið við Tjarnargíg og þar sett upp nokkur áningarborð. Áningarborð voru jafnframt sett við neðra bílastæðið við Laka. Lakasvæðið er jarðsögulega mjög ungt og liggur auk þess allt í yfir 500 m hæð yfir sjó og er þarafleið- andi mjög viðkvæmt fyrir álagi á gróðurlendi, jarðveg, berggrunn og jarðmyndanir. Á slíku svæði er mikil- vægt að gera sér grein fyrir álaginu sem ferðamenn valda og vita hversu mikið álag svæðið þolir. Ekki er síð- ur mikilvægt að nýta þá vitneskju til að stýra umferð um svæðið þannig að sem minnstur skaði hljótist af. Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til þess að miðað við núver- andi gestafjölda á Lakasvæðinu sé þolmörkum fjölförnustu göngustíg- anna við Laka náð. Sá fjöldi sem nú heimsækir Lakasvæðið veldur meira álagi en stígarnir þola. Auka má náttúrleg þolmörk svæðis með ýmsu móti, t.d. með því að byggja upp göngustíga og er slík vinna haf- in á svæðinu. Við Tjarnargíg hefur að hluta verið byggður tréstígur og stór útsýnispallur við gígbarminn (6. mynd). Þessar aðgerðir gera nú fleiri ferðamönnum kleift að fara um og njóta svæðisins án þess að ganga á náttúruauðlindina sem slíka og hafa þær þannig hækkað þolmörk svæð- isins. Þau mætti hækka enn frekar með því til dæmis að beina umferð frá svæði sem hefur lág þolmörk yfir á svæði með hærri þolmörkum. Þá er enn fremur hægt að takmarka um- ferð um svæði, loka því á ákveðnum árstímum þegar land er viðkvæmast, 0 10 20 30 40 50 60 70 80 18.6. 25.6. 2.7. 9.7. 16.7. 23.7. 30.7. 6.8. 13.8. 20.8. 27.8. 3.9. 10.9. B ifr ei ar ti l L ak a/ da g Mána ardagur Laugard. 14.7. Laugard. 21.7. Laugard. 28.7. Laugard. 4.8. Verslunarmannahelgin 5. mynd. Fjöldi bifreiða sem var ekið inn á Lakasvæðið sumarið 2007. – The number of vehicles entering the Laki area during the summer of 2007.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.